Morgunblaðið - 12.11.1958, Page 8

Morgunblaðið - 12.11.1958, Page 8
8 MORCVNBL AÐ1Ð Miðvllcudagur 12. nóv. 1958 _J^venjtjóÉin ocj lieirniiiS Með rádunaufum Kvenfélaga- sambandsins og kvenfélags- konum á Hvalfjarðarströnd UNDANFARIN tvör ár hefur Steinunn Ingimundardóttir, hús- mæðraráðunautur, ferðazt milli kvenfélaganna í landinu og hald ið uppi alls kyns fræðslu fyrir húsmæður. í síðastliðinni viku var röðin komin að Kvenfélaga- sambandi Borgarfjarðarhéraðs, og notaði blaðakona kvennasíð- unnar tækifærið til að fylgjast með Steinunni í einni slíkri ferð. Við ókum sem leið liggur inn fyrir Hvalfjörð í „station“ vagni með drif á öllum hjólum — farartæki, „sem á að hafa sig upp úr snjó og leðju', eins og Steinunn sagði, enda veitir ekki af í vetrarferðir á íslenzkum sveitavegum. Að baki okkar var staflað tveimur 30 kg. þungum koffortum með eldhúsáhöldum og matvælakössum, og mér varð hugsað til þess þegar Steinunn var að drasla þessum farangri með sér á milli kvenfélaganna í Eyjafirði og Skagafirði í ófærð- inni í fyrravetur, oftast á flóa- bátnum Drangi. í þetta sinn var þó ferðinni ein ungis heitið upp á Hvalfjarðar- strönd og vissum við ekki annað en að fjögur kvenfélög væru búin að taka sig saman um að fá sýnikennslu í grænmetisrétt- um fyrsta daginn, sýnikennslu í brauðgerð annan daginn og svo kennslu í svokallaðri heimilis- prýði eða viðgerðum og föndri í 2—3 daga. Sveitakonur og dráttarvélar Frú Guðrún Þórarinsdóttir, kona sr. Sigurjóns Guðjónssonar í Saurbæ, hafði fúslega fallizt á að hýsa forvitna blaðakonu, auk Steinunnar, en hún er formaður Kvenfélagsins „Lilju“ á Hval- fjarðarströnd. Þegar þangað kom, fengum við þær fréttir, að konurnar í hinum hreppunum mundu ekki sjá sér fært að koma svo langa leið, en vildu fá kennarann til sín. Þær sem hefðu bílpróf hefðu ekkert íarartæki, og þær sem hefðu ráð á bíl, fengju engan til að aka sér. En hvernig ætluðu þær þá að koma saman á einum stað í sín- um eigin hreppi? Jú, þá gætu þær farið á dráttarvélunum. Steinunn sagði mér, að þetta virtist vera sameiginlegt vanda- mál sveitakvenna á fslandi. Síð- an þær hættu að fara ríðandi, eiga þær í mesta basli með að komast bæjarleið. Margar hverj- ar sýna þó mikinn kjark og dugn að í þessum erfiðleikum. Það vildi svo til, að daginn sem ákveðið var að Steinunn kenndi á einum stað í Barðastrandarsýsl unm í fyrra, ætluðu bændur ein- Steinunn Ingimundardóttir mitt að rétta. Kvenfélagskonur gengu fyrir oddvita og fóru fram á að réttum yrði frestað um einn dag. Þegar það ekki fékkst, og bændurnir voru farnir að heim- an á jeppunum, tóku húsfreyjurn ar dráttarvélarnar og óku af stað. En þetta er orðinn langur útúr dúr um sveitakonur og dráttar- vélar. Steinunn féllst umsvifalaust á að kenna í tvo daga í hverjum hreppi og sleppa allri tilsögn í heimilisprýði. Ætlaði hún að byrja með sýnikennslu í græn- metisréttum í Félagsheimili Hval fjarðarstrandar og kenna svo brauðgerð daginn eftir. Brátt kom þó upp annað vandamál. í samkomuhúsinu er enginn bak- arofn, og sú sem lánaði gasofn- inn sinn mátti helzt ekki missa Borðstofuhúsgögn úr teaki, eik, birki og mahogny koma fram í búðina í dag. Athugið okkar góðu greiðsluskilmála. Húsgagnaverzlun GUÐMUNDAK GUÐMUNDSSONAR Laugaveg 166. Stúlkur óskast nú þegar til vinnu í verksmiðju vorri. Sími 12085. Dósaverksmiðjan hi hann nema einn dag. Þar sem ekki er gott að baka brauð og vera ofnlaus, varð enn að breyta upprunalegu ráðagerðinni og hafa sýnikennslu i brauðgerð alveg undirbúningslaust meðan ofnsins nyti við. Ættu konur í sveitum að hafa það í huga, þeg- ar reist eru ný félagsheimili, að þær munu í framtíðinni vafa- laust eiga kost á umferðarkenn- urum í matreiðslu, ef þær geta tekið á móti þeim. Ljúffengt rúgbrauð Steinunn dró upp bauk með þurrgeri, og byrjaði strax að dekra við þessa örsmáu gerla, sem áttu að hjálpa henni til að lyfta rúgbrauðinu morguninn eftir, svo hún þyrfti ekki að bíða eftir að þeir ynnu sitt starf, þeg- ar á hólminn væri komið. Þessar örsmáu verur eru eins og börn, það verður að fara vel með þær, gefa þeim vætu og hlýju og láta þær ekki standa í súgi. En séu rétt skilyrði fyrir hendi, vinna þær sitt starf fljótt og vel. Stein- unn leysti 114 tsk. af þurrgeri og ofurlítinn sykur upp í volgu vatni, lét það standa við yl með- an það var að „koma til“, bleytt síðan í 1 kg. af rúgmjöli og 2 tsk. af salti með 5:—6 dl, af vatni, 1 dl. af sírópi (til að brauðið geymdist betur) og með upp- leysta gerinu. Síðan breiddi hún yfir fatið og geymdi allt saman í köldu anddyrinu yfir nóttina (við yl hefði deigið lyft sér á klukkustund). Morguninn eftir var svo brauðdeigið hnoðað upp í ofurlitlu hveiti, látið lyfta sér aftur í klukkutíma og síðan bak- að í eina klukkustund. Þar sem keypt er rafmagn eða gas er það mikilsvert að þurfa ekki að baka rúgbrauðið i lengri tíma. Um kvöldið var mér falið það ábyrgðarmikla starf að ráða yfir ljósi og myrkri á prestsetrinu. Þegar ég togaði í snæri, sem lafði ofan í rúmið mitt, tóku ljósin í öllu húsinu að dofna og slokkn- uðu loks alveg. Snærið liggur út um gat á gluggakarminum, yfir húsasund og með því að kippa í það má slökkva á ljósamótorn- um, án þess að fara út. Þótti mér þetta hin snjallasta hugmynd. Fleira bar ekki til tíðinda fyrr en við vöknuðum í ilmandi ger- lykt um morguninn. Allt húsið angaði. Þurrger hollasta lyftiefnið Steinunn Ingimundardóttir mælir mikið með þurrgeri og leggur áherzlu á að kynna með- ferð þess. Brauð, sem bökuð eru með þurrgeri, eru auðug af B-vítamínum. Aftur á móti getur lyftiduft eyðilagt þau B-vítamín, sem fyrir eru í mjölinu. Þurrger er líka mun ódýrara í notkun en lyftiduft. Og það hefur þann kost fram yfir pressuger, að það geym Berlínarbollur 40 gr. smjörlíki, 30 gr. syk- ur, 1 egg, 1 tsk. vanilla 114 dl (tæpt glas) af mjólk, 214 tsk. þurrger, 250—300 gr. hveiti, þykk sulta, tólg. Þessu er blandað saman eins og þegar bökuð er jóla- kaka, þurrgerið leyst upp í volgu vatni og látið standa svolitla stund við yl, og bland að saman við þurrefnin um leið og mjólkinni og egginu. Örlítið hveiti hnoðað upp í deigið og það flatt út, þannig að það verði um 14 sm. á þykkt. Nú eru mótaðir létt hringir með glasi á hálfa kökuna, örlítil sultuklessa látin drjúpa á hvert glasafar, hinn helmingurinn af deiginu breiddur yfir og bollan skorin úr með glasi (það sést móta fyrir hverri bungu). Þá lím- ast rendurnar saman um leið. Bollurnar látnar lyfta sér ör- lítið við yl. Steiktar í góðri kleinufeiti, sem ekki má vera of heit, svo þær verði ekki hráar að innan en bakaðar að utan. Bollunum velt upp úr sykri, meðan þær eru heitar. Ódýr Vínarbrauð 14 kg. hveiti, 90 gr. sykur, 25 gr. smjörlíki, 14 tsk. kardimommur, 314 dl. mjólk, 4 tsk. þurrger og síðan 150 gr. smjörlíki og einhverjir þurrk- aðir ávextir eða kanell og syk ur. Þurrefnunum blandað sam- an og vætt í með mjólkinni og gerinu, sem hefur verið látið gerjast í ofurlitlu köldu vatni. Deigið hnoðað og flatt út. 150 grömmum af smjörlíkinu smurt á % af kökunni, ó- smurði hlutinn breiddur yfir, og kakan síðan brotin í þrennt. Deigið flatt út aftur. Gott er þá að strjúka yfir með ofurlitlu af bræddu smjörlíki áður en stráð er yfir niður- brytjuðum þurrkuðum ávöxt- um, venjulegu eggjakremi eða bara kanel og sykri. Nú má búa til margs konar kökur úr deiginu, í þetta sinn var því rúllað upp eins og í rúllutertu (tvær lengjur) og klippt í nokkuð þykkar sneiðar með skærum Deigið er aftur látið lyfta sér., en'ekki nálægt hita, og kök- urnar bakaðar við góðan hita í 15—20 mín. Fljótbökuð vínarbrauð 200 gr. hveiti, 125 gr. smjör- líki, 4 tsk. þurrger, 1 msk. syk ur, 1 egg, 1 dl kalt vatn. Þessi vínarbrauð eru líkari bollum að sjá, en vínarbrauð- um á bragðið. Þurrefnunum er blandað saman, smjörlíki mulið út í og vætt í með vatni, eggjum og geri. Deigið þarf að vera svo þykkt að sleifin standi í því. Sett í klessur á plötu, látið bíða allt að klukkutíma og bakað við góð- an hita í 15—20 mín. Sykur- bráði. (floursykri og vatni eða sítrónulegi) smurt yfir. ist vel. Pressugerið geymist illa nema í ísskáp. Þurrgerið er því ákaflega hentugt lyftiefni. Þó er sá hængur á, að ekki er leyfilegt að selja það á frjálsum markaði. Hver sem áhuga hefur á, getur fengið eins mikið magn og hann vill í verzunum Náttúru- lækningafélagsins. Sveitakonurn- ar, sem ekki búa í nánd við neina náttúrulækningabúð, verða að hafa miklu meira fyrir því. Þær verða að láta kvenfélagið sitt panta það í Áfengisverzlun ríkis- ins með milligöngu Kvenfélaga- sambandsins. Mér skilst að Rann veig Þorsteinsdóttir, formaður Kvenfélagasambandsins, taki ein hvers konar ábyrgð á því að ger- ið fari ekki ofan í sveitamennina nema blandað mjöli og bakað. Ástæðan fyrir því að einungis einn félagsskapur í landinu fær að selja þurrger er sú, að hægt er að gerja með því vökva. Það er í frásögur fært, að í einu hreppsfélagi á landinu hættu konur að fá þurrger í brauðin, af því að upp komst um einn karl, sem bruggaði. Þar með var konunum gert erfiðara fyrir um að baka holl brauð handa fólki sínu, en karlinn hefði getað skroppið í næstu búð og keypt rúsínur, sykur eða mjöl, og hald- ið áfram að gerja vökva. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Bændurnir stóðu i ströngu heima Steinunn talaði einmitt um hollustu þurrgers og sýndi notk- un þess við bakstur, þegar kven- félagskonur voru allar saman komnar í Félagsheimilinu, sem stendur mitt á milli Ferstiklu og Saurbæjar. Presturinn í Saurbæ hafði verið skilinn eftir með uppþvottinn, svo kona hans gæti staðið fyrir Kvenfélagssamkom- unni. Mér skildist á konunum, að fleiri bændur á Hvalfjarðar- strönd stæðu í ströngu heima hjá | sér þennan dag. Lœrið að dansa Nýtt námskeið í gömlu dönsunum hefst í kvöld Alls er gert ráð fyrir að byggja megi 5 hæðir. Lóðin er ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVlKUR. Félagsheimilið er þriggja ára gamalt og hið myndarlegasta hús. Það er ákaflega vel um gengið. í hreppnum eru nokkur auðug fyrirtæki, sem færa hon- um tekjur, svo aldrei hefur þurft að afla fjár til þess með opinberum, auglýstum samkom- um. En hreppsbúar eiga Félags- heimilið skuldlaust. Nú kom húsið í góðar þarfir. Konurnar settust í hálfhring utan um Steinunni, sem bakaði „Fljótbökuð vínarbrauð", „Ódýr vínarbrauð“, Berlínarbollur, hveitibrauð og heilhveititvíbök- ur (birtast sumar af uppskriftum hennar sér á síðunni). Að sjálf- sögðu var þetta allt með þurr- geri. „Það þarf ekki að kénna ís- lenzkum konum að baka úr lyfti- dufti“, segir Steinunn. Að því búnu var sezt að kaffi- drykkju, svo allar gætu smakkað á góðgætinu. Var þar glatt á hjalla, því það er ekki á hverj- um degi sem sveitakonur fara „á flandur* og fá tækifæri til að setj ast rólegar að kaffiborði og spjalla saman um sin áhugamál. Sagði Steinunn þeim, að dag- inn eftir mundi hún sýna þeim með skuggamyndum hvernig ætti að ganga frá grænmeti í frystihólf og hvernig ætti að fara með það, þegar það væri tekið þaðan, auk þess sem hún mundi sýna þeim gerð ýmissa grænmet- is- og berjarétta. Flestar konur eiga nú orðið aðgang að frysti- hólfi, og vafalaust líður ekki á löngu áður en frystihólf verður tiláhverjumbæ. Margt grænmeti geymist ákaflega vel í frysti. Gerðu konurnar góðan róm að orðum hennar, en sumar höfðu orð á því að þeim gengi illa að fá karlmennina til að borða græn- meti. Ekki var þó lengi til setunnar boðið. Bóndi birtist í dyrunum. Kvaðst hann vera kominn til að sækja sína frú, það væri kominn gestur. Skömmu seinna heyrðist ferlegt öskur framan úr anddyr- inu. Var þar kominn þriggja ára snáði, sem hafði paufazt í myrkr inu meira en kílómetersleið frá Ferstiklu í leit að mömmu. En svo vel uppalin var pilturinn að hann var að bauka við að fara úr stígvélunum, áður en hann kæmi inn, þrátt fyrir allt þetta mót- læti. Úr þessu leystist samkoman fljótlega upp. E. Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.