Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. febr. 1959 Sjómenn og útvegsmenn við Faxaflóa hlynntir reglum um há marks fjölda þorskanetja í sjó Rannsoknarstofa Fiskifélagsins reifar málið Úrval fágœtra bóka, blaða og tímarita ALLAR HORFUR eru á því að settar verði reglur um hámarks- fjölda þorskanetja, sem bátur hefur í sjó hverju sinni. Rann- sóknarstofa Fiskifélags Islands sendi blöðunum í gær fréttatil- kynningu um þetta mál. Segir þar að undirtektir útgerðar- manna og sjómanna í verstöðv- unum við Faxaflóa séu þær, að þeir vilji láta setja reglur um þetta og fleiri atriði. Tilgangur- inn með þessu er að tryggja betra ástand fisksins, þegar honum er landað úr bátunum að loknum róðri. í annarri frétt hér í blaðinu er skýrt frá daufum undirtektum í Vestmannaeyjum. í fréttatil- kynningu Fiskifélagsins segir á þessa leið: „Undanfarin ár hafa sölusam- tök fiskframleiðenda fengið sí- vaxandi kvartanir erlendis frá, vegna gallaðrar framleiðslu, sem oftast hefur mátt rekja til lé- legs eða jafnvel skemmds hrá- efnis. En aðalorsökin fyrir þessu er breytt veiðitækni, þ. e. a. s. aukin netjaveiði. Þetta ástand í fiskframleiðslu okkar er því al- varlegra, vegna þess að helztu keppinautar okkar á heimsmark- aðinum leggja nú allt kapp á að vanda framleiðslu sína. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum skipaði sjávarútvegs- málaráðuneytið á sl. hausti 6 manna nefnd samkvæmt marg- endurteknum tilmælum frá sam- tökum sjávarútvegsins, til þess að kanna, hvort æskilegt væri að stofna til mats á nýjum vinnslufiski. Nefnd þessi, sem kallast Ferskfisknefnd, skilaði siðan áliti, þar sem lagt var til, að stofnað yrði til eftirlits á þessari vertíð með nýjum báta- fiski. Ráðuneytið fól síðan nefndinni að hefja slíkt eftirlit til reynslu. Rannsóknarstofa Fiskifélags Is- lands fer með yfirstjórn þess og er eftirlitið þegar hafið í helztu verstöðvum. Eitt af því, sem nefndin lagði til, var að settar yrðu ákveðnar reglur um þann netjafjölda, sem vertíðarbátar mættu hafa í sjó. Óhóflegur netjafjöldi er að sjálf- sögðu ekki nema einn liður í langri orsakakeðju, sem leiðir til lélegs hráefnis, en nauðsynlegt er að fyrirbyggja, að lögð séu vís- vitandi fleiri net í sjó en menn ráða við að draga á einum degi. Þetta er vandamál, sem erfitt verður að leysa, svo að öllum liki. Bezt væri, að útvegsmenn og sjómenn gætu sjálfir leyst vand- ann, án íhlutunar hins opinbera. I Keflavík og Vestmannaeyjum hafa farið fram viðræður meðal þessa aðila, þar sem rætt hefur verið um nauðsyn þessa máls. Yfirleitt hefur komið fram, að vilji er fyrir hendi að takmarka netafjölda við ákveðið hámark, en að sjálfsögðu er óskað eftir samkomulagi hjá sem allra flest- um veiðistöðvum um þetta mál. Til að kanna undirtektir út- gerðarmanna og sjómanna, ákvað Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar eru 3 mál: 1. Ríkisreikningurinn 1956, frv. — 1. umr. 2. Bjargráðasjóður Islands, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir. 3. Hafnargerðir og lend- ingarbætur, frv. — 2. umr. Tvö mál eru á dagskrá neðri deildar: 1. Sementsverksmiðja, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir. 2. Lif- eyrissjóður sarfsmanna ríkisins, frv. — 1. umr. Ferskfisknefnd að halda fund með fulltrúum þessara aðila frá svæðinu: Grindavík — Akranes. Fundur þessi var haldinn sunnu- daginn 22. febrúar og mættu þar 25 manns. Umræður urðu fjörug- ar og undirtektir góðar. Fer hér á eftir tillaga, sem samþykkt var við lok fundarins með samhljóða atkvæðum: „Fundur útgerðarmanna, skip- stjóra og forustumanna sjómanna félaga, haldinn í húsnæði Rann- sóknastofu Fiskifélags íslands, sunnudaginn 22. febrúar 1959, að tilhlutan Ferskfisknefndar, sam- þykkir eftirfarandi: VESTMANNAEYJAR, 23. febr.: Nokkrum sinnum hefur verið um það rætt hér í Vestmannaeyjum, hvort takmarka beri þann fjölda netja, sem bátar eiu með hverju sinni. Nú ’iefur þessu máli skot- ið upp á ný. Útvegsbændaféiagið ræddi um það á fundi sínum 11. þ. m. Voru útvegsbændur sam- mála um nauðsyn þess að eitt- hvað raunhæft yrði aðhafzt. Var samþykkt að skrifa Skipstjón- og stýrimannafélaginu Verðandi um málið, og farið fram á það við stjórn félagsins að um þetta mál yrði rætt frekar meðal félags manna þess. I framhaldi af þessu var svo haldinn fundur um málið í gær. Var það fjölmennur fundur, en Fékk tundurdufl í vörpuna I FYRRINÓTT fékk togarinn Svalbakur tundurdufl í vörpuna og fór með það inn til ísafjarð- ar. Þangað fór svo gæzluflugvél- in Rán með tundurdufla-sérfræð- ing Landhelgisgæzlunnar, Gunn- ar V. Gíslason skipstjóra, er gerði duflið óvirkt. (Frá Landhelgisgæzlunni). Fjórar bækur prentaðar í Skál- holti 1688 á upp- boði Á BÓKAUPPBOÐI Sigurðar Benediktssonar, sem fram fer í Sjálfstæðishúsinu í dag, eru marg ar merkar bækur. — Þar er fyrst að telja fjórar bækur, sem prent aðar eru í Skálholti 1688 — Saga Landnáma, Kristendóms Saga, Gronlandia og Schedæ Ara fróða. Þessar fjórar bækur seljast í einu lagi, enda eru þær bundnar sam- an. Er það hið upprunalega band, frá þeim tíma er bækurnar voru prentaðar — og er það ótrúlega vel farið. Af öðrum fágætum bókum, sem seldar verða á uppboðinu, má nefna Ljóðmæli Jónasar Hall- grímssonar (Khöfn 1847), árituð af Brynjólfi Péturssyni, Kvæði Benedikts Gröndals eldra (Viðey 1833), Bakkynjurnar, grísk leik- rit þýdd af Sigfúsi Blöndal (útg. 1923), og Norðurfara I—II (Kaup mannahöfn 1848—’49), auk margra annarra fágætra bóka. Bókauppboðið hefst í Sjálf- stæðishúsinu kl. 5 síðdegis. 1. Að settar verði reglur um hámarksfjölda þorskanetja, sem bátur hefur í sjó hverju sinni, og álítur fundurinn hæfi legt hámark 90 net á skipum yfir 40 smálestir, en minni bát ar hafi aldrei fleiri en 75 net liggjandi í sjó. 2. Að allur fiskur verði und- antekningarlaust blóðgaður strax, þegar hann hefur verið greiddur úr neti. 3. Stefna ber að því, að góð- ur og vel með farinn fiskur verði greiddur mun hærra verði heldur en sá, sem lé- legur er og illa með farinn, enda komi þá til verðflokkun í þrjá gæðaflokka“.“ hugmyndin um takmörkun á netjafjölda bátanna, fékk mjög daufar undirtektir. Tillaga, sem fram kom á fundinum um að skipa sérstaka nefnd til frekari viðræðna við Útvegsbændafélag- ið, var felld, svo mál þetta virð- ist útrætt af hálfu skipstjóra og stýrimanna á Vestmannaeyjabát- unum a. m. ki bili. —Bj.Guðm. Enska bikar- keppnin HANDHAFAR bikarsins, Bolton Wanderers, sigruðu í gærkvöldi Preston North End með einu marki gegn engu á hlutlausum velli, Ewood Park, Blackburn. Nat Lofthouse skoraði sigurmark ið. Bolton átti mun meira í leikn um. Þessi tvö lið hafa leikið í samtals 390 mín. á 10 dögum, þrjá leiki í bikarkeppninni og einn í deildakeppninni. 1 hinum leiknum sem fór fram í gær voru Birmingham City slegnir út af Nottingham Forest með fimm mörkum gegn engu. Dwight skor- aði þrjú af mörkunum og Gray tvö. Forest sýndu yfirburði all- an leikinn, og verðskulduðu sig- urinn. Leikurinn fór fram á leik- velli Leicester City. I sjöttu umferð, sem fer fram á laugardaginn leika þessi lið saman: Aston Villa gegn Burnley. Blackpool gegn Luton Town. Nottm. Forest gegn Bolton. Sheffield Utd. gegn Norwich C. Afli Akranesbáta AKRANESI, 23. febr. — Tólf bát- ar voru á sjó héðan í dag, í stinn- ingsvestanátt og leiðindaveðri. — Afli þeirra' báta, sem búnir voru að vigta kl. 9 í kvöld, var frá 5 og upp í 8,5 lestir. Á laugardaginn voru 16 Akra- nesbátar á sjó og fengu alls 95 lestir. — Langaflahæst var Sigur von, með 12,5 lestir. Sá næsti var með 9, þriðji með 8 og fjórði með 7 lestir. — Tveir þessara 16 voru með þorskanet. Fékk annar 4 og hinn 2 lestir. Megnið af aflanum var þorsk- ur, stór og feitur. Allur er þorsk- urinn flakaður og frystur. — Oddur. KEFLAVÍK, 23. febr. — Allflest- ir bátar héðan eru á sjó í dag. Enda þótt veður væri fremur rysjótt, var afli bátanna, sem að voru komnir um kl. 8 í kvöld að meðaltali 6—9 lestir. Óvíst er hvort róið verður aft- ur í kvöld, þar sem veðurútlit er ekki sem bezt. — Ingvar. á bóka- og blaða- markaðinum í Ing- ólfsstrœti 8 I GÆR mánudaginn 23. febr. opnaði Helgi Tryggvason bóka- og blaðamarkað í markaðssaln- um í Ingólfsstræti 8. Þarna verða á boðstólum bækur í þúsundatali, og eru margar þeirra mjög fá- gætar og löngu uppseldar. Einnig verða á boðstólum hundruð blaða og tímarita, allt ,,komplett“ og margt af því afar fágætt. Meðal þeirra bóka sem voru til sölu á bókamarkaðinum þegar í gær, voru nokkrar af fyrri bok- um Þórbergs Þórðarsonar, svo sem Hvítir hrafnar og Pistilinn skrifaði. Einnig Grágás I—II., útg. 1852. Fréttir frá íslandi (öll heftin), Málsháttarsafn Finns Jónssonar og mikið af þjóðsög- um, rímum og riddarasögum svo nokkuð sé nefnt. Á hverjum degi munu svo við bætast nýjar bæk- ur á markaðinn. Mörg heil tíma- rit og blöð, sem ógjörningur hef ur verið að ná saman nú um langan tíma, verða einnig á boð- stólum á bóka- og blaðamarkaði Helga Tryggvasonar. Tveir drengir meiddust í slysum Á SUNNUDAGINN og svo aftur í gærdag meiddust litlir drengir í umferðarslysum.Báðir urðu þeir fyrir bílum, en munu hafa slopp- ið furðanlega lítt skaddaðir. Á sunnudaginn hafði 3 ára drenur, Smári Lindberg, Brekku- götu 8, Hafnarfirði, hlaupið fyrir bíl suður á Kópavogshálsi. Dreng urinn hafði allt í einu hlaupið frá móður sinni, er þar var á gangi með hann, og út á götuna. í sama mund var bíl ekið hjá og skipti það engum togum að drengurinn kom á bílinn miðjan. Við árekst- urinn kastaðist drengurinn langt frá bílnu' ’, en hafði ekki hlotið, við það r.ein meirihátar meiðsli. í gærdag varð skóladrengur, Gísli Stefánsson, Hátúni 7, fyrir bíl, er hann kom hlaupandi út úr porti heima hjá sér, á leið í skólann. Var Gísli fluttur í slysavarðstofuna. Hafði hann hlotið nokkra áverka, en mun eigi hafa hlotið beinbrot. Verndarsvæði brezku togaranna flutt sunnar EINS og kunnugt er hafa brezku herskipin hér við land undan- farið haldið uppi tveimur vernd- arsvæðum fyrir Austurlandi, til ólöglegra veiða fyrir brezku tog- arana. Mjög lítil veiði hefur ver- ið á þessum slóðum og fáir tog- arar nema mjög langt utan fisk- veiðimarkanna. Nú hefur hins vegar sú breyt- ing orðið á svæðunum, að þau hafa verið flutt sunnar, þannig að annað er frá Ingólfshöfða að Hrollaugseyjum, og hitt frá Stokksnesi að Papey. I gærmorg- un voru 5 togarar á fyrrnefnda svæðinu og 3 á hinu síðara. Svæð anna gæta 3 til 4 brezkir tundur- spillar, og auk þess er þar birgða- skip. Afli var góður hjá sum- um skipanna. Alls munu vera um 30 brezkir togarar fyrir Suðausturlandi, langflestir á svonefndum Kidney- banka, sem er langt undan landi. Annars staðar við Island hefur brezku togaranna hins vegar ekki orðið vart. (Frá Landhelgisgæzlunni). •fa Belgrad, 20. febr. — Nokkrir særðir alsírskir uppreisnarmenn eru nú komnir til Júgóslavíu til þess að njóta hjúkrunar. Þá mun hann taka á móti list- um frá bókasöfnurum yfir þær bækur, sem þá vantar, og mun hann reyna að útvega það, enda þótt það sé ekki allt fyrirliggj- andi á bókamarkaði hans. Helga Tryggvason mun ekki þurfa að kynna fyrir bókamönn- um. Hann hefir um langt skeið verið kappsamur bókasafnari og hefir sérstaklega lagt stund á söfnun blaða og tímarita, en mjög erfitt er orðið að afla margra þeirra. — Mun Helgi vera einn þeirra, sem beztum árangri hafa náð á því sviði. Meðlijálpara Olafsvíkurkirkju þakkað 50 ára starf ÓLAFSVÍK, 23. febrúar: — Við guðsþjónustu hér í Ólafsvíkur- kirkju minntist sóknarpresturinn þess i lok guðsþjónustunnar, að þennan dag fyrir 50 árum hefði meðhjálpari kirkjunnar, Magnús Kristinsson, trésmíðameistari, tek ið að sér starf meðhjálpara. Séra Magnús Guðmundsson flutti Magnúsi, sem nú er kominn yfir áttrætt, þakkir fyrir störf hans fyrir Ólafsvíkurkirkju og fór miklum viðurkenningarorðum um hinn aldurhnigna meðhjálp- ara, sem ber sinn háa aldur mjög vel. Sóknarnefndin færði Magn- úsi Kristjánssyni skrautritaða gestabók, og jafnframt tilkynnti nefndin ;.ð hún léti gera mjög vandaðan útskorinn göngustaf handa honum. Magnús var for- maður sóknarnefndar á árunum 1913—32, og nýtur hann mikillar virðingar hér í kauptúninu, enda er hann óvenjulegur maður um marga hluti. —B. Burgess vill skreppa til London LONDON, 23. febrúar. — Brezku blaðamennirnir, sem fylgjast með ferð Macmillans til Rússlands, hafa hitt Guy Burgess að máli. Hann flúði árið 1951 ásamt Mac- Lean til Rússlands sem frægt er nú orðið. Burgess kvaðst vilja heim- sækja England til þess að sjá sjúka móður sína, en kveðst ekki viss um að fá að hverfa aftur til Rússlands. Randolph Churchill, sem er I hópi brezku blaðamannanna eystra, segir að Burgess hafi sagt í viðtali við sig, að hann væri enn kommúnisti og kynvillingur —■ og er þessu haldið mjög á lofti í brezku blöðunum. Friðrik teílir við Akureyringa AKUREYRI, 23. febr. — Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák er nú staddur hér í boði Skákfélags Akureyrar. Kom hann hingað til bæjarins á laugardaginn. f gær, sunnudag, tefldi Friðrik fjöltefli við 36 menn í Lóni, fé- lagsheimili karlakórsins Geysis. Vann hann 30 skákir, gerði þrjú jafntefli og tapaði 3 skákum. — Þeir ,sem unnu stórmeistarann, voru Atli Benediktsson, Randver Karlsson og Ingimar Friðfinns- son. Auk skákmanna hér á Ak- ureyri, komu nokkrir menn úr sveitunum hér í kring til keppn- innar. Samtímis fjölteflinu tefldi Friðrik tvær blindskákir og vann báðar. I kvöld teflir hann eftir klukku við 10 menn úr meistaraflokkl Skákfélags Akureyrar. Teflt verð ur að Hótel KEA. — Mag. Skipstjórnarmenn í Ey jum andvígir takmörkunum á þorskanetjaf jölda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.