Morgunblaðið - 29.01.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1959, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. jan. 1959 — Ræða Bjarna Benediktssonar Frh. af bls. 11. Að vísu voru þar á næturfundi bornar fram, ræddar og sam- þykktar tillögur í efnahagsmál- unum. En nærri má geta, hvers virði þvílíkar álykíanir eru, sem gerðar eru á einni næturstund, án þess að mönnum hafi gefizt noickurt færi á að átta sig á mál- um eða kynna sér forsendur, þeg ar vandinn, sem við er að etja, er slíkur, að sérfræðingar hafa ski ifað um hana hverja álitsgerö- ina eftir aðra, stjórnmálaflokk- arnir gert um hana áiyktun eftir áiyktun og iagaboð liafa venð sett eftir lagaboð, en allt komið fyrir ekki. ótti við „botnlausa verð- bólguhít“. Synjun Aiþýðusambandsþings Bm frest notaði Hermann Jónas- son svo sem átyllu til þess að segja af sér. Auðvitað var þar ekki um hina eiginlegu orsök að ræða, heldur einungis átyllu vegna þess, að Hermann Jónasson var búinn að gera sér ljóst, að ríkisstjórn hans skorti sökum sundurlyndis öll skilyrði til að géta leyst verðbólguvandann, sem nú fyrst og fremst var mynduð til að leysa. ÍÞað var af þessum sökum, sem fyrrv. stjórn fleygði málinu frá sér svo að notað sé orðalag hæstv. forsrh. Emiis Jónssonar á Alþingi í gær. E.t.v. vakti fyrir hæstv. fyrrv. forsrh. Hermanni Jónas- syni, að hann með afsögn sinni gæti hrætt samstarfsmenn sína til hlýðni, en það fyllti ekki hina botnlausu verðbólguhít, sem háttv. þm. Sunnm. Eysteinn Jóns- son réttilega sagði blasa við. Þrjú skilyrði Sjálfstæðis- manna. Á þennan veg var málum kom- ið, þegar leitað var til okkar Sjálfstæðismanna um að reyna að mynda ríkisstjórn. Við gerðum okkur þegar í stað grein fyrir, að þar var þrenns að gæta: Þeg- ar i stað varð að gera ráðstafanir til að stöðva vöxt verðbólgunn- ar, setja varð nýjar reglur um kjördæmaskipun og tryggja að nýjar kosningar færu fram svo fljótt sem við verður komið. Um nauðsyn kosninga ætti ekki að þurfa að fjölyrða. Bæði Framsókn og Alþýðuflokkur hétu því fyrir síðustu kosningar að vinna hvorki með kommúnistum né Sjólfstæðismönnum á kjör- •tímabilinu. Þeir hafa að vísu rof- ið ioforðið varðandi kommúnista, en við Sjálfstæðismenn teijum okkur ekki samboðið að taka þátt í samstarfi, sem byggist á svik- um af hálfu gagnaðila. Frambúð- arsamstarf, án þess að tryggja kosningar sem fyrst, getur því þegar af þeirri ástæðu ekki komið til greina af okkar hálfu, fyrr en að afloknum nýjum kosningum. Hverjar eru tillögur Framsóknao- í kjördæma- málinu. Rangindi Hræðslubandalagsms við siðustu kosningar gerðu og óumflýjanlegt, að kjördæmaskip uninni yrði breytt. Undanfarin 1% áratug hefur endurskoðun stjórnarskrárinnar strandað á ósamkomulagi um nýja kjör- dæmaskipun. Úr því sem komið er, var ekki um annað að ræða en að reyna að ná samkomulagi um að hafa nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosningum. Fram- sóknarmenn segja, að með því eigi að leggja öll gömlu kjör- dæmin niður og það brjóti gegn sögulegri þróun. Hin þrönga staðbundna skipt- ing, setn nú er á kjördæmum hér, á rætur sínar að rekja til þess tíma, er danska einveldið réði á landi hér. Á meðan íslendingar höfðu frelsi áður og hin fornu goðorð voru við lýði, þá voru þau ekki staðbundin. Þá mátti maður kjósa sér hvern þann goða, sem hann vildi innan sama fjórð- ungs. Alveg á sama veg leggjum við nú til, að menn megi kjósa á milli margra i nnan staðartak- marka, sem segja má að svari til fjórðungana fornu, enda er svo til háttað, að á engan verði hall- að vegna hlutfallskosningana. Auðvitað eru gömlu kjördæmin ekki lögð niður með þessum hætti, heldur sameinuð á svipað an veg og þegar piltur og stúlka ganga í hjónaband og slá saman búum sínum. Auðvitað halda þau hvort um sig eftir sem áður sinni sjálfstæðu tilveru og forræði eigna sinna, eftir því sem lög segja til um, þrátt fyrir hjóna- band og félagsbú. En úr því að Framsóknarflokk urinn finnur svo mjög að tillögu okkar um kjördæmabreytinguna, af hverju ber hann þá enga sjálf stæða tillögu fram í málinu? Af hverju hrekkur hann ætíð und- an og fæst ekki til að segja hug sinn í þessu mikla máli, þegar til ákvörðunar kemur? Það er vegna þess, að hann vill það eitt að halda við ranglætinu og leiðir þannig meiri hættu yfir umbjóð- endur sína en nokkur annar, því að aldrei blessast til lengdar i lýðfrjálsu þjóðfélagi að sitja yfir rétti samborgara sinna. Tal Fram sóknarmanna um þjóðstjórn, sem þeir hreyfðu aldrei í viðræðum við okkur Sjálfstæðismenn og við aðra ekki fyrr en þeir sáu, að þeir væru ella oltnir úr völd- um, þetta tal sýnir ótta þeirra við kosningar. Nú þora þeir ekki að leggja í kosningar nema í sam starfi við okkur, sem þeir höfðu heitið að vinna alls ekki með. Þrautaminnstu úrræðin En kosningar eru ekki aðeins nauðsynlegar af þessum sökum, heldur og vegna sjálfra efnahags- málanna. Þegar við Sjálfstæðis- menn gerðum tilraun okkar til stjórnarmyndunar, settum við það sem frumskilyrði, að tafar- laust yrðu gerðar ráðstafanir til þess að stöðva vöxt verðbólgunn- ar. Um þetta sögðum við nánar í flokksráðssamþykkt okkar frá 18. desember: „Við athugun á þeim gögnum um efnahagsmálin, sem flokkur- inn fékk í hendur fyrir rúmri viku fyrir milligöngu forseta ís- lands, er staðfest, að ástandið í þessum efnum er svo alvarlegt, að ráðstöfunum til stöðvunar sí- vaxandi verðbólgu má með engu móti skjóta á frest. Það er ótví- rætt, að þjóðin notar meiri fjár- muni en hún aflar og verður að taka afleiðingunum af því til þess að tryggja efnahagslegt öryggi sitt í framtíðinni. Flokkurinn hefur lagt áherzlu á að finna þau úrræði, er þrauta minnst væru fyrir almenning, en væru þó um leið líklegust til þess að stöðva vöxt verðbólgunn- ar. Er það mat flokksins, að eftir greindar ráðstafanir samrýmist bezt þessu tvíþætta markmiði: Launþegar afsali sér 6% áf grunnkaupi sínu og verð landbún aðarvara breytist vegna hliðstæðr ar lækkunar á kaupi bóndans og öðrum vinnukostnaði við land- búnaðaframleiðsluna". Er þetta síðan skýrt nokkru nánar. Því næst segir: „Til þess að halda vísitölunni í 185 stigum, yrði að auka niður- greiðslur á vöruverði, er næmi 10—12 stigum. Séu niðurgreiðslur ekki auknar umfram þetta, ætti ekki að þurfa að hækka beina skatta og almenna tolla. Jafn- hliða þessum aðgerðum verður þegar í stað að gera ýmsar aðrar ráðstafanir, svo sem í bankamál- um og fjárfestingarmálum til þess að forðast verðbólgumyndun úr þeim áttum. Ráðstafanir þessar til stöðvun- ar verðbólgunnar eru aðeins fyrsta skrefið til jafnvægisbú- skapar og heilbrigðrar þróunar í atvinnulifi þjóðarinnar. En til þess að koma á jafnvægi í þjóð- arbúskapnum er þörf fjölþættra ráðstafana og telur flokkurinn óhjákvæmilegt að þjóðin fái svo fljótt sem við verður komið, í al- mennum kosningum að meta að- gerðir stjórnarflokkanna að und- anförnu og tillögur allra flokka til lausnar þessu mikla vanda- máli. Mun Sjálfstæðisflokkurinn þá gera þjóðinni grein fyrir við- horfi sínu og úrræðum í einstök- um atriðum------- Síðan er gerð nokkur grein fyr- ir frumatriðum ,sem ég skal ekki rekja að sinni. Minnihlutast j órn Alþýðuflokksins Á þinginu fékkst ekki meiri- hluti fyrir stjórnarmyndun á þessum grundvelli. Þá sneri for- seti íslands sér til Alþýðuflokks- ins og leitaði Alþýðuflokkurinn til okkar Sjálfstæðismanna um stuðning við minnihlutastjórn sína eins og til hinna flokkanna, og féllumst við einir á að veita stuðning á þann veg að verja slíka stjórn vantrausti á meðan hún væri að reyna að leysa efnahags- málin. Þá komu Alþýðuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn sér saman um megindrætti í lausn kjördæmamálsins og ákveðið var að kosningar yrðu látnar fara fram á næsta vori. Svo sem kunnugt er, var þessi stjórn mynduð hinn 23. desember og hefur hún síðan ósleitilega unnið að lausn efnahagsmálanna. Á Alþingi hefur verið lýst yfir því af hálfu Sjálfstæðisflokksins, að við hefðum talið rétara að efnahagsmálin hefðu öll verið leyst í einu, þ.e.a.s. þetta frum- varp hefði verið tengt ákvörðun um auknar niðurgreiðslur vöru- verðs, fiskverð og afgreiðslu fjár- laga. Vegna þess öngþveitis, sem fyrrv. hæstv. ríkisstjórn skildi við málefni þjóðarinnar í, er hún fleygði málum frá sér, varð þess- um starfsháttum ekki komið við. Þegar á allt þetta er litið, er sízt of sterklega að orði kveðið, þegar sagt hefur verið, að frumvarp það, sem hér liggur fyrir, sé að efni til um fyrstu afborgun af vanskilavíxli fyrrverandi ríkis- stjórnar. Örðugleikarnir óumlýjanlegir Deilt hefur verið um, hversu mikil sú kjaraskerðing er, sem í þesu frumvarpi felst. Ég skal ekki blanda mér í þær deilur, en fullyrði aðeins, að hún er áreið- anlega lágmark þess sem gera þarf, ef ekki á að fara illa. Reynt er að láta jafnt yfir alla ganga. Fjarstæða er að bændum sé gert rangt til. Þvert á móti er nú ekki hallað á þá svo sem Framsóknar- menn létu viðgangast, þegar þeir voru í stjórn. Því fer hins vegar fjarri, að þetta sé eina ráðstöfun- in, sem þarf að gera. Við Sjálf- stæðismenn bentum á það strax í flokksályktun okkar hinn 18. des- ember sl., að nú þegar yrði auk kauplækkunar og aukinna niður- greiðslna að gera ýmsar ráðstaf- anir í bankamálum og fjárfest- ingarmálum til þess að forðast verðbólgumyndun úr þeim átt- um. En hér við bætist, að nú er komið í ljós, að ástandið var enn verra en við þá í skyndi gerðum okkur grein fyrir. Útvegurinn hef ur þurft meiri uppbætur en ætlað varð eftir þeim gögnum, sem við þá fengum í hendur. Kommún- istar segja nú raunar í öðru orð- inu að óþarfi sé að hafa þær upp- bætur svo miklar, en í hinu orð- inu játar Lúðvík Jósefsson á Al- þingi, að hæstv. ríkisstjórn hafi náð beztu fáanlegu samningum. Gagnrýni hans er því ekki mikils virði, en hækkanirnar voru óneit anlega vitni þess, að verðbólgu- þróunin hefur verið komin enn þá lengra, en menn gerðu sér grein fyrir um miðjan des. Því meiri nauðsyn er á, að stungið sé við fótum og snúið við. Kommúnistar og Framsóknar- menn nota það til árása á hæstv. ríkisstjórn, að hún hafi enn ekki tryggt sér afgreiðslu tekjuhalla- lausra fjárlaga og hælast um yfir því, að við Sjálfstæðismenn höf- um ekki lofað að skera niður framkvæmdir á fjárlögum sem nemi 40 millj. króna. Um af- greiðslu fjárlaga hefur enn ekki verið samið, vegna þess að til þess hefur ekki unnist tími. En auðvitað munu Sjálfstæðismenn nú sem fyrr taka ábyrga afstöðu til afgreiðslu fjárlaga og meta það hverjar ráðstafanir gera þurfi til þess, að sá megintil- gangur náist, að verðbólguvöxt- urinn stöðvist. V-stjórnin lifði á lánum Þetta tekst að sjálfsögðu elcki erfiðleikalaust. Ein höfuðvilla fv. hæstv. ríkisstjórnar var sú, að láta sem unnt væri að finna ein- hverja varanlega lausn efna- hagsmálanna, eins og þeir tóku til orða, án þess að almenning- ur yrði fyrir nokkrum óþægind- um. Þrátt fyrir eindæma góðæri sl. ár og meðalár þar á undan, gat hæstv. fv. ríkisstjórn aðeins haldið sæmilegri atvinnu við í landinu með því að auka opin- berar skuldir nokkuð á 7. hundr- að milljóna kr. eða hér um bil fimm sinnum meira en sambæri- leg skuldaaukning á nær 3ja ára valdaferli stjórnar Ólafs Thors, sem sat þar næst á undan. Er það raunar eitt vitni ringulreið- arinnar, að opinberum aðilurn kemur svo illa saman um skulda aukninguna að munar hundruð- um milljóna. fslendingum tjáir ekki til lengdar að ætla að lifa með því móti að bæta stöðugt láni ofan á lán til eyðslu og þeirra fram- kvæmda, sem þjóðin með eðli- legum hætti á sjálf að leggja fé til. Sá, sem lifað hefur um efni fram, verður annað hvort eða hvort tveggja að draga úr eyðsl- unni eða auka tekjurnar. Eins og nú háttar til verðum við að byrja með því að draga úr eyðsl- unni. En það er alger misskiln- ingur að þetta verði gert örðug- leikalaust. Enn sakast gömlu stjórnarflokkarnir innbyrðis á um það, hverjum þeirra sé að kenna að upp úr samstarfinu slitnaði og segja að aldrei hafi verið auðveldara að leysa vand- ann en einmitt á sl. hausti. En af hverju leystu þeir þá ekki vandann? Það var vegna þess, að þeir voru ósammála í öllum meg- inatriðum og höfðu ekki kjark til að gera sér grein fyrir örðug- leikunum, sem við var að etja. En þegar þeir sáu afleiðingar verka sinna skutu þær þeim skelk í bringu og þeir hlupu af hólmi. Örðugleikana ber að skoða raunsæum augum, þá eru mestar líkur til að hægt sé að vinna bug á þeim. Ég játa, að mér virðist Al- þýðuflokkurinn enn leitast um of við að gera minna en vert er úr þeim örðugleikum, sem við blasa og ekki verður fram hjá komizt. Þetta segi ég eins og er, jafnframt því sem ég viðurkenni þann meginmun, sem er á fram- komu Alþýðuflokksins og hinna, sem sjálfir gáfust upp og nú reyna að spilla málum. TVryggjum þjóðinni betri lífskjör Með þessu frumvarpi, ef lög- fest verður, og öðrum nauðsyn- legum ráðstöfunum, er hægt að skapa svigrúm fyrir þjóðina til að átta sig á þessum málum. Það svigrúm þarf að nota til þess að gefa kjósendum færi á að segja sjálfir til um, hvernig þeir vilji að málum sé háttað í framtíðinni. Áður en að þeim kosningum kemur, gefst flokkunum að sjálf sögðu færi á að gera grein fyrir skoðunum sínum. Ég skal ekki rekja stefnu Sjálfstæðisflokksins í einstökum atriðum. Ég læt mér nægja að vitna til flokksráðs- ályktunarinnar frá 18. des. Fyrst og fremst verðum við að koma á því jafnvægi í þjóðarbúskap okk- ar, að við getum sloppið úr svikamyllu styrkja og hafta, sem nú binda þjóðina á höndum og fótum. Eðlileg lögmál atvinnulífs ins verða að taka hér gildi At- vinnurekendur verða á ný að fara að reka atvinnu sína upp á eigin áhættu, en ekki almennings, svo sem nú er gert. Við verðum að skapa traust á krónunni og þar með leggja grundvöllinn að víð- tækum framkvæmdum. Við eig- um að varast erlendar lántökur til að halda uppi meiri eyðslu en við höfum efni á. En við eigum hiklaust að afla okkur erlends fjár til að hagnýta þá orku, sem í landinu er, þá orku, sem ef rétt er að farið, áreiðanlega nægir til þess að búa íslendingum örugg- ann efnahagsgrundvöll í fram- tíðinni, þannig að við, er búum á þessari köldu eyju, getum notið jafngóðra lífskjara og nokkur þjóð önnur. SKÁK 1 i i I l_____________ MÖRGUM mun leika forvitni á að vita hvernig skák Friðriks og Larsens gekk fyrir sig, en eins og Friðrik ságði kom hann til leiks þegar klukka hans hafði gengið í 50 mín., ef hann hefði komið 10 mín. síðar hefði hann tapað skákinni á tíma. Hér kemur svo skákin. Hvítt: B. Larsen. Svart: F. Ólafsson. Óregluleg byrjun. 1. g3 Þessi leikur er sjaldséður á skákmótum nú til dags, en á skák þingi í Karlsbad lék Grunfeld gegn Alechin þessum sama leik. 1. — e5; 2. Bg2 .Hér lék Grunfeld 2. Rf3 og þá kom upp staða úr Alechin-vörn með skiptum litum 2. — d5! Einfaldasta svarið. 3. b4(?) Fórnar peði til þess að vinna tíma, en þessi tilraun Larsens verður þó að teljast vafasöm eins og framhaldið sýnir. 3. — Bxb4; 4. c4!, Be6!; Friðrik teflir einfalt og sterkt. Auðvitað ekki 4. — dxc4 vegna 5. Da4f, Rc6; 6. Bxc6t og vinnur Bb4. 5. Bb2 5. Db3? strandar á 5. — Rc6; 6. cxd5, Rd4; 5. — Rc6; 6. Í4(?) Tilraunir Larsens eru nú orðnar æðisgengnar. Sjálfsagt var 6 cxd5, Bxd5; 7. Rf3 ásamt 0-0 og Rc3. 6. — Rge7; 7. Rf3, d4! 8. Rxe5, Rxe5; 9. fxe5, 0-0;. 10. Dc2 Betra var 10. Dcl ásamt 0-0 og d3. 10. — Rg6; 11. Bxb7, Hb8; 12. Be4 Leikur sem lítur vel út en reynist vera slæmur. 12. — f5! Vinnur þýðingarmikinn leik, því hér má Larsen ekki leika 13. exf6 fh. vegna Dxf6 og hótar Df2j' 13. Bd3 Ef 13. Bg2. Rxe5; 14. 0-0, d3!; 15. exd3, Bc5t; 16. Khl, Rxd3 og vinnur. 13. — Rxe5; 14. 0-0, Bc5; 15. Ba3 Dd6; 16. Bxc5, Dxc5; 17. Dcl Larsen er með gjörtap- aða stöðu og á enga leið til þess að bjarga sér út úr ógöngunum. 17. — f4! 18. gxf4, Rxd.3; 19. exd3, Bh3; 20. Hf3, Dh5; 21. Hg3, Hxf4; 22. Ra3, IIbf8; 23. Rc3, Df5; gefið. ABCDEFGH Staðan eftir 23. — Df8 IRJóh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.