Morgunblaðið - 29.01.1959, Blaðsíða 18
18
MORGVNBL AÐIÐ
Fimmtudagur 29. jan. 1959
i
Bandarísk orrustuþota, Starfighter F-104C, er hér að taka eldsneyti úr birgðaflugvél. Slikar
flugvélar geta „afgreitt" 4—5 þotur samtímis.
19. tilraun með Atlas-
flugskeyti
CAPE Canaveral, 29. jan. — NTB
-AFB. Atlas-flugskeytið, sem
skotið var frá tilraunastöðinni á
Cape Canaveral í nótt, fór þá
vegalengd, sem því var ætlað,
segir í tilkynningu landvarna-
ráðuneytisins í dag. Ekki var þess
getið hver vegalengdin væri, en
það er haft eftir góðum heimild-
Stúdentakvöld
tvisvar í viku
SETUSTOFAN á Gamla stúd-
entagarðinum verður opin til af-
nota fyrir alla háskólastúdenta
í kvöld og framvegis á þriðju-
dags- og föstudagskvöldum kl. 8.
30 til 11.30.
Það er Stúdentaráð, sem gengst
fyrir því að þar verða umrædd
kvöld á boðstólum ódýrar veit-
ingar og geta stúdentar í bænum
komið þangað og rabbað við
skólafélaga sína yfir kvöldkaff-
inu eftir lestur dagsins. Einnig
verður þar aðstaða til að tefla,
spila og gera sitt hvað fleira sér
til dægradvalar, auk þess sem
góð tónlist verður leikin á píanó
eða af hljómplötum.
Aðalbjörg Bjarna-
dóttir, minning
ÁRNESI, 20. jan. — Jarðarför
Aðalbjargar Bjarnadóttur, Hvoli,
sem lézt 10. þ.m. 62. ára að aldri,
var gerð í gær að Grenjaðarstöð-
um, að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Sóknarpresturinn séra
Sigurður Guðmundsson jarðsöng,
kirkjukór Grenjaðarstaða söng
við undirleik Högna Indriðason-
ar, organleikara. Kirkjan hafði
verið skreytt fyrir athöfnina, sem
fór hátíðlega fram.
Kvenfélag Aðaldals sá um
veitingar í þakklætis- og virð-
ingarskyni við hina látnu fyrir
velunnin störf í þágu félagsins.
Aðalbjörg Bjarnadóttir var vel
menntuð gáfukona. Hún fluttist
ung til Ameríku, þar sem hún
var lengi starfandi kennari og
síðar biaðamaður. Eftir að Aðai-
björg fluttist alfarin heim 1930,
starfaði hún nokkur ár við frétta-
stofu ríkisútvarpsins, en síðar
gerðist hún fréttaritari þess, eft-
ir að hún settist að í átthögum
sínum — Þingeyjarsýslu.
Aðalbjörg var gift Bjama Gunn
laugssyni frá Geitafelli og eign-
uðust þau tvær dætur. Þau hjón-
in reystu sér nýbýlið Hvoi
skammt frá Grenjaðarstað. Aðal-
björg Bjarnadóttir tók virkan
þátt í féiagsmálastörfum. Var
hún lengi í stjórn Kvennfél. Að-
aldals og Kvennfélagasambands
Suður-Þingeyinga, átti sæti i
sóknarnefnd Grenjaðarstaðasókn
ar og beitti sér fyrir stofnun og
starfrækslu sunnudagaskóla á-
samt sóknarprestinum séra Sig-
urði Guðmundssyni.
— Fréttaritari.
um að flugskeytið hafi farið 4600
kílómetra. f tilkynningunni var
hins vegar gefið í skyn, að nokk
ur tæki í flugskeytinu hafi ekki
starfað á fullnægjandi hátt.
Það var tilkynnt að sést hafi
til flugskeytisins, þegar það kom
aftur inn í gufuhvolf jarðar yfir
sunnanverðu Atlantshafi. Til-
raunin í nótt var 19. tilraun, sem
gerð hefur verið með Atlats-flug-
skeyti. Flugskeytið er 24 metra
langt, og er sagt að það sé svar
Bandaríkjamanna við langdræg-
um flugkeytum Rússa, sem nú
er hafin fjöldaframleiðsla á, að
því er Krúsjeff hefur tilkynnt.
Dr. Niemöller kœrður!
Myrti konu sína og dóttur
Kaupmannahöfn, 28. jan.
NTB/RB.
TUTTUGU og sjö ára gamall
verkamaður var í kvöld handtek-
inn í Kaupmannah., eftir að lög-
reglan hafði fyrr í dag fundið lík
in af konu hans og níu ára dótt-
ur, en þær höfðu báðar verið
kyrktar. Morðin voru framin á
laugardaginn, en þau urðu ekki
kunn fyrr en lögreglan fékk bréf
frá verkamanninum Gunder Niss
en Johnsen, þar sem hann sagði
frá verknaði sínum. Ástæðan til
verknaðarins var slæm efnahags-
afkoma heimilisins. Hann kyrkti
fyrst konu sína, því næst dóttur
sína, en þegar hann stóð yfir 7
ára gömlum syni sínum, gerði
hann sér allt í einu ljóst hvað
hann hafði aðhafzt.
Eftir morðin bjuggu þeir feðg-
arnir nokkra daga hjá móður
Johnsens, og var henni sagt að
mægðurnar hefðu verið lagðar
inn á sjúkrahús, og að enginn
mætti heimsækja þær. í dag
fengu svo bæði móðirin og lög-
reglan bréf frá Johnsen, sem
Fjölinennt }>orra-
blót 1 Vopnafirði
Á VOPNAFIRÐI hafa verið harð
indi og kuldar frá því snemma í
desember, ekki mikill snjór, en
jöfn og þrálát frost. Var illfært
um héraðið þangað til í byrjun
þorra, þegar fór að hlána. Eru
nú allir vegir að verða færir.
Vegna erfiðrar færðar var ekki
hægt að halda þorrablót þar
fyrsta dag þorra, og var því frest
að þangað til á þriðjudagskvöld
Var þorrablótið ákaflega vel sótt.
Munu hafa veiið þar um 300
manns, af um 700 íbúum héraðs-
ins. Skemmtu menn sér hið bezta
fram undir morgun. Þorrablótið
var haldið í hinu nýja myndar-
lega félagsheimili, tn þar er m.
á. 20 m langur salur.
ÁRSHÁTÍÐ starfsmannafélags
Fiskiðjuvers ríkisins verður hald
in 30. janúar í Tjarnarcafé kl. 9.
Stjórnin.
var horfinn. Hann fannst í kvöld
í skúr í útjaðri borgarinnar og
játaði strax glæpina.
BONN, 28. jan. NTB-Reuter. —
Franz-Josef Strauss landvarna-
ráðherra Vestur-Þýzkalands
kærði í dag leiðtoga Evangelisku
kirkjunnar, hinn heimskunna
kennimann Martin Niemöller,
Söfiiun til styrktar
hjónunum
á Bcitistöðum
AKRANESI, 26. jan. — Efnt var
til fjársöfnunar hér á Akranesi
til styrktar hjónunum á Beitistöð-
um og fjölskyldu þeirra til þess
að bæta þeim að nokkru hið til
finnanlega tjón, sem þau urðu
fyrir, þá er íbúðarhús þeirra
brann á dögunum.
Þrír menn hér höfðu forgöngu
um söfnun þessa, með sóknar-
prestinn í fararbroddi. — Fékk
söfnunin einstaklega góðar undir
tektir hjá bæjarbúum, og börnin,
mest skátar, sem gengu um með
söfnunarlistana, unnu verk sitt
af mikilli prýði, þrátt fyrir hörku
frost og leiðindaveður.
Alls söfnuðust rösklega 30 þús-
und krónur í peningum, en auk
þess var Beitistaðahjónunum gef-
ið mikið af fatnaði, og mun verð-
mæti hans nálgast fyrrgreinda
fjárupphæð. —Oddur.
Fréttir í stuftu máli
* PARÍS, 28. jan. — NTB-
Reuter. — Öháða Parísarblaðið
„Le Monde“ skýrði frá því í dag,
að Vesturveldin mundu stinga
upp á því við Rússa, að haldinn
yrði fundur utanríkisráðherra í
Genf um miðjan apríl til að ræða
Þýzkalandsmálin. Býst blaðið við,
að uppástungan komi fram í svar-
bréfi við orðsendingu Rússa frá
10. janúar.
★ WASHINGTON, 28. jan. —
NTB-Reuter. — í skýrslu frá
Eisenhower forseta, sem í dag
var lögð fyrir Bandaríkjaþing,
segir að efnahagshjálp Banda-
ríkjanna við önnur ríki sé raun-
hæfasta leiðin til að mæta ögr-
unum Rússa á alþjóðavettvangi
í skýrslunni er gerð grein fyrir
hernaðar- og efnahagshjálp
Bandaríkjanna fyrri helming
þessa árs, og nær hjálpin til 64
ríkja, en af þeim eru a. m. k.
54 mjög á skammt á veg komin
efnahagslega. Þessi síðastnefndu
lönd eru frjósamasti akur komm-
únismans, og ber því að leggja
megináherzlu á hjálp til handa
þeim, segir í skýrslunni.
LEOPOLDVILLE, 28. jan. —
Frá Bíldudal
BÍLDUDAL, 28. jan. — Aðal-
fundur verkalýðsfél. „Vörn“ var
haldinn sl. sunnudag. í stjórn
voru kosnir Júlíus Jónsson for-
maður, Ágúst Jónasson ritari og
Kristinn Ásgeirsson gjaldkeri.
Hér hafa verið miklar leysing-
ar undanfarna daga og hefur
sums staðar flætt inn í kjallara
húsa, en tjón ekki orðið svo telj-
andi sé. Fyrir þann tíma voru
mikil frost og svellbungur mikl-
ar, en nú er orðið alveg autt.
Mislingar hafa gengið hér og
margir veikzt. Þeir eru þó að
byrja að réna. — Hannes.
Svefnsófi banar konu
GAUTABORG, 28. jan. — Einka- i er uppfellt við notkun, hafði
skeyti til Mbl. — 47 ára gömul engar sperrur, cg þegar sófinn
kona í Gautaborg kafnaði, þegar j stóð of nálægt vegg, féll lokið
lok af svefnsófa, sem hún svaf í, yfir þann, sem svaf í honum, við
féll yfir hana. Þar sem hún bjó
einsömul í íbúð sinni var slysið
ekki uppgötvað fyrr en fjórum
dögum seinna. Rannsókn á sóf- j slíkri klemmu,
anum leiddi í ljós, að lokið, sem i hennar heyrðust.
minnstu hreyfingu
Svipað slys kom fyrir í fyrra,
þegar ung stúlka iá sjö tíma í
áður en hróp
NTB-Reuter. — Ástandið í
Leopoldville var enn mjög óró-
legt í dag, eftir árekstra inn-
fæddra manna og lögreglunnar í
gærmorgun. Lögreglan tilkynnir,
að um 200 manns hafi verið hand-
teknir eftir óeirðirnar. Einn inn-
fæddur maður lét lífið.
★ NEW YORK, 28. jan. —
NTB-AFP — John Foster Dull-
es utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna sagði í ræðu í dag, að
Bandaríkin væru reiðubúin að
taka þátt í ráðstefnu æðstu
manna til að efla friðinn í heim-
inum. Hins vegar sagði hann að
tillögur Rússa, sem virtust eiga
að draga úr kalda stríðinu, mið-
uðu raunverulega að því að grafa
undan viðnámsþrótti frjálsra
þjóða.
* KARACHI, 28. jan. — NTB-
AFP — Á ráðherrafundi Bagd-
ad-bandal. hafa Bandaríkin tekið
af öll tvímæli um það, að þau
vilja ekki takast á hendur nýjar
skuldbindingar gagnvart aðildar-
ríkjunum. Þau vilja tryggja ír-
an, Pakistan og Tyrkland gegn
árásum kommúnistaríkjanna, en
neita að veita sams konar trygg-
ingu gegn árásum úr öðrum átt-
um. Þetta er haft eftir góðum
heimildura í Bagdad.
Meðal annarra
orða
SIGURÐUR Jónsson frá Brún
veitist að mér á sinn sérstæða
hátt í Mbl. 27. þ.m. Gagnrýnir
hann óvægilega ásetu mína og
taumhald á mynd, sem var birt
af mér á Blesa frá Skörðugili í
Skagafirði. Ef gagnrýni Sigurðar
er sanngjörn að dómi þeirra
hestamanna, sem slíkt nafn bera
með réttu, þá skal ég fúslega
játa sakir mínar, því að Blesa er
ekki um að kenna, ef eitthvað
fer miður í samskiptum okkar.
Hann hefur góða fótlyftingu og
er þjáll á taum.
Hitt mun verða Sigurði þyngri
raunin að fregna, að gæðingur-
inn, Blesi frá Skörðugili, er son-
ur Nökkva frá Hólmi, og sonar-
sonur „slabbarans" Skugga frá
Bjarnarnesi, sem hann kallar svo.
Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu
til að fjalla um grein Sigurðar.
Það skilst í henni, sem skiljan-
legt er.
G. Bj.
fyrir lítilsvirðingu á vestur-þýzka
hernum. Kæran var send saksókn
aranum í Kassel, sem ákveður,
hvort sækja skuli Niemöller til
saka fyrir ummæli, sem hann lét
falla á fundi friðarsinna í borg-
inni á mánudaginn. Samkvæmt
blaðafréttum á Niemöller að hafa
sagt, að uppfræðsla hermanna og
liðsforingja jafngiiti í rauninni
háskóla fyrir afbrotamenn, 'Sam-
kvæmt vestur-þyzkum lögum er
hægt að lögsækja fólk sem fer
ærumeiðandi orðum um herinn
í heild.
Dr. Niemöller sagði í dag, að
ummælin væru ranglega höfð
eftir honum af landvarnaráðu-
neytinu. Hann hefði ekki nefnt
liðsforingja á nafn, og ummæiin
hefðu átt við uppfræðslu sér-
stakra hersveita í síðari heims-
styxjöld.
Dr. Niemöller var kafbátsfor-
ingi í fyrri heimsstyrjöld, en sat
í fangelsi á árunum 1937—45 íyrir
opinbera andstöðu við Hitler og
nazismann.
Sýningum á „Dele-
ríum bubonis44
frestað
Sýningar á „Deleríum Bubonis”
hafa fallið niður síðan leikritið
var frumsýnt, vegnaveikindaeins
leikandans, Kristínar Önnu Þór-
arinsdóttur. Hefur verið mikil
eftirspurn eftir miðum, og munu
sýningar væntanlega hefjast aft-
ur um næstu helgi.
— Samróma
Framhald af bls. 1.
únistaflokksins og Sovétþjóðanna
fyrir hjálpina, sem Kína hefði
verið veitt. Hann sagði, að eftir
20. flokksþingið hefðu Sovétrík-
in farið frá einum sigri til ann-
ars á vettvangi efnahags- menn-
ingarmála, vísinda og tækni. —
Sovétríkin hefðu gert heiminum
ómetanlega greiða í baráttu
sinni fyrir bættum friðarhorfum.
Maó sagði að sósíalismanum yxi
fiskur um hrygg með hverjum
nýjum degi, og sá dagur. væri
ekki langt undan þegar sósíal-
isminn ynni fullan sigur á kapí-
talismanum. Vinátta Kína og
Sovétríkjanna væri eilíf og ó-
rjúfanleg, sagði Maó að lokum.
Erfiðleikar á ítalíu
1 stuttri ræðu lagði foringi
ítalskra kommúnista,. Palmiro
Togliatti, áherzlu á, að flokkur
hans hefði átt við mikla erfið-
leika að etja siðustu árin, en nú
hefði hann unnið siðferðilegan og
pólitískan sigur.
Franskir kommúnistar
bjartsýnir
Foringi franskra kommúnista,
Jacques Duclos, kvað 21. flokks-
þingið fara fram í andrúmslofti
unninna sigra, sem gæfu miklar
vonir, og nú hefðu valdahlutföll-
in í heiminum breytzt sósíalista-
ríkjunum í hag. Hann sagði, að
verkalýður Frakklands ætti nú
erfitt uppdráttar undir ólýðræð-
islegum stjórnarháttum, en
kommúnistaflokkurinn mundi
hér eftir sem hingað til verða
trúr marxismanum og leninism-
anum.
Lokað þing
Flokksþingið er haldið í Kreml,
og er almenningi bannaður að-
gangur að kastalanum meðan
þingið stendur yfir. Vestrænir
fréttamenn ,sem fengu sérstaka
heimild til að vera við opnunina
í gær, fengu ekki að hlýða á
umræðurnar í dag. Fréttir af
þessum umræðum eru því í meg-
inatriðum byggðar á fréttaflutn-
ingi Moskvuútvarpsins og Tass-
fréttastofunnar. Moskvublöðin
komu út seinna í dag en aðra
daga og fluttu öll mjög ýtarlegar
greinargerðir fyrir ræðu Krús-
jeffs í gær.