Morgunblaðið - 15.02.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 15.02.1959, Síða 13
Surmudagur 15. febr. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 13 i Undanfarna daga hefir verið hið versta veður. Myndin hér að ofan var tekin í Grindavík sl. föstudag. Steinninn á bryggjunni er einn af mörgum, sem köstuðust upp á hafnargarðinn í hafróti og stormi. (Ljósm. Björn Björnsson). REYKJAVÍKURBRÉF Laugard 14. febr. Hvart togarans Júlís Hvarf togarans Júlís minnir okkur enn á, hvílíka þakkarskuld við eigum að gjalda íslenzkum sjómönnum. Þjóðarbú okkar hvílir á herðum þeirra öðrum fremur. Hafið þykir hvarvetna válegt og valt að eiga afkomu sina undir því. Hvergi á byggðu bóli er það þó válegra en í Norð- urhöfum að vetrarlagi. Þegar stormar, kuldi og myrkur leggj- ast á eitt, er ekki heiglum hent að kljást við það. Þetta hafa ís- lendingar þó gert frá upphafi og munu halda áfram að gera á meðan landið er byggt. Við, sem í landi sitjum, þekkj- um lítið til þeirrar baráttu, sem á hafinu er háð. En á okkur hvílir sú skylda, að láta sjómönn- unum í té hin beztu tæki, sem eru fáanleg. Síðustu dæmin sanna þó, að það eitt dugar ekki. Hættan verður aldrei um-flúin til fulls. Þegar sótt er á ný mið skapast og ný vandamál. Veður- lag og ísing er með öðrum hætti en menn eiga að venjast á heima- miðum, þó að nógu erfitt sé. — Engan er um að saka, en grand- gæfilega verður að skoða í hverju hinar nýju hættur eru fólgnar og gera allt, sem í mann- legu valdi stendur, til að frá þeim verði forðað í framtíðinni. Aðstandendur, sem nú hafa beðið milli vonar og ótta, eiga samúð hvers einasta Islendings. Þeir verða að finna, að ástvinir þeirra hafa lagt sig í hættu vegna starfa, sem þjóðin öll öðru frem- ur þarf á að halda og kann að meta, svo sem vert er. Útgáfa fornrita Eins og á engan er hallað, þó að sagt sé, að sjómennska sé sú atvinnugrein, sem íslendingar megi sízt án vera, um leið og hún er hættusömust, þá eru fornritin sá þáttur menningar okkar, er aldrei má hætta að hafa áhrif á hug þjóðarinnar. Þangað hafa ís- lendingar fyrr og síðar sótt kraft og dug. Við lestur þeirra halda Islendingar við kunnáttu á tungu sinni og kynnast bókum, sem sumar eru með því bezta, er rit- að hefur verið fyrr og síðar. Við- fangsefni eru nú fleiri en áður og þess vegna er ekki við því að búast, að þekking á fornri menn- ingu verði eins gagnger og á meðan menn höfðu fáu öðru að sinna. En menntun hvers einasta íslendings verður að hvíla á þess ari undirstöðu. Forsenda þess er, að fornritin séu til í aðgengilegum útgáfum. Almenningsútgáfur ritanna, a. m. k. íslendingasagna, eru nú til á miklum fjölda heimila um land allt. Það er ómetanlegt, en þó ekki nóg. Hið íslenzka fornritafélag Islendingar þurfa sjálfir að eiga beztu útgáfur, sem til eru af fornritum þeirra. Til þess að svo mætti verða, var Hið íslenzka fornritafélag stofnað fyrir rúm- um 30 árum. Félagið minntist 30 ára afmælis síns á síðasta ári. Af því tilefni gaf það út skömmu fyrir jól Afmælisrit, bækling, 20 síður að stærð, ásamt nokkrum myndum og sýnishornum úr út- gáfum sínum. Afmælisritið er gefið út af mikilli smekkvísi. Það er hollur fróðleikur öllum, en ekki sízt þeim, sem stundum finna að því, hversu útgáfu fé- lagsins miði seint áfram. Félagið hefur átt við marga örðugleika að etja. Verstir eru þó tveir: Skortur á hæfum mönn- um til að annast útgáfurnar og áhugaleysi almennings. Þegar talað er um skort á hæf- um mönnum í þessu sambandi, má ekki skilja það svo, að þeir séu ekki til. En hinir beztu, og við aðra sættir félagið sig ekki, hafa að vonum ærnum störfum öðrum að gegna. Eftir því sem fjárráð félagsins eru minni, er og erfiðara að fá hina hæfustu ménn til að vinna fyrir það. Aðalerfiðleikinn er því skeyting- arleysi almennings. Það ætti að vera stolt allra þeirra, sem þess eru umkomnir, að eiga hina beztu fáanlegu út- gáfu af þeim verkum, sem mest- um ljóma hafa varpað yfir land okkar. Sú eign rýrnar aldrei í verði, heldur getur geymzt kyn- slóð eftir kynslóð. Forysta Jóns Asbjörnssonar Þó að hægt hafi gengið, hefur stöðugt miðað fram á við, enda eru bækur Fornritafélagsins nú orðnar álitlegt bókasafn. Mikill munur er frá því, sem áður var, þegar sækja þurfti allt suður til Þýzkalands eftir hinum beztu út- gáfum þessara rita. Ýmsir góðir menn eiga hér hlut að, enginn þó fremur en Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari. Hann segir í Afmælisritinu skemmtilega frá, hvernig 1 g- myndin að stofnun félagsxns fæddist í huga hans og þroskað- ist, ekki sízt í samtölum við vin hans, Þorstein Þorsteinsson, sýslumann í Dölum. Jón beitti sér fyrir stofnun félagsins og hefur síðan af frábærri óeigin- girni átt mestan þátt í að halda því uppi. Mun hann hvorki hafa látið smátt né stórt í starfi fé- lagsins fram hjá sér fara heldur unnið að öllu af þeirri einstöku samvizkusemi, sem honum er gefin. Hefðu handritin glatazt hér? Afmælisritið er skrifað af Andrési Björnssyni og er vel samið og smekklega úr garði gert. En þar er fullyrðing, sem sá, er þetta ritar, getur með engu móti verið sammála. A síðu 3 segir: „Öllum er kunnugt um örlög hinna fornu, íslenzku handrita, að þau voru flest flutt úr landi á 17. og 18. öld. Allir virðast þess fullvissir, að handritanna hefði beðið bráður voði og eyðilegg- ing, hefðu þau orðið kyrr í land- inu unz örbirgð og hörmungar súrfu harðast að“. Þetta er ein þeirra fullyrðinga, sem hver hefur eftir öðrum. Auð- vitað verður hún aldrei afsönn- uð vegna þess, að á það reyndi ekki. En þegar svo er tekið til orða, verður að hugleiða, að bæði fórust dýrmæt handrit í hafi og önnur brunnu í eldsvoð- anum mikla í Kaupm.höfn. Flutn ingur úr landi og gæzla erlendis var þess vegna síður en svo ein- hlít. Á hitt er að líta, að einmitt um þær mundir, sem fastast var sótt eftir handritunum erlendis frá, var byrjað að prenta þau hér á landi. Um það segir svo í af- mælisritinu: „Fyrstu tilraun hérlendis til að bjarga íslenzkum handritum í prentaðar bækur, gerði Þórður biskup Þorláksson í Skálholti seint á 17. öld. Árið 1688 lét hann prenta íslendingabók, Kristni sögu og Landnámabók og á árunum 1689—1691 kom út að hans forlagi Ólafs saga Tryggva- sonar hin meiri. Þessi virðingarverða tilraun biskupsins sýnist þó ekki hafa hlotið mikinn byr, þvi að útgáf- unni var snögglega hætt. Var sá þráður ekki upp tekinn síðanfyrr en um miðja 18. öld, að út komu á Hólum tvö bindi með sögum og þáttum, Nokkrir margfróðir söguþættip. Islendinga og Ágætar fornmannasögur. Átti Eggert Ól- afsson mikinn hlut að, en Björn Markússon lögmaður sá um út- gáfuna". Að vísu var fátækt Islendinga aldrei meiri en seint á 18. öld, en þá var þó hafin prentun íslenzkra fornrita í landinu sjálfu fyrir h. u. b. 100 árum. Það verður því að teljast hrein hégilja, að handritin hefðu tortímzt í landinu sjálfu á þessu 100 ára bili fremur en á öllum þeim öldum, sem á undan voru liðnar. Hugurinn til endur- reisnar landsins vaknaði einmitt um miðja 18. öld, rétt eftir að búið var að rýja landið af hand- ritunum. Ótækt er, að íslending- ar sjálfir magni þá hjátrú, að þeir mundu hafa eyðilagt mikils- verðustu menningarverðmæti sín, ef þau hefðu fengið að vera kyrr, þar sem þau áttu heima. Hagnýtínp; auðlinda landsins Samhliða því, sem við byggj- um á íslenzkri menningu og efl- um hina fornu atvinnuvegi lands- manna, sjávarútveg og landbún- að, þá verðum við stöðugt að fylgjast með tímanum. Menning- in blómgast og þroskast við eðlileg áhrif erlendis frá. Islenzk menning náði mestum þroska meðan landsmenn voru í stöðugu sambandi við umheim- inn og óhræddir við þau sam- skipti, sem kröfur tímanna þá heimtuðu. Einangrunin var aftur á móti nærri búin að eyðileggja okkur. Á sama veg verður efna- hagurinn því betri sem fjöl- breytni er meiri. Allt verður að styðjast að, sjávarútvegur, land- -búnaður, iðnaður, verzlun og hag nýting þeirra auðlinda, sem í landinu eru. Borholan mikla, þaðan sem kemur hiti, 6r nægir 4000 íbúum, sýnir á hvílíku frumstigi við er- um enn um hagnýtingu þeirra gæða, sem okkur hafa verið gef- in. Þegar þekking, atorka og tækni sameinast, þá finnst slíkur fjársjóður inni í miðri höfuðborg inni. Hvar annars staðar þekkja menn slíks dæmi? Þessi náttúruöfl verður að nýta þjóðinni til góðs. Vafalaust eru allir Islendingar sammála um það. Um aðferðirnar greinir menn á, eins og gengur. Sjálf- stæðismenn eru sannfærðir um, að þeir hafi með endurreisnar- tillögum sínum, sem flokksráð þeirra samþykkti hinn 18. des- ember sl., vísað veginn. Fyrst er að sleppa úr öngþveitinu, sem V- stjórnin skildi við þjóðina í. Síðan er að koma á jafnvægi. Eftir að það er fengið, verður auðveldara að afla fjár til þeirra stórframkvæmda, sem geta tryggt íslendingum góð lífs- kjör. Sameiginlegt átak Island er erfitt land, en þó er hægt að búa landsfólkinu örugg og góð lífskjör, ef rétt er að far- ið. Til þess þarf sameiginlegt átak. Ekki á þann veg, að menn séu kúgaðir undir einn vilja, heldur svo, að hver fái að starfa með þeim hætti, að kraftar hans njóti sín sem bezt. Viðreisnartil- lögur Sjálfstæðismanna stefna að því. Þar er skilið á milli heil- brigðrar forystu og banvænnar ofstjórnar. Sjálfstæðismenn hafa aldrei verið hræddir við að láta al- mannavaldið beita sér fyrir þeim framkvæmdum, sem exnstakling- um eru ofvaxnar. En þeir vilja ekki, að ríkið skipi nefnd eftir nefnd, sem hafi það aðalverk- efni að hindra borgarana í að fullnægja athafnaþrá sinni. Með góðvild og samstarfi getur hin litla íslenzka þjóð unnið stór- virki. Ef haldið er við sundr- ungu og valdabraski sitja menn fastir í feninu, sem V-stjórnin leiddi þá út í. Framsóknarfnenn halda dauða- haldi í sin rangfengnu völd, þó að þeir viti að slíkt leiði til sundrungar og alls, sem henni fylgir. Vegna stórkostlegra fólks- flutninga, uppbyggingar og bættra samgangna er Island nú orðið annað land en það áður var. Tengslin við fortíðina mega ekki slitna. En ekki tjáir að ætla að binda nútíð og framtíð í viðj- ar liðins tíma. Sýslur og kjördæmi Sumir hampa því nú, að kjör-' dæmaskipting við Alþingiskosn- ingar hljóti að hvíla á sýslu-^ skiptingu. Allir, sem að þessu gá, sjá þó þegar í stað, að þetta tvennt fer alls ekki lengur sam- an. Ekki þarf annað en að athuga ástandið i næsta kjördæmi við Reykjavík, Gullbringu- og Kjós- arsýslu. Þar situr sýslumaðurinn í Hafnarfirði og er bæjarfógeti Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður hefur þó lengi verið sérstakt kjör dæmi, enda hefur hann sérstaka bæjarstjórn. Gullbringu- og Kjósarsýsla eru og í raun og veru tvö sjálfstæð sýslufélög með sína sýslunefndina hvort, þó að sýslumaðurinn sé sameiginlegur. Engu að síður eru þær eitt kjör- dæmi. I því kjördæmi er einnig Keflavíkurkaupstaður, með sína sérstöku bæjarstjórn, bæjarfó- geta og bæjarstjóra. Hið sama er um Kópavogskaupstað. Loks er Keflavíkurflugvöllur með sinn sérstaka lögreglustjóra. Hin gamla sýsluskipting er sem sagt gjörsamlega komin á ringulreið og þó er kjördæmið, að undan- teknum Hafnarfirði, enn eitt og hið sama og það var fyrir rúm- um 100 árum. Kjósendur þar, 7—8 þúsund, fá aðeins einn þing- mann kosinn, ekki fleiri en rúm- lega 400 manns á Seyðisfirði. Slíkt háttalag er ekki tryggð við gamla héraðaskiptingu lands- ins, heldur hróplegt ranglæti. Með þvílíku atferli er efnt til sundrungar og illvilja meðal ís- lenzku þjóðarinnar, sem hún allra sízt má fyrir verða, þegar jafnstórfelld verkefni eru fram undan og nú. Tíminn situr við sinn keip Framsóknarmenn eru svo van- ir að lifa á sundrungu og rangs- leitni, að svo er að sjá sem per- sónuníð sé orðið hluti af eðli þeirra. I síðasta Reykjavíkur- bréfi voru rakin nokkur dæmi þess, hvernig þeir gripu strax til persónuníðs gagnvart sinum gömlu samstarfsmönnum úr Al- þýðuflokknum þegar á milli þeirra skildi. Þar var vitnað til ákveðinna ummæla Timans og Dags, sem standa þar svört á hvítu. Svo er að sjá sem Tímanum hafi sárnað að vera þannig stað- in að verki. Hann grípur þess vegna orðtak óvalins götustráks og segir: Ekki ertu betri sjálfur. En Tíminn getur ekki bent á eitt einasta dæmi úr Morgunblaðinu um svipaða starfshætti. Það verð ur honum þó ekki til erfiðis- auka, því að þá býr hann það bara til, að Morgunblaðið stundi ekki iðju Tímans, vegna þess að með því móti telji það sig geta náð sér ennþá betur niðri á and- stæðingunum! Það hátterni Morgunblaðsins á að sýna, hversu fram úr skarandi vondur maður sá sé, sem því ræður! Af því að hann iðki ekki Tíniarit- háttinn sjálfur, á hann að bera ábyrgð á, að einhverjir honum gersamlega óviðkomandi aðilar taki sér fremur fordæmi af Tím- anum en Morgunblaðinu! Síðasta skjólið Allt er þetta lengra sótt ea góðu hófi gegni hjá Tímanum. En eðli hans sjálfs lýsir sér í þvi að búa til gersamlega tilhæfu- lausan þvætting í því skyni að rægja á milli manna. Þetta þykir hugkvæmni hjá Framsóknar- mönnum en aðrir landsmenn eru Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.