Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVTSBLÁÐIÐ Fimmtudagur 15. }an. 1959. Friðrik Einarsson lœknir: UM þessar mundir eru þrjukun, leggur baerinn væntanlega sjúkrahús í byggingu í Reykjavík, og ekki ér laust við, að stundum heyrist raddir um, að þetta sé allt of mikið, og ekki hefði átt að byggja nema eitt í einu. Já, sumum hefði án efa verið ósárt um, þótt alls ekkert sjúkrahús hefði verið byggt hér í Reykja- vík yfirleitt. Ég ætla mér ekki að fara að rifja upp skrif um þessi mál, hvorki mín eigi.n né dr. Sigurðar Sigurðssonar frá árunum 1949— 1953, en þai var synt fram á með rökum, sem ekki vcru hvakin, að x m mörg ár hefði verið oiýn þörf á aukningu sjúkrarúma á landinu cíiu, en þó hvergi brýnni, en i höfuðborg'nni sjálfri. Að vísu komu nöldurgreinar í einu blaði sem nú er löngu hætt að koma út, og voru eftir menn, sem engan- veginn höíðu næga þekkingu á þessum málurn, til þess að hægt væri að taka tillit til áiits þeirra Hver maður getur skilið, að hafi verið brýn þörf á að hraða byggingu sjúkrahúsa í Reykja- vík 1949, þá er þess ekki síður þörf árið 1959. Því 1949 voru íbú- ar Reykjavíkur 55 þúsundir, en nú um 68 þúsundir. Þess utan eru samgöngur um landið orðnar svo góðar, að meiri fjöldi sjúklinga eru nú fluttir hingað, þar sem hér eru meiri möguleikar á að veita þeim bót meina sinna, held- ur en víðast hvar úti á lands- byggðinni. Hver er þá aukning sjúkrarúma í Reykjavík síðan 1949? Jú, Hand- læknisdeild Landspítalans hefir stækkað um 10 rúm og búin hefir verið út barnadeild með 28 rúm- um. í henni liggja alltaf 32—33 sjúklingar, og biðlisti barnadeild- arinnar er nú um 30-—40 sjúkl- ingar, og biðlistinn fer vaxandi. Auk þess var komið upp bráða- birgðaspítala, 60 rúma í Heilsu- verndarstöðinni, meðan Bæjar- spítalinn væri í byggingu. Athugum nú lítils háttar þessi þrjú sjúkrahús, sem eru í bygg- ingu í Reykjavík, og hversu rúm- um muni fjölga við tilkomu þeirra. Landakotsspítalinn stækkar ekki, þótt þessi bygging hans verði fullgerð. Þessi nýtízku, steynsteypta bygging kemur í staðinn fyrir gamla spítalann úr timbri. Hvern langar til að liggja þar eða vita sína nánustu liggja ósjálfbjarga í þessari byggingu, sem getur fuðrað upp á hverri stundu, án þess nokkur mann- legur máttur fái að gert? Bæjarspítalin.r í Fossvogi. Sá hluti hans, sem er í byggingu, er ætlaður fyrir um 190 sjúklinga. Þegar hann verður tekinn í not- niður rekstur Hvítabandsins (40 rúm), lyflæknisdeildar- innar í Heilsuverndarstöðinni (60 rúm) og Farsóttarhússins (um 30 rúm). Þetta eru sam- tals um 130 rúm. Aukning verður því um 60 rúm. Allir ættu að geta séð, að rekstur 190 rúma spítala á einum stað hlýtur að vera mun hentugri, heldur en rekstur þriggja smásjúkrahúsa, sem auk þess vantar margt til að geta tal- ist fullkomnir, en þó einkum Röntgendeild og rannsóknarstof- ur. Viðbótarbygging Landspítaians eykur sjúkraíúmafjölda hans um 175. Aukning sjúkrarúma í Reykja- vík með byggingu þesara þriggja spítala verður því um 235 1946 skiluðu sjúkrahúsnefndir Læknafélags íslands og Sjúkra- húsnefnd, sem skpuð hafði verið af Bæjarstjórn Reykjavíkur það ár nærri samhljóða áliti um, að fjölga þyrfti almennum sjúkra- rúmum í Reykjavík um 380. — Ef þörf hefur verið á 380 rúmum 1946, hvað er þá í dag? Veikist fólk kannski ekki nú eins og þá? Hver vill halda því fram? Sannleikurinn er sá, að það er reynt að leysa þau vandræði, sem skortur á sjúkrarúmum veldur, á ýmsan hátt. Vitið þið, lesendur, hver biðlistinn er? Á Handlæknis deild Landspítalans einni er hann í dag 311. Með þessum stóra biðlista er náttúrlega ekki hægt að veita fólkinu þá læknisþjónustu, sem með þarf. Vitanlega ekki. En framar getu er reynt að hjálpa upp á brýnustu vandræðin. Það er skorið baki brotnu. Nu verður að hafa í huga, að skurðlækning- um hefir farið ákaflega mikið fram síðasta áratuginn. Fyrir þann tíma var ekki ráðist í nánda nærri eins stórar né tímafrekar aðgerðir og nú er. Þá tóku lengstu skurðaðgerðir e. t. v. 2—3 klukku tíma. Nú eru gerðar aðgerðir, sem taka 4—6 tíma. Afleiðingin er sú, m. a., að læknarnir bíða riú hver eftir öðrum langtímum saman til þess að komast að á hinu mjög svo takmarkaða vinnuplássi. Ég er ekki að kvarta yfir þesu lækn- anna vegna, en gæti hugsað mér betri skilyrði fyrir hjúkrunarlið og sjúklinga. Því sjúklingarnir þurfa nefnilega líka að bíða alla þessa klukkutíma. í öðru lagi er reynt að firra verstu vandræðunum með því að útskrifa sjúklingana eins fljótt og kostur er eftir skurðaðgerðir. Miklu fljótar en æskilegt væri. Eftir minni háttar skurðaðgerðir, svo sem botnlangabólgu, kviðslit, f DAG á fimmtugsafmæli Jón Árnason, framkvstj., Akranesi. Jón er fæddur og uppalinn á Akranesi, sonur hjónanna Árna Árnasonar, trésmíðameistara og konu hans Margrétar Finnsdótt- ur. Jón hóf ungur störf í sveit og við sjó og fékk þannig í æsku góð kynni af hinum þýðingar- æðahnúta, fótaaðgerðir og þess háttar, verða sjúklingarnir að fara heim eftir 2—3 daga. Eftir stórar aðgerðir, t. d. sprunginn maga, eða að tekinn hefir verið mestallur maginn vegna maga- sárs eða krabbameins, verður oftast að senda sjúklinginn heim eftir 10—12 daga, því aðrir þurfa nauðsynlega að komast að. Það verður að senda þessa sjúklinga inn á heimilin, þar sem venjulega er engin húshjálp, en húsmæð- urnar hafa nóg að gera, oft með fullt hús barna, en verða nú auk þess að gerast hjúkrunarkonur um lengri tíma eða skemmri í viðbót. Fyrir 10—15 árum voru sjúklingar ekki sendir heim fyrr en svo sem 3 mánuðum eftir magaskurð. Það er hið ómannúð- lega í þessu atferli, sem ekki verður við unað. Þjóðfélag, sem treystir sér til að hafa almenna skólaskyldu til um 16 ára aldurs, og sem byggir skóla, félagsheim- ili og kirkjur með hraða líkast því, sem óðir menn væru að verki, getur ekki verið þekkt fyrir að búa svona að sjúku og lasburða fólki. í þriðja lagi reyna læknarnir að leysa þessi vandræði fólksins, með því að gera fjöldann allan af skurðaðgerðum, án þess að leggja fólkið í spítala. Oftast er þetta án nokkurrar áhættu fyrir sjúkl., en veldur þó læknunum auknum áhyggjum um, hversu fara muni. Fólk með ýmiss konar beinbrot, sem hvarvetna annars staðar í heiminum þætti sjálf- sagt að hafa í spítala í 1—2 vik- ur, þó ekki væri nema af mann- úðarástæðum, vegna þeirra verkja, sem beinbrotum eru sam- fara, verða náttúrlega hér í Reykjavík miskunarlaust að fara heim til sín og klára sig sem bezt það getur. Lesendur mínir. Ég hefi kannske gerst óþarflega langorð- ur um þessa hluti frá sjónarmiði þeirra, sem ennþá eru frískir og ekki þurfa á spítalavist að halda, og búast alls ekki við að þurfa þess. Það kann líka að sýnast undarlegt að vera að berjast fyrir auknu spítalarými nú á tímum, þar sem mikill hluti mannkyns virðist meta það meira að geta flogið til tunglsins eða annarra fjarlægra stjarna, heldur en að lifa mannsæmandi lífi hér á jörðu, metur það meira, að geta flogið eitthvað út í geyminn, en að hafa sæmilega skó á fótum, hús til þess að búa í eða hlý föt til að ganga í. En meðan við hér á landi höfum það heilbrigðan hugsanahátt, að vilja láta okkur líða sómasamlega hér á þessari plánetu, þá er enginn vafi á, að eitt af brýnustu nausynjamálum okkar í dag er að hraða sem mest byggingu sjúkrubúsanna í Reykja vík. Það er hægt að kenna börn- um að stafa í heimahúsum. Það er jafnvel hægt að biðja til Guðs í heimahúsum, en margar læknis- aðgerðir á fólki er ekki hægt að gera nema á vel útbúnum spíala. Sólin er lággeng enn sem komið er, þótt hún sé nú aftur farin að hækka göngu sína á himinhvolfinu öriítið dag frá degi. — Hallir geislar hennar megna lítt að bræða gaddinn. En hér hcfir hún sýnilega fengið ötula liðsmenn við að brjóta svellið af einum smápolii — þó ekki sé meira. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Fimmtugur í dag: Jón Árnason, fram- kvœmdastjóri Akranesi Dansskóli Rigmor Hanson mestu atvinnugreinum lands- manna. Síðan gerðist Jón verzl- unarmaður á Akranesi. Rak hann um skeið eigin verzlun- áður en hann varð verzlunarstjóri fyrir- tækisins Þórður Ásmundsson hf. Jón er kvæntur hinn ágætustu konu, Ragnheiði, dóttur hins kunna framkvæmda- og útgerð- armanns, Þórðar Ásmundssonar á Akranesi, og konu hans Emilíu Þorsteinsdóttur frá Grund á Akranesi. Eiga þau hjónin fjög- ur börn. Nú stjórnar Jón útgerðarfyrir- tækinu Ásmundur h.f. og hrað- frystihúsinu Heimaskagi h.f., á- samt mági sínum, Júlíusi Þórðar- syni. Jón er einn þeirra manna, sem vaxa við hvert það starf, sem þeir taka að sér. Hafa honum verið falin mörg vandasöm störf, bæði fyrir bæjarfélagið og hinn umfangsmikla rekstur þeirra út- gerðar-, fiskvinnslu- og verzlun- arfyrirtækja, sem hann veitir for- stöðu. Á Akranesi hefur hann um langt bil verið fulltrúi í bæjar- stjórn og forseti hennar um skeið. Þá hefur hann og lengi verið formaður Sjálfstæðisfélags- ins á Akranesi. Jón hefur átt sæti í stjórn L.f.Ú. um fjölda ára og verið formað- ur Félags síldarsaltenda á S.V.- landi frá stofnun þess. Þá hefur hann alllengi verið í stjórn Beitu nefndar, skipaður í hana af Fiski félagi íslands. Jón hefur verið mikill unnandi íþrótta og tekið virkan þátt í hinu blómlega íþróttalífi í bæjar- félagi sínu. Jón er maður félagslyndur, vin- sæll, hjálpsamur og hrókur alls fagnaðar í vinahópi, enda nýtur sín þar bezt tónlistargáfa hans og blæfögur söngrödd. Útgerðarmenn flytja Jóni og fjölskyldu hans beztu hamingju- óskir á þessum tímamótum ævi hans og þakka honum vel unnin og óeigingjörn störf hans í þágu sjávarútvegsins í landinu. Vona þeir, að lengi megi þeir enn njóta hans góðu starfskrafta. Útgerðarmaður. Á laugardaginn kemur hefjast æfingar í nýjum flokkum fyrir byrjendur — fullorðna — ungl- inga — börn. Einnig framhaldsflokkar. — Kennt verður m.a.: Vals, tango, foxtrot, jive, rumba, Calypso, Kwela, Yop (Nýj- asti dansinn ! !) o.fl. Innritun í síma 1315 9. Aðeins í dag Síðasti inmitunardagur Enn um sjúkrahúsmáiin IJTSyVLA Kjólar Vinnukjólar — Síðdegiskjólar — Kvöldkjólar Verð frá 395 - MARKABBRINN Hafnarstræti 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.