Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 17
* Fimmtudagur 15. jan. 1959. MORGUNBLAÐIÐ 17 — Utan úr heimi Framh. al bls. 10. komið fyrir nokkrum marglitum sólhlífum. Undir einni þeirra stóð borð hlaðið svaladrykkjum og ávöxtum. Fimmtán mínútur liðu, áður en húsbóndinn á heim- ilinu sýndi sig. Hann kom gang- andi eftir grasflötinni, rétti fram báðar hendur og fagnaði gesti sínum með brosi, sem lýsti ofur- lítilli meinfýsni. Þetta var Ijikita Krúsjeff sjálfur. Krúsjeff í góðu skapi Forsætisráðherrann leit mjög vel út. Hann var sólbrenndur, fjörlegur óg í mjög góðu skapi. Það blikaði á sköllótt höfuð hans í glaðasólskini. Hann var klædd- ur bláum, þunnum baðmullarföt- um, vestislaus, í hvítri skyrtu, sem var ísaumuð með bláu, og brúnum sandölum. Allt útlit hans benti til þess, að hann væri í leyfi, en æðsti maður Sovétríkj- anna á aldrei frí. Allt sumarið stjórnar hann þó ríki sínu — þeg- ar því verður við komið — frá húsinu við Alder, sem er sumar- bústaður hans og fjölskyldu hans. Þangað koma svo aðrir ráðherr- ar. Annaðhvort eru þeir kallaðir þangað eða þeir tilkynna komu sína til að gefa skýrslur og sitja viðræðufundi. Þannig var það líka daginn, sem Johnston kom í heimsókn. — Afsakið, að ég lét yður bíða, sagði Krúsjeff. En það var ekki mér að kenna. Þrjóturinn hann Mikoyan, sem aldrei er hægt að sleppa frá, tafði mig. Af einhverjum ástæðum virðist Krúsjeff hafa mikið yndi af því að vera fyndinn á kostnað Miko- yans. Hins vegar er ekki ástæða til að ætla, að um illkvittni sé að ræða af hálfu Krúsjeffs — a.m.k. ekki til þessa. Eitt sinn fyrir nokkru er töluverður skortur var á nauðsynjum í Rússlandi, kvað Krúsjeff hafa komizt svo að orði, að ástandið væri einkum slæmt að tvennuleyti: Ekkert væri til af kolum, ekkert af benzíni, hvergi sæist brauð, sykur, eða smjör, en hins vegar væri Miko- yan alltaf á næsta leiti. Samtalið hófst á frjálslegasta og friðsamlegasta umræðuefni í veröldinni. J: — Hér er sólskinið h.u.b. eins heitt og í Kaliforníu. K: — En aðeins h.u.b. Hér hjá okkur blása oft kaldir vindar úr suðri, þ.e.a.s. frá Tyrklandi. En það er engin furða. Við hverju má búast öðru en óþægindum frá landi, sem er aðili að NATO? Mennirnir tveir virtu hvor ann an fyrir sér. Krúsjeff sagði: — Það er undarlegt, að þér komið í dulargervi. Ég hélt, að allir kapítalistar væru feitir, en þér eruð grannur, nærri því grennri en ég. Allt í einu breytti húsráðandi um umræðuefni: — Nú skal ég lofa yður að heyra skrýtlu, sem ég hefi eftir júgóslavneskum vini mínum. Bsér einn í Júgóslavíu eyddist af eldi. Allir íbúarnir flúðu. Þegar eldarnir voru slokknaðir, fór mesti fábjáni bæjarins að rúst- unum, sneri síðan aftur til sam- borgara sinna með þann boðskap, að allt væri í lagi: Nú er ég bæj- arstj óri. Krúsjefí hló hátt og spurði, hvort Johnston hefði skilið púðr- ið í þessu. Áður en hann fengi tíma til að svara, hélt sögumað- ur áfram: — Mér gekk ekki heldur sem bezt, þegar ég sagði Tító söguna. Hann hafði mig víst grunaðan um að hafa búið til söguna sjálfur til að gleðja hann, en ætlunin var fremur hið gagnstæða. Frá Nixon til spútniks Þannig hélt Krúsjeff áfram samræðunum, hlaupandi úr einu i annað, og beið ekki alltaf svars frá hinum. K: — Hvað gengur eiginlega að Nixon? Hvers vegna er hann svona hrifinn af Chiang Kai- shek? J: — Ruglið þér ekki saman Nixon og Knowland öldunga- deildarþingmanni? K: — Kannski. En það munar ekki svo miklu. J: — Hm-hm. K: — Hvers vegna er svona mikið um lygi í útvarpsdagsskrá Bandaríkjanna fyrir Evrópu, Rödd Ameríku? Loksins fékk Bandaríkjamaður inn tækifæri til að leggja orð í belg: J: — Ég hefi heyrt ósköp af lygum í Moskvuútvarpinu. K. gleiðbrosandi: — Já, en ykk ar er meiri. Það er auðvaldslygi. Bandarikjamaðurinn reyndi að halda sér við efnið. J: — Landar mínir hafa feiki- legan áhuga á hinu nýja skóla- og fræðslukerfi Sovétríkjanna. Vild uð þér segja mér ofurlítið frá því? K: — Málið er of víðtækt bæði fyrir mig og yður til að gera því skil á þeim tíma, sem við höfum til umráða. Það er komið fram yfir hádegi, og við höfum ekki fengið hádegisverð enn. Við skul um koma að borða. Johnston spurði, hvort hann mætti taka myndir. Krúsjeff leyfði það og sagði, þegar hann sá myndavél gestsins: — Mér segir svo hugur um, að ykkar myndarvélar séu betri en okkar. Þið getið þá kannski tekið betri myndir en við af spútnik- unum okkar. Þeir eru aftur á móti betri en ykkar. Ha.-ha! Kona og börn í stærstu stofu hússins voru aðrir viðstaddir reiðubúnir að setjast að matborðinu. Gesturinn var sessunautur húsfreyjunnar, Nínu Krúsjeff. Hún er gildvax- inn kona með gleraugu, hæruskot in og slétthærð, á aldur við mann sinn, blátt áfram í klæðaburði, hæglát og hefir bersýnilega ekki í hyggju að láta til sín taka ann- ars staðar en innanstokks. Dótt- irin, Nadja, tæplega 24 ára, er mun fjörlegri, hnellin stúlka brúnhærð og hefir erft vökul augu föður síns. Hún er gift leik hússtjóra í Kænugarði. Þarna voru tveir gestir auk Johnstons, en hann áttaði sig ekki á nöfn- um þeirra. Menn voru kynntir lauslega og skýringalaust. Setið var til borðs úti á svölum, og þaðan var dýrlegt útsýni langt út yfir Svartahafið. Á borðum var súpa, rifjasteik, salt og ábæt- ir. Þjónar gengu um beina og báru fram armenskt vín. — Ég borða ekki kjöt, sagði Krúsjeff. Læknirinn hefir bann- að mér það. Samkvæmt ráðum Mikoyans drekk ég. armenskt vín, hann er ættaður frá Armeníu. Ef ég vogaði mér að bjóða nokkurn tímann upp á annað, myndi Miko yan aldrei tala við mig. Skál! Johnston nefnir ekki, hversu oft var skálað, en það var ærið oft. Það var skálað fyrir friði, vináttu, skilningi, jafnræði kommúnisma og kapítalisma og fyrir heiminum. Allir tæmdu glösin, þegar húsbóndinn sagði skál og átu mat sinn hljóðir. Takið pabba ekki alvarlega Hvorki nú né við aðrar máltið- ir tóku aðrir til máls en Krúsjeff og Johnston . . . stöku sinnum dóttirin. Hún er bersýnilega eina manneskjan í þessum hóp, sem hefir eitthvað talfrelsi, og henn- ar græskulausa gaman er föðurn um að skapi. Þegar Krúsjeff sagði eitthvað mergjað, svo að Johnston brá í brún, kom dóttir- in til skjalanna. — Fyrir alla muni látið hann ekki setja yður út af laginu. Sem Bandaríkjamaður verðið þér að læra að taka pabba ekki of há- tíðlega. Hann tekur alltaf sterkt til orða, en honum gengur gott eitt til. Þessari athugasemd reiddist Krúsjeff, en stillti sig. Þetta er nóg af svo góðu, hrópaði hann, og augun tindruðu. Dóttir mín dirfist að standa með kapítalista, manni frá þeim heimshluta, þar sem slúðrað er um mig og fjöl- skyldu mína. Ég veit vel, að þið Bandaríkjamenn eruð með alls konar getsakir, vegna þess að dóttir mín líkist ekki konu minni. En hvernig ætti hún að gera það? Það er ekki eðlilegt, því að ég er tvíkvæntur, og dóttir mín er af fyrra hjónabandi. Það er allt og sumt. E.t.v. var Krúsjeff að verða reiður fyrir alvöru. Til að lægja öldurnar spurði Johnston, hvort Krúsjeff ætti önnur börn og fékk þau svör, að yngri dóttirin, Rada að nafni, væri gift blaðamanni í Moskvu, yngri sonurinn, Sergei, væri verkfræðingur, en eldri son urinn hefði verið flugmaður og fallið í stríðrinu. Allt í einu varð Krúsjeff brosleitur aftur: — Mér þykir leitt, að börnin skuli vera orðin fullorðin, hvers vegna? Vegna þess að þegar þau voru minni, fékk ég ómagafrá- drátt. Kveður frá vinum Síðasti rétturinn var margs konar ávextir frá ýmsum beltum jarðarinnar. Húsbóndinn skýrði uppruna afbrigðanna, meðan hann borðaði safaríkan mago- ávöxt: — Þetta er minn eftirlætismat- ur. Getið þér fundið á bragðinu, að hann er frá Egyptalandi? Þetta er reyndar gjöf frá góð- vini mínum, Nasser. Ágæft, en kemst þó ekki nema í hálfkvist við það, sem Nehru er svo vænn að senda mér. Mánaðarlega hygl- ar hann mér með nýrri ríflegri sendingu. Ég er líka gefinn fyrir epli. Reynið þessi hérna. Þau eru frá Ungverjalandi, hugulsemi frá einum vini enn, Jósef blessuðum Kadar í Búdapest. Því miður lætur Johnston ekk- ert uppskátt um það, hvort mátt hefði lesa úr svip Krúsjeffs nokkr ar skýringar með því, sem hann sagði um gjafirnar úr austri og vestri. Það sem eftir var boðsins, fengu viðræðurnar á sig almenn- an blæ, og Johnston minntist þess ekki, að neitt væri sagt, sem í frásögur sé færandi. Að endingu, þegar heimsókninni var lokið og Krúsjeff var að fylgja gesti sín- um út í vagninn, sem beið fyrir utan, bað hann Johnston fyrir kveðju til „starfsbróður síns“ forsætisráðherra Bandaríkjanna: — Ég bið að heilsa Eisenhower. Persónulega hefir okkur alltaf komið vel saman. Ég tel hann ekki kapítalista, heldur hermann, ágætan hermann. I like Ike. C-fiörefni u nauðsynlegt ÁRIÐ 1933 lauk athyglisverðri næringartilraun i munaðarleys- ingjahæli í borginni Mooseheart, Illinois, Bandaríkjunum. Læknir að nafni M. T. Hanke stjórnaði tilrauninni, sem stóð yfir í þrjú ár. öll börnin, 1300 að tölu, fengu sams konar viðurværi, að öðru leyti en því, að 200 börnum — auðvitað alltaf hinum sömu —• var gefinn hálfur lítri af app- elsínusafa á dag. Fæði barnanna er ekki lýst nánar, en tekið er fram, að það hafi verið venjulegt, gott fæði. Læknar fylgdust ná- kvæmlega með heilsufari allra barnanna. Börnin, sem appelsínu- safa fengu, báru langt af hinum, hvað heilsufar snerti. Þau fengu miklu sjaldnar kvef og aðra næma sjúkdóma, og tannskemmd ir voru miklu minni meðal þeirra, svo og bólgur í tannholdi og í- gerðir undir tönnum. Þetta var eingöngu appelsinu- safanum að þakka. Hins vegar má ekki draga þá ályktun af til- rauninni, að aldinsafi — eða C- fjörefni — sé einhlítt ráð til að útrýma tannveiki og næmum sjúkdómum, né heldur, að nauð- synlegt sé að drekka hálfan lítra á dag af aldinsafa, til þess að ná þeim árangri, sem að ofan er lýst. C-fjörefni er aðeins einn af mörgum þáttum. nauðsynlegrar næringar. Og sé nóg til af nýju grænmeti og rótarávöxtum, er auðvelt að komast af án nýrra aldina, þó að æskilegt sé að geta haft þau á borðum að staðaldri. (Úr Health Culture — Heilsuvernd). Pipulagningasveinar eða menn vanir pípulögnum óskast nú þegar. Upp- iýsingar í síma 18104 milli kl. 10—12 f.h. og 22665 á kvöldin. VATN & HITI h. t. Skipholti 15 Ensk hraðritun Stúlka vön enskri hraðritun, vélritun og almennri skrifstofuvinnu óskast strax. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Morgunblaðinu, merkt: Skrifstofustúlka 5641. SPRAUTULAKK V e r z 1 u n FRIÐRIKS BERTELSEIM Tryggvagötu 10 FYRIRLIGG JANDI Einangrunarkork 1. flokks vara, 1“, lVz", og 2“ þykktir Mjög hagstætt verð. S A U M U R, flestar stærðir AMERÍSKT L 1 M, vatnshelt. PÁLL ÞORGEIRSSON Laugavegi 22 Vöruafgr. Ármúla 13 Sími 1-64-12. Sími 3-40-00 Kraftpappír Nýkominn brúnn kraftpappír, breidd 100 cm. Birgðir takmarkaðar BJÖRGVIN SCHRAM UMBOÐS-OG HEILDVERZLUN Handsetjari Getur fengið atvinnu hjá oss, við umbiot nú þegar jf^ren tsm ifa jYjor^uniíaiáinS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.