Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 1
20 síður 46. árgangur 45. tbl. — Þriðjudagur 24. febrúar 1959 Prentsmiðja Morgrnblaðsina Macmillan og Krúsjeff rœöast við > i s Myndin var tekin á Iaugardag- ^ \ er Macmillan og föruneyti) S hans kom þangað í 10 daga| ■ heimsókn. Krúsjeff tók á móti s s gestunum ásamt fríðu föru- í s neyti — og sjást þeir hér^ | á myndinni, Krúsjeff og Mac S S millan veifa til áhorfenda að i S móttökuathöfninni. ; v J Sjálflýsandi flug- vélar MEÐ vaxandi flughraða flugvél- anna hefur hættan á árekstrum í lofti aukizt. Allmörg slys hafa hlotizt af þessum völdum — og hafa þau í flestum tilfellum orð- ið, er herflugvél og farþegaflug- vél hafa rekizt á í slæmu skyggni. Mörg flugfélög hyggjast því grípa til þess ráðs, að mála flug- vélar sínar með sjálflýsandi efn- um svo að þær sjáist frekar í dimmviðri. Fyrsta félagið á Norð urlöndum, sem hrindir þessu í framkvæmd, er Linjefly, sænskt dótturfyrirtæki SAS. Hafa sjálf- lýsandi rauðgular rendur verið málaðar á nokkrar flugvélar félagsins. Brezka flugmálaráðuneytið hef ur látið mála allar flugvélar sín- ar eins — og fleiri munu koma á eftir. Vilja þjóðnýta akurlendi TRIVANDRUM, Indlandi 23.febr. — Namboodiripad, forsætisráð- herra Kerala, eina fylkis Ind- lands, sem kommúnistar stjórna, sagði í dag, að æskilegt væri að þjóðnýta allar ekrur fylkisins án þess að greiða nokkrar skaða- bætur til núverandi eigenda. MOSKVU, 23. febr. — Macmillan og Krúsjeff ræddust við í Kreml í dag að viðstöddum utanríkisráð- herrum beggja landanna, Lloyd og Gromyko, sendiherra Breta í Moskvu og sendiherra Rússa í London. Mikojan varaforsætis- ráðherra var og viðstaddur. Fund urinn í dag stóð í tvær og hálfa stund — og fór vel fram. f gær ræddust þeir óformlega við, Mac millan og Krúsjeff, í sumarbústað Krúsjeffs utan við Moskvu. Þeir munu aftur ræðast við þar á morgun. Macmillan heimsótti Moskvu- háskóla í dag og flutti þar nokk- ur stutt ávörp. Sagðist hann m. a. vera fylgjandi gagnkvæmum Kýpur öðlast sjáltsfœði innan árs Dauðarefsingu og rit- skoðun aflétt þar í gœr London og Nicosiu, 23. febrúar. — Reuter-NTB. K Ý P U R mun hljóta sjálfstæði eigi síðar en 19. febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í samningunum um framtíð Kýpur, sem undirritaðir voru'í fyrri viku í London af forsætisráðherrum Bretlands, Grikklands, Tyrklands svo og fulltrúum gríska og tyrk- neska þjóðarbrotsins á Kýpur. Samningurinn var birtur í lieild í dag í London, Aþenu, Ankara og í Nicosiu á Kýpur jafnframt því einnig Zurich-samkomulagið svonefnda, sem forsætisráðherrar Grikkja og Tyrkja gerðu með sér og lagt var til grundvallar við umræðurnar í London og samningsgerðina þar. í samningnum kveður einnig skyldu, að þeir séu sammála um samnmgnum svo á, að settar verði þegar í stað á laggirnar þrjár nefndir á Kýpur til þess að gera tillögu að stjórnarskrá fyrir eyjuna. Þing skulu starfa þrjú á eyjunni, tvö eins konar undirþing fyrir hvort þjóðarbrot um sig, en eitt sam- eiginlegt þar sem fulltrúar gríska þjóðarbrotsins eiga að hljóta 70% þingsæta, en tyrkneskir 30%. í ríkisstjórn skulu sitja 7 grískumælandi eyjarskeggjar og 3 tyrkneskir. Heimiit verður ráð- herrum að beita neitaunarvaldi gegn framgangi ýmissa mikil- vægra mála, en þó svo, að meiri- hluti ráðherra viðkomandi þjóð- arbrots standi að neitunarvald- inu. ★ Forseti eyjarinnar verður fyrst í stað grískrar ættar og varafor- seti tyrkneskrar og hafa forset- arnir víðtæk völd, en að því til- Fallast Fœreyingar á brezk-danska sam- komulagið KAUPMANNAHÖFN, 23. febr. — Uppkastið að samningi Breta og Dana um fiskveiðilandhelgi Fær- eyja verður birt á morgun jafn- framt því sem uppkastið verður tekið til umræðu í Lögþinginu færeyska. Samningurinn verður ekki undirritaður af hálfu Dana fyrr en Lögþingið og heimastjórn in færeyska hafa samþykkt hann — svo og danska þjóðþingið. Peter Mohr-Dam, lögmaður Færeyja, sagði í dag, að öll gögn viðkomandi viðræðum Breta og Dana um fiskveiðilandhelgina hefðu nú verið rannsökuð af sér- legri Lögþingsnefnd. Málgagn Lýðveldisflokksins færeyska ,14. september, staðhæf- ir í dag, að þegar sé tryggðwr meirihluti Lögþingsmanna mcð brezk-danska samkomulaginu, en þar mun gert ráð fyrir, að fisk- veiðilandhclgin verði 12 mílur, en heimilað að veiða upp að 6 milum. framkvæmdaatriðin. Það er' t.d. í þeirra vald sett að velja ýmsa af helztu valdamönnum eyjarinn- ar, en val forsetanna er ekki gilt nema að þeir séu sammála. Þann- ig velja þeir líka yfirforingja hersins, sem á að telja 2.000 manns — og verða 60% her- manna grískir, en hinir tyrkneskr ar ættar. í varaliðinu verður sami fjöldi, en þar skipa grískir 70% og tyrkneskir 30%. Skipan ör- yggissveita verður og í sama hlut falli. ★ Bæði þing og forsetar verða kjörnir tii fimm ára í senn. Op- inber mál verða tvö, gríska og tyrkneska, fáni verður einn og litir hans eiga vera „hlutlausir“, en heimilt skal að flagga með tyrkneska og gríska fánanum jafnhliða fána eyjarinnar við sér- stök tækifæri. ★ Herbækistöðvar Breta, sem þeir eiga að fá full yfirráð yfir sjálfir, verða þrjár. Flugvöllur við höfuðborgina og tvær litlar herstöðvar annars staðar á eyj- unni. I ★ í dag urðu miklar breytingar á högum manna á Kýpur. í kjöl- far birtingar Kýpursamkomu- lagsins tilkynnti brezka herstjórn in, að aflétt væri dauðarefsingu frá og með deginum í dag, allir Kýpurbúar nytu fulls ferðafrelsis og ritskoðun væri afnumin. Hátíðahöldunum, sem hófust í gær, er Bretar slepptu þeim föng um, sem eftir voru í fangelsum þeirra, var haldið áfram í dag í öllum bæjum eyjarinnar. Framámenn grískumælandi manna eru farnir að undirbúa komu Makariosar — og vonirnar um að hann mundi koma innan skamms glæddust enn í dag, þeg- ar hluta af farangri hans og bú- slóð var skipað upp í hafnarbæ á Kýpur í dag. Þar á meðal voru tveir bílar, Cadillac og Pontiac. Dr. Kutchuk, formælandi tyrk- neska minnihlutans, sem sat við- ræðufundinn í London og undir- ritaði samkomulagið, var væntan legur til Kýpur í dag, en vegna óhagstæðra veðurskilyrða varð flugvél hans að snúa aftur. stúdentaheimsóknum landanna og meiri bókaútflutningi til Rúss- lands, enskar bækur sæjust varla í rússneskum bókabúðum. Talið er, að á fundinum í dag hafi m.a. verið rætt um aukin menningartengsl landanna. í kvöld hafði Macmillan boð inni fyrir rússneska ráðamenn í brezka sendiherrabústaðnum í Moskvu, en brezku gestirnir þágu heimboð Rússanna í gær. Til að draga úr atvinmileysinu BRÚSSEL, 23. febr. — Belgiska stjórnin hefur lagt fram áætlun um stórfellda lántöku til við- reisnar þeim atvinnuvegum lands ins, sem verst eru settir hvað samkeppni við aðrar atvinnu- greinar snertir. Voru tillögurnar lagðar fyrir sameiginlegan fund fulltrúa stjórnarinnar, iðnaðar- ins og verkalýðssamtakanna — og eru ein þeirra ráðstafana, sem stjórnin hyggst gera til þess að binda endi á verkföllin og minnka atvinnuleysið. Síðari fregnir herma, að til- raunir stjórnarinnar til að binda endi á verkfallið hafi farið út um þúfur vegna andstöðu sósía- liska verkalýðssambandsins við tilboð stjórnarinnar. Miklar hópgöngur voru farnar 1 nokkrum borgum landsins í dag, en ekki kom til átaka milli verka manna og lögreglu. Menderes-flugslysið enn óupplýst ENN HEFUR ekki tekizt að upp- lýsa hver ástæðan var til þess, að tyrkneska flugvélin, sem flutti Menderes forsætisráðherra Tyrk- lands til Kýpurráðstefnunnar, fórst skammt frá London í fyrri viku. Einu hugsanlegu skýring- una telja sérfræðingar þá, að flugstjórinn hafi lesið vitlaust af hæðarmælinum, þegar hann lækk aði flugið og bjóst til að lenda. Flugvélin var í sjónflugi. Flug stjórinn hafði ekki beðið flug- turninn um að fylgzt yrði með flugvélinni með ratsjá, eða að lendingfunni væri stjórnað af jörðu. Skyggni var hins vegar slæmt vegna þoku og tekið var að skyggja. Eina skýringin, sem fundizt hefur á því, að flugvélin steypt- ist til jarðar 8 mílum frá braut- arendanum er sú, að flugmaður- inn hafi lesið 1.100 feta hæð á hæðarmælinum, þegar hæðin var raunverulega 100 fet. Brezki sjóheriiin efldur LONDON, 23. febrúar. — Brezki sjóherinn mun innan skamms fá fjóra tundurspilla af nýrri gerð. Þeir verða búnir eldflaugum og knúnir nýrri gerð aflvéla, eins konar gufugasvél, aflmikilli. Er brezki herinn að búa sig undir að geta orðið skjótvirkur og öfl- ugur á öllum höfum, ef til heims styrjaldar kemur. Þá mun vopna- búrum verða komið upp víðs veg- ar um heim svo að auðvelt verði að vopna brezk kaupför, sem eru á siglingum um öll heimsins höf. öll kaupför verða búin tækjum til þess að eyða segulmögnuðum tundurduflum. Það er e. t. v. engin tilvilj- un, að daginn áður en slysið varð hafði brezka samgöngumála ráðuneytið gefið út aðvörun til flugmanna um að hætta væri á að lesið væri vitlaust af hæðar- mælum þeim, sem eru í Comet- um, Bristol Britannia og flest- um Viscount. Hafa og verið gerð- ar ráðstafanir til að lagfæra þetta. Andvígir ráða- hagnum PÁFAGARÐI, 23. febrúar: — Mál gagn páfastóls ræddi í dag orð- róminn um að íranskeisari heíði hug á að ganga að eiga Gabriellu prinsessu af Savoy. Páfastóllinn er andvígur slíkum ráðahag, því að keisarinn er múhameðstrúar, en prinsessan kristin. Telur blað- ið, að með slíku hjónabandi væri hinni dýrmætu eign prinsessunn- ar, trúnni, stefnt í voða. Keisar- inn væri múhameðskur og ljóst væri, að ala yrði a. m. k. einn son þeirra i pp i múhameðstrú — sem arftaka ríkisins. Þriðjudagur 24. febr. Efni blaðsins m.a.: BIs. 3: Frá skemmtikvöldi Varðar. — 6: Frelsisneistinn slokknar aldrei. (Frá Eistlandi.) — 8: Frásögn af umræðum um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurbæjar. — 10: Forystugreinin: Á hnefaréttur að ráða á íslandi? Utan úr heimi: Var skekkja á hæðarmæli orsök flugslyssins við Gatwizk? — 11: Kaupmannahafnarbréf. — 18: íþróttir. Frásögn af Búnaðarþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.