Morgunblaðið - 29.01.1959, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 29. jan. 1959
MORGUNBLAÐIÐ
13
Tyggigúmmí (1) er skaðlegast fyrir tennurnar. Helmingi skaðlegra en brauð, súkkulaði, kara-
mellur og kökur (2, 3, 4). Kartöflur (5) er sú kdlvetnaauðug fœðutegund sem skaðar tenn-
urnar sizt.
T annskemmdsr
í DANSKA blaðinu „Politiken"
var nýlega sagt frá því að tann-
skemmdir hafa farið mjög í vöxt
meðal dönsku þjóðarinnar á ár-
unum eftir síðari heimsstyrjöld-
ina, eða hafa aukizt um 40—50%
Tannlæknafélagið danska hefur
því í samvinnu við lækna og heil-
brigðisráð ákveðið að hefja alls-
herjar sókn gegn tannskemmd-
um og veita almenningi upplýs-
ingar um, hvað það er í fæðunni
sem er aðalorsökin til tann-
skemmda.
Allar húsmæður eiga að fá
vitneskju um nýjustu niðurstöður
af rannsóknum á tannskemmd-
um.
Sennilegt er að ástandið í því
máli sé svipað hér og í Danmörku
og er því ekki úr vegi að kynnast
niðurstöðum af nýjustu rann-
sóknum.
P. C. Pedersen, prófessor við
danska tannlæknaháskólann seg-
ir:
„Fyrir stríð var fyrsti jaxlinn í
börnum í fyrsta bekk barnaskóla
skemmdur í 33% barnanna. Á
stríðsárunum lækkaði hundraðs
talan niður í 16—18%, en í dag
hefur hún hækkað aftur upp í
40%. í þessu tilfelli er um tönn
að ræða sem aðeins er ársgömul
í munni barnsins. Það verður að
teljast alvarlegt mál, þegar tann-
skemmdir byrja svo snemma og
svo almennt".
Auk þessa hefur komið í ljós
við rannsóknir að tannskemmdir
almennt hafa vaxið um 40—50%.
Sóknin sem hefja á gegn tann-
skemmdum í Danmörku er ekki
fyrst og fremst fólgin í því að
fá fólkið til að fara til tann-
læknis, enda þótt það sé mjög
æskilegt að menn fari til tann-
læknis reglulega á hálfs árs
fresti, heldur er hún líka í því
fólgin að gera mönnum ljóst, og
þá sérstaklega húsmæðrum,
hvaða fæðutegundir orsaka tann-
skemmdir frekar öðrum og hvaða
fæðutegundir séu hollastar.
Kolvetnin versti óvinur tannanna
Dr. Sveander Lanke, sem starf
ar við rannsóknarstofu háskólans
í Lundi hefur nýlega gert rann-
sóknir á sykurmagninu sem mynd
ast í munni þegar menn tyggja
ýmsar fæðutegundir. Hannsóknir
hans, hafa sýnt að það eru eink-
um fæðutegundir sem innihalda
mikið kolvetni sem valda tann-
skemmdum, þótt ýmislegt annað
komi auðvitað til greina.
Komið hefir í ljós að sætt tyggi
gúmmí er skaðlegast fyrir tenn-
urnar, vegna þess að sykurmagn-
ið í munnvatninu er á hættulega
háu stigi 1 20 mínútur. Heilhveiti
á móti er sykurmagnið í munn-
vatninu ekki á háu stigi lengur
en í 16—19 mínútur þegar menn
borða súkkulaði eða karamellur.
Af kartöflum, sem einnig inni-
halda mikið kolvetni, er sykur-
magnið í munnvatninu ekki á
hættulega háu stigi nema í 9,6
mínútur. Hins vegar er brauð
alveg eins skaðlegt tönnunum og
súkkulaði, þar sem sykurmagnið
í munnvatninu helzt á skaðlega
háu stigi í 2 Omínútur. Heilhveiti
brauð er sízt skaðlegt en sigti-
brauð (normalbrauð) skaðlegast.
Enginn munur er á áhrifum af
sætu og ósætu brauði og heldur
ekki af brauði og kökum.
Rannsóknirnar sýna að sykur-
magnið minnkar mismunandi
fljótt hjá hinum ýmsu mönnum.
Þess vegna munu sumir þola bet-
en aðrir brauð og sælgætisát, án
þess að tennurnar skemmist, og
mun ástæðan líklega vera sú að
menn tyggja fæðuna mismunandi
mikið.
20—30% minni tannskemmdir
með réttu mataræði
Það sem verst fer með tenn-
urnar er, að menn séu sí-borðandi
kökur, brauð og sælgæti. Með
því móti verður sykurmagnið í
munnvatninu á skaðlega háu
stigi meginhluta dagsins. Þótt í
aðalmáltíð dagsins séu 300 gr. af
sykri, verkar sá sykur ekki eins
eyðileggjandi á tennurnar eins
og þau 50 gr. af sykri sem borðuð
eru í 8 karamellum á milli mál-
tíða.
Það er því mikilvægt atriði að
brýna fyrir fólki, sem vill forð-
ast óþarfa tannskemmdir (og
hver vill það ekki?) að venja sig
af því að fá sér bita milli mála og
þá sérstaklega að forðast sælgæti
kökur og brauð.
Þetta eru aðalatriðin í þeim
upplýsingum, sem brýna á fyrir
dönskum húsmæðrum, þegar
-uuat uinuuauije u§a§ mujjps
skemmdum hefst þar í landi í
febrúar. Islenzkar húsmæður
ættu ef til vill líka að taka þetta
mál til athugunar? • '
Linsterkja —
— til ýmissa nofa
Það má aota línsterkju til ann-
ars en að stífa þvott. Hér eru
nokkur dæmi:
1. Ef hárið er í ólagi og ekki
tími til að þvo það og leggja þá
er gott að strá dálitlu af lín-
sterkju í hárið og bursta það svo
á alla vegu. Þegar burstinguifhi
er lokið er ofurlítið eftir af hvít-
leitu púðri í hárinu. Má þá láta
þunnt lag af baðmull yfir hár-
burstann og bursta síðan varlega
yfir hárið. Eftir þessa meðferð
verður hárið glansandi og allt ryk
og fita horfin.
2. Ef það kemur fitublettur á
veggfóðrið er gott að dýfa hrein-
um mjúkum klút í línsterkju og
nudda þar til bletturinn er horf-
inn.
3. Þegar verið »r að fægja
glugga eða spegla er gott að láta
svolítið af línsterkju út í vatnið.
4. Það kemur oft fyrir að horn
in á gólfábreiðunni vilja brjóta
upp á sig og margir hafa sjálf-
sagt nærri dottið um þannig brot,
og enginn kann ráð við. En með
því að hræra út þykkan graut af
línsterkju og smyrja á röngu gólf
ábreiðunnar og pressa svo yfir
með heitu járni, með stykki und-
ir og brúnan pappír ofan á hverf
ur brotið og teppið verður stíft
og tollir á sínum stað.
Véistjórafélag íslands
Félagsfundur verður haldinn í Grófin 1 föstudaginn
30. þ.m. kl. 20.00
D a g s k r á :
1. Húsmálið
2. Dýrtíðarmálin
3. Onnur mál
STJÓRNIN
Starfstúlkur vaníar
Hótel Akranes
Nauðungaruppboð
Sem fram átti að fara á Seljaholti við Seljalandsveg,
hér í bænum talin eign ívars Guðlauggsonar, föstu-
daginn 30. jan. 1959, kl. 2,30 s.d., fellur niður.
BORGARFÓGETINN I REYKJAVlK
Hannes J. Magnússon:
Á hörðu vori
ENN koma jólin með Ijósblik í
skammdegismyrkri og fangið
fullt af gjöfum. Ein þeirra eru
nýju bækurnar. Raflýstir gluggar
bókabúðanna eru hrannaðir nýj-
um bókum, á hverjum degi bæt-
ist við eitthvað nýtt og oftast
eitthvað freistandi. Ný, ólesin
bók er alltaf ævintýr. Það er
óblandin ánægja að handleika
hana, hvíta og óflekkaða, skoða
myndina á kápunni, athuga kjöl-
inn og heftinguna, skera upp úr
henni, vita, að hún er enn óles-
in. Ef til vill geymir hún á sinn
hljóðláta hátt óeyddan unað nokk
urra kvöldstunda. Ef til vill býr
hún yfir ævilangri vináttu og
tryggðum. Svo kemur fyrsta setn
ingin. Hún er lesin hægt. Þetta
er eins og að koma á bak ókunn-
um hesti. Af fyrstu sporunum
má oft mikið ráða — og þó
reyndar ekki alltaf. Stundum eru
þau létt og fjaðurmögnuð, þrung-
in lífi og fjöri, fyrirheit um góða
og glaða stund. En allt of oft
er þessu reyndar annan veg farið.
Aldrei hefir jólabylgja íslenzkr
ar bókaútgáfu risið hærra en nú.
Hundruð nýrra bóka eru á boð-
stólum. Undanfarin kvöld hefi ég
mjög oft orðið fyrir vonbrigðum.
Nokkrar góðar bækur og prýði-
lega skrifaðar þykist ég þó hafa
lesið. í þeim hópi framarlega, er
bókin, sem ég vildi með þessum
línum minnast á og þakka höf-
undinum af alúð fyrir.
Á hörðu vori er framhald af
minningum Hannesar J. Magnús-
sonar, en fyrsta bindi þeirra,
Hetjur hversdagslífsins, kom út
á forlagi Norðra 1953.
Hið fyrsta, er ég vildi þakka
höfundinum, er málið. Það er
fagurt, heflað og fágað, tilgerðar-
og yfirlætislaust. Það er ekki
þungt og máttugt eins og jökul-
flaumurinn í Héraðsvötnum, en
það minnir á bergvatnsárnar í
Blönduhlíð með sólblik í bláum
hyljum og kristatæran nið í hvít-
um fossum. Þannig skrifar eng-
inn, sem ekki ann íslenzkri tungu
hugástum.
Engum, sem les minningar
Hannesar J. Magnússonar, getur
dulizt, að hann er skáld. Það
hefir reynd.ar margur hlédrægur
fslendingur verið fyrr og síðar
og oft flíkað því lítt. Æskuslóðir
Hannesar undir rótum Glóðafeyk
is eiga líka nóg af yrkisefnum.
Hrifnæmur unglingur getur naum
ast annað en reynt að yrkja. Hér
á litlum bletti gerðust þeir at-
burðir margir, er einna mestir
örlögvaldar hafa orðið í sögu
landsins. Segja má, að hver steinn
við veginn í Blönduhlíð sé rist-
ur fornum rúnum harms og
frægðar, drengskapar og svika.
Þar er líka undrafagurt. Hér-
aðið blasir við með iðgrænum
engjum og blikandi vötnum og
„suður til heiða frá sæbotni ská-
höllum" er „sólheimur ljómandi,
varðaður bláfjöllum". Nótt í
Paradís, kaflinn um vökunótt
drengsins yfir túninu á Torfmýri,
er skrifaður af djúpri stemning.
Þegar ég las hann í gærkvöldi,
sóttu að mér gamlar minningar,
aufúsugestir úr törfahöllum skag-
firzkra vornótta.
Lýsingar Hannesar á nágrönn-
um og fornum félögum eru mæta
vel gerðar. Þær eru mótaðar af
samúð og hlýhug. Ef til vill gætir
brestanna heldur lítið í frásögn-
inni, en það er einkenni höfundar
að vera glöggskyggn á það góða
og fagra, en veita minni athygli
því, sem miður fer. Hitt get ég
borið um af eigin reynd, að í
æsku okkar Hannesar var gott
fólk og mörg stórbrotin heimili
í Blönduhlíð, hvernig sem það
hefir verið á dögum Bólu-Hjálm-
ars, en bezt gæti ég trúað, að
þessi myndvísi snillingur, sem ör-
lögin léku svo grátt, hefði verið
betra skáld en dómari.
Ýmsum mönnum og heimilum
er mætavel lýst, og ógleymanleg-
ur verður mér kaflinn um Símon
í Litladal.
Ég ætlaði ekki að skrifa ýtar-
legan ritdóm, ég ætlaði aðeins að
þakka góða bók og gamlar minn-
ingar. Sú kveðja kemur frá forn-
um bernskustöðvum. Ég veit, að
ég má skila henni líka frá þeim.
Brynjólfur Sveinsson.
Pedergree
barnavagn
vel með farinn er til sölu, á
sama stað er til sölu Thor-ís-
skápur. Uppl. í síma 35849.
Gólfslípunin
Barmahlíð 33. — Simi 13657
SKIPAUTGCRB RIKISINS
Gísli Einarsson
Iiéraðsdóinslögina jur.
Málflutningsskrifstofa.
1 pn>avegi ?0B — Sími 19631.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstarcttarlögmaður.
Aðalstræti 8. — Sím? 11043.
Breytt ferðaáætlun
Heklu og Esju
Vegna ferðar m.s. Heklu til Fær
eyj-a breytist ferðaáætlun þannig,
að m.s. Esja fer austur um land
til Akureyrar og Siglufjarðar
sunnudaginn 1. feibr., en m.s.
Hekla fer til Vestf jarða_ beint til
ísafjarðar og suður Vestfjarða-
hafnir, mánudaginn 2. febr.
34-3-33
Þungavinnuvélar
ÖRN CLAUSEN
heraðsdomslögmaður
Málf'utningsskrifstofa.
Bankastræti 12 — Sími 18499.
Ungling
vanfar til blaðburðar í eftirtalið hverfi
Túngata
Jftprgnmfifafrtfe
Aðalstræti 6 — Sími 22480.