Morgunblaðið - 12.11.1958, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.11.1958, Qupperneq 13
MiðviKudagur 12. nóv. 1958 MORCUNBLAÐ1Ð 13 Þuríður Þorsteinsdóttir frá Ytra-Lóni — minning 1 DAG kveðjum vér merkiskonu, ógleymanlega öllum, sem henni kynntust, Þuríði Þorsteinsdóttur, fyrrum húsfreyju að Ytra-Lóni á Langanesi. Hún var 96 ára, þegar hún and-< aðist, fædd að Grænavatni í Mý- vatnssveit 4. sept. 1862. Mætti því ætla, að hún hefði verið orð- in fornleg í sjón og raun hin síð- ari ár, haldin eiliglöpum og látið sér fátt um finnast sporðaköstin í nútímalífsins ólgusjó. Því fór þó viðs fjarri. Þuríður hélt sínu ágæta minni og fullri greind fram á efstu ár, tók létt á hlutunum, skildi allt, fyrirgaf allt. Hún fylgdist vel með öllu, sem gerðist, betur en margir yngri, og lét sér ekkert rnann- legt óviðkomandi. Ég sá Þuríði fyrst, þegar hún var komin yfir áttrætt, hjá syni sínum, séra Þorsteini Jóhannes- syni, og frú hans, Laufeyju Tryggvadóttur í Vatnsfirði. — Þuríður heilsaði mér eins og gömlum vini, sem hún hefði lengi þráð að hitta. Hlýjan lýsti úr andlitinu. Áhuginn á öllu, sem bar á góma, vermdi orð hennar. Glöðust varð hún þó, þegar son- ur hennar settist við orgelið og sungið var lag. Mér komu í hug orð Steingríms: „Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum.“ Þvílíkur æskublær hvíldi alltaf yfir Þuríði Þorsteinsdóttur, frá því að ég sá hana fyrst 82 ára að aldri, þar til við hittumst síð- ast, þegar hún var hálftíræð. — „Nú sjáumst við ekki framar í þessu lífi“, sagði hún þá. — „Jú, jú,“ sagði ég. „Bráðum kem eg og heimsæki þig.“ En hún reynd- ist sannspá. Tómlati mínu var um að kenna, að sú heimsókn fórst fyrir, á meðan tækifæri gafst. Mér finnst jafnan stafa birtu af minningunni wm þessa norð- lenzku bóndakonu. Svipurinn var svo heiður, góðvildin til allra, ekki sízt æskunnar, fölskva laus, trygglyndið óbrigðult. Hafði þá þessi kona aldrei mætt neinu mótdrægu eða mis- jöfnu um dagana, alltaf baðað í rósum? Bjó hún alltaf við sól- skin og sunnanblæ í sínum norð- lægu heimkynnum? Öðru nær. Hún missti föður sinn, er hún var þriggja ára, einn son ungan, annan á manndóms- aldri og varð ekkja fyrir aldar- fjórðungi síðan. Allt þetta og efalaust margt annað mótlæti bar hún af æðrulausu þreki og skapfestu. Þannig var hún. Orðheppnari Konu hef ég varla talað við. Svo var hún bók- ★ ÍJÞJRÓTTIB ★ HER fara á eftir úrslit leika í ensku deildakeppninni í knatt- spyrnu s.l. laugardag. 1. dcild Aston Villa — Everton 2:4 Blackburn — Birmingham 3:2 Blackpool — West Bromwich 1:1 Chelsea — Leeds Utd. 2:0 Manchester Utd. — Burnley 1:3 Newcastle — Luton Town 1:0 Nottm. Forest — Manchester 4:0 Portsmouth — Leicester 4:1 Tottenham — Bolton 1:1 West Ham Utd. — Arsenal 0:0 Wolverhamton — Preston 2:0 2. deild Barnsley — Stoke City 2:1 Brighton — Bristol Rov. 1:1 Bristol City — Fulham 1:1 Cardiff City — Lincoln City 3:0 Charlton — Sheffield Wedn. 3:3: Grimsby Town — Derby Country 3:0 Huddersfield — Sunderland 1:1 Liverpool — Leyton Orient 3:0 Middlesbro — Scunthorpe 6:1 Rotterham — Swansea 3:3 Sheffield Utd. — Ipswich Town 2:0 3. deild Bournemouth — Brentford 0:0 Bury — Wrexham 3:0 Colchester — Swindon Town 1:0 Doncaster — Halifax Town 1:2 Norwich City — Hull City 0:1 Plymouth — Newport County 3:2 Queens Park R. — Southampton 2:2 Reading — Mansfield 3:3 Rochdale — Accrington 1:0 Southend — Bradford City 1:1 Stockport County — Notts County 1:1 Tranmere Rovers — Chesterfield 2:0 1. deild Arsenal 17 9 3 5 44:26 21 West Brom 16 7 6 3 39:24 20 Wolverhampton 17 8 4 5 30:34 20 Preston 17 8 4 5 30:24 20 Luton Town 16 6 7 3 28:20 19 Bolton 16 7 5 4 28:21 19 Newcastle 16 9 1 6 34:29 19 Nottm. Forest ... 16 8 2 6 32:22 18 West Ham Utd. 16 8 2 6 32:29 18 Blackburn 16 6 5 5 38:29 17 Blackpool 16 5 7 4 19:18 17 Chelsea 16 8 1 7 38:38 17 Burnley 16 6 4 6 26:24 16 Manchester U. 17 5 5 7 33:30 15 Portsmouth 16 5 5 6 30:34 15 Tottenham 16 5 4 7 35.39 14 Everton 16 6 2 8 31:45 14 Manchester C.. 16 4 4 8 26:42 12 Birmingham 16 4 4 8 21:34 12 Leeds Utd 16 3 6 7 16:27 12 Aston Villa 17 4 3 10 25:44 11 Leicester 16 3 4 9 25:44 10 2. deild Sheffield Wedn. 16 12 2 2 51:18 26 Fulham .16 11 4 1 44:22 26 Bristol City 9 2 5 37:25 20 Liverpool 16 9 2 5 33:24 20 Stoke City .17 9 2 6 30:29 20 Bristol Rovers .. .16 7 4 5 30:26 18 Charlton .16 7 4 5 36:34 18 Cardiff City .15 8 1 6 28:24 17 Huddersfield .16 6 4 6 29:19 16 Sheffield Utd. .. .16 6 4 6 24:18 16 Barnsley .16 7 2 7 27:30 16 Grimsby Town 16 5 5 6 28:34 15 Middlesbro .16 5 4 7 33:24 14 Swansea Town 15 5 4 6 32:30 14 Ipswich Town .. .16 5 3 8 21:27 13 Leyton Orient .. .16 4 5 7 22:29 13 Derby County .. . 17 4 5 8 21:33 13 Brighton .16 3 7 6 22:40 13 Rotherham .16 4 4 8 22:40 12 Scunthorpe 16 3 5 8 21:37 11 Sunderland . 16 4 3 9 19:39 11 Lincoln City .16 4 2 10 30:38 10 hneigð og söngelsk, að því líkt . þótti mér sem hún hæfist í æðri heima, ef þau efni voru til um- ræðu. En hún var ekki siður vel að sér til handanna, eins og verk hennar bera vitni. Sannmentuð var hún í þess orðs beztu merkingu, auðug af mannlegum skilningi og fjársjóð- um hjartans, laus við öfund og allt, sem smækkar. í fari henn- ar bjó tign ofar hverjum aðli: kurteisin, sem kom að innan. Ævinlega fannst mér Þuríður vera hafin yfir allt lítið og lágt. Að miklu leyti hygg ég hún hafi lifað í heimum söngva, fróðleiks og fegurðar. Hvaðan komu þá Þuríði gifta hennar og göfgi? Án efa réðu ætt hennar og uppeldi þar miklu um. Hún var af góðu bergi brot- in, dóttir séra Þorsteins Jónsson- ar að Þóroddstað, Þorsteinsson- ar, síðast prests að Kirkjubæ i Tungu, og seinni konu hans, Guðbjargar Aradóttur, Helga- sonar, Ásmundssonar frá Skútu- stöðum. Þuríður ólst upp í Yztafelli hjá móður sinni, sem þar bjó eftir lát bónda síns, til tvítugs- aldurs. Nam hún í æsku orgel- leik, kenndi hann fjölda ung- menna og var lengi organisti, fyrst í Húsavíkurkirkju, síðar í Sauðanesskirkju. Um tvítugt fór Þuriður í kvennaskólann á Laugalandi. Bjó hún alla ævi að menntun þeirri, sem hún naut á yngri árum. Árið 1888 giftist Þuríður Jó- hannesi Jóhannessyni frá Salt- vík. Hófu þau þegar búskap að Ytri-Tungu á Tjörnesi og bjuggu þar til ársins 1904, en þá flutt- ust þau að Ytra-Lóni á Langa- nesi og bjuggu þar við batnandi hag, unz heilsa Jóhannesar bilaði og þau létu af búskap og seldu jörðina 1930. Var heimili þeirra orðlagt fyrir sönglist, glaðværð og gestrisni. Allmörg ár eftir lát manns síns, en hann andaðist 1933, dvaldist Þuríður á Þórshöfn. Síðan flutt- ist hún til sonar síns og tengda- dóttur, prófastshjónanna í Vatns- firði, og var hjá þeim um all- langt skeið þar vestra, en einnig síðustu ár ævi sinnar, eftir að þau fluttust suður. Stundum var hún langdvölum á heimili Ólafs Björnssonar prófessors og frúar hans, Guðrúnar Aradóttur, son- ardóttur sinnar. Var Þuríði mikil hamingja að búa hjá þessu frænda- og venzlafólki sínu, þeg- ar árin færðust yfir. Leikur ekki á tveim tungum, að því er sár söknuður að brott- för hennar. Henni fylgdi áreið- anlega og ætíð blessun. Ég get ekki hugsað mér annað en allir, sem Þuríði kynntust, hljóti að sakna hennar. Hún var svo heil og hrein. 1 fari Þuríðar sá ég aldrei ann- að en mannkosti: listhneigð og fegurð, skapfestu og fórnarhug, tryggð og trúlyndi. Því mun hennar lengi verða minnzt með virðingu, ástúð og þökk. Þóroddur Guðmundsson. U ngling vanfar til blaðaburða í eftirtalið hverfi Hlíðarveg Aðalstræti 6 — Sími 22480. Höfum fengið Kvensokkabuxur úr fínni ull. Einnig smekklegar þykkar peysur og p»rjóna frakka. Odýri Markaðurinn í Silfurtunglinu. Innritun og kennsla hefst kl. 7,30. Iðnaðarpláss Höfum til sölu stórt hús í byggingu, ætlað fyrir iðn- rekstur. Grunnflötur hússins er 315 ferm. Alls er gert ráð fyrir að beggja megi 5 hæðir. Lóðin er 1812 ferm. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Renyir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl., Gísii G. ísleifsson, hdl. Björn Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, II. hæð — Simar 2-28-70 og 1-94-78. Afgreiðslustarf Rösk og ábyggileg stúlka óskast í kjötdeild kjör- búðar í Austurbænum, þyrfti helzt að vera vön (eða hafa húsmæðraskólapróf). Gott kaup. Eiginhandar- umsókn sendist sem fyrst í pósthólf 1154. Patreksfjörður: Til sölu stórt íbúðarhús með 3 íbúðum ásamt útihúsum, fjósi, hiöðu og góðu véltæku túni. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. Isleifsson, hdl. Björn Pétursson; Fasteignasala. Austurstræti 14, II. hæð — Símar 2-28-70 og 1-94-78. L á t i ð SMARAGD létta yður námið ★ Aðeins örfá tæki eftir Einkaumboð: Guln skáldsögurnor — Eezfiu vinirnir í sknmmdeginu Sámsbœr eftir Grace Metalious ! s s s s s s s s Öxin eftir Mons-Mahner s s s s s s s s Kaupið allar Fórnarlambið eftir Daphne du Maurier j Catalína ( eftir s • Sommerset Maugham s 2 S s s s s s s Snjór í sorg eftir Henry Troyat ) Morðinginn I og hinn myrti eftir s Sir Hugh Walpole sex — með afborgunarskilmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.