Morgunblaðið - 17.02.1959, Page 8

Morgunblaðið - 17.02.1959, Page 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. feb'r. 1959 Hið mikla og margumrædda fiskiðjuver á Seyðisfirði, aðgerðarlaust að heita má, og skammt frá liggur togari bæjarútgerðarinnar, Brimnes, bundinn við bryggjuna. (Ljósm. Garðar Pálsson). / augum Seyðfirðinga er það hin ó- hugnanlegasta staðreynd ÞAÐ er í senn furðulegt og ömurlegt að sjá helztu atvinnu- tæki Seyðfirðinga mannlaus og yfirgefin, en sú sjón blasir nú við aðkomumönnum í þessum gamla höfuðstað Austurlands. Spurningunni um það á hvern hátt daglaunamenn framfleyta sér og sínum þegar svo er komið skýtur upp í huga manns. Augljóst er að meðan verið var að koma mannvirkjum þessum upp, hefur til þess þurft verulegt Félagslíf MeÍ9taramót íslands ikörfuknattleik hefst sunnudaginn 15. marz n. k., en ekki þ. 7. marz eins og áður var auglýst, þar eð ákveðið hefur verið að halda dómaranómskeið í körfuknattleik í byrjun marz-mán aðar. — Tilkynningar um þáttöku í mótinu, ásamt þátttökugjaldi kr. 25,00 fyrir hvert lið, skulu hafa borizt Körfuknattleiksráði Reykja víkur, c/o Ingólfur Ömólfsson form., Stýrimannastíg 2, Reykja- vík, eigi síðar en 3. marz n. k. — Mótið og dómaranámskeiðið verða nánar auglýst síðar. Stjórn K. K. R. R. fþróttafélag kvenna. Munið mynda- og kaffikvöldið, miðvikudag 18. þ.m. kl. 8,30 í Að- alstræti 12 (uppi). Sfkíðadeildin. Farfuglar Föndurnámskeið hefst að Lind- argötu 50B, annað kvöld kl. 8. — Kennari: Ingibjörg Hannesdóttir. — Farfuglar. Knattspyrnufélagið Valur Skemmtun haldin í félagsheim- ilinu föstudaginn 20. febr. 1059. Til skemmtunar m. a. dans og skemmtiþáttur. Hefst kl. 10. Vals- menn, fjölmennum og mætum stundvíslega. Skemmtinefndin. KnattspyrnufélagiS Fram Skemmtifundur fyrir 3. og 4. flokk verður í félagsiheimilinu í kvöld, þriðjudag kl. 8. — Kvik- myndir. — Bingo. — Spurninga- þáttur. — Stjórnin. frá Róðrafélagi Reykjavíkur Æfing verður í íþróttasal Mið- jæjarskólans á morgun (mið- tikudag), kl. 8,45 e.h. Takið með rkkur útibúninga. Félagar, fjöl- nennið. Nýir félagar velkomnir. Æfingastjórn. Cnattspyrnufélagið Þróttur Handknattleiksæfing hjé Mfk, 1. ig 2. fl. karia, í Valsheimilinu, í :völd ld. 10,10—11,00. Mætið vel ig stundvíslega. — Nefndin. vinnuafl og telja má fullvíst, að flestir daglaunamenn hafi haft þarna ærið að starfa. Það er líka augljóst að full þörf er fyrir þessi atvinnutæki og víst er að til þess að koma þeim upp hefur þurft verulegt fjármagn, en svo hlaut næsta skrefið að verða að nota þessi mannvirki til hagsælda fyrir bæj arbúa. Á Seyðisfirði er það alkunn staðreynd að ráðamenn bæjarins héldu þannig á fjárveitingum ríkisins, að nægilegt fé hefði átt að vera til þess, ekki aðeins að koma þessum fyrirtækjum á fót, heldur og til að hefja eðlilega starfrækslu þeirra. Það sem olli því, að svona hörmulega tókst til, er einfald- lega það, að stjórnleysi og skammsýni hafa einkennt starfs- hætti forráðamanna bæjarins, sem metið hafa pólitíska hags- muni umfram hið eðlilega sjón- armið við uppbyggingu slíkra atvinnutækja. Það er alkunnugt að eitt hið fyrsta verk þeirra á Seyðisfirði var að láta gera gjaldþrota tog- arafélagið Bjólf, en það félag hafði keypt togara árið 1948 og rekið hann síðan. Vinstri stjórn- in lét afhenda bæjarsjóði Seyðis- fjarðar skipið og síðan var stofn- uð sérstök bæjarútgerð. Nú eft- ir tæplega tveggja ára reynslu af bæjarútgerð, er búið að leggja togaranum og yfirvofandi er að hann verði tekinn og látinn Hafnarfjarðar-útgerðinni í té. Hugmynd Hræðslubandalags- manna mun hafa verið sú, er þeir tóku togarann af hlutafé- laginu, að tryggja að fiskiðju- verið fengi hvern ugga er í skip- ið kæmi. En sú hefur orðið raunin á, að á því tæplega ári, sem liðið er Trá því að frystihús fiskiðjuversins tók til starfa, hefur togarinn lagt upp tvo salt- fiskfarma, en freðfiskframleiðsl- an, fiskur af togaranum og bát- um í kaupstaðnum, mun á sama tíma svara til svo sem vikuaf- kasta frystihússins. Bæjarstjórnin á Seyðisfirði hefur veitt ríflegar ábyrgðir og einnig atvinnubótafé til nokk- urra báta, sem heimahöfn eiga á Seyðisfirði. Skyldu bátar þessír afla hráefnis til fiskiðjuversins. En svo undarlega bregður við að eigi að síður hafa þessir bátar allir verið leigðir til annarra verstöðva! Nú skyldi enginn halda að Seyðfirðingar almennt geri sér ekki fyllilega grein fyrir hinu algjöra stjórnleysi, sem þar ríkir. Körfuknattleiksdeild K.R. Piltar! Munið æfinguna í kvöld í íþróttahúsi Háskólans. Mætið vel og stundvíslega. — Stjórnin. n 6« 09 6*9 34-3-33 Það er tæplega um annað meira rætt manna á milli en atvinnu- mál bæjarins og hið ískyggilega ástand. Bæjarbúar eru sann- færðir um að ef réttilega væri á málunum haldið, gæti togar- inn og heimabátar tryggt rekst- ur fiskiðjuversins og um leið næga atvinnu fyrir þá bæjarbúa, sem nú verða að leita atvinnu í öðrum byggðarlögum. Það er aðkallandi að atvinnu- mál Seyðfirðinga verði tekin til endurskoðunar, — því bjargað sem bjargað verður,— og leitað til þeirra manna í bænum, sem þekkingu hafa á sviði útgerðar og fiskframieiðslu. Á sjávarút- vegi byggist tilvera Seyðisfjarð- Frú Guðrún Karlsdóttir Minningarorð „Lífið er fljótt, líkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum“. ★ ÞANNIG kvað Matthías eitt sinn við lát ungrar konu. Sama hugs- un grípur mann nú, þegar kvödd er ung og glæsileg kona, Guðrún Karlsdóttir, sem andaðist 10. þ. m. og verður jarðsett í dag. Guðrún var fædd hér í Reykja vík 26. september 1922. Foreldrar hennar voru hin vel þekktu hjón, Karl Guðmundsson, skipstjóri og María Hjaltadóttir. Hjá þeim hlaut hún hið bezta uppeldi. Þar var allt gert til þess að glæða fagra hugsun og lögð áherzla á það, sem mátti auka sanna mennt un barnanna. Frú Guðrún stund- aði nám í Kvennaskóla Reykja- víkur og tók burtfararpróf þaðan vorið 1938. Hinn 14. des. 1951 giftist hún eftirlifandi manni sín- um, Sigurði Hallgrímssyni, vél- stjóra, hinum ágætasta manni, og hefur hjónaband þeirra verið far- sælt. Þau eignuðust tvær dætur, Rannveigu, sem nú er 5 ára og Maríu, 4 ára. Fyrir tveimur árum fluttust þau í nýtt hús að Granaskjóli 24, sem Sigurður hafði unnið að með frábærum dugnaði og þau skapað sér þar yndislegt heimili. Þetta eru í fáum orðum helztu æviatriði hinnar ungu konu, sem nú er horfin sjónum vorum. Hún var góðum gáfum gædd, vinsæl og vel metin af öllum, sannkall- að yndi og eftirlæti foreldra sinna og okkar skyldfólksins. Hún var systurdóttir konu minnar og var því jafnan mikið ástríki milli fjölskyldnanna. Við vorum sam- býlisfólk mörg ár og fylgdumst Sigurður Pétursson fyrrv. byggingarfulltrúi Þungavinnuvélar MEÐ Sigurði Péturssyni fyrrv. byggingarfulltrúa, er til moldar hniginn mætur maður, sem í ára- tugi hefur markað sín spor í byggingarmálum Reykjavíkur. Ungur nam hann múrsmíði, fór síðan utan til framhaldsnáms og lauk húsameistaraprófi í Kaup- mannahöfn 1925. Vann sem húsa- meistari hér í bæ, en tók svo við störfum byggingarfulltrúa og var skipaður í þá stöðu 1927. Þá voru orðnar allmiklar breyt ingar í byggingarháttum Reykvík inga. Timbrið var ekki lengur aðal byggingarefnið, heldur steinsteypan og steyptu húsunum fjölgaði með hverju ári. Hin gamla byggingarsamþykkt frá 1903 hafði verið endurskoðuð og í hana settar nýjar reglur um ábyrgð og skyldur meistara o.fl. Það kom í hlut Sigurðar, sem byggingarfulltrúa, að sjá um framkvæmd hinna nýju ákvæða, og mun hann þá fljótt hafa orðið var við kunnáttuleysi margra þeirra, sem þá tóku að sér hús- byggingar og fengu réttindi til þess. Vildi hann þar bæta um, því hann leit á starf sitt, ekki aðeins sem strangt eftirlit, held- ur og sem leiðbeiningu og var því Ijúft, að miðla öðrum af þeirri þekkingu og reynslu, sem hann hafði fengið við nám og starf erlendis. Tók hann líka að sér kennslu við Iðnskólann í járnabindingu og fagteikningu múrara. Var hann stundum kröfuharður kennari, en gladd- ist líka yfir góðum námsárangri nemenda sinna og fylgdist með þeim í starfi. Sigurður Pétursson tók nokk- urn þátt í félagsstarfi múrara- stéttarinnar og beitti sér fyrir því, að stéttinni var skipt í meist- ara og sveina. Tók hann þá að sér formennsku sveinafélagsins, samkvæmt einróma tilmælum fé- lagsmanna og gegndi því starfi í tvö ár. Á þeim árum beitti hann sér fyrir mörgum hagsmunamálum stéttarinnar og þá sérstaklega vinnuvöndun í iðninni, enda vildi hann kenna múrurum þann stéttarmetnað, að vanda verk sín. Það var því að vonum, að hann varð fyrsti formaður þeirr- ar nefndar, sem stéttin skipaði til þess, að framkvæma gæðamat á múrhúðun og mun hafa verið sú fyrsta, sem skipuð var af ís- lenzkum stéttarfélögum. Sigurður Pétursson hefur unn- ið mikið starf fyrir byggingar- iðnaðinn í Reykjavík og þess mun lengi gæta í húsbyggingum okkar ungu borgar. En hann var líka iðnaðarmönnum hinn holli ráðgjafi og kennari, sem ávallt vildi glæða þekkingu þeirra og ábyrgðartilfinningu í þýðingar- miklu starfi. Við þökkum störfin og bless- um minningu hans. Sig. Guffm. Sigurðsson. því með vexti og þroska hinnar látnu vinkonu alla tíð. Og hún var þannig skapi farin, að það var unun að vera í návist henn- ar. Hún hafði lag á því, að gera öðrum glatt í geði, og þess vegna var alltaf hlýtt og bjart í kring- um hana. '■ •* -'w"‘ Fyrir fjórum árum kenndi hún sjúkdóms þess, sem dró hana til dauða og sárþjáð var hún síð- ustu mánuðina. En þá kom þrek hennar bezt í ljós. Hún æðraðist aldrei, en bar sjúkdóm sinn eins og hetja alla tíð. Það var lærdómsríkt að sjá slíkan hetjuskap. Foreldrar hennar reyndust henni og heim- ili hennar frábær stoð og stytta í veikindunum, og eiginmaðurinn var hinn trúfasti vinur, sem aldrei brást. Fyrir allt þetta var hún hjartanlega þakklát og öll- um vinum og frændum sýndi hún vináttu og kærleik þar til yfir lauk. Nú er sir harmur kveðinn að öllu frændliði hennar, én þó hef- ur eiginmaðurinn og litlu dæt- urnar misst mest við burtför elsk- aðrar eiginkonu og móður. Að endingu vil ég þakka þér, Gunna mín, fyrir allar ánægju- stundirnar, sem þú hefur veitt okkur frændfólki þínu hverja stund, sem þú dvaldir hjá okk- ur. Ég bið góðan guð að gefa foreldrum þínum, eiginmanni, litlu dæt.unum og systkinum styrk í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning þín. Kristján Siggeirsson. Í.ONDON, 14. febr. — Ráffstjórn- in og Guinea hafa gert meff sér víðtækan verzlunarsamning. I Klfi* erlausnin VIKURFÉLAGIÐ? Sigurður Ólason Hæslarctlarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson HéraSsdómsIögntaffur Málflutningsskrifstofa Austurstræli 14. Sími 1-55-35. I. O. G. T. St. VcrSandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8,30. I. Systrakvöld. — II. Böggla- uppboð tiil ágóða fyrir systrasjóð stúkunnar. — III. Að fundi lokn- um verður spiluð félagsvist. Æt. Hrönn nr. 9 Systrakvöld verður í kvöld kl. 8 að Fríkirkjuvegi 11. — Mætiff slundvíslega. Fjölntenniff.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.