Morgunblaðið - 15.02.1959, Side 23

Morgunblaðið - 15.02.1959, Side 23
Siirmtidagur 15. febr, 1959 MORG ÍHVfíL AÐIÐ 23 ✓ Höfundasamtök mót- mœla hljóðritun í heimahúsum Mótmæli Bandalags isl. listamanna Alþjóðasambands höfunda og Bernar sambandsins FRA „STEFI" hafa Mbl. borizt mótmæli frá ýmsum samtökum listamanna gegu frumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi um að leyfa hijóðritun hugverka í heimahúsum. Ber þar fyrst að geta mótmæla frá Bandalagi íslenzkra listamanna, sem samþykkt voru á aðalfundi sambandsins. Var þar gerð svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Bandalags ís- lenzkra listamanna mótmælir eindregið frumvarpi því, sem borið hefir verið fram á yfir- standandi Alþingi, um að leyfð skuli í heimahúsum hljóðritun hugverka án heim- ildar höfunda og flytjenda og Gerpir fékk hnút á sig viö Hvarf NESKAUPSTAÐ, 14. febr. — Togarinn Gerpir kom til Neskaup Btaðar kl. 6 í gærkvötdi af veið- Uin á Nýf undnaiandsmiðum. — Hafði hann verið nær 6 sólar- hringa á leiðinni, en hún er um 1300 sjómílur. Þegar Gerpir var á leið vestur á miðin henti hann nokikurt ó- happ. Er hann var staddur um 280 sjómílur frá Hvarfi á Græn- landi fékk hann á sig hnút, sem braut nokkrar rúður á stjórnpalli. Fylltist þar af sjó, og fóru rat- sjá og gíróáttaviti úr skorðum og urðu óvirk. Einnig urðu nokkrar smáskemmdir aðrar á tækjum og leiðslum. — Tafðist togarinn nokk uð af þessum sökum, en hélt síðan áfram á miðin. Er hann hafði ver- ið 3 sólarhringa að veiðum, hafði hann fengið um 330 lestir af karfa og lagði þá af stað hebnleiðis, laug ardaginn 7. þ.m. — Samtals var togarinn 17 daga í veiðiferðinni. Skipstjóri var Birgir Sigurðsson. —■ AxeL án endurgjalds til þeirra og skorar á flutningsmenn frum- varpsins að draga það til baka. Aðalfundurinn telur að með framangreindu frum- varpi kynni að skapast hættu- legt fordæmi fyrir alla vernd andlegra eigna og listrænnar vinnu, — fordæmi, sem gæti einnig haft áhrif á mat ann- ars eignarréttar og atvinnu- vernd annarra vinnandi stétta í framtíðinni." Mótmæli alþjóðasamtaka Þá hefur Alþjóðasamband höf- unda, sem frumvarpið var sent «1 umsagnar, einnig mótmælt frumvarpinu. Frá skrifstofu Bernar- og Genfarsambandsins um höfunda- rétt hafa einnig borizt mótmæli gegn því. I HEIMSMEISTARAKEPPN- INNI, sem yfir stendur þessa dagana í New York, standa leik- ar nú þannig, eftir að spilaðar hafa verið fimm umferðir, eða samtals 84 spil: Reynir við 10.000 krónurnar í kvöld „Vogun vinnur - vogun lapar“ verður í útvarpinu í kvöld. Einn keppandi, Thorolf Smith, er nú á síðasta áfanga og niun því reyna við 10.000 kr. spurning- una. Upplaka þáttarins fer fram í Sjálfstæðishúsinu í úag, og hefst kl. 3. þeir Fishbein og Hazen A-V, og þar gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður pass pass 1 tigull pass 2 gr. pass 3 gr. Allir pass Ekki hægt að losa vírinn vegna sjógangs í GÆRDAG lá strandferðaskipið Herðubreið við bryggjuna í Breið dalsvík og gat ekki komizt það- an. í fyrradag fór vír í skrúfuna. Það tókst ekki að vinda 'nann ofan af skrúfunni. Leitaði Ríkis- skip til Landhelgisgæzlunnar um aðstoð og fór Ægir á föstudaginn inn til Neskaupstaðar og sótti þangað kafara. Ægir komst ekki til Breiðdalsvíkur fyrr en í gær morgun vegna aftaka veðurs. Ekki var þó talið sennilegt að kafarinn gæti farið niður og feng izt við vírinn í gærdag vegna sjógangs í höfninni á Breiðdals- vík. KAIRÓ, 14. febrúar. — Titó ein- valdur Júgóslavíu fer í heimsókn til Nassers á föstudaginn og verð- ur gestur hans í nokkra daga. Castro telur sinn tíma kominn HAVANA, 14. febrúar. — Ríkis- stjórp uppreisnarmanna á Kúbu hefur sagt af sér án þess að gefa neina skýringu opin- berlega á lausnarbeiðni sinni. Hefur fráfarandi stjórn mælzt til þess, að Castro uppreisnarforingi, sem löngum hefur haldið því fram, að hann girntist engin völd, tæki við forsætisráðherraem- bætti. Ekki hafa heyrzt neinar mótbárur frá Castro — og búizt er við að hann taki við embætt- inu þegar í stað. Bróðir hans verður æðsti yfirmaður herafla landsins, segir og í fréttastofu- fregnum. KAUPMANNAHÖFN, 14. febrú- air. — Anna Borg stjórnar nú fyrsta sjónvarpsleikritinu, „Hr. Sleeman kemur“, eftir Hjalmar Bergström. Reumert verður í að- alhlutverkinu, einnig í fyrsta sinn í sjónvarpi. Mínar hjartanlegustu þakkir fyrir vinsamlegar kveðj- ur og skeyti á 85 ára afmæli mínu. Guð blesssun fylgi ykkur ævinlega. BJARNI EINAR EINARSSON Faðir minn SVEINN JÓNSSON trésmíðameistari, Bergþórugötu 55„ andaðist 10. febr. s.l. Jarðarförin hefir þegar farið fram. Einar Sveinsson. Jarðarför mannsins míns SIGURÐAR PÉTURSSONAR fyrrverandi byggingafulltrúa fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 17. þ.m. kl. 2 éh. Athöfninni verður útvarpað. Alberta Arnadóttir Konan mín elskuleg og dóttir okkar guðrCn KARLSDÓTTIR verður jarðsett frá Fríkirkjunni, þriðjudaginn 17. febr. kl. 2 e.h. AV ♦ * BRIDGE ♦ * «y H eimsmeistarakeppnin Ítalía U.S.A. 122:110 Truflanir á flug- samgöngum ÞEGAR Hekla, millilandaflugvél Loftleiða, átti að lenda hér kl. tæplega átta í gærmorgun, en hún var að koma frá Goose Bay, var talið ólendandi vegna veð- urs — hvasst og dimmt af hríð. Hélt flugvélin því áfram til Staf angurs og lenti þar um kl. hálf- eitt í gær. Hún var fullhlaðin far þegum og vörum, og voru þeir af farþegunum, sem til íslands setluðu, væntanlegir hingað með Loftleiðaflugvél frá Stafangri í gærkvöldi. Innanlandsflug lá niðri í gær vegna veðurs, en Viscount- flug vélar Flugfélags íslands flugu hins vegar milli landa. Hrím- faxi kom frá Glasgow í gær og fór síðan til Óslóar, Hafnar og Hamborgar, en Gullfaxi fór leiguflug til Thule. Jeppi komst yfir Fjarðarheiði í gær SEYÐISFIRÐI, 14. febrúar. Það þykja merk tíðindi hér á Seyðis- firði, að hinn atorkusami bíl- stjóri, Þorbjörn Arnoddsson, sem heldur uppi samgöngum millí Seyðisfjarðar og Egilsstaða, fór þangað í dag í jeppabíl sínum, yfir Fjarðarheiði. Ætlaði hann sér að koma í veg fyrir flugvélina, sem lenda átti á Egilsstöðum. en hún kom ekki, þar sem ekki var flogið frá Reykjavík í dag vegna veðurs. — Það mun vera eins- dæmj á þessum tíma árs, að bíll komist yfir Fjarðarheiði. —K.H. ítalía — Bandaríkin 122:110 Ítalía — Argentína 127: 97 Bandaríkin — Argentína 151:102 Eftir fjórar umferðir höfðu Bandaríkjamenn 22 stig yfir ítalina (103:81), en í fimmtu um- ferð unnu ítalirnir mikinn sig- ur, fengu 41 stig gegn 7. Mikla athygli vakti frammistaða ítal- ans Pietro Forquets, og þó sér- staklega eftir eitt spil, þar sem hann spilaði fjögur hjörtu, dobl- uð og vann við mikil fagnaðar- læti áhorfenda. Ahorfendur hafa fjölmennt mjög á keppni þessa, enda aðstæður mjög góðar til að fylgjast með sögnum og úrspili, en eins og kunnugt er, sitja keppendur í glerklefum og fræg- ir bandarískir spilarar skýra spilin jöfnum höndum. Mikla athygli vakti einnig í hinum stóra sigri ítala, frammi- staða hins þekkta ítalska spilara Chiaradia og tókst honum meðal annars að vinna slemmu, sem Bandaríkjamennirnir fóru ekki í, og græddu ítalirnir 8 stig á því spili. Það vakti einnig mikla athygli í fimmtu umferð, «ð Argentína vann báða andstæðingana, ítal- ina með 32 gegn 26 og Banda- ríkjamenn með 23 gegn 15. Þó má telja öruggt, að þeir komi ekki til greina sem væntanlegir sigurvegarar. Alls verða spiluð 156 spil milli sveita í keppni þessarL ÞAR SEM kafli féll niður úr skýringunum við spilið, sem birtist í Bridgeþættinum í blað- inu í gær, er það birt hér aftur ásamt skýringunum: Spilið, sem hér fer á eftir kom fyrir í annari umferðinni í leikn- um milli Bandaríkjanna og ftalíu. Á öðru borðinu sátu þeir Belladonna og Avarelli, N-S, en * A 10 V 6 5 2 * A K 10 9 8 * D 5 2 A G 4 3 2 V G 4 ♦ 754 ♦ Á 10 9 3 N V A S ♦ K 7 5 V Á 7 3 ♦ G 3 2 + K 8 7 4 A D 9 8 6 V K D 10 9 8 ♦ D 6 * G 6 Suður lét út hjartakóng og Austur gaf hjarta tvisvar og drap í þriðja sinn. Síðan var tigli svínað og 5 slagir teknir á tigul. Nú er laufi spilað og þar sem Norður var með laufaás og Suð- ur komst ekki inn, þá vann Vest- ur spilið og fékk 600 fyrir það. Á hinu borðinu sátu þeir Laz- ard og Fry N-S og Siniscalco og Forquet A-V og þar gengu sagn- ir þannig: Austur Suður Vestur Norður pass 2 hjörtu pass 4 hjörtu pass pass pass Bandaríkjamennirnir, sem sátu N-S voru utan hættu, notuðu veika tveggja opnun, því and- stæðingarnir voru í hættu. -— Forquet, sem var Vestur pass- aði vegna þess að hann átti enga fyrirstöðu í hjarta og voru því grönd að hans áliti útilokuð. — Lazard notaði því tækifærið og stökk í 4 hjörtu, sem andstæð- ingamir dobluðu ekki. Italirnir fengu 6 slagi (tvo á tigul, tvo á spaða, einn á lauf og einn á hjarta), græddu því Bandaríkja- menn 450 á spilinu eða 5 stig. Segja má, að Bandaríkjamenn hafi verið heppnir þarna, en ekki er hægt að neita því, að sagnirn- ar hjá þeim Fry og Lazard gera ítölunum mjög erfitt fyrir. Sigurður Hallgrímsson, María Hjaltadóttir, Karl Guðmundsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns SKARPHÉÐINS JÓSEFSSONAR Sérstakar þakkir flyt ég samstarfsmönnum hans og Félagi Jámiðnaðarmanna í Reykjavík. Rósa Einarsdóttir Maðurinn minn KJARTAN EINARSSON Hofsvallagötu 17 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 17. þ.m. kl. 1,30 e.h. Fyrir mína hönd, barna og annarra ættingja. Lilja Pétursdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för föður okkar og tengdaföður. Arna Arnasonar Ólafia Arnadóttir, Valdimar Arnason, Laufey Arnadóttir, Kristinn Arnason Guðrún Arnadóttir, Loftur Hjartar Stefanía Arnadóttir, Sigurþór Jónsson, Aslaug Árnadóttir, Steingrímur Guðmundsson, Margrét Ámadóttir, Gunnhildur Árnadóttir Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem hafa auðsýnt okkur aðstoð og kærleika við andlát og út- för eiginmanns og föður okkar. VALDIMARS JÓNSSONAR Hörpugötu 13 Filippía Kristjánsdóttir og böm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.