Morgunblaðið - 29.01.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1959, Blaðsíða 8
MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. jan. 1959 Gunnar Bjarnason: Hestamannarabb III. Samskipti manns og hests HVERJUM manni er nokkur hestamennska í blóð borin, hann hlýtur yndi af hestum, er hann kynnist þeim, og sá, sem kemur góðhesti á bak, kennir sérstaks unaðar, sem önnur skemmtun getur ekki veitt. Íslenzk hestamennska felur í sér sérstakt listfengi, sem hefur með arfbundnum hætti fylgt þjóðstofni og hestakyni úr germ- anskri forneskju. Hins vegar er hestamennska vor óhefluð og „ó- skóluð“, en úr því mun verða bætt á komandi tímum. Hér á eftir tek ég til meðferð- ar nokkur atriði, sem hver hesta maður þarf að vita og nota í íþrótt sinni: 1. Skynjun hestsins Til að geta skilið hestinn til hlítar, þarf temjarinn að þekkja skynjun hans, sem er þannig: a. Hesturinn hefur mun stærra sjónhorn en maðurinn, og hann er nærsýnni. Sumum hestum birtist mynd hlutanna skyndi- lega, og verður þeim þá brugð- ið. Er þetta ættgengur ókostur og kallast sjónhræðsla. Af þessu er ljóst, að mikill mun- ur er á sjónskynjun manna og hesta. b. Hesturinn heyrir miklmm mun betur en menn. Stundum veld- ur það misskilningi milli manns og hests. c. Hesturinn hefur næma þef- skynjun og mikið bragðnæmi. d. Hesturinn er talinn hafa gott minni en takmarkaða skiln- ingsgáfu. Hann er tiltölulega kjarklítið dýr. Hestamaðurinn þarf sífellt að hafa það í huga, að mögu- leikar á að kenna hesti hlýðni, störf eða listir, byggjast aðallega á eftirtöldum eiginleik- um hans: góðu minni, lítilli rök- hyggju og öryggisleysi gagnvart Mmhverfinu. Kennslan byggist á endurtekningu á einföldum atrið- um, taka frá hestinum ótta og færa honum öryggi. Ailt dekur skal vera með gát. 2. Sjálfstamning hestamannsins. Eigin tamning og sjálfsögun að verulegu marki er nauðsyn hesta manni. Hann verður að þroska með sér eftirtalda eðlisþætti og mannkosti: skapstillingu, þolin- mæði, kjark, ákveðna framkomu og föst handtök, skilning, fljóta og rökvísa hugsun og síðast en ekki sízt: samúð með hestinum og kærleika til hans. Það er hrein undantekning, ef hestamanni leyfist að beita hest refsingu. Svipa á að skoðast sem mildur hvatningasproti en ekki sem barefli. Leiðin er að finna hæfar aðferðir við hvern hest, og láta hann skilja vilja mannsins með rökvísum og rækilega end- urteknum aðferðum. 3. Frumtamning hests Best er að framkvæma frum- tamningu hests á húsi að vetrin- um eða á vorin. Fyrst er hesturinn bundinn á traustan bás með rólegum að- ferðum. Sé tryppið styggt og villt, skal dag hvern ganga til þess og eyða nokkrum tíma í að bursta það og strjúka. Snerta skal það hátt og lágt með föstum handtökum én forðist fitlandi snertingu, sem veldur kitlum. Strjúka skal með þéttum tök- um niður fætur og halda svo fast að hönd losni ekki, þótt hestur- inn sparki. Ekki skal fara með hendur niður fyrir hækil fyrr en hestinum er orðið sama um, hvernig maðurinn strýkur lærin og klofið. Hesturinn má aldrei losa hönd mannsins. Ef það tekst, magnast hann í ólátum sínum, sem frá hans sjónarmiði er eins konar frelsisbarátta. Sé vel og rétt farið að hesti, hættir hann á fáum dögum mótþróa við temj- arann, en í þess stað fer hann að hafa gaman af þessum nýja félaga og leiknum við hann. Þegar hesturinn er orðinn ótta- laus og rólegur, má fara að beizla hann. Skal það endurtekið oft með rólegum tökum. bás í nokkra daga, áður en farið er að ríða honum úti. Hesturinn þarf að læra að bera byrðina, og ef farið er ógætilega á bak ó- tömdum hesti, getur bakið svign að um of og valdið hestinum sárs- auka. Slíkt er algeng orsök þess, að hestar reyna að kasta mann- inum af baki. Sjaldan er ástæða til að taka áhættu við tamningu hesta. „Of- urhugar" gera það stundum af barnaskap, en sjaldan af skyn- samlegri ástæðu. Markmiðið með tamningunni er að skapa ó- skemmdan góðhest og skal haga sér samkvæmt því, beita gjör- hygli, varkárni og réttum vinnu- brögðum. Samtímis þessari frumtamn- ingu hests á húsi skal teyma hann út, helzt daglega. Skal þá kenna honum að ganga og hlaupa við báðar hliðar mannsins jafnt og beita við það lagni og lempni, en stympast ekki. Hestar eru í þessum efnum mjög misnæmir og misjafnlega sérlundaðir. Mola- laun geta oft hjálpað vel við þessa kennslu. Rétt taumþjálfun er veigamik- ið atriði tamningar. Beztu beizl- ismélin, að minnsta kosti við tamningu, eru sver gúmmél eða Þrátt fyrir frumtamningu á stangarmélum hefur fjörhestur- inn, LÓTI FRÁ SKUGGARJÖRGUM, tekið mjúkan hita gúm- mélanna og fengið hnakkabeygju og höfuðburð þess hests, sem hlýðir næmu og mildu taumhaldi. aðstoðarmenn ,sem halda í taum hestsins í fyrsta skiptið og teyma af stað fyrsta spölinn. Þá kemur Jarpur frá Víðidalstungu stekkur yfir hindrun. Þannig skulu menn sitja hesta, er þeim er hleypt yfir hindranir eða skurði. Hér má það finna að haumhaldi, að í stökkinu hefur stríkkað um of á taumi, svo að bitarnir lenda á milli jaxla. Næst skal fara að leggja hnakk á hestinn á básnum og setjast á hann berbakt með rólegum til- burðum. Mikilvægt er að þjálfa og styrkja hak hestsins inni á fsienzk áseta á tölthesti og rétt taumhald við stangarmél sver járn-hringamél með egg- endum (eggendamél). Byrja skal á að standa við hlið hestsins, taka tauma og halda þeim ofan við miðjar síður. Með mjúku átaki er reynt að fá hestinn til að japla á mélunum og veita mjúkt við- nám. Þegar hesturinn veitir við- námið, er sagt að hann „taki bit- ann“. Þá má setjast á bak hest- inum, þar sem hann er bundinn á básnum, halda taumunum niðri við bakið og kenna honum að skilja hið milda taumhald og sveigja hálsinn rólega til hægri og vinstri. Atakið á taumnum skal vera hornrétt á stefnu kjálk- ans. Þeir ,sem halda höndum of hátt, draga bitana inn á milli jaxla. Það þykir hestinum óþægi- legt, og auk þess er sú ranga átaksstefna á tauma leið til að gera hesta taumstífa. Síðasti þáttur frumtamningar er að kenna hestinum að standa kyrrum, þegar farið er á bak í frjálsræði úti. Þegar þetta hefur verið æft nokkrum sinnum í ör- yggi á bás, taka hestar þessu að jafnaði vel og með stillingu úti. Ef temjari er ekki fullkomlega öruggur, er rétt að hafa 1 eða 2 fljótt í ljós, hvort hesturinn býr yfir undirhyggju og hrekkjum, eða hvort hann hefur gefið sig manninum á vald, námfús og hlýðinn. Oft vilja hestar hreyfa sig af stað, þegar maðurinn er hálfsetztur í hnakkinn. Þennan ósið þarf að venja strax af þeim og kenna þeim að standa graf- kyrrum í nokkrar sekúndiur eft- ir að maðurinn er setztur í hnakk og hefur náð ístöðum. Þessu at- riði gleyma íslenzkir temjarar of oft. 4. Áseta og taumhald Rétt áseta á fetgangi og tölti er þannig: Menn sitji beinir en óþvingaðir í baki með olnboga þétt að síðum. Lengd ístaðsóla sé þannig, að fætur séu lítið bogn ir um hné og knapinn lyftist vel úr hnakknum, þegar hann stend- ur í ístöðum. Stefna fóta getur verið breytileg, en bezt fer á, að breyta sem minnst frá eðlilegri stefnu ístaðsóla, þó hæfir tölt- hreyfingu að rétta nokkuð úr hnjám. Á brokki er ásetunni breytt frá fetgangsásetu á þann hátt, að knapinn sveigir bakið nokkuð og situr beinn. Með hreyfingu í hnakkanum (lyftingu) beitir temjarinn áhrifum sínum til að móta brokkið, auka svif þess og lengd. Á skeiði er ásetu oftast breytt þannig, að knapinn hallar sér nokkuð aftur, beinn í baki. f þessum efnum virðast hestamenn þó hafa hver sitt lagið. Á stökki og í hindrunarhlaupi er haft styttra í ístöðum en hér að framan er sagt. Skulu ístöð þá ekki ná niður fyrir brjóst hestsins. Sérstaklega er mikil- vægt að gæta þessa, er hestum er hleypt á hindranir, því að ann- ars gæti knapinn fengið högg á fætur sína. Á stökki halla menn sér fram, fjaðra í ístöðum og fylgja hreyf- ingum hestsins vel eftir. Þegar hestur stekkur yfir hindrun, lyft- ir knapinn sér í hnakknum um leið og hesturinn lyftir sér til stökksins, og mikilvægt er að gæta þess, að rétta sig ekki við, fyrr en hesturinn hefur fullkom- lega lokið stökkinu. Menn styðja höndum við miðjan háls hestsins, uppi undir faxinu og halda oln- bogum aðklemmdum. Taumhald fer að nokkru leyti eftir því, hvaða beizlisútbúnaður er notaður. Um er að ræða; málmhringjamél með eða án egg- enda, gúmmhringjamél og ís- lenzkt stangarmél með keðju. öll mélin eru nothæf, en mestur er vandi að nota stangarmél og auð veldast er að skemma hesta með þeim, en oft ná menn sama ár- angri með hringamélum, ef rétt er með þau farið og þaiu notuð frá byrjun. Þegar hringamél eru notuð, skal halda taumnum niðri við hnakknef. Hafa skal hendur þann ig, að hnefar viti saman með 2—3 þverhanda millibili. Annað meg- inatriði við taumhald byggist á því að hafa taumana nógu þjála og lipra, leðurtaiuma eða borða- tauma, og eru þeir síðarnefndu jafnvel betri. Kaðaltaumar eða fléttaðir nylon-taumar eru fyrir tröllahendur, sem hvorki beita mýkt eða næmi við taumþjálfun. Taumurinn er tekinn inn í hend- ina mim litlafingurs og baug- fingurs, en haldið stöðugum með þumalfingri og vísifingri. Taumótakið skal vera hornrétt á stefnu kjálkans. Bitarnir nema við mjúkt og viðkvæmt hold hans, á bilihu milli framtanna og jaxla. Mjóir járnbitar og hörð handtök særa kjálkana og við hvers konar vanlíðan verður hesturinn miður sín, vondur eða hann bugast. Þeir, sem ríða við stangarmél og keðju, lyfta hönd- unum, er þeir taka í taum, en með hringamélum verður átakið að kvið knapans, og notast við það allt aðrir vöðvar. Þessi mis- Framl- á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.