Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 1
20 siður
Sjálfstœðismenn vilja samstarf
við alla þá sem skilja
kall og vilja Islandi vel
Engin stjórn farið frá völdum með
minni vegsemd og meiri glundroða
en vinstri stjórnin
m
Úr rœðu Bjarna Benediktssonar á
geysifjölmennum Varðarfundi í gœrkvöldi
FUNDIJR Varðarfélagsins í gærkvöldi var geysifjölmennur. —
Var auðsýnt að mikill áhugi ríkir meðal almennings í Reykja
vík á íslenzkum stjórnmálum. Var ræðu Bjarna Benediktssonar,
varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem var frummælandi á fund-
inum, um stjórnmálaviðhorfið, ágætlega tekið af hinum mikla
fjölda fundarmanna.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, formaður Varðar, setti fundinn
með stuttu ávarpi. Árnaði hann félagsmönnum gleðilegs nýjárs
og hvatti til samhuga sóknar í baráttunni fyrir sigri sjálfstæðis-
stefnunnar.
Þjóðstjórnartal
Framsóknar
Bjarni Benediktsson tók síðan
til máls. Ræddi hann fyrst tal
Framsóknarmanna um myndun
þjóðstjórnar eftir að vinstri
stjórnin hafði gefizt upp. Hann
vakti athygli ó því að áður hefðu
Framsóknarmenn talið það nauð-
synlegast af öllu að einangra
Sjálfstæðismenn gersamlega frá
öllum áhrifum á stjórn landsins.
Nú teldu Framsóknarmenn
hins vegar það vænlegast til
björgunar þjóðinni að kveðja
Sjálfstæðismenn í lið með sér.
Með því skyldi sí,ðan bæta
fyrir það tjón, sem orðið
hefði af vinstri stjórninni.
Bjarni Benediktsson sýndi
fram á hversu andstæðukennd-
ur allur þessi málflutningur
Framsóknarmanna væri.
Veirðbólgan vex um
20—30% á ári
Ræðumaður minntist því næst
á það að upplýst hefði verið sam-
kvæmt útreikningum efnahags-
málasérfræðinga vinstri stjórnar-
innar, að verðbólgan hefði yfir-
leitt aukizt um 10% á ári síðan
árið 1945. Nú við lok valdatíma-
bils vinstri stjórnarinnar væri
hins vegar svo komið samkvæmt
upplýsingum sérfræðingsins að
verðbólgan myndi a. m. k. aukast
um 20—30% á ári, ef ekki yrði
að gert.
Sá vandi, sem vera hafði átt
afsökun fyrir myndun vinstri
stjórnarinnar hefði þannig stór-
lega vaxið frá því sem áður var.
Ástæða þess væri hinar botn-
lausu aðgerðir stjórnarinnar í
efnahagsmálunum, svo sem
„bjargráðin“ á síðastliðnu vori,
sem hleypt hefðu nýrri verðbólgu
skriðu af stað.
Þetta væru staðreyndir, sem
ekki yrði um deilt. Og þær urðu
þess valdandi, sagði ræðumaður,
að Hermann Jónasson varð að
tilkynna Alþingi að hann yrði að
segja af sér vegna ósigurs síns á
Alþýðusambandsþingi. Enn ný
verðbólgualda væri skollin yfir
og vinstri stjórnin kæmi sér ekki
saman um nein úrræði.
Aldrei hefur nokkur stjórn far-
ið frá völdum með minni veg-
semd og við meiri glundroða en
vinstri stjórnin, sagði Bjarni
Benediktsson.
Kosningar eðlilegar
Ræðumaður sagði því næst að
Sjálfstæðismenn hefðu talið það
eðlilegt, þegar til þeirra var leit-
að um myndun nýrrar ríkisstjórn
ar, að kosningar færu hið fyrsta
fram. Það væri eðlilegt að þeir
menn, sem hefðu lýst því yfir að
með Sjálfstæðisflokknum væri
ekki hægt að vinna, gengju nú
undir nýjan dóm kjósenda, eftir
að stjórn þeirra hefði gefist upp.
Bjarni Benediktsson ræddi síð-
an um kjördæmamálið og af-
stöðu Sjálfstæðismanna til efna-
hagsmálanna. Hann kvað að vísu
sjálfsagt að taka tillit til sögu-
legra staðraynda, en fyrst og
fremst væri nauðsynlegt að miða
Illviðri á megin-
I andinu
LONDON, 14. jan. — Miklar
truflanir urðu á samgöngum á
landi og I lofti vegna illviðris,
sem var um mestan hluta V-
Evrópu síðasta sólarhringinn, í
suðurhluta álfunnar snjóaði mik-
ið svo að vegir tepptust víða, t.d.
í Suður-Frakklandi — en norðar
u>ju fljót mjög — og í París var
t.d. talin hætta á flóðum. Lund-
únaflugvöllur var lokaður í 16
stundir samfleytt vegna veðurs
— og bifreiðaárekstrar voru marg
ir í Englandi í dag sakir hálku.
Flutningaskip fórst á Miðjarðar-
hafi, undan strönd Ítalíu, en
mannbjörg varð.
Ætlar de
slaka til?
PARÍS, 14. jan. — Almennt er
búizt við því, að einhvern næstu
daga dragi til tíðinda hvað Alsír-
málunum viðkemur. De Gaulle
flytur franska þinginu boðskap
sinn á morgun, en það er í fyrsta
sinn sem hann ávarpar hið nýja
þing — og fyrsta þigræða hans
sem forseta. Búizt er við, að hann
kjördæmaskipunina við þarfir
þjóðarinnar á hverjum tíma. Stór
feldar breytingar hefðu orðið í
íslenzku þjóðlífi síðan höfuð-
drættir núverandi kjördæmaskip
Bjarni Benediktsson
WASHINGTON, LONDON og
BONN, 14. jan. — Eisenhower
hélt í dag ræðu í samsæti með
blaðamönnum og kvað Banda
rikin og bandalagsríki þeirra
reiðubúin til þess að veita Ráð-
stjórninni allar þær tryggingar,
sem fært sé að veita, til varnar
því að Þýzkaland ógni Rússum
hernaðarlega.
Sagði Eisenhower, er fyrirhug-
aður fundur þeirra Mikojans
væri á engan hátt samningafund-
ur. Bandaríkjamenn mundu ekki
gera neina samninga við Rússa,
eða sitja með þeim ráðstefnu án
þess að leiðtogar bandalagsríkj-
anna yrðu einnig þátttakendur.
Sagði hann fyrirhugaðan fund
Gaulle að
marki þar nýja stefnu I Alsírmál
inu — og er lausn hinna fjöl-
mörgu uppreisnarmanna, sem
setið hafa í fangelsum í Alsir,
talin undanfari þess. Þá eru og
viðræður hans við Fanfani, sem
nýkominn er af fundi við Nasser,
settar í sambandi við Alsírmálið.
Meðal Evrópumanna í Alsír og
hersins þar gætir nú uggs um að
de Gaulle ætli að „gefast upp“
fyrir uppreisnarmönnum.
tímans
unar voru mótaðar. Kaupstaðir,
kauptún og annað þéttbýli hefði
skapast. Vonlaust væri að halda
við því misrétti, sem nú ríkti
milli eintsaklinga í þjóðfélaginu
gagnvart kosningaréttinum. En
hann kvað þýðingarmikið að
þetta vandamál yrði leyst af góð
vild og skilningi millí þéttbýlis
og strjálbýlis.
Stövun verðbólgunnar
Vék ræðumaður síðan að efna-
hagsmálunum. Sjáfstæðismenn
Framh. á bls. 2.
GENF, 14. jan. — f dag kom til
orðakasts milli rússneska og
bandaríska fulltrúans á ráðstefn-
unni um stöðvun tilrauna með
kjarnorku og vetnisvopn.
Tsarapkin, aðalfulltrúi Rússa,
sagði í upphafi fundarins í dag,
að í bandarísku stjórninni og
meðal þingmanna væru öflugir
aðilar, sem vildu reyna að koma
í veg fyrir að samkomulag næð-
ist um stöðvun tilrauna með
kj arnorkuvopnin. Sagði hann
þessi öfl hafa haft súv áhrif á
fulltrúa Bandaríkjámanna á ráð-
stefnunni svo að ekki væri von
að mikið yrði úr samkomulagi.
★
Wadsworth, aðalfulltrúi Banda
ríkjamanna, svaraði um hæl og
sagði, að þær skoðanir, sem Rúss-
inn brigði Bandaríkjastjórn um,
hefðu komið fram í nokkrum
blöðum í Bandaríkjunum, en það
þeirra einungis ætlaðan til þess
að ræða málin og kanna betur
afstöðu og rök hvors annars. —
Gagnrýndi hann mjög rússnesku
tillöguna um framtíð Berlínar,
en sagði mjög óskynsamlegt að
reyna að koma fram með ein-
hverjar nýjar tillögur á fundi
sem þeirra Mikojans.
Mikojan snæddi með banka-
mönnum í dag, en heimsækir að-
alstöðvar S. Þ. og Hammarskjöld
á morgun. Mun hann ræða góða
stund við Hammarskjöld og ekki
útilokað, að hann haldi fund með
blaðamönnum.
Ummæli Dullesar þess efnis,
að frjálsar kosningar samtímis í
öllu Þýzkalandi væri ekki eina
leiðin til lausnar sameiningar-
málinu, hafa vakið nokkra at-
hygli — eða öllu heldur mis-
skilning í Evrópu, en af hálfu
stjórnmálaleiðtoga Vesturveld-
anna hafa ekki komið fram nein-
ar efasemdir um órjúfandi sam-
stöðu í Þýzkalandsmálunum.
• ♦ •
Talsmaður brezku stjórnarinn-
ar tók þó sérstaklega fram í dag,
að þessi ummæli Dullesar boð-
uðu ekkert fráhvarf frá mótaðri
stefnu Vesturveldanna, ummæl-
in væru laukrétt. Vesturveldin
hefðu að afloknum síðasta íundi
243
handteknir
LEOPOLDVILLE, BelgiskU
Kongó, 14. jan. — Lögreglan hér
í borg hefur handtekið 243 menn
í sambandi við óeirðirnar á dög-
unum — og hafa þeir allir verið
ákærðir um ýmis afbrot. Flestar
ákærurnar eru fyrir morðtilraun
ir, nauðgunartilraunir, skemmd-
arverk á eignum einstaklinga,
móðganir við lögreglu og stjórnar
völd, þjófnaði og að taka við
stolnum munum. Enn eru nokkr-
ir hinna ákærðu í sjúkrahúsi
vegna sára, er þeir hlutu í óeirð-
unum, en a.m.k. 42 létu þá lífið.
— Belgisk þingmannanefnd hélt
í dag til Leopoldville til þess að
rannsaka tildrög óeirðanna og
flytja þinginu skýrslu.
væri ekki þar með sagt, að það
væru jafnframt skoðanir stjórnar
innar. í Bandaríkjunum ríkti
prentfrelsi — og blöðum væri
frjálst að prenta annað en það,
sem stjórnin legði blessun sína
yfir.
Segir í fréttum, að Rússinn hafi
verið mjög æstur í málflutningi
sínum, en bandaríkjamaðurinn
alger andstæða.
★
Síðan voru umræður teknar
upp — og fjallað um fjórðu grein
samningsuppkastsins um stöðvun
tilrauna. Þar er greint frá skyld-
um ríkja til þess að ljá rúm fyr-
ir eftirlitsstöðvar og annan út-
búnað, sei# nauðsynlegur er til
þess að fylgjast með því hvort
báðir aðilar haldi hugsanlegan
samning. Er fundinum lauk lagði
Rússinn frám aðra breytingartil-
löguna við greininni — og munu
Vesturveldin taka hana til athug-
unar.
sínum um Berlínarmálið lýst því
yfir, að þau væru alltaf fús til
viðræðna um málið. Tillögur
Vesturveldanna hafi opnað leið-
ina til samkomulags, sagði tals-
maðurinn. Ekki vildi hann benda
á neinar aðrar leiðir til samein-
ingar Þýzkalands, en sagði, að
Dulles teldi tillögur Vesturveld-
anna umræðugrundvöllinn, ef til
viðræðna kæmi milli austurs og
vesturs um málið. I tillögum
Rússa hefði ekki falizt neitt, sem
gæfi von um sameiningu Þýzka-
lands.
• ♦ •
Ræða Eisenhowers í dag gaf
síður en svo tilefni til að ætla
Framhald á bls. 19.
★--------------------------★
Fimmtudagur 15. janúar.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Umræður um landhelgismál á
Alþingi.
— 6: Sáttasemjari í Kairó (Erl. yfir-
litsgrein).
— 8: Sjúkrahúsmái (Friörik Einart-
son, læknir).
— 9: Bridgeþáttur. -- Þankar um
„Þrettándakvöld“. z
— 10: Forystugreinin: Stefnubreyting.
Heimsókn I sumarbústað Krús-
jeffs (Utan úr heimi).
— 11: Ræöa Jóhanns Hafsteins á
fundi stúdenta um kjördæma-
málið.
— 18: íþróttafréttir. — Erlendur á-
burður hækkar um 40% (Frá
Alþingi).
¥--------------------------V
Ummœli Dullesar um Þýzkaland vekja umtal
Áherzla lögð á órjúfandi samstöðu
Vesturvelda um málið
Russinn skildi ekki prent
frelsið