Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 15. jan. 1959.
MORGTIISIU.AÐIÐ
19
Biðröð til að fá miða á Rakarann
Uppselt á „Rakar-
annw á 2-3 klst.
„RAKARINN í Sevilla" hefur nú
verið sýndur 7 sinnum og hafa
þá um 4700 leikhúsgestir séð sýn-
inguna. Næsta sýning er á föstu-
dagskvöld.
Það hefur verið mjög annríkt
í aðgöngumiðasölu Þjóðleikhúss-
ins að undanförnu. Síminn þagn-
ar þar aldrei allan daginn. Oft
eru langar biðraðir þegar sala
aðgöngumiða hefst og seljast þá
alir aðgöngumiðar á þessa vin-
sælu óperu upp á 2—3 klukku-
stundum.
Það er augljóst, að „Rakarinn"
hefur þegar náð mikilli hylli is-
lenzkra leikhjsgesta, enda hlaut
sýningin einróma lof allra gagn-
rýnenda og er talin ein skemmti-
legasta ópera allra tíma.
Þúsundir uppreisnarmanna
verða látnir lausir
PARÍS, og KAIRÓ, 14. jan. —
Franska stjórnin hefur ákveðið
að láta lausa þúsundir alsírskra
uppreisnarmanna, sem að undan-
förnu hafa verið í haldi. Er þetta
í aðgöngumiðasölu Þjóðleik-
hússins: Guðm. Stefánsson,
Þóra Böðvarsdóttir og
Fanney Pétursdóttir.
MisreiknaBi fjarlœgB
frá brautarenda
Fyrsta flugslys Lufthansa
RIO de Janero, 14. jan. — Eins
og skýrt hefur verið frá í frétt-
um fórst ein af Constellation-
flugvélum þýzka flugfélagsins
Lufthansa í lendingu á flugvell-
inum í Rio de Janero um helg-
ina. Er þetta ein af stærstu flug-
vélum, sem nú eru í förum í
farþegaflugi — að þotunum und
anskildum.
Að þessu sinni voru aðeins 29
farþegar með flugvélinni — og
fórust þeir allir, sömuleiðis sjö
af 10 manna áhöfn.
Samkv. frásögn talsmanns
þýzka flugfélagsins er þetta
fyrsta slysið, sem orðið hefur hjá
félaginu síðan það tók upp starf-
semi að nýju eftir styrjöldina.
Kullvíst þykir, að ekkert hafi
hér valdið annað en mistök flug-
mannsins. Flugvöllurinn, sem
vélin átti að lenda á, er við sjáv-
arsíðuna. Endi flugbrautarinnar,
sem nota átti í þetta sinn, liggur
fram á bratta sjávarbakka. Þegar
flugvéin lækkaði flugið og undir
bjó lendingu skall á rigningar-
skúr — og var skyggni frekar
lélegt — og misreiknaði flugstjór
inn því fjarlægðina frá brautar-
endanum, lækkaði flugið of
snöggt, náði ekki brautarendan-
um, heldur flaug beint á sjávar-
bakkann.
★
Flugstjórinn var Bandaríkja-
maður, en áhafnarmeðlimirnir,
sem komust af, stóðu allir við
afturdyr farþegaklefans, tilbúnir
til þess að opna dyrnar um leið
og flugvélin staðnæmdist. Um
leið og slysð varð og flugvélin
að brakhrúgu köstuðust þre-
menningarnir út úr flugvélinni
— og varð það þeim til bjargar.
— Dulles
Framhald af bls. 1.
að Bandaríkjamenn hefðu skipt
um skoðun. Hann hvatti til sam-
stöðu, sagði Bandaríkjamenn
ekki mundu gera neinar örlaga-
ríkar ráðstafanir án fulls sam-
ráðs við bandamenn sína — og
varaði við kommúnistahættunni.
Leiddi hann einkum athygl-
ina að kínverskum kommúnist-
um, sagði, að e. t. v. þyrfti hinn
frjálsri heimur í framtíðinni að
óttast þá meira en Rússa. En
hann sagðist vona, að friðar- og
lýðræðisöflin yrðu yfirsterkari á
meginlandi Kína.
Vestur-þýzka utanríkisráðu-
neytinu barst í dag skrifleg yfir-
lýsing Dullesar um Þýzkalands-
málin og sagði talsmaður v-þýzku
stjórnarinnar við það tækifæri,
að hún væri enn þeirrar skoð-
unar, að frjálsar kosningar um
gervallt landið væri eina leiðin
til sameiningar Þýzkalandi. Hins
vegar kvaðst hann ekki óttast
neina stefnubreytingu af hálfu
Bandaríkjamanna.
Orðrómur var á kreiki um það
í Bonn í kvöld, að Adenauer hafi
kvatt bandaríska sendiherrann á
fund sinn til að ræða málið.
• ♦ •
Á fundi utanríkismálanefndar
öldungadeildarinnar flutti Dulles
í dag ræðu þar sem hann sagði,
að Bandaríkjamenn hefðu þeg-
ar myndað viðræðugrundvöll,
viðræður Vesturveldanna og
Rússa gætu orðið gagnlegar. —
Enda þótt mikill skoðanamunur
væri, þá hefðu þessir aðilar átt
gagnlegar viðræður fyrr.
Útvarpsstöð í A-Þýzkalandi
fagnaði hins vegar ummælum
Dullesar um að frjálsar kosning-
ar væru: ekki nauðsynlegar til
sameiningar Þýzkalands. Sagði
stöðin, að skynsamir og friðelsk-
andi menn væru nú orðnir svo
áhrifamiklir í Bandaríkjunum,
að jafnvel Dulles yrði að taka
tillit til þeirra.
gert til þess að lægja óldurnar
í Alsír.
Samkv. tilkynningu frá útlaga-
stjórn uppreisnarmanna í Alsír,
sem aðsetur hefir í Kaíró, telja
uppreisnarmenn þetta engin veg-
inn nóg, því að ekkert annað en
beinar viðræður fulltrúa frönsku
stjornarinnar og útlagastjórnar-
innar geti lægt öldurnar varan-
iega. Sagði í yfirheyrslunni, að
hingað til hefðu engar viðræður,
hvorki opinberar né leynilegar
átt sér stað milli stjórnanna —
og væri illa farið.
Þá voru bornar til baka fregnir
um það, að Fanfani, forsætisráð-
herra Ítalíu, sem var í heim-
sókn hjá Nasser á dögunum, hafi
átt viðræður við fulltrúa upp-
reisnarmanna. Segist útlagastjórn
in telja milligöngumenn einskis
virði, beinar viðræður sé það eina
sem dugi.
Fanfani hélt til Parísar að lok
inni Kaíródvölinni — og í dag
ræddi hann við de Gaulle og
skýrði honum frá viðræðunum
við Nasser, sérstaklega hvað við-
vék Alsír og uppreisnarmönnun-
um bar.
Samkomulags-
horfur í Kaíró
KAIRO, 14. jan. — Brezk sendi-
nefnd ræðir nú við fulltrúa
egypzku stjórnarinnar og reynir
að semja um skaðabótagreiðslur
Breta og Egypta. Bretar krefjast
skaðabóta fyrir hönd hluthafa í
Súez-félaginu vegna þjóðnýtingu
skipaskurðarins, en Egyptar vilja
fá skaðabætur vegna innrásar
Breta og Frakka í Súez. Tals-
maður Egypta sagði í dag, að við
ræður þessar gengju mjög vel og
kvaðst vongóður um að samkomu
lag tækist, jafnvel á morgun, því
að fáein atriði væru ójöfnuð.
Tapað—Fundið
Peningaveski (unglinga) >g
telpupils í óskilum, í herradeild-
inni í Haraldar-búð h.f.
Samkv. síðustu fregnum birti
bandaríska utanríkisráðuneytið
þá yfirlýsingu í kyöld, að frjáls-
ar kosningar í öllu Þýzkalandi
væri bezta leiðin til sameiningar
landinu, enda þótt aðrar leiðir
væru ekki útilokaðar.
Umræðurnor á slúdenfalundinum sönnuðu
knýpndi nauðsyn kjördæm abreytingar
I BLAÐINU í gær er getið um
ræður frummælenda á stúdenta-
fundinum í fyrradag og nokkurra
ræðumanna, sem talað höfðu,
þegar tíðindamaður blaðsins á
fundinum gekk frá fréttum í blað
ið. Er á fundinn leið tóku margir
til máls og skýrðist þá enn frek-
ar, hve menn almennt gera sér
grein fyrir þeirri knýjandi nauð-
syn, sem er á því að breyta hinni
ranglátu kjördæmaskipun.
Frumræða Jóhanns Hafsteins
alþingismanns er birt á öðrum
stað í blaðinu, en í fundarlok
rakti hann helztu firrur þeirra
ræðumanna, sem hneigðust að
því að núverandi kjördæmaskip-
un væri ekki svo slæm, að neina
nauðsyn bæri til að vinda bráð-
an bug að breytingum á henni.
Benti hann a, að ömurleg væru
þau örlög Framsóknarflokksins
að þurfa ætíð að eiga eigin heill
undir því, að ranglæti væri við
haldið. Þá fordæmdi hann þann
flótta frá málefninu, sem fram
kom í ræðum þeirra Framsóknar-
manna, sem kvöddu sér hljóðs,
þegar þeir beindu málinu að
óskyldum efnum, eins og fjár-
hagsmálum í þeim tilgangi að
beygja réttlætismál, sem hlýtur
að sigra í lýðræðisþjóðfélagi, inn
á óskyld svið.
Júlíus Havsteen var meðal
þeirra ræðufnanna, sem talaði á
fundinum og benti á að býsna
kynlegur væri ræðuflutningur
andstæðinga kjördæmabreyting-
arinnar, þegar einn þeirra lýsti
því yfir, að þær mundu skapa
Reykjavík óyfirstíganleg efna-
hagsleg vandamál, en sumir teldu
þær koma harðast niður á sveit-
unum.
Jón Þorsteinsson miðstjórnar-
maður Alþýðuflokksins taldi
Hræðslubandalagið hafa verið
þarft, því að það hefði sannað
Sjálfstæðisflokknum, hve brýna
nauðsyn bæri til að breyta kjör-
dæmaskipun.
Tömas Árnason og Sveinbjörn
Dagfinnsson voru andstæðir kjör
dæmabreytingunni, á'n þess að
færa ný rök fyrir þeirri afstöðu.
Síðastur þeirra sem kvöddu
sér hljóðs var sr. Jónas Gíslason,
sem benti á að kosningabaráttan
í litlu kjördæmunum væri orðin
með þeim hætti, að naumast væri
hægt að tala um fullkomlega
leynilegar kosningar, þegar ná-
kvæmlega væri fylgsí með hverj
um kjósanda. Mælti hann með
stórum kjörsvæðum, þar sem kos
ið væri hlutfallskosningu, en
benti á athyglisverða leið við
ákvörðun framboða og skipun
þingsæta innan hvers kjörsvæðis,
sem tengdi hin gömlu kjördæmi
nokkuð við hið nýja fyrirkomu-
lag.
í fundarlok var samþykkt til-
laga, sem lýsti stuðningi við
breytingu kjördæmaskipunarinn
ar í þá átt, að tekin yrði upp
fá stór kjördæmi með hlutfalls-
kosningu.
Jarðarför konu minnar, móður og tengdamóður
INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR
fer fram á morgun, föstudag, frá Fríkifkjunni kl. 2 e.h.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Athöfnin hefst með bæn á heimili hinnar látnu,
Bræðraborgarstíg 12 og byrjar kl. 1,15.
Björn Jónsson,
Sveinn Björnsson, Áslaug Jónsdóttir
Jón Björnsson, Halla Guðbjörnsdóttir
Guðmundur Ingi Björnsson
Jarðarför mannsins míns
JÓNS BRANDSSONAR
fyrrv. prófast að Kollafjarðarnesi
fet fram frá Fossvogskapellunni föstudaginn 13. þ.m. kl.
1,30 e.h. Jarðarförinni verður útvarpað.
Blóm og kransar afbeðnir.
F.h. barna okkar barnabarna og tengdabarna.
Guðný Magnúsdóttir
Minningarathöfn um
MAGNÚS VALDEMAR FINNBOGASON
fyrrv. bónda í Reynisdal í Mýrdal, fer fram frá Foss-
vogskapellu föstudaginn 16. þ.m. kl. 10,30 árdegis.
Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður frá
Reyniskirkju, laugardaginn 17. þ.m. kl. 1,30 e.h. Blóm
og kransar vinsamlegast afþakkað.
Vandamenn
Öllum þeim, sem sýndu mér samúð og hjádp við and-
lát og jarðarför mannsins mins
JÓNS PALSSONAR
votta ég mínar innilegustu hjartans þakkir. Guð blessi
ykkur öll.
Sigríður Jónsdóttir
Brimnesi, Ólafsfirði
Útför móður okkar
ÓLAFlU KATRlNAR HANSDÓTTUR
Garðastræti 4,
fer fram föstudaginn 16. þ.m. frá Dómkirkjunni og hefst
kl. 1,30 e.h.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vilja minnast
hennar, er bent á líknarstofnanir.
Kristín Kristjánsdóttir,
Snorri Kristjánsson, Guðmundur Kristjánsson.
Föðursystir okkar
JÓNlNA AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR
sem andaðist 7. janúar s.l. verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju í dag 15. janúar kl. 1,30 e.h.
F.h. aðstandenda.
Páll Þorláksson.