Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1958, Blaðsíða 10
lt MORGTJTSBLÁÐIE Þriðjudagur 16. des. 1958 Knstmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Snæbjörn Galti. Eyjan góða. í dauðans greipum. Snæbjöm Galti. Eftir Sigurjón Jónsson. Bókaútg. Menningarsjóðs. ÞETTA er allreyfaraleg saga, en skrifuð af talsverðum dramatísk- um þrótti og óneitanlega spenn- andi. Persónur flestar eru glans- myndir eða tegundamyndir, þeg- ar bezt lætur. Skárstar eru aðal- persónurnar tvær: Snæbjörn Galti og Hallgerður ástmey hans. Fær Hallgerður stöku sinnum mannleg svipbngði hjá höf., en ekki verður úr því nein heildar- mynd. Granja hefði verið sæmi- leg aukapersóna, með öðru betra, það er dálítið gaman að henni á stundum, en höf. kann ekki nógu vel með hana að fara. — Margt er illa grundvallað, svo sem „skyndibrullaupið" á Innra- Hólmi. Efnið er gott, en klaufa- lega með það farið. Frásagnar- gáfa að vísu mikil, en allan aga og hófsemi skortir; verður frá- sögnin öll því gleiðgosaleg og alloft næsta brosleg. Sama verð- ur að segja um tilraunir höf. til að setja fyrnskublæ á mál sitt — eða hvað finnst mönnum um vinnubrögðin á eftirfarandi kafla: „Hvort munt þú eigi heilsa brúðguma þínum, dóttir mín, síðan þú ert hingað komin?“ sagði Tungu-Oddur. „Heill svo“, sagði Hallgerður og leit geislandi ástaraugum á Snæbjörn. Hallbjörn spratt upp og mælti: „Heill svo“, mín fagra brúður". Hallgsrður leit seint við hon- um, yggldist og mælti lágt: „Heill svo“. Tungu-Oddur roðnaði og þagði. Eigi fór þetta fram hjá Gissuri hvíta. „Óhó!“ mælti hann og brosti lítinn þann“. — Höfundurinn á nokkurt hrós skilið fyrir byggingu bókarinn- ar; þetta er allvel sett saman. í dauðans greipum. Eftir Dod Osborne. Hersteinn Pálsson þýddi. Setberg. DOD OSBORNE er ekki aðeins mesti ævintýrakarl, heldur kann hann einnig dável að segja frá, og þetta er skemmtilegasta bók- in, sem ég hef lesið eftir hann. Auk þss er þetta síðasta bókin, sem hann skrifaði, en hann beið bana snemma á þessu ári. Hér er sagt frá ferðalögum hans á tveim skútum, er fórust báðar. Hin fyrri hét Argosy og sigldi hann henni í fyrstu til St. Thomas í Virgineyjaklasanum. Þar stukku allir hásetarnir af skipinu og Orsborne komst í tæri við tvo uppreisnarmenn frá Col- umbíu, er buðu honum gull og græna skóga fyrir að flytja sig til lands þeirra, þar sem verið var að undirbúa byltingu. Gleypti hann agn það illu heilli, réði alls konar óþjóðalýð á skútuna og hélt af stað. Þarf lesandinn ekki að kvarta yfir leiðindum úr því; hann kynnist m.a. uppreisnarfor- ingjanum Valasco, sem er allra geðslegasti náungi, ásamt kyrki- slöngum og risavöxnum köngu- lóm. En það er aðeins meinlaus aðdragandi að því, sem síðar ger- ist —- og stundum reynir dálítið á trúgirni lesandans. En það kem ur ekki að sök, þegar svona vel er sagt frá. Nokkrar ljósmyndir prýða bók ina. Þýðingin er góð,. og allur frá gangur forlaginu til sóma. Eyjan góða. Eftir Bengt Danielsson. Jón Helgason þýddi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. ÞETTA er bók handa þeim, sem vilja flýja um stund frá skamm- degismyrkrinu og stjórnmála- baslinu hérna norður frá og kom- ast í sólskinið í suðurhöfum. Höf- undur hennar var einn af þeim sem voru með Heyerdahl hinum norska á Kon-Tiki-flekanurn fræga. Dvaldi hann þá tímakorn á eynni Raróía, sem er ein af frönsku Kyrrahafseyjunum, og féll þar svo vel, að hann þráði jafnan að komast þangað aftur til lengri dvalar. Hafði hann og gerst þar svo vinsæll, að eyjarskeggjar báðu hann að koma sem fyrst aft- ur og ítrekuðu það bréflega eftir að hann var farinn heim til Sví- þjóðar. „Þegar borgarlífið gerð- ist illþolandi, og kuldinn og nepj- an í veðrinu settist að sálinni,“ segir höf. „bar það oft við á næstu mánuðum, oð hugur nnnn reik- aði til litlu kóraleyiínar sólríku, þar sem allir virtust nsmingju- samir og lífið var svo undurein- falt“. Loks stenzt hann ekki mát- ið lengur en leggur af stað ásamt konu sinni til hins fyrirheitna lands. Þar er honum t.ekið sem bezta bróður — og iesandinn um leið leiddur inn i þessa frum- stæðu og ljúfu paradís suðurhaf- anna. Þar hafa allir nóga peninga, sem þeir vinna sér inn með sára- lítilli fyrirhöfn og þurfa launar ekki á að halda, nema til að kaupa sér einskisvert glingur, dósamat og tóbak. Matur og drykkur liggur svo að segja fyrir framan nefið á hverjum sem hafa vill, og þarf lítið annað en rétta út hendina. Fólkið er frcmur barnalegt, en gott og hlýlegt við gesti sína, og verður lesandanum hlýtt til þess, eins og höfundinum. Honum er einkar vel lagið að lýsa því og sérkennum þess, og hefur auga fyrir öllu, sem skop- legt er, en um leið sammannlegt í fari þessara náttúrubarna. Hann segir einnig frá fornum menn- ingarminjum, sögu og skáldskap, er geymst hefur á eyjunum, en er nú sem óðast að íalla í gleymsku. Þetta er fjarska þægileg bók aflestrar. Þýðingin er reyndar dálítið stirðbusaleg á köflum, en það kemur ekki svo mjög að sök, því frásögnin er ailajafna ein- föld og blátt áfrarr. LítiÖ einbýlishús Járnvarið timburhús næstum fullgert í Laugarnes- hverfi til sölu. Útborgun kr. 50 þús. IMýja fasteignasalan Bankastr. 7, sími 24-300 og kl. 7,30 til 8,30 e.h. 18546. Stotnanir og fyrirtœki TRÉSMIÐUR vill komast í samband við stofnanir, byggingarsamtök, fyrirtæki, eða aðra þá, sem þurfa á trésmið að halda, hvort heldur er til vinnu við breytingar, viðhald, nýsmíði eða verkstæðisvinnu. Upplýsingar í síma 24933. Hjiikrunarkonu vantar strax á Slysavarðstofu Reykjavíkur. — Upplýsinga.r gefur yfirhjúkrunar- konan í síma: 15030, milli kl. 12.00 og 16.00. Nýkonmar í þessum vinsæla bókaflokki. — 5. bók: Hanna heimsækir Evu 6. bók: Hanna, vertu hugrökk 'Nyk.-ninar ■ bók: Matta MaJ.i eignart nýja félaga. 3 bók: Matta-Maja vekur '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.