Morgunblaðið - 15.02.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.02.1959, Qupperneq 2
2 M O R G V N B L AÐ1E Sunnudagur 15. febr. 1959 Við viljum ekki byggja upp menninguna í landinu á kostnað mannúðarinnar -( Ræða Ólafs Thors fyrir frv. um vöruhappdrætti S. I. B. S. Á FUNDI neðri deildar í fyrra- dag var tekið fyrir til fyrstu um- ræðu frumvarp til laga um vöru- bappdræfeti fyrir Samband ís- lenzkra berklasjúklinga. Flutn- ingsmenn eru Ólafur Thors, Ey- *teinn Jónsson, Einar Olgeirsson og Emil Jónsson. Fyrsti flutn- ingsmaður, Ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins, f]>'lgdi frumvarpinu úr hlaði og mælti á þessa leið: Ég hef leyft mér, ásamt hv. 1. þm. S-M., hv. 3. þ.m. Reykv. og hv. þm. Hafnf. að flytja hér frv. á þskj. 245 um vöruhappdrætti fyrir Samband íslenzkra berkla- gjúklinga. Það var árið 1949, að sett voru lög hér á Alþingi um rétt til handa Sambandi ísl. berklasjúkl- inga til að stofna og reka happ- drætti. Þessum lögum hefur tví- vegis verið breytt, fyrra skipt- ið 1952 og í síðara skiptið 1956, eins og nánar greinir í grg., er frv. fylgir. Þessi réttindi S.Í.B.S. til handa, áttu að gilda í tíu ár. Þau eru því úr gildi fallin á þessu ári. Meginefni þessa frv. er að framlengja þau í tíu ár. Fjárþörfin, sem fyrir hendi er og frv. er ætlað að standa und- ir, sprettur fyrst og fremst af þrennu. í fyrsta lagi því, að S.f.B.S. hefur í hyggju og hef- ur þegar hafið undirbúning að því að færa út starfsemi sína með almennri öryrkja að- stoð. f öðru lagi af því, sem raunar líka er útfærsla á starf- seminni, að S.f.B.S. hefur ný- verið tekið upp ýmiss konar að- stoð við skjólstæðinga sína um- fram það, sem áður var gert. í þriðja lagi er svo tilgangurinn sá að halda áfram, færa út og efla þá starfsemi, sem í öndverðu vakti fyrir þeim mönnum, sem stofnuðu og stjórnað hafa S.f.B.S. Varðandi það, er ég nefndi fyrst, vil ég aðeins skýra frá því, að það *r nú ætlan S.f.B.S. að stofnsetja vinnustofur til þess að greiða fyrir öryrkjum, sem ekki hafa vist á sjúkrahúsum eða heilsuhælum. Og það er ekki ætl- anin, að þessi fyrirgreiðsla nái eingöngu til þeirra, sem eru ör- yrkjar vegna berklaveiki eða af- leiðinga af berklaveiki, heldur til öryrkja almennt. Ég vil að- eins minna á það, til þess að und irstrika nauðsyn þá, sem hér er um að ræða, að í Reykjavík einni munu vera 1100 öryrkjar á bótum hjá Tryggingarstofnun rikisins. Nú er tilgangurinn sá, eins og ég sagði, að opna vinnu- stofur, þar sem þessir menn geta fengið atvinnu við sitt hæfi. Er þá jafnframt haft í huga, að þeg- ar þeir hafa lært þar störfin og kannske eflzt að heilsu, þá geti þeir sjálfir leitað sér atvinnu annars staðar og án aðstoðar eða fyrirgreiðslu S.Í.B.S. Ég veit, að allir hv. alþm. gera sér grein fyrir, hvílíkt þjóðfélagslegt tap Dagskrá Alb’mgis 'Á MORGUN eru boðaðir fundir 1 báðum deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar eru tvö mál: 1. Sauðfjárbaðanir, frv. — Frh. 2. umr. (Atkvgr.). — 2. Lif- eyriasjóður starfsmanna ríkisins, frv. — 2. umr. Fimm mál eru & dagskrá neðri deildar: 1. Olíuverzlun rikisins, frv. — Frh. 1. umr. (Atkvgr.). — 2. Skipun prestakalla, frv. — 3. umr. — 3. Skipulagning sam- gangna, frv. — 3. uimr. — 4. Heft- ing sandfoks og græðsla lands, frv. — 1. umr. Ef deiidin leyfir. — 5. Sjúkrahúslög, frv. — 1. umr. Ef óeildin leyfir. það er, að í okkar fámenni, skuli vera jafnvel þúsundir manna, sem ekki geta aflað sér neinna tekna né neíns starfs, vegna meiri eða minni örorku. Þetta er mjög mikið fjárhagslegt tjón en hitt þó enn verra, að þessum mönnum líður að sjálfsögðu ákaf- lega illa. Það vita allir, að iðju- leysi manna, sem langar til að vinna, er þeim þungbær kvöl, og það vita einnig allir, að einmitt þessir öryrkjar, eiga óvíða skjóls að leita, svo að ég segi ekki meira. Það hlýtur því að vera alþm. mikil gleði að eiga þess kost að stuðla að því með atkv. sínu hér á þingi, að greidd verði gata þessara manna. Ég efast ekk- ert um það, eftir því sem ég þekki þá menn, sem hér eiga sæti, að allir vilja leggja máli þessu lið. Ég skal svo ekki fjölyrða um þetta verkefni, S.Í.B.S., vísa að öðru leyti til þess, sem í grg. segir. Varðandi hið annað viðfangs- efnið, sem ég nefndi, þ.e.a.s., fyr irgreiðslu fyrir skjólstæðingum S.Í.B.S. á öðrum sviðum heldur en hingað til hefur verið aðal- hlutverkið, skal ég aðeins skýra frá því, sem menn kannske hafa einnig séð í grg., að þar er átt við, að S.Í.B.S. greiði fyrir skjól- stæðingum sínum, bæði um að út- vega þeim atvinnu og með því að vera málsvari þeirra gegn hinu opinbera og gegn ýmsum fyrir- tækjum og yfirleitt að greiða fyrir þeim í hvívetna, þar sem áhrif S.Í.B.S ná til. Einnig hefur S.Í.B.S. unnið það þarfaverk nú að undanförnu að aðstoða þessa miður settu menn í baráttunni fyrir daglegu brauði um útveg- un sómasamlegs húsnæðis og hef- ur orðið þar nokkuð ágengt. Mig minnir að það séu á annað hundrað fjölskyldur, sem með lánum og lánsfjárútvegunum eru nú að ljúka byggingu eigin íbúða en sem engan kost hefðu átt á þessu, án aðstoðar S.Í.B.S. Og auk þess eru 27 fjölskýldur, sem eru berklaöryrkjar og hafa komizt úr algerlega heilsuspill- andi húsnæði og í sæmilegar og hollar vistaverur, fyrir atbeina S.f.B.S. Ég skal ekki fjölyrða frekar um þetta tvennt. Varðandi þriðja atriðið, sem er beint á- framhald af þeirri starfsemi, sem í öndverðu var grundvöll- ur undir stofnun S.Í.B.S. og það höfuðhlutverk, sem S.Í.B.S. tókað sér að inna af höndum, er ætl- anin nú sú að halda áfram og stækka byggingarnar á Reykja- lundi. Mér er tjáð, að þar sé margt óunnið enn þá. Það sé t.d. eftir að reisa að verulegu leyti ýmsar byggingar, sem þó er alger nauðsyn fyrir starfsemina, að komið verði upp. Ég nefni þar til, að það er ekki nema hálfbyggður vinnuskáli fyrir jámsmíðar, og einnig munu óbyggðar eða vera í byggingu og hvergi nærri lokið bæði vöru- geymslur, skrifstofur, kennslu- stofur, þvottahús o. m. fl., sem ekki verður komizt af án. Þá er enn allmikill skortur á því, að útvegaðar hafi verið þær vél- ar, sem þessi mikla og gagnlega starfsemi þarf á að halda. Og eftir því, sem þeir skýra okkur frá, sem þessum hnútum eru kunnugastir, þá mun vanta um 10 millj. kr., til þess, að hægt verði að ljúka þessum bygging- um og kaupa nauðsynlegar vélar. Þá hafa forystumenn S.Í.B.S. tjáð okkur, að undanfarin 10 ár, hafi vistmenn á Reykjalundi, en þeir hafa alls verið um 500 sam- alls, unnið þar 1 millj. og 200 þús. vinnustundir. Greidd vinnulaun hafa verið 15 millj. kr., en and- virði seldrar framleiðsluvöru hefir verið 45 millj. Þessar tölur tala svo skýru máli, að ég þarf ekki að bæta þar neinu við. Ég segi þó aðeins frá því, að fyrir utan þetta mikla verk sem þarna hefur verið innt af hendi, þá hef- ur einnig verið rekinn iðnskóli. Þar hafa 150 menn lokið þriðja eða fjórða bekkjar prófi og með því búið sig undir lífsbar- áttuna, sem þeirra bíður fram- undan. Ég skal ekki nefna nöfn þeirra manna, sem heiðurinn eiga af þessum glæsilegu framkvæmd- um. Þetta eru þjóðkunnir menn, og ég held, að þeir njóti trausts allrar þjóðarinnar. Þeir eru óvenjulega miklir hugsjónamenn, og auk þess, bæði áræðnir og hagsýnir. Mér er nær að halda, að það sé ekki mjög algegt, að saman fari þessir miklu kostir og má þó við bæta fórnfýsi, ráð- deild og heiðarleik þeirra, sem hér hafa markað stefnuna og stýrt förinni. Ég er meðal þeirra mörgu, ja ætli við séum það ekki allir — sem dái verk þessara manna. Og við erum ekki einir um það. Þjóð in er öll sammála okkur. Og við erum ekki einir íslendingar um þetta, heldur vitum við það sjálf- sagt, sem hér erum inni, að þessi starfsemi er eitt af því, sem mest er rómað af gerðum þessarar litlu þjóðar, sem þó, þrátt fyrir okkar mörgu galla, nýtur mikils álits og það að verðugu, í augúm þeirra manna, sem einhverja að- stöðu hafa fengið til að kynnast okkur. En eins og ég segi, þrátt fyrir allt, er kannske ekki þetta sízt. Þrátt fyrir margt, sem okk- ur er fært til ágætis, er þetta kannske öðru fremur nefnt sem glæsilegt vitni um framtak og mannkærleika og manngæzku íslendinga. Ég skal ekki fjölyrða um það að þeir sem koma af sjúkrahús- um og hafa kannske átt þar sæmi lega vist vegna þess, að þeir hafa eins og samlagazt andrúmsloftinu sem þar ríkir og beðið eftir bat- anum með tilhlökkun, verða oft fyrir miklum vonbrigðum þegar þeir koma úr sjúkrahúsunum og eiga að fara að njóta gæða lífsins, sem sæmilega heilbrigðir menn. Þá er kannske oít skammt um liðið, frá því að dyr sjúkrahús- anna lokast á eftir þeim, að þeir mundu helzt óska sér, að þessar dyr opnuðust aftur. Margir af þessum mönnum eru staddir í jökuldal lífsins. Það er eins og enginn vilji við þeim lita, enginn skilji þá, enginn hlaupi undir bagga með þeim. Þessi starfsemi, sem S.Í.B.S. hefur innt af hendi, er því kærleiksverk, ekkert siður nema fremur sé, heldur en það er hagsýnisverk. Það, sem hrífur marga okkar mest er áreiðan- lega ekki fjárhagshlið málsins, þótt hún sé mikils virði, heldur hitt að þessir utangarðsmenn ná fótfestu að nýju, þeim opnast aftur innsýn í veröld gæfunnar og gleðinnar. Þeir öðlast nýja trú á lífið og með þvx þá ham- ingju sem allir þrá. Þetta er það sem mestu varð- ar. Hugsjón S.Í.B.S. er því fögur og göfug. Ég segi það, um leið og ég dái verk forystumannanna, sem hér hafa verið að verki og færi þeim áreiðanlega fyrir hönd okkar margra, miklar þakkir fyrir þeirra störf, þá veit ég, að okkur er áaægja, eins og ég áðan sagði, að geta átt nokkurn þátt í að greiða götu þeirra áfram við þetta mannkær- Haika og þarfaverk, sem þeir hafa nú staðið að og vilja enn standa að. Ég fer engum óvirð- ingarorðum um okkur þm. né þær ríkisstjórnir, sem setið hafa í landinu að undanförnu, þó að ég dragi fullkomlega í efa, að við mundum hafa af eigin rammleik tekið að okkur að leitast við að leysa þetta verkefni, sem hér hefur verið innt af höndum. Ég segist draga það í efa. Hitt dreg ég aftur á móti ekki í efa, að enda þótt við hefðum borið gæfu til að reyna að leysa það, þá hefði okkur aldrei farnazt eins vel í þeim efnum, eins og þessum mönnum, sem hér hafa verið að starfi. Ég veit, að það hefur vaknað — Framsókn Framh. af bls. 1. kaupstað, að undanskildum Svalbarðsstrandar- og Grýtu bakkahreppum. 9. Austfirðinga, er nær yfir Norður-Múla-, Suður-Múla og Austur-Skaftafellssýslu, ásamt Seyðisfjarðar- og Neskaupstað. 10. Sunnlendinga, er nær yfir Vestur-Skaftafells-, Rangár valla- og Árnessýlu, ásamt Vestmannaeyjum. 8. gr. Tala búnaðarþingsmanna er 25, og skiptast þeir þannig á kjör- dæmin: Kjalarneskjördæmi...........2 Borgfirðinga- og Mýrakjör- .. dæmi.......................2 Dala- og Snæfellingakjördæmi 2 Vestfirðingakjördæmi........3 Húnvetningakjördæmi........ 2 Skagafjarðarkjördæmi........2 Eyfirðingakjördæmi..........2 Þingeyjarkjördæmi...........2 Austfirðingakjördæmi........3 Sunnlendingakjördæmi........5 Kjósa skal jafnfmarga til vara. Kosning gildir til 4 ára. Á Bún- aðarþingi eiga enn fremur sæti, en ekki atkvæðisrétt, stjórn fé- lagsins og búnaðarmálastjóri. Ráðunautar félagsins eiga þar til- lögurétt og málfrelsi. Búnaðar- málastjóri er ekki kjörgengur á Búnaðarþing. Getur það skaðað bændur og strjálbýlið? Að öllu þessu athuguðu sætir það engri furðu, þótt sú spurning rísi meðal bænda, hvort það geti verið þeim eða strjálbýlinu yfir- leitt hættulegt, að kjósa í stórum kjördæmum með hlutfallskosn- ingu til Alþingis, fyrst slíkt kosn ingafyrirkomulag hefur i 22 ár verið talið ágætt og hentugt í kosningum til Búnaðarþings? Framsóknarmenn leggja á það höfuðkapp að telja bændum trú um að hin nýja kjördæmaskipan, sem nú er ráðgerð og byggð er sú hugsun hjá mönnum, sem að öðru leyti unna þessu málefiii og vilja því allt gott, hvort ekki væri óhætt að taka nokkurn hluta af arðinum, sem fellur af happdrætti S.Í.B.S. og nota hann til að byggja upp vissa menning- arstarfsemi í landinu. Það hefur verið skoðun annarra, að það væri ekki rétt. Við segjum: Ég vil ekki fyrir mitt leyti ganga inn á að vera meðflutningsmað- ur eða rétta upp höndina með frv., sem leggur eins eyrisskatt á þessa starfsemi. Við höfum sagt: Við viljum ekki byggja upp menninguna í landinu á kostnað mannúðarinnar. Minnzt hefir verið á að skerða tekjur S.Í.B.S. í því skyni að byggja listasafn. Við höfum svarað, að enginn list sé eins fögur eins og sjúkur vesalingur, sem hefur öðlazt nýja trú á lífið, nýja and- lega og líkamlega orku og ný sjónarmið, sem gerir honum lífið unaðslegra og gerir hann sjálfan að gagnlegri þjóðfélagsborgara. Ég gæti sjálfsagt staðið hér, og hlaðið lofi á mennina, sem að þessu standa og hugsjónirn- ar, sem þeir hafa barizt fyrir. En það er óþarfi, af því að við erum sjálfsagt allir svo sammála um þetta, og ég vil heldur ekki gera það, þannig að það þyki ósmekk- legt. En ég vil hins vegar mega treysta því, líka af því, að ég þekki þá menn, sem hér eru að verki, að við getum allir orðið sammála um að greiða fyrir þessu máli, á sérhvern þann veg, sem auðið er, og af okkur er nú ekki heimtað annað heldur en að láta þá í friði með starf- semi sína. Um minni háttar breytingar, sem hér eru á ferðinni vísa ég til grg., en ég held, að þetta séu nú meginatriðin, sem ég hef leyft mér að skýra frá hér og sumpart tekið beint upp úr grg. og raunar að mestu. á sama grundvelli og kjördæma- skipun Búnaðarþings sé tilræði við hagsmrni þeirra. Nákværn- lega sömu staðhæfingu hömruðu Framsóknarmenn á, þegar teknar voru upp hlutfallskosningar í tví menningskjördæmunum sumarið 1942. Fulltrúum bænda á Alþingi var þá ekki fækkað um einn ein- asta þingmann. Með þeirri breyt- ingu á kjördæmaskipuninni sem nú er ráðgerð er heldur ekki gert ráð fyrir að fulltrúum bænda eða strjálbýlisins yfirleitt fækki um svo mikið sem einn þingmann.Það er aðeins lagt til, að kjördæmin stækki og verði 8 eða 9 í stað þess að þau voru 10, skv. kjör- dæmaskipun þeirri, sem Búnaðar þing samþykkti fyrir stéttarsam- tök bænda árið 1937. Framsókn í sjálfheldu Það hlýtur vissulega að verða ljóst ölhim landslýð, ekki siður bændum en öðrum, að Framsóknarmenn eru komn ir í algera sjálfheldu í þessu máli. Þeir beita sér sjálfir fyr- ir hlutfallskosningu í stórum kjördæmnim til Búnaðarþings fyrir 22 árum. N» telja þeir slíkt kosningarfyrirkomulag og kjördæmaskipun til Alþing- is tilræði við bændur og str jál- býlið. Enn hefur það sannazt, að Framsóknarflokkurinn lætur klíkuhagsmuni sína öllu ráða og gengur erinda hins stein- runna afturhalds. Andstaða Framsóknaraftur- haldsins við nýja og réttláta kjördæmaskipun, hlýfeur að þoka öllum frjálslyndum mönnum, hvar í flokki sem þeir standa saman, ibaráttunnl fyrir þessu réttlætismáli. ís- lendingar verða að treysta grundvöll lýðræðis og þing- ræðis í landi sínu. Alþingi, elzta og virðulegasta stofnun þjóðarinnar verður að vera rétt mynd af vilja hennar á hverjum tima. Því aðeins verð ur það fært um að skipa mál- um hennar af réttsýni og ráða fram úr þeim vandamálum, sem að steðja. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.