Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. jan. 1959. (Itsalan stendiir sem hæst Ung'iir maður óskar eftir vinnu. Á rúmgóðan sendibfl, sem hann gæti notað við vinnuna að einhverju eða öllu leiti. Hentugt fyrir ýmsa iðnaðarmenn, lítil fyrirtæki o.fl. — Kjöráæmamálið Framhald af bls. 11 sammála allir um megin friði málsins. Hinar nýju tilíögtir Skal ég nú skýx-a þessi megín- atriði nánar: Landinu verði skipt í 7 kjör,- dæmi utan Reykjavíkur og Reykjavík í eitt eða þrjú kjör- dæmi. Skiptingin í þessi 7 kjör- dæmi gæti orðið þessi: 1. Miðvesturlandskjördæmi — Borgarfjarðarsýsla, Mýra- sýsla, ^Snæfellsness- og Hnappadalssýsla og Dala- sýsla). 2. Vestfjarðakjördæmi (Barða- strandarsýsla, ísafjarðarsýsl- ur, ísafjarðarkaupstaður og Strandasýsla). 3. Norðvesturlandskjördæmi — Húnavatnssýslur, Skagafjarð- arsýsla og Siglufjörður). 4. Norðausturlandskjördæmi — (Eyjafjarðarsýsla, Akureyri og Þingeyjarsýsiur). 5. Austurlandskjördæmi (Múla- sýslur, Seyðisfjörður og Aust- ur-Skaftafellssýsla). 6. Suðurlandskjördæmi (Vestur- Skaftafellssýsla, Vestmanna- eyjar, Rangárvallasýsla og Ár- nessýsla). 7. Reykjaneskjördæmi — (Gull- bringu- og Kjósarsýsla og Hafnarfjörður). Upplýsingar í síma 114 Akranesi, eða sendið tilboð til Morgunblaðsins, merkt: „Akstur—5656“. Aðventkirkjan Biblíulestur á hverju föstu- dagskvöldi, kl. 20,30 ^Spurningum svarað. Allir velkomnir. O. J. Olsen Framreiðslustúlku vantar okkur nú þegar. Upplýsingar á staðnum milli klukkan 2 og 5. A D L O N I.augaveg 126 1 Leikskólanum Brákarborg tók til starfa ný föndurdeild í byrjun þessa mánaðar. Ennþá geta nokkur börn komizt að. Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 3-47-48. Pökkunarstúlkur óskast HKAÐFRYSTIHÚSIÐ FROST H.F. Hafnarfirði — Sími 50165 Ekki er enn endanlega gengið frá þingmannatölu hvers kjör- dæmis, en gert er ráð fyrir, að þeir verði um það bil 5—6 eða 7 eftir stærð kjördæmanna. Þá er og óumflýjanlegt, þrátt fyrir þessa breytingu, að hafa nokkur uppbótasæti. Gæti því tala þing- manna orðið 58—60. Jafnrétti og jafnvægi Það er meginsjónarmið í til- lögum þessum, að nauðsynleg- ar leiðréttingar á kjördæma- skipuninni fækki ekki þing mönnum strjálbýlisins. Hefur heldur þótt rétt að fjölga þingmönnum nokkuð til þess að geta fylgt þessari reglu. Þá hefur sú tilhögun átt mik- inn hljómgrunn innan þing- flokks Sjálfstæðismanna, að fram bjóðendur og þingmenn séu bú- settir í kjördæmum sínum. Við ákvörðun þingmannatöl- unnar er reynt að gæta þess eftir föngum, að sem svipuðust at- kvæðatala sé að baki hvers þing- manns í strjálbýlinu, en í Reykja vík verða meira en helmingi fleiri kjósendur að baki hvers þing- manns, þótt gert sé ráð fyrir að fjölga þingmönnum Reykjavíkur í 12—15. Vafalaust kunna margir því misjafnlega, að meira en helm- ingi fleiri kjósendur séu að baki hvers þingmanns Reykjavíkur en strjálbýlisins. En þá verða menn, eins og ég áður vék að, að hafa í huga, að aðstöðumunurinn í okkar sérstæða þjóðfélagi er mikill til þess að hafa áhrif á stjórnvaldið í landinu, eða að vera í náinni snertingu við það, bæði löggjafarsamkomuna og framkvæmdastjórn ríkisins. — Hvort hér er ratað rétta meðal- hófið er að sjálfsögðu matsatriði. Aðrir munu fyrst í stað sakna „landamæranna gömlu“ milli hinna minni kjördæma, og eru siik sjónarmið næsta skiljanleg. Sérhver nýjung er meira eða minna annarleg fyrst í stað. En komandi kynslóð, sem aldrei vandist þessum „landamærum", mun ekki sakna þessara „kín- versku múra“ hins gamla og nú úrelta skipulags. Það væri mikils um vert, að almenningur vildi vega og meta þetta mál hleypidómalaust og án fornmyrkvunar áróðurs, sem ein- göngu á rætur að rekja til þrengstu flokkssjónarmiða — en ekki hagsmuna heildarinnar. Ég segi þetta að gefnu tilefni og minni nú á kosningaáróðurinn 1933, þar sem allt kapp var á það lagt, að stefnt væri að því að rýra vald sveitanna, dreifbýlis- ins, eins og það var kallað. Ég hef áður bent á, hversu illa ent- ist sigurinn, sem byggður var á hinum þröngsýna áróðri. Betri aðstaða fólks í strjálbýli í tillögum þeim, sem nú liggja fyrir um hin stærri kjördæmi, er síður en svo gengið á rétt fólks- ins í strjálbýlinu. Hitt er sýnu nær, að aðstaða þess batni frá því sem nú er, a. m. k. í fjölmörgum tilfellum, til þess að hafa áhrif á og samband við þingmennina, sem verða mundu 5—6 eða 7 fyrir hvert kjördæmi, í stað eins eða tveggja, eins og nú er, því að vitanlega verða þingmenn hinna nýju kjördæma að gæta jafnt hagsmuna sinna kjósenda hvar sem þeir búa í kjördæminu. Ég er þeirrar skoðunar, að við- horf manna séu mjög breytt frá þvi sem áður kann að hafa verið varðandi sambúð og samband sveita og kaupstaða, eða strjálbýlis og þéttbýlis. Allar þjóðlífsbreytingar síðustu áratug- ina stuðla að því. Gjörbyltingar í samgöngum og samlífi fólksins innan landshluta og milli lands- hluta segja til sín. 1 dag skilst mönnum í vax- andi mæli, að velferð þjóðar- innar i heild veltur á auknu innbyrðis samræmi í þjóðfé- laginu — meira jafnvægi og festu, — gagnkvæmum skiln- ingi milli stétta og starfs- greina — minni nágrannakrit, vægari flokkabaráttu og minni breppapólitík. Úrslit eftir nýju tillögunum Ég vil nú til nánari glöggvun- ar veita upplýsingar um, hvernig skipun Alþingis hefði orðið í nokkrum síðustu kosningum, mið að við útreikninga samkvæmt til- lögum Sjálfstæðismanna — og atkvæðamagn flókkanna eins og það var þá. Miðað er við 52 kjördæma- kosna þingmenn og allt að 8 upp- bótarþingsæti, eða heildartölu þingmanna allt að 60. í kosningunum 1949 hefði full- ur jöfnuður milli flokka náðst með 5 uppbótarsætum og þá alls 57 þingmönnum: Sjálfstfl. .. hefði fengið 23 þm. Framsókn . hefði fengið 14 þm. Alþýðufl. .. hefði fengið 10 þm. Sósíalistar hefðu fengið 10 þm. Uppbótarþingsæti hefðu skipzt milli sósíalista og Framsóknar- flokksins, 4 til sósíalista og 1 til Framsóknarflokksins. í kosningunum 1953 hefði full- ur jöfnuður náðst með 7 uppbót- arsætum. Þingmenn skipzt þannig milli flokka: Sjálfstæðisfl...... 25 þingm. Framsóknarfl...........14 þingm. Alþýðufl...............10 þingm. Sósíalistar .......... 10 þingm. Sósíalistaflokkurinn hefði hlot- ið 4 uppbótarsæti, Alþýðufl. 2 og Framsóknarflokkur eitt. í síðustu alþingiskosningum, 1956, hefði fullur jöfnuður náðst milli flokka með 8 uppbótarþing- sætum. En hafa verður í huga, að skipting atkvæða milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokks ins er töluvert brengluð vegna Hræðslubandalagsins: SOLUBtÐ TIL LEIGt Sölubúð við Laugaveginn ásamt stóru bakplássi, snyrtiherbergi og sér hitaveitu til leigu Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „Góður staðun—5649“. ÍTALSKUR Gólfdúkur til sölu Jensen Bjarnason & Co. hí. Varðarhúsi Kallcofnsvegi. Sími 12478 Sjálfstæðisfl.........27 þingm. Framsóknarfl..........10 þingm. Alþýðufl..............11 þingm. Sósíalistar .......... 12 þingm. Sósíalistaflokkurinn hefði hlot- ið 5 uppbótarsæti, Alþýðuflokk- urinn eitt og Sjálfstæðisflokkur- inn tvö. Ég tek enn fram, til að forðast misskilning, að hér eru útreikn- ingar miðaðir við þann umræðu- grundvöll, sem Sjálfstæðisflokk- urinn lagði fyrir hina flokkana tvo, Alþýðuflokkinn og sósíalista. Ýmis einstök atriði eru ekki end- anlega ákveðin í samkomulagi milli þessara flokka, bæði varð- andi þingmannatölu, nákvæma skiptingu kjördæma, með hvaða hætti uppbótarsætum skuli út- hlutað o. s. frv. Ég geri ráð fyrir, að menn hafi auðveldlega áttað sig á höfuðeinkennum þessa nýja fyrirhugaða skipulags. En þau eru að tryggja lýðræðislega skipun Alþingis, jafnrétti milli stjórnmálaflokka, en varðveita um leið að vissu marki sér- stöðu strjálbýlisins í þjóðfé- laginu, að því er virðist á kostnað þéttbýlisins, en þó með þeim skilningi, að í hóf sé stillt og sæmilegt jafnvægi á, þó að menn muni vafalaust hafa á því nokkuð skiptar skoðanir, sitt á hvað. Nýjar og mannsæmandi leikregiur Grundvöll núverandi kjör- dæmaskipunar má rekja til end- urreisnar Alþingis fyrir rúmri öld, þegar ráðgjafarþing var stofnsett í Reykjavík með til- skipun 8. marz 1843. Þingmenn voru þá 26, 6 konungkjörnir en 20 þjóðkjörnir í einmennings- kjördæmum. Þessi kjördæma- skipting var þegar í upphafi mjög ranglát. Einn þingmaður var t. d. frá Vestmannaeyjum með 300 íbúa, frá Reykjavík með 800—900 íbúa, frá Strándasýslu með 1000 íbúa og Árnessýslu með 5000 íbúa. Thor Thors ambassa- dor, ritaði ýtarlega grein um kjördæmamálið í tímaritið Vöku 1928, þar sem saga þess er skil- merkilega rakin og hann leggur um leið til, að landinu sé skipt í 7 stór kjördæmi með hlutfalls- kosningu. Thor sýnir fram á, að landsmenn undu strax illa hinni ranglátu kjördæmaskipun, því að þegar á fyrsta þinginu komu fram 17 bænaskrár um breytingu á alþingisskipaninni. Jón Sigurðs son, forseti, barðist eindregið með því að bætt yrði úr misrétti kjördæmanna, og vil ég taka upp þessi tilvitnuðu ummæli hans: „Þingin eru byggð á því, að allsherjarviljinn get' komið fram fyrir munn fulltrúa þjóðarinnar, en þetta leiðir til þess, að full- trúafjöldinn verður hvað helzt að byggjast á íbúafjöldanum og jafn ast eftir honum". Eftir að íslendingar fengu heimastjórn, tók Hannes Haf- stein kjördæmamálið upp á Alþingi 1905 og lagði þá til, að landinu væri skipt í sjö stór kjör- dæmi, svipað og nú er stefnt að, með 4—5 þingm. í hverju kjör- dæmi og hlutfallskosningum. Þó að málið næði ekki fram að ganga komu fram mjög athyglis- verð ummæli og nefndarálit um málið, sem mikið réttlætismál, og hlaut ráðherra mikið lof fyrir vandaðan undirbúning þess. Og nú stöndum við í svipuðum spor- um eftir liðlega hálfa öld. Nú er hins vegar svo komið, að fyllstu horfur eru á framgangi málsins. .-að- er einlæg sannfæring min, að nái nú fram að ganga kjördæmabreyting í meginat- riðum eins og stjórnmálaflokk arnir þrír hafa tjáð sig sam- þykka — sé þess að vænta, að framundan séu þáttaskil í ís- lenzkum stjórnmálum. Við þurfum nýjar, mannsæmandi leikreglur í stjórnmálabarátt- unni, sem tryggja að á þeim vettvangi þjóðlifsins sé að minnsta kosti sæmilega hátt til lofts og vítt til veggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.