Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. jan. 1959.
MORCVNBLAÐIÐ
3
Afnám sérréttinda kveður
niður erlendan áróður
Tillaga Ólafs Thors um bann gegn
togveiðum í landhelgi rædd á Albingi
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
gær var tekin til umræðu þings-
ályktunartillaga Ólafs Thors um
bann gegn togveiðum í landhelgi.
Tillagan er á þessa leið:
Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að breyta reglu-
gerðum um fiskveiðilandhelgi ís-
lands frá 30. júní 1958 og 29.
ágúst 1958 á þann veg, að bann-
aðar verði algerlega botnvörpu-,
flotvörpu- og dragnótaveiðar inn
an núverandi fiskveiðilandhelgi
Islands.
Ólafur Thors fylgdi tillögunni
úr hlaði. Gat hann þess í upp-
hafi máls síns, að í reglugerð-
inni um fiskveiðilandhelgi Is-
lands frá 30. júní 1958, væri
ákveðið, að íslenzk skip mættu
stunda botnvörpu-, flotvörpu- og
dragnótaveiðar innan hinnar
væntanlegu 12 mílna landhelgi,
en þó utan 4 mílna landhelginn-
ar frá 1952. Jafnframt væri sagt
í nefndri reglugerð, að seinna
yrði sett sérstök ákvæði um þessi
veiðisvæði og þann tíma sem
veiðar yrðu leyfðar á þeim. —
Óeðlilegt væri að vísu að gefa
út reglugerð á þennan hátt áður
en efni hennar væri ákveðið, en
það væri málinu ekki til bóta
að ræða orsakir þessa á þessum
vettvangi.
Rakti Ólafur Thors því næst
ákvæði reglugerðarinnar frá 29.
ágúst sl. og nefndi þann tíma,
sem veiðarnar eru leyfðar á
hverju svæði. Eins og sjá mætti
af reglugerðinni, giltu margar
og mismunandi reglur um þessar
veiðar. Orsakirnar mundu vera
þær, að reynt hefði verið að veita
fiskibátunum sem mesta vernd
þegar þörf þeirra væri brýnust.
Væri varla að draga í efa, að
tilganginum hefði að mestu ver-
ið náð með þessari reglugerð.
Skiptar skoðanir
Ólafur Thors kvaðst vilja taka
það fram, eins og gert væri í
greinargerð fyrir tillögunni, að
tilgangurinn með henni væri á
enga lund sá, að ráðast á þá
ákvörðun, sem tekin hefði verið
með reglugerðinni. Skoðanir
hefðu verið skiptar um þetta
mál m. a. innan Sjálfstæðis-
flokksins. Sumir hefðu talið að
nauður ræki til að ganga sem
minnst á rétt togaranna. Aðrir
hefðu miðað afstöðu sína við
það, sem þeir hefðu talið heild-
inni eða þeim hagsmunum, sem
þeir væru umboðsmenn fyrir,
fyrir beztu. Hitt væri annað mál,
að sú staðreynd, að við hefðum
gefið íslenzku skipunum þennan
sérrétt hefði verið notuð sem
áróðursmál til að veikja málstað
okkar út á við.
Tillaga þessi væri flutt til að
verða við íslenzkum óskum, en
einkum til að sýna umheiminum,
að íslendingar séu reiðubúnir að
færa fórnir til að vernda fiski-
mið sín. Þó tillagan væri sam-
þykkt, þyrfti það ekki að binda
hendur okkar til langframa. Það
væri sín skoðun, að hyggilegast
væri að fara að því ráði, sem
tillagan legði til, en ræðumaður
kvaðst einnig vera reiðubúinn
að ræða önnur sjónarmið. Ólafur
Thors lagði til að lokum, að um-
ræðunni yrði frestað og tillög-
unni visað til allsherjarnefndar.
Of lítil veiði
Karl Guðjónsson kvaddi sér
næstur hljóðs. — Kvaðst hann
tillögunni algerlega andvígur. —
Hún mundi flutt til að gera okk-
ar málstað betri og líklegri til
að fá samúð erlendis. Við yrðum
þó að gera okkur grein fyrir
hvers vegna við værum að
stækka landhelgina. Við værum
ekki að því til að friða hafið
umhverfis ísland heldur til að
tryggja okkur eiiíkarétt yfir
veiðunum þar. — Öllum bæri
nú saman um, að við værum
fremur að spilla okkar fiski-
stofni með oflítilli en ofmikilli
veiði og væri því nauðsyn að
taka upp dragnótaveiðar jafnvel
innan 4 mílna línunnar, til þess
að við gætum fengið þar sæmi-
legt aflamagn af öðrum fiski.
Þau rök, sem væru sterkust gegn
okkur íslendingum, væru ef við
létum fiskinn vera óveiddan á
miðunum og hindruðum þannig
að matvælin kæmust til mann-
kynsins.
Lúðvik Jósefsson tók næstur
til máls. Sagði hann, að er reglu-
gerðin var ákveðin, hefði verið
rætt ýtarlega hvernig henni
skyldi hagað og hefði öllum ver-
ið ljóst, að þar hefði verið mik-
ill vandi á höndum. Hefði mönn-
um verið það ljóst, að útlend-
ingar mundu á fyrsta stigi máls-
ins beita þeim rökum, að íslend-
ingar veittu sjáifum sér meiri
rétt en öðrum. Hins vegar taldi
hann, að ekki kæmi til mála,
að kippa þessu til baka nú og
taldi að gæti á engan hátt bætt
aðstöðu okkar gegn hinum út-
lenda áróðri. Þá tók Lúðvík und-
ir þau orð Karls, að á það myndi
bent, að íslendingar kæmu í veg
fyrir, að veidd yrðu tíu þúsund
tonn af flatfiski, sem veiðzt hefðu
árlega innan 12 mílnanna, og
hindruðu þannig að það kæmist
á heimsmarkað.
Sveigt að Lúðvík
Ólafur Thors tók aftur til máls.
Vék hann að því, að aðalefnið
í ræðu Karls Guðjónssonar hefði
verið, að segja að tillaga sín
gengi í öfuga átt, þar eð til-
gangur allra okkar aðgerða ætti
að vera sá, að tryggja rétt fólks-
ins til fiskveiðanna. — „Ef ég
þyki ganga of langt á hlut lands-
manna,“ sagði Ólafur, „tel ég að
sveigt sé að 2. þm. Sunnmýlinga,
sem setti þessa reglugerð. —
Reyndur togarasjómaður sagði
við mig: „Okkur er leyft að fiska
alls staðar þar sem enginn fisk-
ur er“. Þetta er sennilega of-
sagt, en þó mun eitthvað í því.
Ef ég hef gengið á rétt fólks-
ins, hafa aðrir þar verið mér
dj arfari."
Kolinn í lögum á botninum
Þá fór Ólafur nokkrum orðum
um þá fullyrðingu, að friðun
flatfisksins spillti fyrir öðrum
veiðum. Kvað hann þetta minna
sig á það, sem eitt sinn hefði
verið haldið fram ,að kolinn í
Faxaflóa væri lagztur í þykkum
lögum á botninn og hindraði að
annar fiskur gæti nærzt í Faxa-
bugtinni og spillti þannig göngu
í Flóann. Hefði þá greindum
manni orðið að orði: „Hvernig
nærðist annar fiskur í bugtinni
áður fyrr meðan hvorki var til
dragnót né botnvarpa til að eyða
kolanum.“
Hjá báðum ræðumönnum hefði
komið fram sú skoðun, að við
gætum lagzt undir ámæli fyrir
að vera að halda hoddum fyrir
mannkyninu og hindra að fiski-
föngin væru dregin í alheimsbú-
ið. Kvaðst hann ekki alveg skilja
hugsunina í þessu, en þetti minnti
sig á viðræður, sem hann eitt
sinn hefði átt við brezkan ráð-
herra. Hefði ráðherrann virzt
vera þeirrar skoðunar, að fisk-
inum væri Staflað upp innan land
helgi á miðunum við ísland, eins
og saltfiski í pakkhúsi, þar til
staflinn hryndi og fiskurinn ylti
dauður útfyrir línuna. Hann
kvaðst hafa bent honum á, að
fiskurinn kynni að synda og þvi
væri ekkert því til fyrirstöðu,
að hann færi út fyrir línuna.
Þar ætti svo að vera hægt að
ná honum.
Hættan ekki liöin hjá
Ólafur Thors kvaðst hyggja
það léttvæg rök, sem ræðumenn
hefðu fært fyrir því, að þetta
bann spillti fyrir okkur út á við.
Hann kvaðst vera þeirrar skoð-
unar, að það væri sterkast fyrir
okkur að segja: „Við Islending-
ar sönnum það í verki, að það
er hægt að gera út togara án
þess að þeir njóti nokkurra fríð-
inda innan nýju friðunarmark-
anna“. Hins vegar væri allur rétt-
ur í þessu máli okkar megin og
þegar við værum búnir að kom-
ast yfir erðileikana væri hann
reiðubúinn að skipa málum á
nýjan hátt eftir því sem íslandi
væri hentast. Tillagan miðaðist
við ástandið eins og það væri
nú og það væri ekki mjög mikið
tekið a. m. k. frá botnvörpung-
um þó hún yrði samþykkt. Hins
vegar gætum við slegið vopn úr
hendi þeirra, sem segðu að ís-
lenzkir togarar nytu sérrétt-
inda.
2. þm. Sunnmýlinga hefði tal-
að um hættuna, sem grúfði yfir
29. ágúst sl. Kvaðst Ólafur ekki
sjá að sú hætta væri liðin hjá.
Fleiri tóku ekki til máls og
var umræðunni frestað og til-
lögunni vísað til allsherjarnefnd-
ar með 31 samhljóða atkvæðum.
Nýtt merki F. í.
f desember sl. gaf Flugfélag ís-
lands út ný merki ti þess að líma
á ferðatöskur farþega sinna. —
Félagið Dansk Reklameforening,
sem hefur aðsetur í Kaupmanna-
höfn, valdi þetta merki Flugfé-
lagsins sem það bezta, sem út
kom í desember og þar með
merki mánaðarins, en slíkt þykir
nokkur ávinningur í samkeppni
flugfélaganna.
Merkimiði frá Flugfélagi ís-
lands hefir einu sinni áður hlotið
svipaða viðurkenningu, en það
var árið 1955.
„Flugmál
og fœkni"
Nýtt tímarit
„FLUGMÁL OG TÆKNI“ heftir
nýtt tímarit, sem nú hefur göngu
sína. Hér er í rauninni um að
ræða breytt form á tímaritinu
„Flugmálum", sem komið hefur
út undanfarin þrjú ár, en aukið
og bætt. Flugmálin skipa höfuð-
sess í nýja blaðinu, en þar er
einnig fjallað um margs konar
tækni eins og nafnið bendir til.
Þar eru m. a. þættir um bíla,
húsgagnasmíði (með teikningum)
o. fl., en í ráði er að auka fjöl-
breytnina með ljósmynda-, radíó-
þáttum, módelsmíði og frásögn-
um og myndum af íslenzkum
iðnaði og tækni.
Tímaritið er í minna broti en
Flugmál, 64 síður, mjög mynd-
skreytt og vel vandað að ytra
búningi.
Ritstjóri er Knútur Bruun, en
framkvæmdastjóri Hilmar A.
Kristjánsson. Ásbjörn Magnússon
er auglýsingastjóri.
„Vogar-Alfheimar"
á hálftima fresti
allan daginn
BLAÐINU barst í gær eftirfar-
andi fréttatilkynning frá Strætis-
vögnum Reykjavíkur:
Undanfarna mánuði hefur
verið ekið á nýrri leið í Háloga-
landshverfi, þó aðeins hluta úr
degi, eða á tveim vöktum.
Frá og með föstudeginum 16.
þ. m. verður ekið á þessari leið,
sem er nr. 21 og verður nefnd
Vogar-Álfheimar, á hálftíma
fresti allan daginn. Fyrsta ferð
frá Kalkofnsvegi er kl. 6.55 og
síðasta ferð kl. 23,25, nema laug-
ardaga og sunnudaga, en þá er
ekið einni klukkustund lengur.
Ekið er um: Hverfisgötu, Lauga-
veg, Suðurlandsbraut, Langholts
veg, Álfheima, Suðurlandsbraut,
Skúlagötu á Kalkofnsveg.
Þennan sama dag verðui breytt
leið 13 — hraðferð Kleppur —
þannig, að í stað þess að aka fram
hjá Laugarneskamp, svo sem ver-
ið hefur, verður framvegis ekið
um hinn nýja kafla Laugarnes-
vegar frá Bjarmalandi að Klepps
vegi. Viðkomustaður verður ná-
lægt Laugarnesvegi 104. *
STAK8TEIHAR
Þurfa ekki að kvarta
Á fjölmennum fundi Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur í fyrra-
kvöld ræddi Emil Jónsson, for-
sætisráðherra, m. a. um samstarf-
ið milli flokks síns og Framsókn-
arflokksins undanfarið. Farast
Alþýðublaðinu í gær m. a. orð á
þessa leið um ræðu hans:
„Emil sagði um samstarf Al-
þýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins, að Framsóknarmenn
hefðu verið farnir að ganga full-
mikið út frá því, að Alþýðuflokk-
urinn myndi ekki koma fram
sjálfstætt. Hins vegar hefði banda
Iag flokkanna verið gert fyrir
kosningar og stjórn að þeim
loknum, ef meirihluti fengist, sem
ekki varð. Framsóknarmcnn
kvað Enjil hafa fengið stuðning
sinn við Alþýðuflokkinn í kosn-
ingunum borgaðan svo, að ekki
þyrfti um að kvarta“.
★
Mörgum mun finnast mikið
rétt í þessu hjá formanni Aiþýðu-
flokksins. Framsóknarflokkurinn
fékk a. m. k. fjóra þingmenn sína
kjörna hreinlega með Alþýðu-
flokksatkvæðum. En auðvitað
fékk Alþýðuflokkurinn þann
stuðning borgaðan með hliðstæð-
um stuðningi Framsóknar í öðr-
um kjördæmum. Má því segja að
hver eti sitt þegar rætt er um,
hvor hafi haft meira gagn af
Hræðslubandalaginu.
Kommúnistar
og efnahagsmálin
öllum hugsandi mönnum er nú
orðið ljóst, að íslendingum er
það lífsnauðsyn að hindra, að sú
verðbólgualda, sem vinstri stjórn
in skapaði, eyðileggi efnahags-
grundvöll þjóðarinnar. — Fyrsta
sporið í þá átt að hindra þetta,
er að stöðva vöxt verðbólgunnar.
Þegar það hefur tekizt er svo
hægt að hugsa sitt ráð og leggja
síðan til frekari atlögu við óvætt-
inn.
Margt bendir til þess að komm-
únistar hyggist vinna gegn því
eftir megni, að núverandi ríkis-
stjórn takist að stöðva vöxt verð-
bólgunnar. Þeir hafa allt á horn-
um sér, hvaða bráðabirgðaráð-
stafanir, sem nefndar eru.
★
En það er rétt að almenningur
festi sér það í minni, að meðan
kommúnistar sátu rólegir í vinstri
stjórninni, undir forystu Fram-
sóknar, tóku þeir þátt í að leggja
miljarða í nýjum sköttum á þjóð-
ina. Þeir stóðu að skerðingu visi-
töluuppbóta á kaup og voru
reiðubúnir til þess að halda því
áfram ef þeir hefðu átt setu í
rikisstjórn framvegis. Þeir tóku
þátt í að fella stórlega gengi is-
lenzkrar krónu og voru yfirleitt
samþykkir öllu því, sem þeir
kalla „árásir á alþýðuna“ þegar
þeir eru í stjórnarandstöðu.
Enginn tekur mark
á þeim
Nú getur þessvegna enginn viti
borinn maður tekið mark ’ á
kommúnistum, þegar þeir reyna
að hindra stöðvun þeirra verð-
bólgu, sem vinstri stjórnin leiddi
yfir þjóðina. Kjarni málsins er,
að ef ekki verða gerðar skjótar
ráðstafanir til þess að atöðva
verðbólguskrúfuna hækkar fram-
færsluvísitalan upp yfir 270 stig á
næstu mánuðum, samkvæmt út-
reikningum sjálfra efnahags-
málasérfræðinga vinstri stjórnar-
innar. Það þýðir gengishrun og
stórfelldar lífskjaraskerðingar
alls almennings.
Hvítir bílar eru algeng sjón á götum bæjarlns um þessar mund-
ir. Hér er þó ekki á ferðinni neinn tízkulitur, heldur er það
vetur konungur, sem andar svo köldu að bílarnir eru al-
hrimaðir. (Ljósm. Mbl.)