Morgunblaðið - 15.02.1959, Síða 20
20
MORCUlVfír, AÐlb
Sunnudagur 15. febr. 1959
„betta er ekki neitt sérlega tor-
•kiiið, Monsieur", sagði hún. „En
leyfist mér að spyrja, hvers vegna
J)ér eruð að segja mér frá öllu
jþessu ?“
Umsjónarmaðurinn brosti svo
»ð skein í gular tennurnar.
„Hafið þolinmæði, yðar hágöfgi.
Hafið þolinmæði. Við þýðingu
skeytanna kemur það nefnilega
greinilega í ljós, að það eru ná-
kvæm endursögn á innihaldi einka
viðtals, sem þér voruð svo vinsam
leg að eiga við utanríkisráðherra
okkar hinn annan nóvember".
„Það er ómögulegt".
„Nei, nei. Ég hef ekki heimild
til þess að spyrja yður, Madame,
hvort þér hafið skýrt frá efni um-
ræðnanna í Washington, enda
hefði það ekki verið nema sjálf-
sagt: Viðræðurnar fóru jú fram
með það fyrir augum að stjóm yð-
ar fengi fréttir af þeim“. Og áður
en Helen gat sagt nokkuð: „Það
var fyrir yðar stjórn, sem þessar
viðræður voru ákveðnar, en ekki
neitt þriðja vald .... segjum t. d.
í Moskvu“.
Monsieur Le.biche bjó sig undir
að spyrja Helen hvort hún hefði
skilið, en hún gaf honum ekkert
ráðrúm til þess.
„Þér haldið því þá með öðrum
orðum fram“, sagði hún — „að
það sé njósnari í sendiráði mínu,
sem hefur skýrt þriðja aðilanum
efnislega frá einkaskeyti mínu —
svo framarlega sem ég hef sent
nokkurt slíkt skeyti?“
„Vissulega neyðist ég til að
halda því fram, yðar hágöfgi".
„Og hvað viljið þér að ég geri?"
„Þér vitið, yðar hágöfgi, að
sendiherrabústaðurinn er óháður
landslögum. Við getum ekki stigið
fæti inn fyrir dyr hans, nema
með yðar leyfi, hvað þá heldur
gert húsrannsókn þar. Við getum
hins vegar afhent yður skjölin og
beðið yður að taka málið að yður.
Annars....“
Helen hleypti brúnum.
„Annars hvað, Monsieur Le-
biche?“
„Hér er ekki aðeins um að ræða
öryggi sendiráðs yðar, Madame,
heldur og líka öryggi franska lýð-
veldisins. Við verðum því að biðja
yður — svo framarlega sem þér
heimilið ekki okkur sjálfum að
stjórna rannsókninni — að skýra
okkur frá hverju atriði í fram-
kvæmdum yðar. Við höfum af
ásettu ráði farið hjá því að beina
þessum tilmælum okkar í gegnum
utanríkisráðuneytið, vegna þess
að úr því hefði getað orðið óþægi-
legur pólitískur málarekstur. Með
tilliti til vináttu landa okkar. .“
Helen gerði sér grein fyrir hót-
uninni, sem að baki orðanna leynd
ist. Hún sagði:
„Þér vitið að það eru aðeins ör-
fáar vikur síðan ég tók að mér
sendiherrastarfið hér. Ég get því
ekki ábyrgst hvern einstakan sam
starfsmann minn. Hins vegar hef
ur fyrirrennari minn... .“
„Eflaust, Madame, eflaust. Mál-
ið er nú heldur ekki beinlínis
hörmulegt. En umboðsmaður, sem
kæmist yfir þetta símskeyti, gæti
á morgun. .. .“
Helen reis á fætur.
„Ég ætla að biðja yður að skýra
ambmanninum frá því“, sagði hún
— „að ég muni skýra stjórn minni
frá ráðstöfunum yðar, þegar í
stað. Jafnskjótt og ég fæ leyfi frá
Washington til þess af hefja
rannsókn, mun ég ráðfæra mig
við yður“.
Monsieur Lebiche var staðinn á
fætur. Hann rétti Helen skjala-
veski. Hann brosti kurteislega, en
rödd hans var ákveðin og hörð,
þegar hann sagði:
„Leyfist mér, yðar hágöfgi, að
biðja yður að læsa þessi skjöl inni
í stálskápnum yðar“.
Helen tók við skjalaveskinu, ró-
lega en með tregðu og gekk yfir að
veggnum, bak við skrifborðið, þar
sem skápnwm var komið fyrir. Svo
sneri hún sér við.
„Þökk fyrir, Monsieur Lebiche".
Embættismaðurinn virtist skilja
það, að sendiherrann hefði fylli-
lega samþykkt fræðsluna, en að
stálskápurinn yrði ekki opnaður í
návist hans. Hann hneigði sig,
gekk til dyranna, hneigði sig aft-
ur, opnaði dyrnar, hneigði sig í
þriðja skiptið og lokaði dyrúnum
hljóðlega á eftir sér.
Helen setti hinn flókna læsingar
útbúnað geymslunnar, sem enginn
kunni skii á, auk hennar, annar en
varamaður hennar, í hreyfingu. —
Hún læsti skjölin inni, varpaði
öndinni léttar og fór út úr vinnu-
stofunni.
1 litlu einkaborðstofunni í Ibúð
KÆLISK APUKIIMM
Eítirlæti hagsynna húsmæðra
Prýði eldhúsa — Stolt husmæðra
ELVINATOR
Hekla
Austurstræti 14. Sími 11687
• er rúmgóð og örugg
matvælageymsla.
# hefir stærra frystirúm
en nokkur annar kæli-
skápur af sömu stærð
• er ódýrastur miðað við
stærð.
* Kr 10,920 -
Gerið yður ljóst að kæliskápur er varanleg eign
hennar stóð miðdegisverðarborðið
albúið.
Um leið og hún kom inn í stof-
una hringdi síminn á borðinu.
Stofustúlkan, sem var að bera
matinn inn á borðið, tók heyrnar-
tólið upp. Svo sneri hún sér að
Helen:
„Það er maðurí, sem óskar eftir
því að tala við yður, Madame".
Helen hrukkaði ennið.
„Einhver Monsieur Wagner",
sagði stúlkan.
Helen gaf stúlkunni merki um
að fara út úr stofunni.
Þegar hún var orðin ein, bar
hún fallega fílabeinslita heyrnar-
tólið að eyranu.
„Wagner hér“, sagði ókunnug
rödd á ensku.
„Já, hvers óskið þér?“
„Tala ég við Helen Cuttler?"
„Já“.
„Er það alveg áreiðanlegt?“
„Hvað á þessi þvættingur að
þýða?“ svaraði Helen óþolinmóð-
lega.
Henni var ljóst, að sá sem tal-
aði vildi einungis sannfæra sig um
það, að þetta væri raunverulega
hennar rödd.
„Þökk fyrir, þetta nægir“, sagði
röddin. „Þér fenguð rétt í þessu
heimsókn, ungfrú Cuttler. Viljið
þér nú gera svo ve.l að hlusta vel
á það sem ég segi“. Hann talaði
hægt, eins og hann þyrfti að velja
hvert orð með ýtrustu nákvæmni.
— „Innan fjörutíu og átta klukku
stunda eigið þér að segja þessum
gesti yðar, að stjórn yðar telji
rannsókn óþarfa með öllu. Engin
rannsókn verði framkvæmd, eng-
in, skiljið þér það? Og þe.tta er eng
in bón, ungfrú' Cuttler. Þetta er
skipun. .. .“
Áður en hún fékk ráðrúm til
að svara einu orði, hafði „Hr.
Wagner" hringt af.
10.
Helen lét miðdegisverðinn
óhreyfðan. Hvað átti hún að gera?
Á því lék enginn minnsti vafi, að
það var njósnari í sendiherrabygg
ingunni. Ekki var hugsanle.gt að
leyna þeirri staðreynd fyrir stjórn
inni í Washington. Hins vegar var
mönnum Tulpanins ofursta alvara
með hótunina. Ef hún léti hefja
rannsókn, þá myndi Tulpanin
ofursti láta höggið ríða. Hann
myndi gera það, til þess að njósn-
armálið hyrfi alveg í því hneyksli,
sem heimkvaðning sendiherrans,
hlyti að vekja um allan heim.
Hvar átti hún að leita ráða?
Allt í einu rann það upp fyrir
henni, hversu einmana hún var
orðin á frægðarbraut sinni. Hún
hafði fljótt áttað sig í völundar-
húsi stjómkænskunnar. 1 völundar
húsi síns eigin lífs þekkti hún eng-
an veg. —
Hönd hennar hvíldi enn á sím-
anum. Hún lyfti heyrnartólinu
hikandi.
„Gefið þér mér samband við
New York“,_ sagði hún við síma-
vörðinn. — „Ég þarf að tala við
manninn minn. Mjög áríðandi
ríkismálefni".
Hún gekk því næst yfir í sendi-
ráðið og gerði boð eftir æðsta
ráðunaut sendiráðsins, Howard
Lee, formanni pólitísku deildar-
innar. Lee var gamall stjórnmála-
maður, sem hún gat skilyrðislaust
treyst.
„Amtmaðurinn hefur tilkynnt
mér, að það sé rússneskur erind-
reki í sendiráðinu". Hún gekk yf-
ir að brynvörðum Skáp og tók þar
út skjalið, sem Monsieur Lebiche
hafði afhent henni. — „Erindrek-
inn hefur sent afrit af skýrslu
minni um viðtal mitt við utanríkis
ráðherrann, til Prag. Ut af fyrir
sig var skýrslan þýðingarlaus. En
að sjálfsögðu krefjast Frakkamir
rannsóknar. Hún er einnig okkur
í hag“.
Howard Lee, gráhærður maður,
með rólegt, göfugmannlegt yfir-
bragð, blaðaði í skjölunum.
„Við verðum þegar í stað að
gera stjórninni í Washington að-
vart“, sagði hann.
„Að sjálfsögðu. En ég kæri mig
ekkert um að fá frönsku lögregl-
una hingað í húsið“.
„Auðvitað ekki — ef hægt verð-
ur að komast hjá því. Stjórnin 1
Washington mun tafarlaust send*
hingað menn úr leyniþjónustunni".
Helen hafði setzt bak við skrif-
borðið sitt.
„Ég held að það sé ekki ttmi-
bært, að svo stöddu“, sagði hún
ákveðnum rómi.
Howard Lee lelt á hana spum*r
augum. — „Hvað eigið þér við?“
spurði hann undrandi.
„Við ættum sjálf að vera fær
um að framkvæma rannsóknina“,
sagði hún.
„Hvernig ættum við að fara aC
því, ungfrú Cuttler?“
„Hver sá skeytið mitt, áður en
það var sent?“ spurði hún, án
þess að svai'a beinlínis spurningu
han8.
SHÍItvarpiö
Sunnudagur 15. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulegra.
11,00 Messa í Fríkirkjunni (Prest
ur: Séra Þorsteinn Björnsson. —
Organleikari: Sigurður Isólfsson),
13,15 Erindaflokkur um náttúru-
fræði; II: Guðmundur Kjartana-
son jarðfræðingur talar um isald-
arjökla á Kiili. 14,00 Hljómplötu-
klúbburinn (Gunnar Guðmunds-
son). 15,00 Kaffitíminn:. Þorvald
ur Steingrímsson og félagar hans
leika. 16,30 Rússnesk þjóðlög: —>
Alexandrov-kórinn og hljómsveit-
in syngur og leikur. 17,00 „Litir
í tónum". Frank Sinatra stjórnar
hljómsveit. 17,20 Barnatími —■
(Helga og Hulda Valtýsdætur),
18,30 Miðaftantónleikar (plötur).
20,20 Upplestur: Jón frá Pálm-
holti les frumort Ijóð. 20,30 Hljóm
sveit Ríkisútvarpsins leikur. —.
Stjómandi: Hans Antolitsch. —
21,00 „Vogun vinnur — vogun tap
ar“. — Stjómandi þáttarins: —•
Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur.
22,05 Danslög (plötur). 23,30 Dag-
skrárlok.
Mánudagur 16. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulega,
13,10 Búnaðarþáttur: Framleiðslu
og verðlagsmál (Sveinn Tryggva-
son framkvæmdastjóri). 18,30
Tónlistartími barnanna (Jón G.
Þórarinsson kennari). — 18,50
Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins-
son). 19,05 Þingfréttir. — Tónleik
ar. 20,30 Einsöngur: Elsa Sigfúss
syngur; Valborg Einarsson leikur
undir á píanó. 20,55 Um daginn
og veginn (Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson rithöfundur). 21.15 Tón
æikar (plötur). 21,30 Utva?pssag-
an: „Viktoría“ eftir Knut Ham-
sun; VII. (Ólöf Nordal). -^22,10
Passíusálmur (18). 22,20 Hæsta-
réttarmál (Hákon Guðmundsson
hæstaréttarritari). 22,40 Kammer-
tónleikar (plötur). 23,10 Dag-
skrárlok.
1) „Finnst þér ekki alveg stór-
kostlegt hvernig pápa gamla hef-
ur tekizt að temja þennan grá-
björn með lægni sinni. Míló virð-
ist annars orðinn hændur að þér.“
„Já, Markús. En ég hefi nú miklu
meiri áhuga fyrir öðru“.
2) „Hverju?" spyr Markús.
„Gulli“ svarar Sússana.
3) „Hvar skyldi gamli maður-
inn eiginlega fá gullið til að
merkja endurnar með? Hvar í
ósköpunum fær hann það?“
þýðunnar".
Þriðjudagur 17. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Barnatími: Ómmusögur. —
18,50 Framburðarkennsla í esper-
anto. 19,05 Þingfréttir. Tónleikar.
20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars
son kand. mag.). 20,35 Frá tón-
leikurn Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands í Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi
Róbert A. Ottósson. 21,15 Erindi:
Eina ráðið (Árni Árnason dr.
med.). 21,45 Iþróttir (Sigurður
Sigurðsson). 22,10 Passíusálmur
(19). 22,20 Upplestur: Anna frá
Moldnúpi les kafla úr bók sinni
„Ást og demantar". 22,40 Islenzk-
ar danshljómsveitir: Árni Elfar
og hljómsveit hans. Söngvari:
Haukur Morthens. 23,10 Dagskrár
lok. —