Morgunblaðið - 15.02.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.02.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVNfíLAÐlÐ Sunnudagur 15. febr. 1959 f á u m o r u m s a g f Stutt samtal við systur Fulbertu í Landakoti MARGIR hafa spurt mig um það, hvenær framhaldið af samtalinu við Jón Magnusson, skipstjóra, muni birtast í Mbl. Það er ekki ákveðið. Mér þótti rétt að birta annað samtal áður, því að svo virðist, sem nokkrir af lesendum blaðsins þoli ekki of stóra skammta af skútumáli í einu. Ég skrapp á föstudaginn upp á Landakotsspítala að rabba við systur Fulbertu. Hún er góð systir og öllum þótti vænt um hana, meðan hún hjúkraði í Landakoti. Hún er léttlynd og brosir oft. Margir deyjandi sjúkl- ingar hafa beðið hana að rétta sér höndina: — Hún er svo hlý, hafa þeir sagt, og styrkjandi. Systir Fulberta hjúkraði lengst af á neðri ganginum á gamla spítalanum. Nú hefur systir Emerentia tekið við af henni. Hún er líka með afbrigðum glaðlynd. Þegar við höfðum fengið okkur sæti í móttökuherbergi nýja spítalans, kallaði systir Fulberta á systur Klothilde sér til ráðu- neytis. Hún gæti borið vitni um, að systir Fulberta hefði ekkert sagt nema eitthvað fallegt, ef svo færi, að blaðamaðurinn skyldi nú enn einu sinni grípa til skútumálsins. — Systir Fulberta, hafið þér dvalizt lengst af ykkur systrun- um á íslandi? — Nei. Systir Balbina hefur verið lengst. Hún kom hingað 1914. Hún er nú 82 ára. — En þér? Hvenær komuð þér? — Ég kom með Íslandsíalk í stríðinu. Það var 1917. — Og hafið verið hér síðan. — Já. — Og aldrei skroppið heim? — Nei, en ég hef skroppið til Danmerkur. Þar var ég á klaust- urskólanum við Strandvej. — En „heim“, hvar er það? — Ég er fædd og upp alin í Hannover í Þýzkalandi. Hafið þér komið þangað? — Ég hef beðið þar eftir járn- brautarlest. — Nú-já. Faðir minn var einmitt járnbrautarstarfsmaður. Hann dó, þegar ég var þriggja ára. .— Þá hefur verið erfitt? — Dálítið. — Voru foreldrar yðar ka- þólskir? — Já, sjálfsagt. — Voruð þér aldar upp í ftrangri kaþólskri trú? —Já nokkuð. ier frá Reykjavík miðvilkudag- ian 18. þ.m. tfl Vestur- og Norð- srlands. —• Viðkomustaðir: Isaf jörður Sauðárkrókur Siglufjörður Dalvík Akureyri Húsaví’k Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag. — H.f. Eimskipafélag lslands. —Og þér hafið auðvitað tekið trúna mjög alvarlega í æsku? — Ekkert sérstaklega. Svona eins og gengur og gerist. — En af hverju gerðust þér nunna? — Fjórar frænkur mínar fóru í klaustur. Þær voru systur, dæt- ur föðurbróður míns. Tvær þeirra fóru í St. Jósepsregluna i Noregi. Þess vegna fór ég líka í St. Jóseps-klaustur. Svo var nú annað, sem hafði mikil áhrif á 21 árs fór í klaustrið við Strand- vej. Þá hét hún Maria. Hálfu ári síðar fékk hún búning systranna og eftir það hét hún systir Maria Fulberta. — Hvernig þótti henni að koma í klaustrið við Strandvej? — Ágætt. — Engin vonbrigði? — Nei. Ég vissi, að þar átti ég heima. — Og hafið þér aldrei séð eftir því, systir? an af taka sjúklinga vegna þess að hann óttaðist, að sjúklingarnir, sem fyrir voru, mundu smitast. En þörfin var svo mikil, að við rýmdum þriðju hæðina og tókum á móti veikustu sjúklingunum. Jón Kristjánsson prófessor, kona hans og vinnukona peirra hjóna voru fyrstu inflúensusjúklingarn- ir, sem voru fluttir til okkar. Faðir prófessorsins, Kristján Jónsson yfirdómari, sárbað okk- ur um að hjúkra þeim, það væri svo kalt í íbúðinni þeirra og eng- inn til að kynda. Hann var hræddur um, að þau fengju lungnabólgu. En það var um sein- an. Þau voru öll með lungnabólgu þegar þau komu til okkar. Og Jón prófessor dó sama kvöldið og hann kom á spítalann, kona hans klukkan 6 næsta morgun og stúlkan seinna um daginn. Frúin sagði við mig, skömmu áður en hún dó: — Hvernig líður mann- „Ég vissi, að hann var kominn upp til Guðs“. * (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) mig. Þegar ég var telpa fór ég oft í kaþóska spítalann í Jlannov- er. Hann stóð í fallegu umhverfi fyrir utan borgina. Þar þótti mér skemmtilegt að vera og ég hugs- aði oft með sjálfri mér: — Mikið hlýtur nú að vera gaman að hjálpa sjúkum eins og systurnar í spítalanum. Og eitt sinn þegar ég var þar í heimsókn, heyrði óg hvíslað að mér: — Þú átt að fara í klaustur. Þá vissi ég, að það var köllun mín í lífinu. Svo var það einn dag 1904, að ung stúlka — Nei, alls ekki bara. Þetta er bezta starf, sem til er — að rétta sjúkum hjálparhönd. — Er þetta ekki erfitt starf? — Jú, sjálfsagt er það erfitt, en þegar sjúklingnum batnar og hann getur farið neim, verður gleðin erfiðleikunum yfirsterk- ari. — Hvenær þótti yður hjúkrun- arstarfið erfiðast? — I Spænsku veikinni. Þá var spítalinn yfir fullur. Matthías læknir vildi helzt ekki fyrst fram inum mínum? Ég vildi ekki segja, að hann væri dáinn, svo ég sagði: — Honum líður vel, s-gði ég. — Það er gott, sagði hún. Svo dó hún. — Já, en systir, leið yður ekki illa að hafa sagt henni ósatt? — Ósaí.? Ég sagði henni ekki ósatt. Það var allt satt, sem ég sagði. Ég sagði, að honum liði vel, því ég vissi, að hann var kominn upp til Guðs. — Haldið þér, að öllum líði vel, sem koma upp til Guðs? I Við sendum menn heim til yðar eða í fyrirtæki yðar, ef þér óskið, til að aðstoða yður með allt, sem tryggja þarf. Reynið þjónustu vora — lægstu og be/.tu kjör. Sími 1-54-34 — 1-64-34. TBTGGIJNGI —Það skulum við vona. Þeir, sem deyja hér, fá bænirnar okkar í veganesti og ég er viss um, að þær eru til góðs. — Þið iðkið mikið bænalíf, systurnar. — Ja, við biðjumst fyrir þrisvar á dag. Og svo við dánarbeð. Við förum á fætur klukkan 5 á morgn ana og byrjum að vinna klukkan 7. Þá biðjumst við fyrir. — Allan tímann? — Nei, messa og morgunkaffi. — Verður maður ekki að vera ákaflega trúaður til að ganga í klaustur? — Það veit ég nú ekki. — Manni líður vel andlega? — Já, ef starfið er köllun. — Hafið þér verið hræddar við dauðann, systir? — Nei-ei. Guð tekur á móti sálinni. Og okkur líður vel. — Þér minntuzt á Matthías lækni áðan. Bar hann ekki hita og þunga dagsins í Spaensku veik- inni? — Ojú. Halldór Hansen byrjaði hér 1916, en hann lagðist í veik- inni og varð fárveikur. Matthías var hér dag og nótt í heila viku. Hann var mikill dugnaðarforkur, alltaf sívinnandi. Einu sinni í Spaensku veikinni sagði hann við mig: — Láttu ekki fólk vita, að ég sé hér. Svo lagði hann sig á sjúkrabörur í klukkutíma. Sím- inn stanzaði ekki allan tímann, fólk þurfti að hitta Matthías lækni. En ég sagði bara: — Nei: læknirinn er ekki við! Og það var hann ekki heldur, því hann var ekki frammi á ganginum. Meðan veikin geisaði, skar hann ekki upp í heila viku. Börnunum þótti vænt um Matthías. Einu sinni var hér samt fjögurra ara gamall drengur, sem var mjög hræddur við hann, þegar hann var í hvíta sloppnum með húfuna. Svo var það eitt sinn, að Matthías var að fara á fund eða einhverja skemmtun og kom upp á klædd- ur. Þá sagði drengurinn: — Nú er ég ekki hræddur við þig í dag. — Nú, hvers vegna ekki, spyr Matt- hías. — Af því að þú ert í spari- fötunum þínum, svaraði stráksL Þá brosti Matthías. í annað skipti var hann að skipta á litlum dreng, sem grét mikið og kallaði í sífellu: Mamma, pabbi, mamma .... Þá sagði Matthías læknir: — Þú skalt heldur kalla mampa, þá hefurðu þau bæði i einu orði. Strákurinn fór að skellihlæja og grét ekki eftir það. Já, ég sá mikið eftir Matthíasi lækni, þeg- ar hann dó. Það gerðum við allar. — En segið mér eitt, systir, kviðuð þér ekki dálítið fyrir að fara til íslands? — Nei, ekki vitund. Hér átti ég strax heima. Hér er gott fólk. Og fallegt á Þingvölum. —Hafið þér aldrei haft heim- þrá? — Nei. — Það er margt breytt frá því þér komuð fyrst. — Já. Þá voru færri hús en nú. Þá var gaman að sjá sjóinn og Esjuna héðan frá Landakoti. — Eruð þið ekki dálítið ein- angraðar hér? •— Nei. Við hittum marga sjúkl- inga og lesum blöðin. — Morgunblaðið? — Já, ég les Morgunblaðið á hverjum degi. Og einu sinni hjúkraði ég Valtý Stefánssyni, ritstjóra. Hann var góður sjúkl- ingur. Svo sá ég hann löngu seinna á götu, en þekkti hann ekki, því hann var með svo stór gleraugu. — Þér segizt aldrei hafa haft heimþrá. — Nei. — Eigið þér engin systkini? — Ég átti fimm bræður. Þrír fóru i fyrri heimstyrjöldina og komu ekki aftur. Einn er á lífi. Hann er áttræður og býr í Þýzka- landi. Ég er nýbúin að fá bréf frá honum. — Hvað starfaði hann. — Ja, það var nú heldur ó- merkilegt. Hann var blaðamaður eins og þér! — M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.