Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 6
6 MORGTJISBLAÐÍÐ Fimmtudagur 15. Jan. 1959. Sáttasemjari í Kairo Eugene Black forseti Alþjóðabankans vinnur að því að jafna fjárhagslegan ágreining Breta og Egypta AÐ undanförnu hefur verið óvenju gestkvæmt hjá Nasser einræðisherra. Hinn egypzki faraó lætur sem lítið sé, þótt flug- vélar beri heimskunn nöfn til hans nær því á hverjum degi. Á einum hálfum mánuði hafa htimsbloð.n hermt það, að Tító frá Júgóslavíu, Nkrumah for- sætisráðherra Ghana, Grotewohl forsætisráðherra Austur-Þýzka- lands, Karami forsætisráðherra Libanons, Fanfani forsætisráð- herra Ítalíu og Hammarskjöld framkvæmdastjóri S. Þ. hafi tek- ið sér ferð á hendur til Kairo til að þiggja höfðinglegar veitingar af Nasser og ræða við hann um velferð heimsins. Ef ekki væri hin fræga heim- sókn Mikoyans til Bandaríkjanna á sama tíma til að vega upp á móti þessum glæsta gestahópNass ers, gætu menn freistast til að halda, að Nilardaur væri orðinn þungamiðja heimsins eins og til forna. Svo mikið er víst, að Nass- er skemmtir sér konunglega og nýtur þess að vera orðinn þýð- ingaarmikil persóna á heims- mælikvarða. Enn er þó ótalnn einn gestur, sem lengsta viðdvöld hefur haft í landinu, önnum kafinn við mjög svo raunhæft verkefni. Gestur þessi kom til Egyptalands á nýj- ársdag og dvelur þar enn. Hann heitir Eugens R. Black og er for- seti alþjóðabankans. Hlutverk Eugene R. Black, forseti Alþjóðabankans hans er að reyna að koma á sátt- um milli Egypta og Evrópuþjóða. Menn gera sér einmitt nú góðar vonir um árangur, máske fyrst og fremst vegna þess að Nasser er farið að ofbjóða atferli Rússa og fylgisveina þeirra kommún- istanna í írak. Og undarleg til- viljun má það kallást, að rétt í sama mund að Black kom til Egyptalands lét Nasser hefja alls herjarherferð gegn kommúnist- um í Sýrlandi, handtaka foringja þeirra og úthrópa sem flugumenn Gyðinga, sem er versta hnjóðs- yrði í heimi Araba, -k ( Eugene Robert Black er sex- tugur glaglyndur Suðurríkjamað- ur. Hann er fæddur í borginni Atlanta í Georgíu, þar sem faðir hans var bankastjóri og lagði Eugene einnig fyrir sig banka- störf, er hann hafði lokið stúdents prófi með góðum vitnisburði. — Árið 1933 gerðist hann starfs- maður Chase-bankans í New York, sem er einn fjármagnað- asti banki í heimi. Hann hækkaði smám saman í tign og var orðinn varaforseti Chase-bankans, þegar hann var kosinn forseti Alþjóða- bankans 1949. Alþjóðabankinn var stofnaður af Bandamannaþjóðunum upp úr seinni heimsstyrjöldinni grund- vallaður á þeirri hugsjón, að hin- ar ríku þjóðir skyldu hjálpa hin- mu fátækari. Hann veitti mkil- væga aðstoð við uppbyggingu Ev- rópu eftir styrjöldina, en síðan hefur hann æ meir snúið sér að því meginhlutverki sínu, að veita vanyrktum öndum lán til skamms tíma til ýmiss konar framfara- mála. Alþjóðabankinn hefur veitt íslendingum nokkur lán, m. a. til að byggja áburðarverksmiðj- una. Það eru hin fjársterku lönd svo sem Bandaríkin og nú í vax- andi mæli Vestur Þýzkaland, sem fengið hafa aðild að alþjóða- bankanum, sem leggja fram fjár magn, en fénu er síðan varið til allskonar framkvæmda t- d. í Suður Ameríku, Afríku, Indlandi, Japan. Sem dæmi um fram- kvæmdir, sem bankinn veitir lán til eru allskonar arðbærar verk- smiðjur, raforkuver, járnbrautir, landbúnaðarverkfræði o. s. frv. Það er ætlazt til að lánin séu greidd upp með hluta af arði fyrirtækj anna oftast á 15 árum. Austur Evrópuríkjunum var j upphafi boðin aðild að st.>fnun- inni, en þau neituðu því. ¥ Auk þess sem Alþjóðabankinn hefur fengið bein framlög frá ríkistjórnum hinna ríkari landa var sú nýjung tekin upp fyrir frumkvæði Eugene R. Black, að gefa út skuldabréf, sem selzt hafa vel í kauphöllum í Ameríku og Evrópu. Á útlánastefna Blacks sinn þátt í að Alþjóðabankinn nýtur slíks trausts, að skuldabréf hans eru eftirsótt. Ætti þessi að ferð að geta orðið til að flytja í ríkara mæli fjármagn til van- yrktu landanna. Álls hefur Al- þjóðabankinn selt skuldabréf fyr ir meira en 1,5 miljarð dollara, en útlán hans í heild nema hvorki meira né minna en 4 milljörðub dollara. Lán alþjóðabankans er mjög eftirsótt. Hann sér lántakendum og fyrir tæknilegri aðstoð og hef Nasser einræðisherra nýtur álits og vinsælda ur Eugene R. Black verið önnum kafinn við að kynna sér ástand í þeim löndum, sem mest eru hjálp ar þurfi. Þótt ekki hafi allir get- að fengið lán eins og þeim sýnd- ist, viðurkenna aðiljar hinn lif- andi áhuga forsetansfyrir framför um og bættri afkomu í vanyrktu löndunum. Hann hefur verið djarfur að gefa valdamönnum í hverju ríki holl ráð um það á hvaða sviði efnahagsleg þróun verði helzt byggð. Því er oft um slíkt deilt af pólitískum ástæðum innanlands. Þrátt fyrir miklar annir við þessi lánamál hefur Eugene R. Black reynzt fús til að taka að sér sáttaumleitanir í viðkvæmum deilumálum. Er það vel, því að oftast hefur þann þegar áunnið sér traust beggja deiluaðila fyrir góðvilja sinn og einlægni. Hann vann t. d. fyrir nokkru að sátt- um milli Indlands og Pakistans um notkun áveituvatns úr þver- ám Indufljóts. Og hann var strax reiðubúinn að leggja sitt af mörk um til að jafna hinn harðvítuga ágreining Breta og Egypta, sem hefur orðið báðum þjóðunum kostnaðarsamur. ★ í deilu Breta og Egypta eru það fyrst og fremst fjárhagslegar kröf ur, sem hafa staðið algerlega í vegi fyrir samkomulagi á öðr- um sviðum. Nefndir frá deiluað- iljum mættust að vísu við og við á síðasta ári, en samkomulagsvilji var þá enginn fyrir hendi. Nú hefur aðstaðan hins vegar breyzt. Nasser er farinn að ótt- ast sína austrænu vini og Bretar sjá fram á Vestur-Þjóðverjar muni hremma af peim hinn eg- ypzka markað fyrir margháttaðar iðnaðarvörur. Góður vilji á báða bóga ætti að geta brúað bilið. Egyptar krefjast þess að Bretar gefi lausar inneignir þeirra í Bret landi. Þessar inneignir eru að nafnverði 90 milljón pund, en þar sem verulegur hluti þeirra er í verðbréfum mun raunveru- legt verðmæti þeirra ekki vera yfir 75 milljón pund. Bretar munu vera fúsir til að gefa inneignir þessar lausar, þó ekki allar í einu lagi eins og Egyptar hafa krafizt, heldur í smáslöttum og verði féð notað til vörukaupa í Bretlandi. ★ Þá koma skaðabæturnar: Bret- ar krefjast þess að Egyptar greiði þeim skaðabætur fyrir brezk fyr- irtæki sem tekin hafa verið eign- arnámi að upphæð sem nemur 40 milljón sterlingspundum, en Eg- skrifcir úr dqglega hfmu Endurnar á opinberu Framfæri EINN morguninn í þessari viku fékk Velvakandi sér morgun- göngu suður með Tjörn, rétt til að auka lystina fyrir hádegis- matinn. Flestir fara slíkar göngu- ferðir að vísu á síðkvöldum að sumrinu, en þennan dag var kyrrt veður og frost, eins og oft að undanförnu, og Tjörnin sindraði í geislum sóiarinnar, sem rétt gægðist upp fyrir suðurfjöllin. Krakkarnir léku sér á ísnum með ærslum og látum, og hjá Iðnó var maður að gefa nokkrum ónd- um, sem syntu út í Tjörnina. Endurnar gleyptu við bitunum, rifu þá grimmdarlega hver af annarri og sögðu bra-bra. Mér datt í hug að þarna væri verðugt baráttumál fyrir Velvak- anda, og var byrjaður að semja hvatningarorðin: „Nú er þungt í búi hjá öndunum En við athugun og eftirgrenslan komst ég þó að raun um, að endurnar eru ekki eins illa haldnar og virðast kann í fljótu bragði. Þær eru nefnilega á bænum, og er úthlutaður matur á Syðstu- Tjörninni tvisvar á dag. Mér er meira að segja sagt að brauðið sé malað handa þeim og að fínir fuglar eins og æðarfuglinn þurfi ekki einu sinni að lifa á einu saman brauði — þeir fái hakk- aðan fisk. Endurnar hafa sem sagt fengið sín kjör mikið bætt eins og aðrir höfuðstaðarbúar. Vafalaust þiggja þær þó enn aukabita, ef hann býðst, eins og aðrir. Endurnar á Stóru Tjörn- inni, eru fleygar og þurfa því aðeins að færa sig á matmálstím- um yfir á syðstu Tjörnina, þegar andavinirnir bregSast þeim, ef þær vilja þá ekki heldur fljúga til sjávar til að fá sér í svanginn, eins og þeirra var siður hér áður fyrr, áður en þær komust á opin- bert framfæri. Ég hélt áfram göngunni kring- um Tjörnina. Á móts við ’Slökkvi- stöðina, mætti ég nokkrum ung- um telpum á mjallahvítum kloss- um með áföstum skautum og skömmu seinna komu fleiri tipl- andi fyrir hornið á bakarii Nátt- úrulækningafélagsins, eins og þær hefðu ekki hugmynd um að með þessu ferðalagi á stein- steyptri stéttinni væru þær að eyðileggja bitið í skautunum, áð- ur en á ísinn var komið, og að eftir nokkrar slíkar ferðir eftir götunni væru skautarnir hálf- ónýtir. Ef til vill var það ekki nema gott að þær gerðu sér ekki grein fyrir þessu, þvi hvar áttu þær að fara í skautaskóna og I skilja hina eftir? Óheppni Velvakanda OHEPPNIN hefur elt Velvak- anda að undanförnu, eins og lesendur hafa vafalaust orðið vsir ir við. Á vísu, sem virtist sl. föstu dag ruglaðist orðaröð svo, að hún stóð ekki lengur í hljóðstöfum. Seinni hluti hennar átti að sjálf- sögðu að vera svona: Dúasonar doktorshatt draga mætti að húni. í gær kom svo atinað óhapp fyrir. Gamla sæluhúsklukkan, frá Kolviðarhóli, sem Þjóðminja- vörður var að spyrjast fyrir um, var koparbjalla, eins og kemur fram í bréfinu, en teiknarinn hafði misskilið hvers konar klukku hér um var að ræða. Von- andi hefur þetta ekki valdið mis- skilningi hjá þeim, sem kunna að vita um klukkuna. Jólapakki á flækingi VELVAKANDI fær ýmiss konar vandamál til úrlausnar. Nú liggur hjá honum jólapakki, með áletruninni: Til Öglu, frá Leifu. Pakkinn fannst úti á götu fyrir jólin. Ef Agla skyldi nú sakna jólagjafarinnar frá Leifu, eða Leifu sárnað sá dónaskapur Öglu, að þakka ekki fyrrr sig, þá geta þær sótt pakkann og orðið beztu vinkonur aftur. yptar vilja ekki greiða meira en 30 milljón sterlingspund. Á móti þessu krefja Egyptar Breta um skaðabætur vegna árásarinnar á Port Said og Súez. Fyrir þetta vilja þeir fá 36 millj. sterlingspund. Eru innifaldar í því skabætur fyrir skemmdir á Súez-skurði og á hafnarbænum Port Said og fyrir tap á rekstri skurðarins. Þetta er viðkvæmasta krafan. Bretar hafa fram til þessa þvertekið fyrir að greiða hana og segja að árásin á Súez hafi verið óhjákæmileg lögregluað- gerð. Egyptar munu hins vegar aldrei semja án þess að fá bæt- ur. Bak við þessa afstöðu búa heitar og reiðar tilíinningar hjá báðum þjóðunum. Lausnin er sú, að um ein- hverja fjárhæð verður samið. — í Egyptalandi verður hún kölluð „stríðsskaðabætur" frá Bretum, en í Bretlandi verður hún nefnd: „Stuðningur til viðreisnar í Port Said“. Svo er búizt við að skaðabæt- urnar frá Egyptum fyrir eignar- nám á brezkum fyrirtækjum og féð frá Bretum „til viðreisnar í Port Said“, jafni sig upp. Ekkert þarf að borga, aðeins draga tvö strik yfir reikningana. Jafnskjótt og samkcmulag er náð í þessum fjárhagslegu efnum munu Bretar og Frakkar setja upp ræðismannsskrifstofur í hvors annars landi og verzlunar- viðskipti hefjast að nýju. Enn mun nokkur tími iíða þar til fult stórnmálasamband kemst á milli landanna. Bæriiin kaiipir fasteiginir vegna gatnabreikkunai Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á þriðjudaginn, voru gerð- ar samþykktir varðandi kaup á fasteignum. í fyrsta lagi samþykkti bær- inn að kaupa eignina Laugaveg- ur 158, fyrir 600.000 krónur, verði samkomulag um greiðsluskil- mála. Það sem bærinn hefur í huga, er að kaupa húseign þessa sem er íbúðarhús, langt en lágt, vegna þess að breyta á mjög götulín- unni á þessum stað, taka af sveig sem þarna er á Laugaveginum. í öðru lagi var samþykkt að heimila flutning hússins Hverfis- götu 82, á lóðina Lan.ghe4tsveg 48, en Reykjavíkurbær var jafn- framt heimilað að semja um kaup á um 90 ferm. af Hverfisgötu 82- lóðinni, undir gangstétt fyrir 45.000 krónur, til greiðslu á 10 árum með 6 prósent ársvöxtum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.