Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 10
10
MORCVlSfíLAÐlÐ
Fimmtudagur 15. jan. 1959.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vi"ur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
STEFNUBREYTING
Hádegisverður við Svartahaf. — Á hægri hönd Krúsjeffs situr kona hans, Nína, en vinstra
megin við hann dóttirin Nadja. Johnston situr á hægri hönd frú Nínu.
Heimsókn í sumorhústað
Krúséfs við Svortahaf
SVO er að sjá sem fyrrver-
andi samstarfsmenn Al-
þýðuflokksins séu orðnir
óþolinmóðir eftir því, að minni-
hluta'stjórn hans leggi fram til-
lögur sínar I efnahagsmálunum.
Þjóðviljinn segir með stórum
stöfum í gær:
„Þingforseti kvartar yfir mála-
fátækt. Nú er ekki lengut beðið
eftir Alþýðusambandsþingi — og
beðið samt“. Og í fyrradag spurði
Tíminn: „Hvað dvelur tillögurn-
ar,“ Sjálfur gaf hann þó svarið:
„--------stærri stjórnarflokkur-
inn, Sjálfstæðisflokkurinn, hefir
tillögurnar til athugunar og
dregst að fá álit hans“. Um þetta
má segja, að Tímamönnum leiðist
ekki gott að gera og gefa Sjálf-
stæðisflokknum meiri völd en
hann hefur. Sannleikurinn er sá,
að Sjálfstæðisflokkurinn hefur
enn ekki fengið tillögurnar til
athugunar hvað þá að afgreiðsla
þeirra hafi dregizt hjá honum.
En óneitanlega kemur það úr
hörðustu átt, að mennirnir, sem
fyrir rúmum mánuði gáfust upp
eftir nær 2V2 árs valdasetu, með
þeim orðum að ný verðbólgualda
væri skollin yfir, og þeim sjálf-
um kæmi ekki saman um nein úr-
ræði í þessum málum, sem stöðv-
að gætu hina háskalegu verð-
bólguþróun, sem væri að verða
óviðráöanleg, — það kemur úr
hörðustu átt, að einmitt þessir
menn skuli víta þann úr hópnum,
sem þó sýndi einhvern manndóm,
fyrir að hafa ekki tillögur sínar
reiðubúnar að þremur vikum
liðnum. Minnihlutastjórn Alþýðu
flokksins hefur þó nú þegar tek-
i/.t það sem V-stjórnin gafst upp
við: Að koma fiskiflotarum af
stað upp úr áramótum.
Jafnframt því sem viðurkennt er,
að þar hefur verið unnið mikið
og nauðsynlegt verk, verður að
gera sér ljóst, að enn er ekki búið
að leysa vandann. piotanum var
nú komið út með sama hætti
og í fyrra. Þá voru um áramótin
gefin loforð um stórkostlegar
fjárgreiðslur af ríkisins hálfu til
útgerðarinnar. Fjárins til að
standa við þær skuldbindingar
var hins vegar ekki aflað fyrr
en með bjargráðunum illræmdu
nær hálfu ári síðar. Vonandi líða
nú ekki eins margar vikur
og þá liðu mánuðir frá því, að
greiðslunum var lofað, þangað til
getan til að inna þær af hendi
var tryggð. En enn er þetta eftir.
Emil Jónsson forsætisráðherra
gerði raunar í áramótaræðu
sinni nokkra grein fyrir því,
hvernig hann hyggðist fara að.
Að sögn Alþýðublaðsins i gær,
hefir málið verið rætt á fundi
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur
á þriðjudagskvöld af Emil og
Gyfa Þ. Gíslasyni. Alþýðublaðið
segir svo:
„Staðnæmdist Gylfi helzt við
þá hugmynd, að auk verulegrar
niðurgreiðslu á lífsnauðsynjum
gefi launþegar og bændur eftir
um 10 vísitölustig, þannig að
kaupgjaldsvísitalan verði færð
alla leið niður í 175 stig. Gerði
hann ráð fyrir, að afla mætti þess
fjár, sem þyrfti til slíkra aðgerða
með raunhæfri áætlun á tekjum
ríkisins, að óbreyttum sköttum
og tollum og allmiklum niður-
skurði á útgjöldum fjárlaga".
Þá hafði Gylfi kveðið allmikla
andstöðu innan Alþýðuflokksins,
sérstaklega hjá forystumönnum
verkalýðsfélaganna, gegn því að
lækka grunnkaupið um þau 5%,
sem lögfest voru í fyrravor. Enn-
fremur hafði hann gert grein fyr
ir þeim kjörum, sem samið var
um við útvegsmenn, svo og þeim
fjárhæðum,, sem afla þyrfti til
þeirra og niðurgreiðslanna, sem
kosta 75,5 milljónir króna.
Þó að frásögnin sé nokkuð óljós,
verður ekki um það villzt, að
stjórnin gerir sér grein fyrir, að
henni er mikill vandi á höndum.
Enda er sízt ofmælt, að V-stjórnin
hafi skilið við efnahagsmálin í
fullkomnu öngþveiti, þegar hún
rann af hólmi.Ekkert eitt úrræði
dugar þvi nú, heldur verður
margt til að koma. Mestu við-
brigðin verða samt þau ef það
tekst sem Alþýðublaðið hermir:
„Gylfi sagði að lokum, að Al-
þýðuflokkurinn yrði nú að vera
djarfur og hiklaus í stefnu sinni,
segja þjóðinni satt um það sem
gera þarf, og framkvæma hina
nauðsynlegu stefnu heiðarlega."
Ætlunin er sem sagt að halda
í þveröfuga átt við það, sem gert
var af V-stjórninni, þar sem
sundurlyndi og hik réði. stefn-
unni, þjóðinni var sagt ósatt um
flest, sem máli skipti, og heiðar-
leik skorti í flestum framkvæmd-
um. En einmitt vegna þessa góða
ásetnings, er fullkomin ástæða
til að benda á, að vöruverðslækk-
unin nú frá áramótum er ekki
raunveruleg. Hún er fengin með
auknum niðurgreiðslum, sem al-
menningur verður sjálfur að
greiða úr eigin vasa. Það er sama
aðferðin og kommúnistar töldu
allra meina bót, á meðan þeir
sjálfir voru við vöid, þó að þeir
nú ærist gegn þessu úrræði.
Aðalatriði málsins er, að verð-
bólgan verður ekki stöðvuð nema
með raunverulegri kauplækkun.
Það er langhreinlegast að ganga
beint til verks og segja, að grunn-
kaupið eigi að lækka um 5 eða
6%, eins og Sjálfstæðismenn
stungu upp á. Af því leiðir sjálf-
krafa lækkun á landbúnaðarvör-
um. Fjárhagskerfið er sem sé
orðíð svo flókið, að það hefur
gjörólík áhrif, hvort kauplækkun
um nákvæmlega sömu fjárhæð er
nefnd grunnkaupslækkun eða
vísitöluskerðing. Grunnkaups-
lækkunin er líklegri til að koma
öllum aðilum að tafarlausu gagni.
Samkvæmt frásögn Alþýðu-
blaðsins mun minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins fremur velja 10
stiga vísitöluskerðingu en 5—6%
grunnkaupslækkkun. Fjárhæðin
er h. u. b. hin sama, en tryggja
þarf að lækkunaráhrifin séu hin
sömu. Ef svo er, þá er hér nánast
um orðaleik að ræða. Það, sem
hvern og einn skiptir öllu máli,
er hversu miklar tekjur hans eru
og hversu mikill kaupmáttur
teknanna er, en ekki hvaða nafni
þær eru nefndar. Ef tryggt er,
að vísitöluskerðing og grunn-
kaupslækkun hafi hin sömu á-
hrif til lækkunar á öðrum vör-
um, þá má í sjálfu sér einu gilda,
hvert nafnið er valið. Hér er allt
undir raunveruleikanum komið,
en ekki því hvað menn vilja
kalla það, sem gert er, einungis
ef satt er sagt og heitin ekki val-
in til að villa um fyrir mönnum.
Er Mikoyan heimsótti Washing
ton, sat hann m. a. hádegisverð-
arboð hjá milljónamæringnum
Eric A. Johnston. Það er einkum
tvennt, sem teljast verður
athyglisvert í sambandi við þetta
boð. Johnston fékk borgara
Mikoyan til að ræða um stund
við bandaríska kaupsýslumenn
og svara margvíslegum spurn-
ingum, sem þeir lögðu fyrir hann.
í öðru lagi hlaut það að vera
hverjum hreinræktuðum komm-
únista mikill þyrnir í augum, að
gestgjafinn er dæmigerður kapí-
talisti, sem hefir skrifað bækur,
þar sem því er haldið fram, að
kapítaliskt þjóðskipulag sé drif-
fjöður frelsisins í Bandaríkjun-
um og grundvöllur farsældar-
hagsþróunar. Það er þó engin til-
viljun, að leiðir þeirra Johnstons
og Mikoyans lágu saman í Wash-
ington.
Erich Allen Johnston er 62 ára
að aldri, foreldrar háns voru
fremur efnalitlir, og Eric vann
fyrir sér á ýmsan hátt, fyrst sem
blaðsöludrengur, síðar sem frétta
maður, hafnarverkamaður og
sölumaður. Hann er nú eigandi
nokkurra fyrirtækja, en hefir
samt lengstum unnið fyrir aðra.
Um skeið var hann forseti
bandaríska viðskiptamálaráðu-
neytisins, yfirmaður verðlags-
eftirlits Bandaríkjanna, ráðgjafi
Trumaais, sérstakur sendiherra
Eisenhowers í Miðausturlöndum,
meðlimur hinnar fámennu við-
skiptamálanefndar Marshalláætl-
unarinnar og nú að síðustu for-
seti samtaka bandarískra kvik-
myndaframleiðenda, og vegna
þess hefir hann verið kallaður
einræðisherra kvikmyndanna.
Þetta viðurnefni hefir þó ekki
orðið til þess, að hann er persona
grata fyrir austan járntjald. Per-
sónulegir eiginleikar hans munu
ráða meira um það. Johnston
er mikill sölumaður og er mjög
laginn við að komast í náið sam-
band við fólk — jafnvel það fólk,
sem yfirleitt er ómögulegt að
kynnsat náið. Ágætt dæmi er
Stalín, sem vægast sagt geroi
lítið að því að veita útlending-
um áheyrn og var ekki líklegur
til að eiga tal við fulltrúa kvik-
myndaframleiðenda í Hollywood.
En árið 1948 var þessum banda-
ríska kvikmyndakonungi veittur
aðgangur að Kreml, og eftir sam-
talið við Stalín lýsti Johnston
yfir því, að á valdatímum hins
fyrrnefnda myndi ekki koma til
þriðju heimsstyrjaldarinnar. Það
kom í Ijós, að Johnston hafði rétt
fyrir sér.
Hvað eftir annað hefir John-
ston heimsótt Sovétríkin til að fá
Rússa til að kaupa bandarískar
kvikmyndir. Með hliðsjón af skoð
unum rússneskra valdhafa á
bandarískum kvikmyndum og
tíðum árásum sovézkra blaða á
Johnston, sem þar hefir m. a. ver-
ið kallaður handbendi banda-
rískra heimsveldissinna, verður
að telja það augljósan vott um
söluhæfileika Johnstons, að hon-
um tókst nýlega að fá Rússa til
að kaupa kvikmyndir frá Holly-
wood. Meðan á þeim samningum
stóð, hlaut Johnston að eiga mikil
viðskipti við Mikoyan viðskipta-
málaróðherra Sovéétríkjanna.
Eini Vesturlandabúinn, sem sótt
hefir Krúsjeff heim
Hins vegar bar fundum þeirra
Johnstons og Krúsjeffs saman
með nokkuð óvæntum hætti, þó
að ekki hafi verið eins erfitt
fyrir útlendinga að komast í
samband við arftaka Stalíns og
Stalín sjálfan. Óneitanlega verð-
ur það að teljast óvenjulegur við-
burður, að sovézkir forsætisráð-
herrann skyldi bjóða Vestur-
landabúa að dveljast á heimili
sínu eina helgi. Ekki er vitað bet-
ur en Johnston sé eini Vestur-
landabúinn, sem dvalizt hefirsem
gestur á heimili Nikita Krúsjeffs
og kynnzt honum sem heimilis-
föður, Það hefði varla legið í
láginni, ef aðrir hefðu orðið á
undan Johnston í þessu efni.
Johnston hefir sagt frá ýmsu,
einkum nú i tilefni af heimsókn
Mikoyans. Bandarískir blaða-
menn hafa reynt að grafast fyrir
um forsöguna af kunningsskap
þeirra Johnstons og Mikoyans, og
hefir Johnston í viðtölum sagt
frá ýmsum atvikum, er hentu
hann í Rússlandi. Að sjálfsögðu
hefir honum þá orðið tíðrætt um
heimsóknina til Krúsjeffs.
Kvöld nokkurt sat Johnston í
gistihúsi í Moskvu við lestur og
bréfaskriftir. Um sjöleytið
hringdi síminn, og hann fékk
þau skilaboð, að innan skamms
myndi fulltrúi ríkisstjórnarinnar
heimsækja hann. Ætlaði hann að
vera heima? Vitanlega var svar-
að. Skömmu fyrir miðnætti var
Johnston orðinn vonlaus um, að
nokkur myndi koma. Hann bjóst
til að ganga til náða, en þá var
barið að dyrum, og inn kom Yuri
Shukov, formaður nefndar þeirr-
ar, er annast menningarsambönd
við útlönd. Bað hann Johnston
um að pakka niður, þar sem þeir
ætluðu að leggja upp í áríðandi
ferðalag. Andartak hvarflaði það
að Johnston, að um Síberíu væri
að ræða. Jæja, það var a. m. k.
bezt að hafa öll gögn með sér
svo að Johnston pakkaði vand-
lega niður, en vogaði sér þó að
spyrja: Hvað tekur ferðalagið
langan tíma? Nokkra daga var
svarið. Hvert? Shukov, sem alia
jafna virtist vera vel að sér í
enskunni, virtist ekki skilja
spurninguna, og Johnston lagði
ekki í að spyrja hann spjörunum
úr.
Svört lúxusbifreið beið við
dyrnar. Tveir menn sátu við hlið
bílstjórans. Annar var túlkur.
Bifreiðin ók út á flugvöll, og
Johnston lagði upp í flugferð án
þess að vita, hvert ferðinni væri
heitið. Ferðalagið stóð alla nótt-
ina. Flugvélin lenti með morgun-
sárinu, og Shukov tjáði Johnston,
að þeir væru komnir til Adler,
sem er þekktur sumardvalarbær
í baðströnd Svartahafsins. John-
ston lék eðlilega mikill hugur á
að vita, hvern hann ætti að heim-
sækja, en hann stillti sig um að
spyrja. Eftir tveggja klukku-
stunda akstur í svartri Zimbif-
reið, var numið staðar fyrir fram
an sterklegt hlið úr járngrfind-
um. í gegnum járngrindurnar
grillti í hvítt, stórt einbýlishús í
gömlum stíl. Einkennisbúinn
dyravörður lauk upp hliðinu.
Ekki vissi Johnston enn, hver
var húsbóndi á þessu heimili.
Hann þóttist þó geta getið sér
þess til, að hann væri háttsettur.
Jonhston notaði tímann til að
virða fyrir sér umhverfið. í hús-
inu hlutu að vera a.m.k. 30 her-
bergi. Fyrir framan húsið var
stór grasflöt, og þar hafði verið
Framh á bls. 17