Morgunblaðið - 29.01.1959, Blaðsíða 6
6
MORCZJWnLAÐIÐ
jí'immtudagur 29. jan. 1959
'Yiptur ökuleyfi í 2 ár
fyrir að láta aka
óskrásettum bíl
í HÆSTARÉTTI er genginn dóm-
ur í máli er ákæruvaldið höfðaði
gegn Sverri Ósmann Sigurðssyni
í Vestmannaeyjum. Er hér um að
ræða athyglisverðan dóm, m.a.
fyrir það, að Sverrir Ósmann,
sem ákærður var fyrir að hafa
ekið bifreið sinni, sem óskrásett
var, drukkinn. Þetta sakaratriði
sannaðist ekki, en á hinn bóginn
að Sverrir Ósmann hefði fengið
annan mann til þess að aka hin-
um óskrásetta bíl hans. f þessari
ökuferð, sem var mjög stutt, eða
út úr hlöðu við heimili ákærða,
og út á veg sem Dalavegur heitir,
snúið þar við og ekið aftur heim
að hlöðunni. Ekkert slys varð í
þessari ökuför. En i Hæstarétti
var tekið stranglega á þessu laga
broti.
Með sérstöku framhaldsákæru-
skjali var Sverrir Ósmann kærð-
ur fyrir að hafa gert sér áfengis-
sölu að atvinnu. í héraði var
ákærður sakfelldur. En varðandi
ákæruatriðið, út af óskrásetta
bílnum sýknaður.
í forsendum dóms Hæstaréttar,
segir m.a.
Stgðfesta ber þá niðurstöðu
héraðsdómara, að eigi sé nægjan-
lega sannað, að ákærði hafi að
kvöldi 2. maí 1957 ekið óskrá-
settri bifreið sinni, sem áður
hafði einkennisstafina A 898, þótt
hann væri með áhrifum áfengis.
Á hinn bóginn er nægjanlega
leitt í ljós með vætti vitna þeirra,
sem greind eru í héraðsdómi, að
hafi hann ekki sjálfur ekið bif-
reið sinni óskrásettri frá heimili
sínu, Hábæ í Vestmannaeyjum
út á Dalaveg, þá hafi hann látið
vitnið Má Guðmundsson gera
það. Er þetta brot á 14. gr. laga
nr. 23/1941, sbr. nú 11. gr. laga
nr. 26/1958, og varðar ákærða
refsingu samkvæmt 38. gr. laga
nr. 23/1941, sbr. nú 80. gr. laga
nr. 26/1958.
Með skírskotun til raka héraðs-
dóms má fallast á, að eigi sé í
ljós leitt, að ákærði hafi gert sér
áfengissölu að atvinnu. En með
sölu þeirri á áfengi, sem rakin er
í þessum kafla héraðsdóms, hefur
ákærði brotið gegn þeim ákvæð-
um áfengislaga sem í héraðsdómi
greinir.
Refsing ákærða samkv. 38. gr.
laga nr. 23/1941, sbr. nú 80 gr.
laga nr. 26/1958, og samkvæmt 39.
gr. áfengislaga nr. 58/1954, þykir
hæfilega ákveðin kr. 5000,00, og
komi varðhald 30 daga í stað sekt-
arinnar verði hún ekki greidd
innan 4 vikna frá birtingu dóms
þessa. Ákvæði héraðsdóms um
upptöku ólöglegs ágóða ber að
staðfesta (2000 krónur). Svo ber
og samkvæmt 39. gr. laga nr.
23/1941, sbr. nú 81 gr. laga nr.
26/1958, að svipta ákærða leyfi til
að aka bifreið 2 ár frá birtingu
dóms þessa að telja.
Ákvæði héraðsdóms um
greiðslu sakarkostnaðar ber að
staðfesta. Ákærði greiði allan
kostnað af áfrýjun málsins.
Vopnaviðskipti
i Jerúsalem
JERÚSALIJJÆ, 26. jan. — fsra-
elskur herm*ður féll í dag, er til
vopnaviðskipta kom á mörkum
hins ísraelska og jórdanska hluta
Jerúsalem. Stóðu þessi vopnavið-
skipti í eina klukkustund — og
lauk ekki fyrr en gæzlumenn S.
Þ. komu á vettvang og skökkuðu
leikinn. ísraelsmenn staðhæfa, að
að hermaður þeirra hafi verið
staddur ísraelsmegin markalín-
unnar, þegar Jórdaníumenn
skutu hann, sn hinir síðarnefndu
segja, að hann hafi verið á hlut-
lausa svæðinu, sem enginn vopn-
aður hermaðuc má stíga inn á.
nærri búinn að aka á bílinn við
hliðina á okkur“, og frá bakborðg
varðstöðinni fékk ég að vita að
ég hefði næstum því ekið á bíl
þeim megin, og loks fylgdi aðvör-
un frá þeirri sem horfði aftur
fyrir okkur, sem sagði að ég
mætti ekki bramsa, því bill væri
um það bil meters fjarlægð. Ég
gæti lýst mik.u fleiru af þessu
tagi, en læt þetta nægja.“
Skírteini fyrir
„aftursætisbílstjóra“.
LOKS fylgdi grínmynd af öku-
skírtéini fyrir þessa svoköll-
uðu aftursætisbílstjóra, sem
klippt hafði verið út úr ensku
blaði, og var skírteini þetta gefið
út á „Leiðindaskrifstofu í Tauga-
veiklunaramti". Það byrjaði svo:
„Leyfi fyrir aftursætisbílstjóra.
AFTURSCTÍS-
ökulevfí
Tr
Ökumaður verður að hafa þetta
skírteini á sér, en halda sér sam-
an að öðrum kosti meðan bíllinn
er á hreyfingu. „Síðan kom nafn
og heimilisfang viðkomandi, út-
gáfudagur, númer og stimplar og
lokaorðin eru svo þessi: „Hér með
vottast að ofannefndur leyfishafi,
hefur gengið undir og staðist öll
próf um taugaveiklun og hefur
því leyfi til að fara í taugarnar á
ökumanni farartækisins, vera
honum til leiðinda, finna að við
hann og trufla hann ,á annan
hátt“. Undirskriftin var „Deild
algerðrar ringulreiðar.“
Bílstjórinn í aftursætinu
FYRIR skömmu sendi maður
nokkur Velvakanda bréf, þar
sem hann kvartaði undan ákveð-
inni tegund af bílstjórum, ekki
vöru-, fólks- eða strætisvagnabíl-
stjórum, heldur annarri og mér
er næst að halda miklu fjölmenn-
ari stétt bílstjóra, sem hann kall-
aði aftursætisbílstjóra. Allir
þurfa bílstjórar próf, nema þeir
síðastnefndu, skrifar hann í grein
sinni og svo telur hann tvö dæmi
um viðskipti sín og slíkra bíl-
stjóra:
próf,, en þó sér sú sem situr við
hliðina á honum alltaf betur.
Með 80% fleiri augu en
venjulegir bílstjórar
NÚ langaði förunaut minn til að
bregða sér til London, og auð
vitað tókum við bílinn með. Þeg-
ar þangað var komið, hittum við
þrjár kunningjakonur og var
þeim auðvitað boðið í ökuferð.
Var nú haldið af stað eftir götum
stórborgarinnar. En þá kom í ljós,
að auk mín voru í bílnum fjórir
aukabílstjórar, einn við hlið
mína, annar sem fylgist með öllu
á stjórnborða, þriðji aðgætti aJ 11
á bakborða og sá fjórði lá á
hnjánum í miðsætinu og horfði
út um afturrúðuna, svo ekkert
færi fram hjá okkur sem þar gerð
ist. Hugsaðu þér nú, kæri lesandi,
hvað þessi bíll var vel mannaður
og hvað sjóndeildarhringur okkar
var víður. Við höfðum alls 10
augu, 80% fram yfir það sem
venjulegir bifreiðastjórar hafa.
Á leiðinni út í bílinn hafði ein
nýkomria frúin orð á því, að
þarna og í Svíþjóð væri hægri
handar akstur, svo að betra væri
að fara varlega. Nú var stigið á
benzínið og ekið vinstra megín
á götunni. Sagði þá stjórnborðs-
bílstjórinn að við værum öfugu
megin á götunni. Skömmu seinna
þurftum við að stanza við rautt
umferðarljós, aftan við tvo bíia,
og þegar græna ljósið kom, voru
komnir bílar á vinstri hönd og
aðrir tveir á hægri hönd. Þá
sagði sessunautur minn: „Farðu
ekki svona nærri þessum fyrir
framan okkur, þú ekur alltof
hratt" Sú á stjórnborða hrópaði
upp yfir sig um leið: „Þú varst
Vidbúið að Danir hefji bíla-
framleiðslu innan tíðar
ÞEGAR konan mín hljóp frá mér
með öðrum manni giftist ég bíln-
um, sagði danskur þúsundþjala-
smiður, þegar hann sýndi dönsk-
um fréttamönnum nýjasta smíð-
isgripinn sinn á dögunum. Enda
þótt Daninn heiti þessu ósköp
venjulega nafni „Jens Nielsen",
þá er hann enginn venjulegur
Jens, því að hann er nú að hefja
bílaframleiðslu — og það hefur
enginn danskur Jens gert fyrr.
Um nokkurra ára skeið fram-
leiddi Jens litlar skellinöðrur,
framleiðendurnir vildu því síður
en svo styðja Jens — og hann
var rekinn úr einni verksmiðj-
unni af annarri.
• ★ L
En dag nokkurt þóttist hann
hafa séð nóg — og fór heim.
Hann hlaut fjárhagslegan stuðn-
ing ýmsra góðra manna svo og
styrk frá ríkinu — og nú hefur
hann smíðað tvær gerðir smá-
bíla. Báðir eru þeir tveggja sæta,
með loftkældan hreyfil, léttir, en
sparneytnir og sterkir.
Jens hefur nú ekið 60,000 km.
ara að finna fyrir þá stæði en
aðra bíla.
Annars segir Jens, að menn
þurfti ekkert að óttast umferðar-
hnútana séu þeir á Danilo. Menn
geti tekið hann á bakið og farið
hvert á land sem er, en auðvitað
tekur hann það jafnframt fram,
að ferðin verði fljótari og þægi-
legri með því að láta Danilo bera
sig en að bera Danilo.
• ★ •
Á meðfylgjandi mynd sjáið
þið, að það er raunverulega hægt
að taka Danilo á bakið — og á
hinni myndinni sjáið þið Jens
Nielsen í Danilo við hliðina á
strætisvagni. Og munurinn er
raunverulega sá, að Jens gæti
haldið Danilo jafnhátt á lofti og
hattinum sínum, en strætisvagns
stjórinn kæmi sínum vagni aldrei
svo hátt, enda er hann sennilega
ekki giftur strætisvagninum.
sem seldust vel í Danmörku. Svo
íékk hann áhuga á bílum og lagði
land undir fót. Hann fór til
Þýzkalands og réðist þar til starfa
í einni bílaverksmiðjunni á fæt-
ur annarri. En honum var alltaf
sagt upp, þegar það vitnaðist að
hann var aðeins í vinnunni til
þess að kynna sér framleiðslu
bíla. Hann vann eins og hestur,
en Þjóðverjunum var samt ekk-
ert um hann gefið. Þeir hafa
góða markaði í Danmörku og all-
ar tilraunir Dana til þess að hefja
bílaframleiðslu hafa hingað til
farið út um þúfur. Þýzku bíla-
í öðrum þeirra, sem hann kallar
Danilo, og hefur bíllinn reynzt
mjög vel. Nú er Jens að undir-
búa framleiðslu Danilo, honum
hefur boðizt fjármagn til að hefja
byggingu verksmiðjunnar — og
Danir eru nú farnir að halda, að
dönsk bílaframleiðsla verði loks-
ins að veruleika.
• ★ •
Mikil eftirspurn er eftir litlum
bílum sem þessum bæði í Dan-
mörku og öðrum Evrópulöndum.
Þeir eru ódýrir og handhægir,
smjúga vel í umferðarþröng stór-
borgarinnar — og oftast er hæg-
— Fyrir hér um bil 4 mánuð-
um kom ég akandi í bíl neðan
frá Höfn og sat kona við hliðina
á mér. Við ókum fram hjá Hreyfli
og Söluturninum, sveigðum ör-
lítið til vinstri inn á Hverfisgöt-
una, fram hjá steininum á hægri
hönd og beygðum svo niður á
Lækjartorg, en þá stöðvaði lög-
regluþjónn bílinn. Þegar aftur
var ekið af stað, sagði konan við
hliðina á mér: „Nú hefurðu farið
öfugu megin við steininn", (en
lögregluþjónninn hafði aðeins
verið að gera mér aðvart um að
ekki logaði á vinstra ljósinu), og
þegar komið var að næsta horni,
bætti hún við: „Þú mátt ekki
beygja til hægn“ og svo „Nú er
rautt ljós“. Næstu orð hennar
voru: „Hvað þú fórst nærri þess-
um bíl, Gættu þín, það er bíll að
koma niður Amtmannsstíg. Alveg
er ég undrandi á þér að aka svona
nærri Hafnarfjarðar-vagninum,
það var þó nóg rúm á götunni.
Þarna kemur bíll yfir Tjarnar-
brúna“. Svona héldum við áfram
ferðinni. Mér var sagt frá öllum
bílum, sem komu í augsýn. Sá
sem situr undir stýrinu hefur bíl-
skrifar úr
daglegq íífinu