Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.10.1958, Blaðsíða 13
Flmmtudagur 16. okt. 1958 MORGVTSBLAÐIÐ 13 skákinni og þótti hún standa Inga heldur i vil. Hélt hann jafn- vel að Ingi hefði glatað þarna góðu tækifæri til að vinna fræg- an stórmeistara. Við síðari at- hugun kom þó í ljós, að staða Inga rfeyndist ekki svo ýkja- traust sem sumt benti til. Einn vinningur og þrjú jafntefli • Guðmundur lék hvítu gegn hollenzkri vöi'n Dreyers frá Suð- ur-Afriku, hafði heldur rýmra tafl allan tímann, en þóf var talsvert framan af. Þar kom að Dreyer lék leik, sem gefið gat hættulegt færi, en þar sem hann var í ani með tímann, og þeir báðir raunar, tefldi hann vörn- ina, gegn kóngssókn Guðmund- ar ekki rétt vel. Guðmundur seig á jafnt og þétt, unz svarti kóng- urinn lét fánann falla í 39. leik. í næstu skák var það Guðm., sem fór í hollenzka vörn, gegn Tröger frá Köln, sem varð Þýzka landsmeistari í fyrra. Skákin fór fljótt út af venjulegum leiðum og var frumlega tefld af báðum. Guðmundi sást yfir dálitla leik- fléttu Trögers í miðtaflinu og missti peð fyrir bragðið, en mik- ið var þá eftir á borði og ekki öll nótt úti. Þegar skákin fór í bið, má kannske segja að Tröger hafi haft svolitla vinningsmögu- leika, en eftir biðina tefldi hann ekki eins vel og unnt hefði ver- ið. Upp kom hróksendatafl með þremur peðum gegn tveimur kóngsmegin, og varð Þjóðverjinn að sætta sig við jafnteflið eftir 71 leik, þótt hann sýndist lengi hafa góðan hug á vinningi. Guðmundur og Pérez öttu sam an hestum sinum í sjöundu um- ferð. Var það svokölluð Ben- Oni-byrjun Pérez lét peð snemma í tafli, sjálfsagt með vilja, þar eð hann fékk nokkurt mótspil í staðinn. Eftir 20 leiki hafði Spánverj inn í frammi til- burði til að heimta peð sitt bætt, en við það hefði Guðmundur komið út með heldur lakara, svo hann tók það ráð að þráskáka á svörtu drottninguna. Var þá lýst friði þeirra í milli. Heimsmeistari unglinga, Lom- bardy, sem mér er tjáð að hafi hug á að heimsækja ísland aft- ur núna eftir Olympíumótið, hafði hvitt á móti Guðmundi í lokaumferðinni. Blés hann snemma til sóknar kóngsmegin, en Guðmundur náði gagnfærum á drottningarvæng, og gat Lom- bardy ekki látið þær aðgerðir afskiptalausar. Þegar samið var jafntefli eftir tæpa 30 leiki, áttu báðir færi á „gegnumbroti“ kóngsmegin, en þar sem í því fólust hættur fyrir báða, þótti þeim ekki vax-legt að láta til skarar skríða. Tvær tapskákir Freysteinn Þoibergsson tefldi aðeins tvær af fjórum skákum seinni hlutans, gegn Grivaines, Suður-Afríku og Schmid, Vest- ur-Þýzkalandi, enda hefur hann ekki verið vel frískur. Þeir Grivaines fengu jafnvæga stöðu upp úr byrjuninni, en þó þótti Freysteini sem sinn hlutur væri ívið betri og reyndi mikið til að ná yfirhöndinni. Við það komst hann í tímahrak^ og sner- íst þá innan tíðar á verri veg fyrir honum. Grivaines náði kóngssókn, sem lauk með manns vinningi, og var þá ekki um ann- að en uppgjöf að ræða á þriðja borði okkar. Freysteinn lagði út í glæfra- lega sókn gegn Schmid, fórnaði fyrst peði og bauð síðan fram peð og hrók í þokkabót, en Schmid tók ekki þvi góða boði en fór aðra leið, sem gaf vísan sigur. Loks skildi Freysteinn drottningu sína eftir í uppnámi í 16. leik, og þarf þá ekki að spyrja neins að leikslokum. — Þessi skák bar með sér, að Frey- steinn var illa fyrir kallaður og hvíldarþurfi. Ingimar átti erfitt uppdráttar Ingimar Jónsson tefldi á 4. borði gegn Suður-Afríkubúanum Isaacson en á 3. borði gegn Darga, Vestur-Þýzkalanöi og Evans, Bandaríkjunum. í hinni Guðmundur Pálmason teflir á 2. borði fyrstu þessara skáka var tefldur spænskur leikur, og varð byrj- unin skemmtileg. Ingimar mun hafa haft heldur betur, og sýnd- ist honum á einum stað að hann gæti unnið mann eftir að nokk- ur uppskipti hefðu farið fram, en þetta reyndist tálsýn, þegar til kom. Fékk hann við þetta aðeins erfiðara tafl og lenti auk þess í tímaþröng. Skákin fór í bið, og var þá jafnteflið næsta fyrirsjáanlegt, en þeir þreyttu þó taflið upp í 62 leiki. Gegn Darga kvað Ingimar sig hafa haft góða jafnteflismögu- leika, en hann lék af sér eftir rúma 20 leiki og bar ekki.full- komlega sitt barr eftir það. Var hann ekki vonlaus um jafntefli samt sem áður, en í framhald- inu eftir biðina komst hann í þrönga stöðu til allra athafna, enda mun Darga hafa valið beztu leið. Gaf Ingimar skákina. Skákir íslendinga og Þjóðverja vöktu mikla athygli, eins og raunar flestar skákir Þjóðverj- anna, og kannski ekki hvað sízt þessi skák. Svo mikið er víst að hinn gamalreyndi skákmeistari Rellstab tók hana eftir á til sér- stakrar skýringar í hliðarsal. Ekki verður sagt að Ingimar hafi beitt sínu bezta í viðureign- inni við stórmeistarann Evans Náði Evans snemma undirtökun- um og lagði andstæðinginn að velli eftir u. þ. b. 25 leiki hafði þá unnið peð og hótaði manns- vinningi. íslenzkur ósigur Arinbjörn Guðmundsson lék á 3. borði gegn Spánverjanum Farré. Byrjunin var Sikileyjar- vörn, en endirinn varð íslenzkur ósigur. Einkenndist skákin af fórnum og gagnfórnum og aldrei um kyrrstöðu að ræða. Fyrst fórnaði Arinbjörn riddara og ætlaði að láta hrók fjúka sömu leið, en Farré gaf sig ekki að honum en kom með snilldarleik á móti og endaði með drotnning- arfórn og óhrekjandi máti. Arin- björn fer miklum viðurkenning- arorðum u mtaflmennsku mót- stöðumanns síns, enda er það óhætt, því að hann hefur víst unnið allar skákir sínar á mótinu til þessa. Annar varamaður sveitarinn- ar, Jón Kristjánsson, tefldi sína fyrstu skák á mótinu við Spán- verjann Albareda, og er það raunar jafnframt fyrsta skák Jóns á erlendri grund. Albareda hafði svart og fór í kóngsind- verska vörn. Var heldur frjáls- ara tafl hjá hvítum og samið jafntefli eftir 16 leiki, án þess að til átaka kæmi. Jón tefldi aftur á 4. borði í síðustu umferð forriðilsins og mætti þá Rossolimo. sem nú er orðinn Bandaríkjamaður. Var leikinn spænski leikurinn. Rosso limo fékk betri stöðu, þar eð Jón fann ekki beztu leið í mið- taflinu. Eyddist þá einnig tím- inn mjög fyrir Jóni og varð hann að gefast upp eftir 30 leiki eða þar um bil. i B-riðli. Þannig fór þá síðari helft for- keppninnar, að íslendingar gerðu jafntefli 2 : 2 við Suður-Afríku- menn, töpuðu fyrir Þjóðverjum og Bandaríkjamönnum með 1 : 3 og fyrir Spánverjum með 1 %: 2M>. Alls fékkst því 5.Í4 vinn- ingur í þessum hluta á móti 10 vinningum í fyrri hlutanum heild verður þetta að teljast dá- góð frammistaða, þótt hún hefði hins vegar mátt vera betri. Varð íslenzka sveitin jöfn Finnlandi í 4. —5. sæti riðilsins, en ísrael hálfum vinningi lægri. Þessar þrjár sveitir lenda í úrslitaflokki B og koma því til með að tefla þar saman á nýjan leik. Endanlegar tölur í forriðlum urðu svo sem hér skal greina: I. riðill: 1. Sovétríkin 27 vinn., 2. Búlgaría 21 %, 3. Austurríki 21, 4. Holland 20%, 5. Danmörk 16%, 6. Frakkland 14%, 7. ítalía 11, 8. Porto Rico 8, 9. írland 4. II. riðill: 1. Spánn 23% vinn., 2. Bandaríkin 23, 3. Vestur-Þýzka land 22, 4.—5. fsland og Finnland 15%, 6. ísrael 15, 7. Noregur 11%, 8. Suður-Afríka 10%, 9. íran 7V2. III. riðill: 1. Argentína 23 vinn., 2. Austur-Þýzkaland 21, 3. Eng- land 20, 4. Ungverjaland 19%, 5. Pólland 19, 6. Kólumbía 16%, 7. Filippseyjar 12%, 8. Skotland 10, 9. Líbanon 2%. IV. riðill: 1. Tékkóslóvakía 25 vinn., 2. Júgóslavía 24, 3. Sviss 20, 4. Kanada 19, 5. Svíþjóð 18%, 6. Belgía 10%, 7. Portúgal 10, 8. Túnis 9%, 9. Grikkland 7%. Munaði hársbreidd í öljfum riðlum nema öðrum var baráttan gífurlega hörð um sæti í sigurriðli úrslitanna, og munaði þar aðeins hársbreidd. — T. d. tapaði Hollendingurinn van den Berg fyrir Reizzmann frá Porto Rico í síðustu umferð, og munaði það sætinu fyrir Hol- land. Á sama hátt þurfti Fúster frá Kanada að vinna skák sína við Svisslendinginn Blau. Hafði Fúster hrók og riddara á móti hrók og tveim samstæðum peð- um, en Blau tryggði sér örugg- lega jafntefli og færði þar með sveit sinni sæti í sigurriðli. Lauk þeirri viðureign síðast allra hinna 576 skáka, sem búið er að tefla á þessu móti. Mesta athygli vekur að Ung- verjum og Hollendingum skyldi ekki auðnast að komast í aðal- flokk úrslitanna, eins og þeir hafa þó kröftugum liðssveitum á að skipa. Nægir að nefna annars vegar Euwe, Donner og Prins og hins vegar Szabó, Barcza og Portisch. Ættu þessar þjóðir að vera nokkuð öruggar um tvö efstu sætin í B-flokki. í kvöld var dregið innbyrðis í úrslitariðlum. Fer dráttarröðin hér á eftir: A-flokkur: 1. Sovétríkin, 2. Vestur-Þýzkaland, 3. Búlgaría, 4. Júgóslavía, 5. Tékkóslóvakía, 6. Spánn, 7. Argentína, 8. Eng- land, 9. Austur-Þýzkaland, 10. Austurríki, 11. Sviss, 12. Banda- ríkin. B-flokkur: 1. Island, 2. Israel, 3. Frakkland, 4. Danmörk, 5. Kanada, 6. Pólland, 7. Kólumía, 8. Belgía, 9. Holland, 10. Ung- verjaland, 11. Finnland, 12. Svi- þjóð. C-flokkur: 1. Suður-Afríka, 2. Skotland, 3. Portúgal, 4. Porto Rieo, 5. Filippseyjar, 6. Grikk- land, 7. Irland, 8. Túnis, 9. íran, 10. Noregur, 11. Líbanon, 12. ítalia. Sé miðað við Olympíumótið 1956 í Moskvu, standa nú fjorar þjóðir, sem þá náðu sæti í A- flokki, utan við. Það eru Ung- vei’jar (sem hlutu 2.—3. sæti í Moskvu), Danir, ísraelsmenn og Rúmenar, en hinir síðastnefndu eru nú ekki þátttakendur. I þeirra stað koma nú í A-flokk Austur-Þjóðverjar, Svisslend- ingar, Austurríkismenn og Spán- verjar, en hina síðasttöldu vant- aði á Olympíumótið í Moskvu. í B-flokki ern nú 8 þjóðir hinar sömu og þá, en nýjar eru nú þar ísraelsmenn, Ungverjar, Danir og Kanadamenn. Þá lentum við í öðru sæti flokksins á eftir Austurríki, hlutum 27 vinninga, sigurvegararnir 28. Aftur á móti unnu Sovétborgarar aðalkeppn- ina með 31 vinning. Enginn veit fyrir útkomuna úr þeim dæmum, sem nú verð- ur byrjað að x-eikna. En íslend- ingar biðja að heilsa heim. 2ja dyra ísskópur alveg sein nýr til sölu. Tilvalinn fyrir kjötverzlun, veitingahús og þ.u.l. —- Uppl. í síma 15899 eftir kl. 7 í kvöld. •K" -M © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © LeyniiögregEusögur Þær leynilögreglusögur, sem mesta frægð hafa hlotið, eru tvímælalaust l^lirrlork llolmcs KÖ^urnnr rflir Sir A. ('oiian Hovle Nú eru komnar í bókaverzlanir í íslenzkri þýðingu nokkrar hækur með úrvali þessara sagna: Aiifta lni«ilk Ilal llr óiiaiiK Sir A. Conan Doyle. Haiiðkollafélagid VrArriAablesi KanAi liriiigurinn Upplag bókanna er mjög takmarkað, og munu þær því fljótt ganga til þurrðar. — Þetta er skemmtilegur lestur fyrir karlmenn og röska drengi. © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © © f'htx&oa SAL! CEREBOS I HANDHÆGU BLAU DÓSUNUM. HElMSpEKKT GÆÐAVAKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.