Morgunblaðið - 25.01.1959, Qupperneq 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 25. jan. 1959
Sólarkaffi ísfirðinga
Sólarkaffi ísfirðingafélagsins í Reykjavík verður í kvöld í
Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30. Um margra ára skeið hafa ísfirð-
ingar, búsettir í Reykjavík og kunningjar þeirra, drukkið ís-
firðingum vestra sólarkaffi til samlætis, því að það er gamall
ísfirzkur siður að bregða pönnunni á eldavélina og drekka kaffi
með rjómapönnukökum daginn sem rísandi sól gægist yfir
fjnllahringinn. Þetta er sólarkaffið og það bragðast jafnan vel,
a m. k. hefur jafnan verið húsfyllir hjá ísfirðingafélaginu í
Reykjavík við slík tækifæri, enda þótt fundarsókn sé oft í
rýrara lagi, sem vill brenna við hjá mörgum félögum. Formað-
ur Isfirðingafélagsins er Jón Leós, bankagjaldkeri.
V-stjórnin gafst upp
v/ð togarakaupin
Frá umræðum á Alþingi i fyrrinótt
— Ræða Bjarna
Beneáiktssonar
Frh. af bls. 11.
gert sé, ef aðrir en sjálfir þeir
gera Þ«ð.
\
f Alþýðusambandið óvirt
t Tillögur Framsóknarflokksins í
efnahagsmáJum voru tilbúnar
þann 17. nóvember og tillögur
kommúnista í seinnihluta nóv.
að sögn Gylfa Þ. Gíslasonar. Ef
þetta er rétt voru bæði tillögur
Framsóknarmanna og kommún-
ista tilbúnar þeger Alþýðusam-
bandsþing var samankomið í
Reykjavík síðast í nóvember.
Nú hofðu V-stjórnarflokkarnir
lýst því yfir að þeir ætluðu að
hafa fullkomið samráð við laun-
þegasamtökin um eínahagsmálm.
En af hverju voru þessar tillögur
þá ekki lagðar fyiir þing ASÍ?
Af hverju bað Hermann um mán-
aðarfrest, en lagði ekki sínar eig-
in tiliögur fyrir þing ASÍ ?
Það var vegna þess, að það átti
að leyna launþegasamtökin til-
lögunum, en fá ASÍ til að gefa
ríkisstjórninni ótakmarkað um-
boð til að ráðkast með kjaramál-
in.
Það er ekki nóg með það, að
þessir herrar hafi óvirt Alþingi
og óvirt lýðræði íslendinga. Enga
hafa þeir óvirt meira en Alþýðu-
samband íslands með þeim skolla
leik ,sem þar var leikinn í vetur.
Atvinnurekendur beri
ábyrgð eigin mála
Að lokum svaraði Bjarni Bene-
diktsson með nokkrum orðum
raeðu Einars Olgeirssonar. Hann
kvaðst vera honum sammála um
aö núverandi fjárhagskerfí ís-
lendinga væri stórlega gallað.
Um þetta talaði Einar eins og
margreyndur kapitalisti, enda
vitnaði hann óspart til fyrirmynd
ar Bandaríkjanna. Einar sýndi
með þeim tilvitnunum fram á
hver hætta okkur stafar af því, að
hemlan er úr fjárhagskerfinu.
Jafnóðum og kauphækkun er
veitt velta atvinnurekendur
henni yfir á aðra.
En af hverju er ekki hægt að
láta þá bera hana sjálfa? Það er
ofureinfalt mál. Verðlagsákvæði
okkar og allt fjárhagskerfi er
þannig, að þau gefa ekki atvinnu-
rekendum neitt ráðrúm til að
standa sjálfir undir kauphækk-
unum.
Þess vegna er allt þetta tal
um kjaraskerðingu nú út í blá-
inn, allir vita, að almenningur
verður héðan í frá sem hingað til
að borga þennan brúsa.
Þess vegna, sagði Bjarni. leggja
Sjálfstæðismenn áherzlu á að
forða þjóðinni út úr þess feni.
Það þarf t. d. að koma á einu
gengi, þannig að atvinnurekendur
beri sjálfir ábyrgð á rekstri sin-
um og verði að taka ákvarðanir
upp á eigin reikning en ekki
annarra.
Eins og nú stendur, þá er
þess jafnvel gætt, að sá óhæfasti
fari ekki á hausinn. Já, kerfið er
orðin svo mikil svikamylla, að
það er meira að segja búið að
sannfæra almenmng um það að
sjávarútvegurinn sé á ríkisfram-
íæri, þar sem það rétta er miklu
fremur að við erum allir á fram-
færi sjávarútvegsins, að því ieyti
sem hann er eim útflutningsat-
vinnuvegur þjóðarinnar.
Við þingmenn eigum allir sök
á þessu og hér þarf að breyta um.
Það þarf að upplýsa þjóðina um
hið sanna samhengi og spyrja
hana: Villtu leggja fram þitt lið?
Fólkið á sjálft að ráða sínum
málum, en ekki að þurfa að koma
sníkjandi til þess að geta gert
það, sem þarf að gera.
Hótanir tjá ekki
Einar Olgeirsson sagði, að
gjalda yrði varhug við að taka
ákvarðanir, sem eru verkalýðn-
um andstæðar og lét svo sem
löglegar ákvarðanir yrðu einskis
virtar.
.Við Sjálfstæðismenn reyndum
að mynda stjórn til að ná
frjálsu samkomulagi, en það
tókst ekki. Stjórnmálamennirnir,
sem í forystu eru vildu ekki
veita sinn atbeina.
En æðsta vald verður að vera
hjá Alþingi, forseta, ríkisstjórn
og kjósendum. Ef einhverjir eiga
að geta sett þeim stólinn fyrir
dyrnar, þá er þetta þjóðfélag á
glötunarbarmi.
Þar tala ég ekki aðeins fyrir
hönd minna eigin flokksmanna,
heldur og fyrir hönd margra ann-
arra þingmanna og fyrir hönd
yfirgnæfandi meirihluta þjóðar-
innar.
Jafn fráleitt er að lýsa því
yfir að maður vilji ekki með
neinu móti vinna með einhverj-
um stjórnmálaflokki, eins og ef
einhver ætlar að ryðjast til valda
þvert ofan í lög og rétt og vilja
meirihluta þjóðarinnar.
Svarið við slíku er að gera
það sem rétt er, hvernig sem
það fer. Og það er vist að þá
verður ekki gefizt upp við fyrstu
raun. ,
— Reykjavikurbréf
Framh. af bls. 13.
orðum í einni forystugrein Tím-
ans um Magnús:
„Skrif hans, eftir að hann er
hættur störfum hjá félaginu,
benda hins vegar sannarlega til
þess, að Sjálfstæðismenn séu
ekki líklegir til að vera sam-
vinnuhreyfingunni hollir þjón-
ustumenn".
Þarf frekar vitnanna við um,
að þama leggur Tíminn ráðin á
um, að Sjálfstæðismenn skuli
yfirleitt ekki ráða til starfa hjá
kaupfélögum?
Bókaútgefandiim
og Hannibal
Ekki tekur betra við, þegar
Tíminn kemur að vitnisburði
bókaútgefandans á Akureyri. Af
hverju segir Tíminn ekki afdrátt-
arlaust, hvort hið tilvitnaða sam-
tal auglýsingastjóra hans átti sér
stað eða ekki? Það er einföld
staðreynd. Tíminn þorir hvorki
að játa henni né neita, heldur
fer út í innantóman samanburð
við Morgunblaðið. En getur Tím-
inn bent á eitt einasta dæmi hlið-
stæðrar framkomu af hálfu
Morgunblaðsins? Sem betur fer
eru sarfshættir Tímans í þessu
sem flestu öðru einstæðir á ís-
landi.
Þó að Framsóknarmenn hafi
um margt lært hið versta af
kommúnistum, þá hafa þeir í
flestu komizt fram úr þeim ein-
mitt um það, sem miður fer. Það
sýndi hneykslun Þjóðviljans á
þeim Framsóknarsið, að segja að
vegna þess að eitthvað hefði get-
að verið satt, þá væri það satt.
Tíminn telur nóg að hnekkja
þessu með því að segja, að Magn-
ús Kjartansson hafi skrifað það.
Magnús er búinn að vera náinn
samstarfsmaður Framsóknar nú
í 2% ár og veit því vel, hvað þar
gerist og hvernig vinnubrögðin
eru. En er það víst að Magnús
sé höfundurinn? Er ekki hitt allt
eins líklegt, að Hannibal Valdi-
marsson ,sem ekki þekkir Fram-
sókn síður en Magnús og hefur
ekki alltof mikið að gera þessa
dagana, hafi þarna lýst vinum
sínum í Framsókn? Enga at-
hugasemd hefur Hannibal a. m.
k. enn gert við lýsingu Þjóðvilj-
ans og mundi vafalaust vera auð-
velt fyrir Tímann að fá yfirlýs-
ingu hans um það, ef honum
hefði verið neitað um birtingu
slíkrar athugasemdar í Þjóðvilj-
anum.
SANDGERÐI, 24. jan. — f gær
voru 16 bátar héðan á sjó og
fengu alls 104 lestir. Víðir var
aflahæstur með 12 lestir, Pétur
Jónsson annar með 10,7 lestir
og Rafnkell þriðji með 10,6 lestir.
Meðalafli á bát var 4—6 lestir
miðað við óslægðan fisk. — Axel.
Frásögn Mbl. í gær af umræð-
um á Alþingi um efnahagsmál-
in lauk þegar fundarhlé var gef-
ið kl. 11 í fyrrinótt.
Fundi var haldið áfram kl.
11,30 og tók þá fyrstur til máls
Halldór Sigurðsson, þingmaður
Mýramanna. Hann ræddi fyrst
um það, að niðurgreiðslur væru
hættulegar. Til dæmis fælist
hætta í niðurgreiðslu landbúnað-
arafurða. Þegar verðið væri kom-
ið niður fyrir það verð sem bænd
ur fá fyrir þær, þýddi það að
bændur yrðu að drekka sína
mjólk og borða sitt kjöt, fyrir
hærra verð en fólkið í kaup-
stöðunum. ,
Samsæri gegn V-stjórninni
Halldór sagði, að það væri
rangt hjá Bjarna Benediktssyni,
að kalla þetta frumvarp „fyrstu
afborgun af vanskilavíxli V-
stjórnarinnar". Réttara væri að
kalla það „Árangurinn af verka-
lýðsbaráttu Sjálfstæðisflokksins"
Sagði hann að Sjálfstæðismenn,
kommúnistar og Alþýðuflokks-
menn, hefðu gert samsæri gegn
V-stjórninni. Sjálfstæðismenn og
kommúnistar hefðu valdið verð-
bólgunni með því að sprengja
upp kaupgjaldið.
Einnig ræddi Halldór Sigurðs-
son allmikið um það, að lífsaf-
koma fólksins á landinu væri nú
betri en hún hefði verið nokkru
sinni áður, atvinna meiri og al-
menn velmegun. Þetta sagði hann
að væri ávöxturinn af bjargráð-
um V-stjórnarinar s.l. vor.
Næstur talaði Bjarni Benedikts
son og er skýrt frá ræðu hans
apnarsstaðar í blaðinu.
Ræða Lúðvíks Jósefssonar
Að henni lokinni kvaddi sér
hljóðs Lúðvík Jósefsson. Hann
mótmælti þeim ummælum Hall-
dórs, að hækkað kaupgjald, hefði
komið af stað verðbólgunni.
Hækkun þess hefði aðeins kom-
ið í kjölfar verðhækkanna, en
þá hefðu það verið Framsóknar-
menn, sem vildu slíta vísitöluna
úr sambandi.
Frumorsök verðbólgunnar er
önnur, sagði Lúðvík, og það er
þenslan í fjárfestingarmálúnum.
Kvað hann eitt dæmi um slíkt
véra að koma æ skýrar í ljós í
þessum umræðum, en það er út-
hlutun meirihluta V-stjórnarinn-
ar á 63 milljónunum. Verkefnin,
sem þetta fé fer til eru í sjálfu
sér góð, — en það er bara, hvern-
ig þetta fé, sem nú er notað til
fjárfestingar er fengið. Það er
fengið með innflutningssköttum,
sem valda hækkun á verðlaginu,
sem þessu nemur. ,
Við skulum nú taka annað
dæmi. Eins og öllum er kunugt,
væri það mesta hagsmunamál
þjóðarinar að kaupa stóra togara.
V-stjórnin hafi orðið að gefast
upp við þetta baráttumál, af því
að fé vantaði.
En nú eftir útdeilinguna á 63
milljónunum, hefði mönnum dott
ið það í hug, hvort ekki væri
hægt að hækka alla tolla og
skatta í því skyni að kaupa þessi
bráðnauðsynlegu tæki.
Slíkar aðfarir í efnahagsmál-
unum taldi Lúðvík Jósefsson með
öllu óþolandi, að velta fjárfest-
ingar framkvæmdum þannig yfir
í hækkað verð á neyzluvörum.
En auk þess taldi hann að fjár-
festingin væri of mikil á mörgum
sviðum og hægt væri að koma
sparnaði við. Hann taldi að fjár-
veiting til rafvæðingaráætlunar-
innar væri orðin of há. Árið 1956
var hún 8,7 millj. kr. en nú er
hún komin upp í fuilar 50 millj.
kr. á ári.
Sömuleiðis var hann algerlega
á móti því að kcstnaður við lög-
regluhald á Keflavíkurflugvelli
væri 3,7 miilj. kr. í París hefðum
við tvo sendiherra, en mörgum
fyndist að við gætum vel komizt
af með einn þar. Einnig væri
hægt að fækka sendiherrum á
Norðurlöndum, en utanríkisráð-
herra fyrrverandi stjórnar hefði
ekki mátt heyra á það minnzt.
Kvað ræðumaður fle6ta launþega
fremur vilja halda kaupi sínu
óskertu, en því væri ráðstafað í
óþarfagreiðslur.
Eysteinn ber meiri ábyrgö
Lúðvík Jósefsson kvað Eystein
Jónsson hafa sagt, að sósíalistar
bæru meiri ábyrgð á öllum út-
gjöldum ríkisins en nokkrir aðrir.
Þessu væri því til að svara, að
sósíalistar hefðu verið í ríkis-
stjórn rúmlega tvö ár, en hins
vegar hefði Eysteinn Jónsson ver-
ið fjármálaráðherra siðasta ára-
tug og vel það.
Þá sagði Lúðvík, að í þesum
umræðum hefði komið vel fram,
hver væri ágreiningurinn milli
Alþýðubandalagsins og Framsókn
armanna. — Framsóknarmenn
teldu, að hægt væri að leysa allan
vanda með því að lækka allt kaup
gjald í landinu, en Alþýðubanda-
lagsmenn teldu, að höfuðnauðsyn
væri að vernda allt láglaunafólk,
en innheimta í þess stað viðbótar-
fé af þeim, sem safnað hefðu auði.
Meðan Framsóknarmenn væru
inni á þeirri línu, að leysa vand-
ann með einfaldri kauplækkun,
gæti ekki tekizt samstarf milli
þeirra og Alþýðubandalagsins.
Stökkbreytingar í tíð v-stjórnar-
innar
Lúðvík Jósefsson kvað Sjálf-
stæðismenn einnig keppa að
kauplækkun hvað sem kauphækk
unarkröfum frá einstökum aðil-
um á þeirra vegum liði. Það væri
haldlaust fyrir Sjálfstæðismenn,
að ætla að sleppa við ábyrgð með
því að segja að viðskilnaður síð-
ustu stjórnar hefði verið slíkur,
að nú þyrfti að fórna. Þetta væru
staðlausir stafir og sannleikurinn
væri sá, að i tíð vinstri stjórnar-
innar hefði allt tekið stökkbreyt-
ingum fram á við. Þá fór Lúðvík
Jósefsson enn um það nokkrum
orðum, að bætur til sjávarútvegs-
ins væru allt of miklar.
Er Lúðvík Jósefsson hafði lok-
ið máli sínu gerði Eysteinn Jóns-
son, 1. þm. Sunnmýlendinga,
stutta athugassemd og Hannibal
Valdimarsson, 7. þm. R-víkinga
talaði í nokkrar mínútur. Er hann
hafði lokið máli sínu voru ekki
fleiri á mælendaskrá og var
klukkan þá liðlega 2,30 í fyrri-
nótt. Var þá gengið til atkvæða.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar
urðu þau, að niðurfærslufrum-
varpi ríkisstjórnarinnar var vísað
til 2. umræðu með 21 atkvæði
gegn einu og til fjárhagsnefndar
með 26 samhljóða atkvæðum. Gat
forseti deildarinnar þess áður en
hann sleit fundi, að forsætisráð-
herra hefði óskað eftir því, að
fjárhagsnefnd efri deildar ynni
með fjárhagsnefnd neðri deildar-
innar að athugun á frumvarpinu.
AKRANESI, 23. jan. — Vatn
er nú aðeins á þrem bæjum í
Hvitársíðunni. Hafa vatnsból nú
frosið á öllum hinum bæjunum
þar í sveit. — Eykur það senni-
lega á vatnsskortinn, að a.m.k.
framan til í sveitinni, er undir-
staða jarðvegsins holótt og brunn
in hraun. — Vatnslítið er nú einn
ig orðið í ýýmsum bæjum í
Skorradal. — Oddur
I gær áttu hjónln Sigríður Þórarlnsdóttir og Þorkell Þor-
kelsson, Tungu í Sandgerffi, 50 ára hjúskaparafmaelL