Morgunblaðið - 15.02.1959, Blaðsíða 22
22
MORGl’NBLABIÐ
Sunnudagur 15. febr. 195*
Olíuverðid mundi
líkindum hækka
et ríkið tœki olíuverzlunina í sínar hendur
FRUMVARP til laga um olíu-
verzlun ríkisins, flutt af Lúðvík
Jósefssyni, var tekið til fyrstu
umræðu í neðri deild Alþingis sl.
föstudag. Fylgdi flm. því úr
hlaði með ræðu. Sagði hann m. a.
að eðlilegt væri að oliuverzlunin
væri í höndum ríkisins, þar sem
innkaup olíuvaranna væru í
höndum þess, þar eð um vöru-
skiptasamninga væri að ræða.
Þegar ríkið væri hvort eð væri
búið að leggja í kostnað við
samningagerðina væri réttlátt að
Slæm umgengiii
íbiðskýlunum
UMSJÓNARMENN strætisvagn-
anna hafa kvartað yfir mjög
slæmri umgegni í sumum litlu
biðskýlanna, sem S.V.R. hefur
látið setja upp í úthverfunum. Er
umgengnin með þeim hætti, að
sögn umsjónarmannanna að orð
fá vart lýst. Til viðbótar eru
svo skemmdarverk í skýlunum
daglegur viðburður. Fá engar
rúður að vera í friði í sumum
þeirra. Þess var t.d. getið að bið-
skýli eitt í Laugarneshverfinu
hefði orðið fyrir barðinu á
skemmdarvörgum, og þar er á
skömmum tíma búið að setja 7
sinnum í nýjar rúður. Þeir, sem
nota skýlin, ættu að koma til
liðs við okkur um að verja þau
fyrir frekari ágangi skemmdar-
varga og hiklaust kæra þá sem
þannig haga sér, sagði einn af
umsjónarmönnunum við Mbl. í
gær.
ríkið tæki einnig að sér flutning
á olíunni til landsins og heild-
sölu á henni. Sú skoðun væri nú
ríkjandi, að einmitt í sambandi
við flutningana til landsins væri
tekinn óeðlilega hár skattur af
framleiðslunni og öðrum notend-
um olíuvaranna, en það fyrir-
komulag sem frv. gerði ráð fyrir
yrði til að tryggja eðlilegt og rétt
heildsöluverð og losna við deilur
og tortryggni um óhóflegan milli-
liðakostnað.
i Þá vék ræðumaður að því, að
olíuverzlun landsmanna væri nú
í höndum erlendra auðhringa og
væri því engan veginn tryggt, að
hagur landsmanna yrði látinn
sitja í fyrirrúmi við innflutning
þessarar nauðsynjavöru.
Björn Ólafsson tók næstur til
máls. Kvaðst hann hafa búizt við
gleggri rökum í ræðu framsögu-
manns, en þar hefðu komið fram.
Sagði hann að rök flutnings-
manns fyrir því að setja upp
ríkiseinkasölu með olíu væri
næsta furðuleg. í fyrsta lagi tel-
ur hann að ríkið eigi að taka að
sér allan þennan innflutning til
þess að fá upp í þann kostnað,
sem ríkið hefði af milligöngu um
kaupin. I öðru lagi af því öryggis
leysi, sem því fylgdi fyrir lands-
menn, að einkafyrirtæki önnuð-
ust innflutning á þessari nauð-
synjavöru. Og í þriðja lagi vegna
þess að verðlag á oliunni væri
of hátt í höndum þessara fyrir-
tækja.
Ef taka ætti slíka röksemda-
færslu gilda, sagði Björn Ólafs-
son, hvernig færu þá öll þau riki
í Evrópu og Ameríku, sem hafa
frjálsa olíusölu, að búa við það
„öryggisleysi" án þess að ríkis-
valdið tæki í taumana? Ekki
oð öllum
hefði þó borið á að um nokkurn
olíuskort væri að ræða í þessum
löndum. Þar væri þó sami háttur
á olíusölu og hér.
Ef ríkið ætti hins vegar að taka
í sínar hendur olíusöluna til þess
að fá upp í kostnaðinn við samn-
ingagerðina um olíukaupin, þá
væru slík rök létt á metunum og
næsta brosleg, þar sem ríkið hef-
ur milligöngu að einu eða öðru
leyti við flest clearing-lönd vegna
vörukaupa og mætti þá segja að
ríkið ætti að taka að sér kaup
á öllum þeim vörum, sem þannig
eru keyptar, aðeins til að fá upp
í kostnað ríkisins vegna þessara
viðskipta.
Hvað þriðju ástæðuna varðar,
sagði Björn ennfremur, að verðið
sé of hótt, þá veit háttv. flutn-
ingsmaður, að rikið sjálft gerir
samning um verð olíunnar fob
og alla flutninga frá Rússlandi.
Síðan reiknar verðlagseftirlitið
út alla kostnaðarliði og ákveður
nákvæmlega á hvaða verði hver
tegund á að seljast. í því efni
eru félögin algerlega háð
ákvörðun verðlagseftirlitsins. —
Vill nú ekki háttv. þingm. skýra
það nánar hvernig verðið getur
verið of hátt undir öruggri hand-
leiðslu og gagnrýni hins opin-
bera?
Flutningsmaður sagði, að eng-
in samkeppni væri í olíuverzlun-
inni. Það er rétt, sagði Björn, en
hvernig getur verið samkeppni
í verði milli þriggja félaga, sem
öll selja sömu vöruna og öll hafa
sama verð, fyrirskipað af verð-
lags’eftirlitinu? Sú eina sam-
keppni, sem komizt getur að und-
ir slíku fyrirkomulagi, er sam-
keppni um þjónustu við kaup-
endur.
Lúðvík Jósefsson hélt því
fram að olíufélögin hér væru háð
erlendum auðhringum og störf-
uðu aðallega eftir þeirra fyrir-
mælum. Björn Ólafsson sagði að
slík fullyrðing hefði ekki við
neitt að styðjast. Félögin væru
öll íslenzk, með íslenzkt hlutafé
og störfuðu með íslenzkt rekstr-
arfé, sem bankarnir legðu þeim
til. Hér væri um hreinan blekk-
ingaráróður að ræða.
Björn hélt svo áfram og sagði
meðal annars: En aðalatriðið í
þessu máli er ekkert af þeim
furðulegu og léttvægu rökum,
sem flm. hefur sett fram til
stuðnings frv. Aðalatriðið í mál-
inu er að sjálfsögðu það, hvort
landsmenn geta keypt olíuna
með hagkvæmara verði eftir að
ríkið hefur tekið að sér einka-
söluna. Þetta atriði, sem skiptir
mestu máli, hefur flm. forðast að
nefna á nafn. Þess vegna spyr
ég: Hversu mikið getur olíuverð-
ið lækkað með ríkiseinkasölu?
Flm. hlýtur að hafa gert sér
grein fyrir því. Ef um enga lækk
un er að ræða, er enginn grund-
völlur fyrir þessu frv.
Lúðvík Jósefsson tók aftur til
máls. Sagði hann, að aðalrökin
fyrir frv. væru, að hér væri ujp
þá vörutegund að ræða, semfs-
lendingar keyptu til landsins í
ríkustum mæli. Til að tryggja
örugg innkaup og lágt verð væri
bezt að ríkið hefði þetta með
höndum. Kvaðst hann ekki geta
sagt hver verðlækkun gæti orðið,
en telja, að það ætti að vera
hægt að lækka olíuverðið til
mikilla muna, ef frv. yrði að lög-
um, en það væri erfitt að segja
til um slíkt. Þá mundu olíusam-
lögin einnig geta fengið olíuna á
réttu heildsöluverði, ef frv. næði
fram að ganga. Þau þrjú félög,
sem nú verzluðu með olíu, hefðu
einokunaraðstöðu.
Björn Ólafsson talaði aftur.
Kvaðst hann ekki vita hvað
væri einokunarform á olíusölu,
ef það væri ekki sú skipan, sem
frv. gerði ráð fyrir. Þá kvaðst
hann ekki heldur vita hvað flm.
hefði átt við er hann ræddi um
rétt heildsöluverð, því engar
skýringar voru gefnar um það.
Hann hefði heldur engar upplýs-
ingar gefið um verðlækkun. —
Sannleikurinn væri sá, að olíu-
verðið mundi að öllum líkindum
hækka, sem næmi kostnaði ríkis-
ins við einkasöluna, ef það tæki
hana í sínar hendur. Þá skýrði
Björn Ólafsson frá því,að áður
en Lúðvik Jósefsson komst í
ríkisstjórn hefði hann mikið tal-
að um of hátt olíuverð. Meðan
hann var í ríkisstjórninni hefði
hann látið rannsaka hvort olíu-
verðið væri of hátt og komizt að
raun um að svo væri ekki. Með-
an hann var ráðherra heyrðist
ekkert frá honum um of hátt
verð. En hann var ekki fyrr kom-
inn úr ríkisstjórninni og orðinn
ábyrgðarlaus, en hann færi að
klifa á því á nýjan leik, að olíu-
verðið væri of hátt. Svona menn
væri ekki hægt að taka alvar-
lega og svona frumvarp væri
vanhugsað og byggt á sandL
— Ur verinu
Framhald af bls. 3.
þessum efnum. Ekki er þó verið
að vekja athygli á þessu hér, til
þess að skatturinn á félögum
verði hækkaður, enda stendur
það víst ekki til, þar sem þessi
lög voru sett sl. vor, heldur að
skatturinn á einstaklingum verði
lækkaður. Lágmarkskrafa skatt-
greiðenda ætti að vera, að tekju
skatturinn færi aldrei yfir 20%
með tilliti til hlunninda félag-
anna. Hreinlegast væri að fall-
ast á tillögu Gísla Jónssonar og
Alþýðuflokksins um að fella
tekjuskattinn alveg niður. Ríkið
myndi ekki tapa á því. Það er
líka vafasamt að það myndi borga
sig að innheimta einstaklings-
skattinn ,ef hámarkið væri 20%,
jafn mikil vinna sem í kringum
það er. Ætli það séu ekki um
1000 manns, sem starfa að álagn-
ingunni og innheimtunni. Það
voru talin 600 fyrir nokkrum ár-
um.
Getur löggjafinn mismunað ein
staklingum og félögum á þennan
hátt án þess að kalla yfir sig
reiði fólksins.
Happdrætti S jálfstæðisflokksins
býður yður upp á glæsilega ameríska fólksbifreið af gerðinni FORD-FAIRLINE (500), fjögurra dyra, model 1959
Þefc, sem fengið hafa heimsenda happdrættismiða, eru vinsamlegast beðnir að gera skil við fyrsta tækifæri.
Miðasala og afgreiðsla er í skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu, opið alla virka daga
kl. 9 f.h. til kl. 5 e.h, Sími 17104 x
FREISTIÐ GÆFUNNAR! Með því að kaupa mi ða skapið þéir yður möguleika á að eignast
glæsilega og dýra bifreið af nýjustu gerð.
i
Dregið verður 16. marz HAPPDRÆTTI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS