Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. febr. 1959 MORG'V'NBLAÐÍÐ 3 Það var mikið fjör í dansinum á Varðarfagnaðinum sl. sunnudagskvöld. (Ljósm.: H. Teits). „Vandamálin verða ekki leyst með hömlum og hugtakaruglingi II Nýr þáttur í starfsemi Varðar Kófst með skemmtun í Sjálfstæðishúsinu sl. sunnudagskvöld FYRSTI Varðarfagnaðurinn fór fram sl. sunnudag í Sjálfstæðis- húsinu. Var þar fjölbreytt skemmtiskrá og dansað af miklu fjöri og s'æmmtu samkomugestir sér framúrskarandi vel. Formaður Varðar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, lögfr., setti samkomuna og gerði grein fyrir þessum nýja þætti í starfsemi Varðarfélagsins. Rakti hann nokk uð tildrög þess að félagið tæki upp þessa nýbreytni og sagði, að ætlunin væri að halda Varðar- fagnaði eftir því, sem ástæður og tilefni yrði til. Skemmtunum þessum væri ætlað að vera góð og ódýr skemmtun fyrir Varðar- félaga og gesti þeirra. Akveðið væri, að hver Varðarfagnaður hefjist með forspjalli, sem flutt verður af þjóðkunnum mönnum á einhverju öðru sviði en stjórn- málum, en ræður þeirra eiga samt að vera stjórnmálalegs eðlis og þá gjarnan í léttum tón. Síðan verði ýmiss skemmtiatriði, og mun jafnast verða leitast við, að hafa sem mesta nýbreytni í vali þeirra. Þá muni verða dans og leikir, undir stjórn Axels Helga- sonar. Þorvaldur Garðar þakkaði skemmtinefnd Varðar fyrir vel unnin störf, en nefndin undirbýr og stendur fyrir Varðarfögnuð- um. í skemmtinefndinni eru eftir- taldir menn: Sveinn Helgason, stórkaupm., sem er form. nefnd- arinnar, Baldur Jónsson, vallar- stjóri, Sveinn Björnsson, kaupm., Guðjón Hansson, bifrstj. Valdi- mar Ólafsson, skrif. og Hafliðx Andrésson fulitr. heldur en þá flokka, sem helzt telja til fylgis meðal þeirra, og að þeir, sem endilega vildu telja Sjálfstæðisflokkinn íhaldssaman flokk, yrðu mjög undrandi þegar þeir fréttu að sá flokkur berðist fyrir ýmsum vinstrisinna málum, svo sem gerbreytingu á úreltu kjördæmaskipulagi, frjálsræði í atvinnuháttum og viðskiptum, auknum og mannéttindum. Ég hef tekið þetta dæmi til að sýna fram á, að hinum svo köll- uðu vinstri flokkum hefur tekizt að rugla svo fyrir mönnum hér á landi, að þeir sem raunar kalla sig vinstri menn hafa ekki leng- ur hugboð um hvað hægri og vinstri þýðir, né til vinstri eða hægri við hvern þeir eiginlega standa. Þeir vita í hæsta lagi hvort þeir eru sveitamenn eða „bæjarradikalir", hægri kratar eða vinstri og M.oskvukommún- istar eða Hannibalsherjar“. En það er fleira en hliðarnar „hægri“ og „vinstri", sem tekizt hefur að rugla menn um. Jafn- einfalt mál og gengi gjaldeyris og skráning hans hefur orðið að pólitísku bitbeini, og keppist nú hver um .annan að metast á um hvað sé vænlegast til þess að „halda uppi genginu" — rétt eins og hægt sé að ákveða einhliða gengi — gangverð — gjaldeyris- ins með einfaldri meirihlutasam- þykkt á þingi. Málið er þó ekki svo einfalt, heldur þarf til þess trú og traust annara aðilja á gjald eyrinum — sem sagt frjálsa verð myndun á grundvelli framboðs og flytur forspjalliö. eftirspurnar. Gengi ætti að mynd- ast í bönkum landsins, ekki á svörtum markaði. „Fyrir tæpum ellefu árum bundust þjóðir Vesturevrópu sam Rœtt um listir, áfengi, tóbak o.fl. á Alþingi í gœr Að loknu máli Þorvaldar Garð- ars tók Sveinn Helgason, form. skemmtinefndar við stjórn fagn- aðarins og kynnti ræðumann kvöldsins, Bjarna Guðmundsson, blaðafulltrúa. Bjarni hc. ræðu sína með því að skýra frá því, að hann þyrfti oft í starfi sínu að skýra erlend- um blaðamönnum frá eðli og stefnumálum stjórnmálaflokk- anna á íslandi. Ætluðust þeir alla jafna til, að í svo litlu þjóðfélagi væru deilur manna í milli með einfaldara móti en hjá stórum þjóðum. En Bjarni kvað það gagn stæða vera sönnu nær. Hinir erlendu, kvað hann, álitu það leiða af sjálfu sér að verka- menn væru yfirleitt í verka- mannaflokki, bændur í bænda- flokki og þar fram eftir götun- um. Undarlegt þætti þeim þá að heyra, að eigi færri verkamenn kysu t. d. Sjálfstæðisflokkinn FUNDIR voru settir í báðum deildum Alþingis á venjulegum tíma í gær. Á dagskrá efri deild- ar voru þrjú mál. Frv. um tekju- skatt og eignarskatt var til 2. umr. og vísað til 3. umr. sam- hljóða. Annarri umr. um frv. um póstlög var frestað, en frv. um lífeyrissjóð starfsmanna rík- isins, sem var til 3. umr. var sam- þykkt umræðulaust með 10 sam- hljóða atkv. og þar með afgreitt til neðri deildar. Á dagskrá neðri deidar voru fimm mál. Frumvarp um Lista- safn íslands var til fyrstu um- ræðu. Er frumvarp þetta flutt af menntamálaráðherra og fylgdi hann því úr hlaði með ræðu. Er í frv. þessu gert ráð fyrir, að lista safnið verði sjálfstæð stofnun, en listasafn ríkisins hefur heyrt und- ir menntamálaráð síðan árið 1928. Samkv. frv. á safnið að fá sérstaka stjórn, safnráð, eigin byggingu þegar fé fæst til hennar og meiri fjárráð til listaverka- kaupa en áður. Þá skýrði menntamálaráðherra frá því, að frumvarpið hefði ver- ið borið undir samtök myndlistar- manna, menntamálaráð, þjóð- minjavörð o. fl. aðila. Mennta- málaráð væri andvígt því, að stjórn safnsins'væri tekin úr þess höndum, en hinir aðilarnir hefðu tekið frumvarpinu yfirleitt mjög vel. Að lokinni ræðu menntamála- ráðherra talaði dr. Giunnlaugur Þórðarson, en hann var í nefnd þeirri, er undirbjó löggjöfina um Listasafn fslands. Vék hann að bréfi menntamálaráðs, sem er birt sem fylgiskjal með frv., og kvað hann það á misskilningi byggt. Þá taldi hann, að menntamálaráð hefði alltaf sýnt myndlist furðu- legt tómlæti, en kvaðst þó vilja undanskilja einn mann er átt tökum um að efla hag sinn og af- komu gagnvart aðstoð. Þetta tókst víðasthvar með þvi einfalda móti að gera smátt og smátt öll við- skipti frjálsari og einfaldari. einkum gjaldeyrisviðskipt. Á þess um árum hefir það tekizt að gera allan gjaldeyri félagsríkjanna frjálsan og „harðan" (þ. e. víxl- anlegan á réttu og skráðu gengi um heim allan), nema aumingja íslenzku krónuna. Á íslandi hef- ur þvert á móti allt sigið á ógæfu hlið og allt stefnt hraðar í átt- ina til cfvelsis og v:ð?kiptahafta. Það vandamál, sem enn bíður úrlausnar hér á landi, verður ekki leyst með hömlum og hugtaka- ruglingi og þar nægir ekki að stimpla flokka með meira og minna fölsuðum stimplum upp á hægri og vinstri. Þar gildir það, hvort stefnt er að auknu frjáls- ræði í mannréttindum og stjórn- málum og auknu frelsi í athöfnum og framtaki. Þar verður að líta á vandamálin í ljósi staðreyndanna og þá er mest um vert að lata ekki úreltar kennisetningar og pappírsfróðleik villa sér sýn“. Ræðu Bjarna, sem var afburða snjöll og skemmtileg, var mjög vel tekið af áheyrendum. Næsta atriði á dagskránni var leikþáttur, „Víxlar með afföllum" eftir Agnar Þórðarson. Leikendur voru Guðrún Agnarsdóttir, Úlfar Guðmundsson, Gunnar Ólafsson og Magnús Jónsson, öll nemend- ur í Verzlunarskólanum, undir leikstjórn Klemensar Jónssonar. Flutningur leikþáttarins hjá hin- u mungu leikurum tókst mjög vel og var þeim ákaft fagnað að leik- lokum. Ómar Ragnarsson, menntaskóla nemi hóf nú söng gamanvísna með undirleik skólabróður síns, Markúsar Einarssonar, en vísur þær, sem hann söng, hafði hann sjálfur samið. Gamanvísurnar voru bráðfyndnar og óvenju vel fluttar. Skemmtu áheyrendur sér hið bezta við sönginn og hlógu mikið að hnyttni hins unga manns. Axel Helgason stjórnaði dans- inum sem hófst eftir skemmti- atriðin. Er áreiðanlega óhætt að fullyrða, að sjaldan hafi verið dansað af meira lífi og fjöri í Sjálfstæðishúsinu en þá. Voru gerð nokkur tilbrigði í dansinum svo sem skiptidans, hringdans o. fl. Um miðnættið var stutt hlé á dansinum og dregið í happ- drætti. Var hver aðgöngumiði númeraður og gilti sem happ- drættismiði.Var happdrættið með nýju sniði, þannig að þeir sem áttu vim.ingsmiða fengu sjálfir að velja vinningana, sem voru fagurlega innpakkaðir á senunni. Vinningar voru af ýmsu tagi, sumir fremur til þess að vekja katínu meðal gestanna, enda varð af þessu mikið gaman. Þessum fyrsta Varðarfagnaði lauk svo kl. 1 og er það víst, að gestir höfðu skemmt sér mjög vel. hefði sæti í menntamálaráði, Valtý Stefánsson, ritstjóra. Hefði Valtýr sýnt myndlist lofsverðan áhuga er hann var í menntamála- ráði, sem ef til vill stafaði af því, að kona hans væri listamaður á þessu sviði. Frv. var vísað til 2. umr. og menntamálanefndar með samhl. atkvæðum. Frumvarp um áfengis- og tóbakseinkasölu ríkisins var til 1. umr. Fyrri flm. Magnús Jóns- son gerði grein fyrir frv. Kvað hann meginbreytinguna á lögun- um þá, að gert væri ráð fyrir, að þessar stofnanir yrðu sameinað- ar undir eina yfirstjórn. Væri ætl- unin að stuðla að því, að hægt væri að reka þessar stofnanir á sem hagkvæmastan hátt fyrir ríkið. Magnús Jónsson gat þess, að samhljóða frv. hefði verið flutt á Alþingi árið 1950. Hefði það verið undirbúið í samráði þessara stofn ana. Þar sem einmitt nú virtist mikill áhugi á að freista allra úr- ræða til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs, hefðu flm. talið rétt að Framh. á bls. 19. STAKSTEIIVAR Kommúnistar e idnn*. fæddir Nú eru kommúnistar endur- fæddir í varnarmálunum. Þeir sátu hálft þriðja ár í ríkisstjórn án þess að hreyfa legg né lið til þess að standa við stóru orðin frá kosningasumrinu 1956, þeg- ar þeir lofuðu því ásamt Fram- sóknarflokknum og Alþýðu- flokknum að reka varnarliðið tafarlaust úr landi. En nú eru kommúnistar farnir úr stjórn, og þá telja þeir sér óhætt að flytja tillögu um það að reka herinn burtu. í framsöguræðu sinni fyr- ir tillögunni í síðustu viku, komst Alfreð Gíslason, einn af þing- mönnum kommúnista, m.a. að orði á þessa ieið: „Engin mótmælir því, að þrír þeirra stjórnmálaflokka, sem full trúa eiga á Alþingi nú, háðu kosningabaráttu sína 1956 undir kjörorðinu:: Herinn burt. Alþýðu bandalagið, Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hétu þvi hver fyrir sig að styðja fram- kvæmd þessa máls á komandi kjörtímabili. Þegar þessir flokk- ar síðar mynduðu stjórn að kosn- ingunum loknum, var það eitt atriða í málefnasamningi þeirra að framkvæma ályktun Alþingis frá 28. marz. Snögg og gagnger þáttaskil Endurskoðun samningsins átti samkvæmt orðalagi ályktunar- innar að hefja þegar í stað, en nokkur dráttur varð samt á því. Var ákveðið að viðræður um samninginn milli íslenzkra og bandarískra stjórnarvalda skyldu byrja um miðjan nóvember 1956. Þær hófust að vísu 20. nóvember, en urðu heldur endasleppar, því að þeim var slitið fjórum dögum síðar. Urðu hér snögg og gagn- ger þáttaskil, því að nú var það tilkynnt sem boðskapur ís- lenzku ríkisstjórnarinnar að við- ræðurnar hefðu leitt til sam- komulags, um að enn væri þörf varnarliðs á íslandi um óákveð- inn tima“. Þannig mælti Alfreð Gíslason. „Enn þörf * varnarliðs“ Þetta varð þá niðurstaðan af hinum hátíðlegu yfirlýsingum vinstri flokkanna vorið 1956 um það að varnarliðið skyldi tafar- laust rekið burt af íslandi. Vinstri stjórnin hafði aðeins set- ið tæplega misseri við völd, þeg- ar hún var búin að semja um áframhaldandi dvöl varnarliðs- ins um óákveðinn tíma i landinu. Það er rétt, sem þingmaður kommúnista sagði í siðustu viku í framsöguræðu sinni, að við- ræðurnar, sem fram fóru í nóvember 1956 „leiddu til sam- komulags um, að enn væri þörf varnarliðs á íslandi um óákveð- inn tíma“. En kommúnistaþingmaðurinn gleymdi að geta þess, að flokkur hans bar fulla ábyrgð á þessari samningsgerð um áframhaldandi dvöl varnarliðsins. Aumur skrípaleikur Sú staðreynd blasir þess vegna við öllum almenningi, að komm- únistar meina ekki ncitt með nasablæstri sínum gegn dvöl varnarliðsins í landinu. Þegar þeir eiga sæti í ríkisstjórn taka þeir meira að segja fulla ábyrgð á samningum um áframhaldandi dvöl varnarliðsins um óákveðinn tíma. Hin svokallaða barátta komm- únista gcgn „hernáminu", er þess vegna aumur skrípaleikur, sem enginn maður getur tekið mark á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.