Morgunblaðið - 15.02.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ
SA-stormur. Slydda og síðar rign-
ingr. Snýst í SV mcð éljum í kvöld.
38. tbl. — Sunnudagur 15. febrúar 1959
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13
Mikill áhugi Sjálístæðismanna
á Stjórnmálaskóla Varðar
Yfir 700 jbátttakendur
Jóhannes Zoega, verkfrœðingur flyfur
/ erindi annað kvöld
STJÓRNMÁLASKÓLI V a r ð a r,
Ávarp til
Reykvíkinga
V -iGNA undirbúnings alþingiskosninga í vor munu
fulltrúar Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík leita til
borgaranna um margvíslegan stuðning og aðstoð eins
og jafnan áður.
Meðal annars verður hafin fjársöfnun í kosninga-
sjóð með sérstökum hætti, en Fulltrúaráð Sjálfstæð-
isfélaganna hefir forgöngu um þessa söfnun og munu
fulltrúarnir ræða um tilhögun hennar við hvern og
einn eftir því, sem atvik standa til. Verður leitað
eftir því við þá, sem vilja styðja og styrkja Sjálf-
stæðisflokkinn, að þeir heiti tilteknum mánaðar-
greiðslum í flokkssjóð fram yfir kosningar.
Þess er vænzt, að hver og einn, sem hefir áhuga
og vilja til þess að veita Sjálfstæðisflokknum brautar-
gengi, taki á sig nokkra fjárhagslega skuldbindingu,
eftir því, sem aðstæður leyfa.
Samstilltur vilji Sjálfstæðismanna er sterkasta
aflið í þeirri kosningabaráttu, sem nú fer í hönd.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
VÖRÐUR — HEIMDALLUR — HVÖT — ÓÐINN
1 framkvæmdanefnd framangreindrar fjársöfnunar eru:
Hannes Þorsteinsson, formaöur, Ásta Björnsdóttir,
Jakobína Jósefsdóttir, Ásmundur Einarsson, Baldur
Jónsson, Einar H. Jónsson, Haraldur Gislason. — Aöal-
skrifstofa Sjálfstœöisflokksins í Sjálfstœöishúsinu og
skrifstofa Fulltrúaráösins í Valhöll veita állar upplýs-
ingar og fyrirgreiöslu í sambandi við þessa fjársöfnun.
Versnandi ástand hjá
Hitaveitu HveragerBis
Arangur enginn af borunum i vetur
sem hófst sl. mánudag, hefir vak-
iö almenna athygli, og mikili á-
hugi hefir komið fram á stjóm-
málafræðslu þeirri, sem skólinn
veitir. Þegar skólinn var settur
höfðu um 80 menn innritazt, en
siðan hafa margir bætzt við, þann
ig að nú eru þátttakendur yfir
100.
Erindunum, sem flutt eru í skól*
anum, er skipt í 5 meginflokka.
Er nú þegar lokið 1. fiokknum,
, Valafellsskipstjór-
inn ferðafær
SEYÐISFIRÐI, 14. febr. — Rol-
and Pretious, skipstjórinn á tog-
aranum Valafelli, sem dæmdur
var hér á dögunum fyrir veiðar
í íslenzkri landhelgi, og lagðist
í sama mund í sjúkarhúsið hér
vegna magasjúkleika, er nú orð-
inn sæmilega ferðafær. Mun
hann fara með fyrstu flugferð
til Reykjavíkur og þaðan til Eng-
lands.
Pretious er þó enn mjög veikur
£ maga, þjáist af uppköstum og
gengur illa að halda niðri
nokkrum mat. Mun hann verða
að leggjast í sjúkrahús aftur jafn
skjótt og hann kemur heim til
Englands. —K.H.
BiMían, kirkjan
og vísindiii
SIGURBJÖRN Einarsson prófess
or flytur fyrirlestur fyrir almenn
ing um þetta efni í hátíðasal há-
skólans í dag kl. 2 e.h.
í erindi þessu verður rætt um
þátt Biblíunnar og kristinnar trú-
ar í vísindalegu viðhorfi Evrópu-
manna. Hvaða áhrif hefur trúar-
bók og átrúnaður kristinnar
kirkju haft á vísindalega hugs-
un? Hafa þau áhrif verið jákvæð
eða neikvæð? Vikið verður að
þeim átökum, sem á sínum tíma
urðu um heimsmynd Kóperník-
usar kenningar Giordanós Brún-
ós og Charles Darwins o.fl. Hver
er heimsmynd Biblíunnar og
hvernig samrýmist hún vísinda-
legum kenningum nútímans um
gerð og eðli alheimsins?
Þessum spurningum verður leit
azt við að svara í þessu erindi.
Fyrirlesturinn hefst stundvíslega
kl. 2 og er öllum heimill aðgang-
ur meðan húsrúm leyfir.
EIN af Douglasflugvélum Flug-
félagsins Gunnfaxi laskaðist
töluvert í ofviðrinu, sem gekk
yfir síðasta sólarhring. Flug-
vélin var í Vestmannaeyjum,
þegar veðrið skall á og var því
ekkert annað að gera en reyna
að verja hana á flugvellinum
þar, en í Eyjum er ekkert flug-
íkýli. Var flugvélin bundin
rammlega niður og þegar storm
urinn fór stöðugt vaxandi voru
nokkrar vörubifreiðir fegnar og
þeim lagt meðfram flugvélinni,
ef vera mætti, að þeir yrðu
henni einhver vörn í verstu þot-
sem fj-allaði iim stjórnlög og
stjórnskipun hins íslenzka lýðveld
is. Bjarni Benedi'ktsson, varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, og
Gunnar Thoroddsen, borganstjóri,
fluttu mjög fróðlega og ýtarlega
fyrirlestra um þetta efni. ...
Jóhannes Zoéga
Næsti erindaflokkur fjallar um
land og þjóð og efnalhagsstarfs-
semina. Fyrsti fyrirlesturinn í
þessum efnisflokki verður annað
kvöld. Jóhannes Zoega, verkfræð-
ingur, flytur þá erindi og gefur al
menna lýsingu landgæða og ræðir
sérstaklega um vatns- og hita-
orku og hagnýtingu hennar. -Skýr-
ir fyrirlesturinn nauðsyn þekking-
ar í þessu-m efnum og þýðingu
rannsókna í þágu atvinnuveganna,
sérstaklega með tilliti til þess að
upplýsa um hagkvawnni fram-
kvæmda í einstökum atvinnugrein
um og samanburð á framleiðni
þeirra.
Fyrirlesturinn hefst kl. 8,30 í
Valhöll við Suðurgötu.
EINS og frá hefur verið sagt í
fréttum, spilltust vegir í nágrenni
Reykjavíkur nokkuð í hinu mikla
vatnsveðri á fimmtudaginn. —
Mest urðu vegarspjöllin í Hval-
firði, en þar féllu skriður á veg-
inn, og lentu bílar þar meira að
segja í nokkurri hættu, þótt ekki
hlytust nein slys af. I fyrradag
var svo leiðin rudd, en í snjó-
komunni í gaer myndaðist nokk-
urt krap á blautum veginum, og
var þá plógbíll sendur þangað
unum. Veðurhæðin komst upp í
15 vindstig. Losnuðu jafnvæg-
is og hæðarstýri flugvélarinnar
úr lásum og slógust til — og
skemmdust. Enginn vafi leikur
á því, að flugvélin hefði fokið
eins og lauf í vindi, ef hún hefði
ekki verið reyrð niður.
Viðgerðin mun taka nokkra
daga. Óhappið kemur á versta
tíma fyrir Flugfélagið, Sky-
masterflugvélin er í skoðun
ytra — og hefur félagið ekki
nema tvær Douglas flugvélar til
innanlandsflugsins auk Katalínu-
bátsins.
HVERAGERÐI, 14. febrúar. —
Það gerðist hér í Hveragerði í
gær, að ein borholan „féll nið-
ur“, sem kallað er — hætti skyndi
lega að gjósa. — Ástæðan mun
hafa verið sú, að í námunda við
holu þessa var Hitaveita Hvera-
gerðis að láta bora eftir gufu og
heitu vatni til aukningar á hita-
veitukerfi sínu. — Árangur af
til þess að skafa verstu kaflana.
Samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar síðdegis í gær, var
Hvalfjarcúrvegurinn þá talinn
fær öllum bílum.
Færð var mjög þung á Hellis-
heiðarveginum eftir hríðarveðrið
í fyrrinótt og gærmorgun. Var
hann ekki fær öðrum en stórum
bílum í gær. Aftur á móti var
Krýsuvíkurvegurinn fær öllum
bílum. Hafði aðeins á einum stað
myndazt nokkur fyrirstaða, en
þar hafði Vegagerðin hjálparbíl
fram á kvöld í gær, ef á þyrfti
að halda. — Ekki mun færð yfir
Holtavörðuheiðina hafa spillzt
neitt að ráði.
Aftur á móti fékk blaðið þær
upplýsingar frá fréttaritara sín-
um á Akureyri, að færð á vegin-
um um Öxnad. og Öxnadalsheiði
hefði þyngt nokkuð — rekið þar
í smádriftir á nokkrum stöðum.
— Hlekktist áætlunarbíl Norður
leiðar, sem fór frá Akureyri í gær
morgun, smávegis á, er hann var
að fara yfir heiðina — hjá Gilja-
reit. Mun bíllinn hafa runnið
það langt út á kantinn, að hann
komst ekki inn á veginn aftur
af sjálft ’áðum og var því
fenginn bíll frá vegagerðinni
á Akureyri til aðstoðar. — Er
ekki annað vitað, en ferðin hafi
gengið að óskum úr því.
þeirri borun hefur aftur á móti
enginn orðið, og var hætt að bora
í gær. Var þá komið niður á 80
metra dýpi.
Þetta var önnur holan, sem
Hvergerðingar hafa látið bora í
vetur, en „árangur" hefir orðið
sá einn, að tvö fyrirtæki og tvö
íbúðarhús hafa miss sinn hita. Og
af þeim litla hita, sem hitaveit-
an hefur, verður hún að miðla
þessum húsum,
Það er leitt að þurfa að segja
það, en fyrir það fé, sem allar
hinar „dauðu“ holur hér hafa
kostað, hefðum við að öllum lík-
indum getað látið bora tvær hol-
ur með hinum stóra jarðbor rík-
isins og Reykjavíkurbæjar. —
Hann þurfum við að fá — því
fyrr því betra. — G. M.
BORAS, 14. febrúar: — Svíar
sigruðu fslendinga í landsleikn-
um í handknattleik, sem fór
fram hér í dag með 29:16. íslend
ingarnir voru lélegir í fyrri hálf
leik og virtust þreyttir.
Fyrsta markið kom strax á
þriðju mínútu. Guðjón, sem ekki
var í essinu sínu, var tekinn úr
markinu eftir tíu mínútur. Tók
Hjalti j á við og varði mjög vel,
m.a. tvö vítaköst af þremur í
fyrri hálfleik. Svíar unnu fyrri
hálfleik með 13:5.
í síðari hálfleik léku fslend-
ingar miklu betur, og höfðu
meira þol en Svíar. Þrjú víta-
köst voru dæmd á íslendinga og
varð mark úr öllum. Tvö voru
dæmd á Svía og var annað var-
ið.
Mörk íslendinga gerðu: Ragn-
ar 7, Gunnlaugur 3, Guðjón 2,
Hörður, Einar og Karl eitt hver.
Dómarinn var norskur, Reidar
Aker og dæmdi mjög illa.
Stjórnarkjöri
í Múraraf élaginu
lýkur í kvöld
Stjórnarkjörið í Múrarafélagi
Reykjavíkur heldur áfram í dag.
Kosið er í skrifstofu félagsins,
Freyjugötu 27, og hefsú kosningin
kl. 1 e. h. í dag og stendur til
kl. 10 sd. og er þá lokið. Tveir
listar eru í kjöri A-listi, borinn
fram af meirihluta uppstillingar-
nefndar og studdur af lýðræðis-
sinnum og B-listi, kommúnista.
Stuðningsmenn A-listans eru
hvattir til þess að kjósa sem fyrst
og veita aðstoð sína við kosn-
ingarnar.
Skammhlaup
af völdum
eldingar?
UM kl. hálffjögur í gærdag varð
Reykjavík skyndilega rafmagns-
laus, og leið um það bil hálftími,
þar til bærinn fékk rafstrauminn
aftur.
Blaðið spurðist fyrir um það
hjá Ingólfi Ágústssyni, stöðvar-
stjóra í Elliðaárstöðinni, hvað
valdið hefði, og taldi hann lík-
legt, að eldingu hefði slegið nið-
ur í Sogslínuna austur undir íra-
fossi og valdið skammhlaupi.
Hins vegar munu engar skemmd
ir hafa orðið á línunni, því að
allt virtist vera í bezta lagi, þegar
straumi var hleypt á aftur.
KÓPAVOGUR
Skemmlun Sjálfslæðisfélaganna
í Kópavogi verður í Breiðfirðinga-
búð n.k. þriðjudagskvöld klukkan
20,30.
HVATAR-FUNDUR
Annað kvöld kl. 8,30 heldur
Sjálfstæðiskvennafélagið H V Ö T
fund í Sjálfstæðishúsinu. Þar talar
Jóhann Hafstein ban'kastjóri um
kjördæmamálið. Gefst félagskon-
um og öðrum sjálfstæðiskonum
þarna golt tækifæri til að kyruia
sér þetta mál, sem svo mjög er á
oddinum um þessar mundir. Á
eftir skemmtir Hjálmar Gíslason
með gamanvísnasöng og að lok-
um verður kaffidrykkja.
Hannes Sigurðsson sagði eftir
leikinn, að sænska liðið hafi ver
ið mjög sterkt og harðar skyttur.
Eru strál.arnir bláir og marðir.
Ragnar sýndi mjög góðan leik
ásamt Guðjóni. Gunnlaugur var
aftur á móti lélegur vegna
þreytu. — Fréttaritari.
Aðalf undur V.R.
MÁNUDAGINN 23. febrúar n.k.
verður aðalfundur Verzlanar-
mannafélags Reykjavíkur haldinn
í Sjálfstæðisthúsinu. Fara þar
fram venjuleg aðalfundanstörf og
verður lýst kjöri stjórnar og ann-
arra trúnaðarmanna, sem þegar
hefir fram farið. Ennfremur verða
gerðar tillögur um smávegis laga-
breytingar.
Fundurinn hefst kl. 8,30 e.h.
(Frétt frá V.R.).
Douglasflugvél skemm-
ist í ofviðrinu í Eyjum
Hellisheiði illfœr í gœr
— og fœrð spilltist nokkuð á Öxnadalsheiði
Svíar unnu íslendinga
Ragnar Jónsson skorabi 7 mörk