Morgunblaðið - 29.01.1959, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. jan. 1959
MORCUNBLAÐIÐ
9
Guðmundur Jónsson
hreppstjóri frá Valbjamarvöllmn
„Allir þekkja hinn þunga hljóm —
en þó veit enginn hans leyndardóm“
Á ÖÐRUM degi þessa nýbyrjaða
árs barst okkur, eins og oft áður,
hinn þungi hljómur dauðans.
Mætur maður og hugljúfur var
frá okkur farinn. Við áttum ekki
framar að sjá hann, mæta brosi
hans, þrýsta hönd hans, vera með
bonum í söng og músík. Allt
heyrði þetta fortíðinni til. —
Mér býr því í huga söknuður og
eftirsjá, er ég minnist Guðmund-
ar Jónssonar vinar míns, hans,
sem var hvorttveggja: mannkosta
maður og hæfileikamaður. Og
iengi hafa leiðir okkar saman
legið í kirkjulegu starfi, þar sem
hann hefur fram lagt sinn ómet-
anlega skerf af mikilli prýði og
frábærri skyldurækni.
Guðmundur kom mér strax
fyrir sjónir sem maður mildi,
drengskapar og glaðlyndis að
strá blómum velvildar og hjarta-
hlýju í kringum sig. Og sannar-
lega reyndist hann mér svo —
sannarlega reyndist hann svo
vinunum sinum mörgu.
Á liðnum árum hefi ég alltaf
beðið komu Guðmundar með eft-
irvæntingu og innilega glaðst að
sjá hann, reiðubúinn til ljúfra
skyldustarfa. Hann var organ-
leikari í Stafholtskirkju um ára-
tugi, spilaði þar fyrst við hjóna-
vígslu sem 11 ára drengur. Oft
sinnis spilaði hann og í Borgar-
kirkju og um skeið í Hvanneyrar-
kirkju, auk þess annaðist hann
fyrrmeir gjarnan undirleik á
samkomum og var æ hinn mesti
auðfúsgestur á góðra vina fund-
um.
Jóladagurinn nú, hinn blessaði
og yndislegi, varð síðasti dagur
Guðmundar í Stafholtskirkju. Og
gleðiefni er það okkur — fyrst
svona varð að fara — að við
skyldum þó fá að eiga með hon-
um indæla stund, þegar jólasálm-
arnir hljómuðu í helgum friði
hinnar ljósum prýddu kirkju. En
þegar út kom, roðaði bjarmi vest
ur, loftið og kyrrðin, friðurinn
og fegurðin umlukti allt örmum
sínum. Þessi var hinzta kveðja
Stafholts til Guðmundar frá Val
bjarnarvöllum, en Stafholts-
kirkja var honum mjög kær og
áhugi hans brennandi, að söng-
málum hennar yrði sem bezt borg
ið — og endurgjaldslaust vann
hann sitt ómetanlega starf fyrir
kirkjuna. Þakkir okkar til hans
við leiðarlok eru því miklar og
góðar.
Á nýársdag 1896, e» þá var
Guðmundur aðeins 11 ára gamall,
búast þau Valbjarnarvallahjón,
Jón Guðmundsson hreppstjóri og
Sesselja Jónsdóttir kona hans í
ferð með syni sínum. Á skafla-
járnuðum gæðingum skyldi leið
leggja að Síðumúla — til Runólfs
Þórðarsonar, en hjá honum átti
Guðmundur að læra orgelspil til
viðbótar því, er hann hafði lært
hjá föður sínum heima. Dvaldist
Guðmundur 1 Síðumúla um 9
vikna skeið og tók undraverðum
framförum, svo sem vænta mátti.
Skömmu áður en Guðmundur fór
heim bar svo við, að sr. Magnús
Andrésson á Gilsbakka kom til
messugerðar í Síðumúla. Kirkju-
organistinn, Rúnólfur Þórðarson,
var ekki heima, en Helga hús-
freyja tjáði prófasti, að á heimil-
inu væri ungur sveinn, er leysa
myndi vandann. Varð það að ráði,
að Guðmundur Jónsson, 11 ára
að aldri, spilaði við guðsþjónustu
hjá héraðshöfðingjanum sr.
Magnúsi Andréssyni og tókst með
ágætum, sem sjá má af því, að
eftir messu ávarpaði prófastur
Guðmund og lauk lofsorði á
frammistöðu hans. Þetta mun
vera upphafið á hinum rúmlega
60 ára langa söngmálastarfi Guð-
mundar frá Valbjarnarvöllum.
Hann var gæddur músíkgáfu í
ríkum mæli, svo sem hann átti
kyn til — og fann djúpa og sanna
gleði í heimi tónanna.------
Margt rifjast upp, þegar vegir
skilja. — Það er sunnudagur í
skammdeginu — messað hefur
verið í Stafholti og við Guðmund-
ur tökum hesta okkar og ríðum
léttan yfir Norðurá og vestur í
Borgarhrepp. Þar heimsækjum
við allmarga bæi og hljótum hin-
ar elskulegustu mótt. í svarta-
myrkri síðkyöldsins komum
við loks að Valbjarnarvöllum og
þar var mér gisting búin. Þetta
voru mín fyrstu kynni af heimili
og sambúð þeirra hjónanna, Guð-
mundar og hans ágætu konu, frú
Þórunnar Jónsdóttur frá Galtar-
felli.
Ég man enn innileikann, birt-
una, hlýjuna og glaðværðina, sem
svo sannarlega skipaði öndvegið
innan þessarar fámennu fjöl-
skyldu. Ég átti líka eftir að sann-
færast betur um hið nána og
elskulega samband, sem var á
milli þessara góðu hjóna — frá
því fyrsta til hins síðasta. Saman
stóðu þau á gleðistundum — sam-
an stóðu þau á sorga og örðug-
leikastundum. Vökul var ætíð
kærleikshyggja Þórunnar, en þó
aldrei meir en hin síðari árin, er
heilsu Guðmundar tók mjög að
hnigna. Var það þeim hjónum
þakkarefni mikið að fá að njóta
góðvistar og elskusemi á heimili
dóttur og tengdasonar í Einars-
nesi:
Tvö voru börn þeirra Þórunnar
og Guðmundar, Sigríður, gift Sig-
þóri Þórarinssyni, hreppstjóra í
Einarsnesi, og Jón Agnar, er and-
aðist 1944 í blóma lífsins. Hafði
hann átt við heilsuleysi að striða
á uppvaxtarárum.
Guðmundur bjó á Valbjarnar-
völlum frá 1915—1941. Oddvita-
störfum gegndi hann í 8 ár og var
hreppstjóri Borgarhrepps frá 1932
og allt fram á s.l. ár, sóknarnefnd
armaður Stafholtssóknar, eftir-
litsmaður söngmála í Mýrarpróf-
astsdæmi. öll störf sín rækti Guð
mundur með ágætum — af skyldu
rækni og samvizkusemi og fór að
öllu með háttvísi og lipurð. Hann
var ágætlega gefinn, skrifstofu-
maður góður, með fagra rithönd
og vandaði skýrslur og frágang
allan, svo að til fyrirmyndar var.
Hagmæltur var Guðmundur, þótt
lítt á bæri, aðdáandi og unnandi
alls, sem var listrænt og fagurt.
Greiðvikinn, góður og gegn dreng
skaparmaður, gestrisinn mjög og
þau hjón bæði. Miklar voru vin-
sældir hans og þeirra hjóna, svo
sem sjá mátti og finna í samsæti
því, er sveitungar hans héidu
honum til heiðurs og þakkar á
merkisafmæli hans fyrir rúmum
þrem árum. Þar var fallega
minnst ánægju og gleðistundanna
mörgu, sem Guðmundur um langt
skeið hafði flutt inn á heimili
samferðamanna með músík sinni,
góðvild sinni og góðum áhrifum.
— Mikill og fjölmennur var og
sá hópur manna er heiðra vildi
minningu Guðmundar með því að
vera við útför hans, en hún var
gerð frá Stafholti, laugardaginn
10. þ.m. — Með fráfalli Guðmund
ar frá Valbjarnarvöllum er blaði
flett í sögu söngmálanna hér í
þessum byggðarlögum. Sárt sakn-
ar nú Stafholtskirkja og söfnuður
og kirkjukór þessa listfengna
manns og óþreytandi áhuga hans.
Ég flyt honum miklar og góðar
þakkir frá okkur öllum.
Hánn hefur veitt okkur svo
margar stundir yndis og uppbygg
ingar. Fyrir það árnum við hon-
um blessunar og velfarnaðar.
Hann var okkur mikils virði —
hann var ckkur svo kær. Þess
vegna er heiðríkja um minningu
hans.
Bergur Björnsson.
INDLAND SETUR NÝ
IIÖFUNDALÖG
HINN 21. okt. 1958 staðfesti Ind-
land aðild sína að Bernarsam-
bandinu varðandi höfundarétt, —
eftir að ný höfundalög höfðu
áður verið sett.
Albert Camus, franski rithöfundurinn, sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1957, hefur nú lokið
við að semja leikrit upp úr hinni frægu skáldsögu Dostojevskís „Ilinir djöfulóðu“, sem verð-
ur sýnt í Theatre Antoine í París. Hinn þekkti leikari Pierre Blachar kemur nú fram á ný eftir
margra ára hlé og fer með hlutverk Verkóvenskís. Myndin er tekin í hléi á einni æfingunni
og sýnir frá vinstri: Pierre Blanchar, Tania Balachova, sem leikur Varvöru Petróvu Stavro-
gínu og Albert Camus.
Onassis leifar nú eftir sam-
vinnu v/ð SAS og Swissair
SKANDINAVISKA flugsamsteyp
an SAS gerði í vetur víðtækan
samstarfssamning við svissneska
flugfélagið SWISSAIR og hyggj-
ast flugfélögin bæta þannig að-
stöðu sína í hinni hörðu sam-
keppni stóru flugfélaganna á
hinni upprennandi þotuöld. Nýju
þoturnar eru geysilega dýrar og
töldu forráðamenn beggja félag-
ann sig ekki getað fest kaup á
jafnmörgum þotum og nauðsyn
bar til. En samkvæmt samningi
flugfélaganna mun hvort um sig
nota jöfnun höndum þotur beggja
félaganna á sumum flugleið-
um. Er þar um að ræða mjög
aukna nýtingu þotanna svo og
aukinn spamað. í rekstri. Jafn-
framt mun viðhöfð g'agnkvæm
samvinna um viðhald þotanna.
En nú hefur heyrzt, að fleiri
hafi áhuga á samvinnu þessari.
Og það er enginn annar en
Onassis, sem mjög hefur nú í
huga að færa út kvíarnar á loft-
leiðum ekki síður en sjóleiðum.
Flugfélag það, sem Onassis á hlut
að og stofnað var árið 1957 hefur
eflzt mjög á þessum stutta tíma.
Olympic Airways, eins og það
heitir , á nú 14 DC-3 flugv’élar,
Skymaster flugvélar og átti um
áramótin að fá 3 flugvélar af
gerðinni DC-6b. Auk þess á félag-
ið tvær þotur af gerðinni DC-8 í
pöntun. Þessar þotur eru aðal-
iega ætlaðar til langflugs, en
flugleiðir félagsins eru flestar
það stuttar, að minni þotur hæfðu
betur. A.m.k. koma DC-8 þoturn
ar félaginu ekki að fullum not-
um.
Helztu flugleiðir Olympic Air-
ways eru milli Aþenu og ýmissa
borga í V-Evrópu svo og landa
Onassis
fyrir botni Miðjarðarhafsins.
Minni þotur, eins og Caravelle
hin franska, munu hæfa þessum
flugleiðum betur — og það er
m.a. einn meginþáttur í samvinnu
SAS og "Swissair, að hið síðar-
nefnda fær afnot af hinum fjöl-
mörgu Caravelle-þotum SAS á
Evrópuflugleiðum, en SAS mun
hins vegar njóta hinna stóru þota
SWISSAIR að eínhverju í At-
lantshafsfluginu.
Talið er, að fyrir Onassis vaki
hið sama og varð til þess að sviss
neska félagið leitaði eftir sam-
vinnu við SAS. Enn munu um-
ræður um málið vera á byrjunar-
stigi, en ef til „þríveldasamvinnu"
kemur er ekki ólíklegt talið, að
fleiri flugfélög, þá aðallega þau
minni, verði sum hver neydd til
þess að leita samvinnu sín á
milli, ef þau eiga ekki að verða
alveg undir í samkeppninni.
Heildarafli
Bíldudalsbáta
BÍLDUDAL, 24. jan. — Heildar-
afli bátanna, sem af er þessari
vertíð, hefur verið sem hér segir:
Geysir með rúmlega 71 lest í 13
róðrum, Hannes Andrésson með
rúmlega 70,5 lestir í 12 róðrum
og Sigurður Stefánsson með 34
lestir í 7 róðrum.
Rækjuveiði hófst hér á nýjan
leik fyrir hálfum mánuði og hef-
ur gengið sæmilega. Hafði rækju
veiðin legið niðri um skeið vegna
ósamkomulags um kjör þeirra,
sem skelfletta rækjuna.
Gæftir hafa verið sæmilegar,
j' en í nótt sneru bátarnir við vegna
veðurs. Veðrið er mjög slæmt I
dag, hvassviðri og rigning eða
| slydda. Mjög mikili ís hefur verið
\ á höfninni undanfarið, en hann
! hefur nú rekið á haf út.
Þorrablót verður haldið hér i
kvöld á vegum Slysavarnadeild-
arinnar. Á borðum verður hangi-
kjöt, hákarl og annar íslenzkur
matur. —Hannes.
Norræni Sumarhá-
skólinn í Hilleröd
Þota DC-8.
NORRÆNI Sumarháskólinn verS
ur haldinn í Hilleröd í Danmörku
næsta sumar. Verður það fyrri
hluta ágústmánaðar, og stendur
skólinn í 10 daga. Námskeið til
undirbúnings þátttöku í skólan-
um hefst að venju í byrjun febrú-
armánaðar hér í Háskólanum. —
Viðfangsefni Sumarháskólans aS
þessu sinni ber heitið: Þekking,
mat og val.
Þeir sem hafa áhuga á því aS
taka þátt í undirbúningsnámskeið
inu, eru beðnir að snúa sér til
Ólafs Björnssonar, prófessors, eða
Sveins Ásgeirssonar, hagfræðings,
fyrir 5 .febrúar næstkomandi, en
þeir munu gefa allar nánari upp-
lýsingar.