Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 20
VEDRID Suðvestanátt með hvössum éljum — frostlaust. 45. tbl. — Þriðjudagur 24. febrúar 1959 Kaupmannahafnar- bréf __________Sjá bls. 11.________ Yflr 100 þús. kr. söfnuðust fyrsta daginn Þátttaka / söfnuninni er mikil og atmenn FJÁRSÖFNUN s4, sem hafin er til styrktar aðstandendum þeirra, sem fórust með togaranum Júlí frá Hafnarfirði og vitaskipinu Hermóði, fór mjög vel af stað, og brá almenningur hér skjótt og vel við sem oft áður í slíkum neyðar- tilfellum. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk frá Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar i gærkvöldi, höfðu alls safnazt í gær nokkuð á annað hundrað þúsund krónur. Stærsta framlagið var 50 þús. kr. frá stofnun einni hér í bæ, og maður, sem vill halda nafni sínu leyndu, afhenti formanni útgerðarráðs Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar 30 þús. kr. í söfnunina. — Þá má geta þess, að allir Alþingismenn lögðu fram fé í söfnunarsjóðinn. Auk þess barst fjöldi stærri og smærri gjafa frá fyrirtækjum og einstaklingum til hinna ýmsu að- ila, er veita söfnunarfé móttöku. Kvikmyndahúsin í Reykjavík og Hafnarfirði munu gefa and- virði einnar sýningar, og ágóði fyrsta sýningarkvölds kabaretts, sem hefst hér í byrjun marz, mun renna í söfnunarsjóðinn, en það er Einar Jónsson, féhirðir, sem stendur fyrir kabarett þessum. Fyrsta framlagið í söfnunina lagði söfnunarnefndin sjálf fram — 10 þúsund krónur. — Söfnun- arlistar mun þegar vera farnir að ganga innan ýmissa fyrirtækja, og í stuttu máli virðist það séð, eftir þennan fyrsta söfnunardag, að allir ætli hér að leggjast á eitt. Morgunblaðinu bárust mörg framlög til söfnunarinnar í gær, og námu þau samtals 15.420 krón- um eftir daginn. — Fer listi yfir gefendur og framlög þeirra hér á eftir, en annars verða söfnunar- listarnir hér eftir birtir í Dagbók blaðsins: Óli og Stína 200,00; Rósa 500,00; N.N. 200,00; Onefnd 100,00; Pettý 500,00; N.N. 500,00; Haraldur Salómonsson 1.000,00; Jónína Hall dórsdóttir 100,00; S.J.H. 500,00; D.F. 100,00; Þuríður og Arndís 1.000,00; Helga og Ernst 300,00; H. G. 500,00; N.N. 500,00; K.H.K. 720,00; Þóroddur Jónsson 500,00; Ingibjörg Ingadóttir 100,00; Guð- mundur Jónsson 400,00; Ó. J. 500,00; ómerkt í bréfi .1.000,00; R. G.M. 300,00; R.S. 100,00; kona 100,00; tvær systur 100,00; Tempo 500,00; N.N. 100,00; Timburverzl. Völundur 5.000,00. Skipverji á slasast á Tungufossi Húsavík Vírhvippa hertist ab fceti hans og tók af HÚSAVÍK, 23. febr. — Það slys vildi til hér í nótt, þegar Tungu- foss var að leggjast að bryggju í sunnanstrekkingi, að vírhvippa slóst um fót eins hásetans á skip- inu, Jóns Sigurðssonar, Týsgötu 5 í Reykjavík, og tók fótinn af um miðjan legg. Ungur háseti, sem nærstaddur var, sýndi mikið snarræði og batt um fótlegginn, þannig að blóðrásin stöðvaðist. — Mun Jón því ekki hafa misst mjög mikið blóð. Héraðslæknirinn, Daníel Daní- elsson, kom fljótlega á vettvang. Gerði hanr»fyrst að sárum manns ins tim borð, en síðan var farið með hann í sjúkrahús Húsavíkur, þar sem fullnaðaraðgerð fór fram. — í kvöld var líðan hans eftir atvikum góð. — Fréttaritari. Jón Sigurðsson, sem er ungur fjölskyldumaður, var nýr maður í skiprúmi á Tungufossi. — í ráði var að flytja hann þegar í gær flugleiðis til Reykjavíkur, en frá Stjórnarkiör í 3 verka- lýésféiögum um sl. helgi STJÓRNARKOSNÍNGAR í Fé- lagi íslenzkra járniðnaðarmanna fóru fram um síðustu helgí. Urðu úrslit þau að stjórn og trúnaðar- mannaráð voru endurkosin. At- kvæði féllu þannig að A-listinn, listi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs, hlaut 211 atkv. og alla menn kjörn, en B-listinn hlaut 128 at- kvæði, 1 seðill var auður. í síð- ustu kosningum í félaginu, kosn- ingum til Alþýðusambandsþings, fékk A-listinn 191 atkv., en B- listinn 99 atkv. Þá fóru einnig fram stjórnar- kosningar í tveimur öðrum verka lýðsfélögum um helgina. f Sveina félagi pípulagningarmanna hlutu eftirtaldir menn kosningu: Guð- mundur Gíslason, formaður, Guð- jón Júlíusson, varaform., Ólafur Marteinn Pálsson, gjaldkeri, Hjálmar Jóhannsson, ritari, Helgi Þorvarðarson, gjaldk. styrktar- sjóðs. í stjórn Sveinafélags skipa- smiða í Reykjavík voru eftirtald- ir menn kjörnir: Helgi Arnlaugs son, formaður og meðstjórnendur: Björn Emil Björnsson, Magni Guð mundsson, Kjartan Eínarsson og Jens Marteinsson. Gjaldkeri, sem er utan stjórnar var kjörinn Magnús Jónasson. því var horfið vegna slæmra flug skilyrða. Mun hann fluttur hing- að við fyrsta tækifæri. Vonir standa til, að ekki þurfi að taka frekar af fæti Jóns en orðið er, og mun hann þá halda hnélið ósködduðum. 9 menn teknir ölvaðir við akstur UNDANFARNA daga hafa verið nokkur brögð að því, að menn aki bílum sínum undir áhrifum áfengis. Frá því á föstudagskv. og þar til á sunnud.kv., höfðu götu- lögreglumenn tekið hvorki meira né minna en sjö menn, er allir voru meira og minna undir áhrif- um áfengis, og höfðu sumir þeina lent í árekstrum. Slys á fóiki hafði ekki hlotizt af völdum þeirra. í síðustu viku voru alls níu menn teknir ölvaðir við akst ur. Þrátt fyrir strangari viður- lög samkvæmt nýju umferðar- lögunum, eru enn töluverð brögð að því, að menn aki bílum sínum ölvaðir, sem af þessu má sjá. Greinilegt er því, að ekki má lögreglan slaka á klónni gagn- vart háskalegum mönnum í um- ferðinni á götum bæjarins. Lítill afli ABALFUNDUR „SÓKNAR" f KEFLAVÍK f Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík heldur aðalfund n.k. miðvikudag 25. þ.m. í Sjálfstæð- ishúsinu. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa verða kjörnir Tull- trúar á Landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Að loknum fundi verð ur sameiginleg kaffidrykkja og spiluð félagsvist. Góð verðlaun. Sjálfstæðiskonur eru hvattar 1*1 að fjölmenna á fundinn. Rússar bjóða Friðriki Olafssyni til skákmóts í apríl NÚ UM HELGINA barst Skák- sambandi íslands símskeyti frá Skáksambandi Sovétríkjanna, þar sem Friðrik Ólafssyni stór- meistara er boðið að taka þátt í skákmóti, sem fram á að fara í Moskvu dagana 6.—21. apríl n.k. Til móts þessa er boðið einum skákmeistara frá eftirtöldum löndum: Búlgaríu, Ungverja- landi, Danmörku, íslandi og Tékkóslóvakíu, en auk þess munu tefla þar 6 rússneskir meistarar. Rússar munu sjá um allan kostnað þátttakenda í sambandi við mót þetta, einnig ferðakostn- að. — Má segja, að boð þetta sýni glögglega, hve mikils álits Frið- rik Ólafsson nýtur nú í skák- heiminum. HAFNARFIRÐI. — Mjög stopul- ar gæftir hafa verið undanfarið, og þó bátarnir hafi komizt út, þá hafa þeir venjulega lent í vonzku veðri og stundum orðið að snúa við af þeim sökum eftir að vera komnir langleiðina á miðin. Afli hefir verð fremur tregur eða yfrleitt 4—6 tonn í róðri og þar af minna. Togararnir eru nú á veiðum fyr ir vestan nema Röðull, sem er í „klössun" í Reykjavík og Ágúst í Englandi, þar sem hann seldi afla sinn fyrir skömmu. — G.E. Þetta er mynd af vélbátnum Langanesi, sem sökk undan Vest- mannaeyjum sl. laugardag. — Sjópróf hafa nú farið fram vegna slyssins, en þar kom ekkert fram, er upplýst gæti, hvað þvi hefir valdið. — Bátsmenn fullyrtu, að orsökin gæti ekki verið sú. að bálurinn hefði „slegið úr sér" þéttingu, sem kallað er. Drengir í Ketlavík með riffilkúlur og skotvopn Lá við stórslysi par á föstudaginn KEFLAVÍK, 23. febr. — Lögregl- an hér í Keflavík hefur nú fengið til meðferðar alvarlegt mál, sem foreldrar barna hér í bænum ættu að athuga vel og reyna að aðstoða lögregluna við að upp- lýsa áður en til alvarlegra slysa dregur. Komið hefur í ljós að nokkrir drengir á aldrinum 10— 12 ára, hafa með einhverjum hætti komizt yfir riffilskot. Eru skotin finnsk og af stærri gerð- inni. Svo virðist sem skot þessi hafi undanfarið gengið milli drengjanna sem eins konar skipti mynt. Þó munu einhverjir drengj anna hafa selt skot, sem þeir hafa komizt yfir. Það hættulegasta við þetta er, að drengirnir virðast ekki gera sér neina grein fyrir hversu hættulega hluti þeir með handa á milli. Hefur í ljós komið, að drengirnir sprengja riffilskotin með því að slá með steini á hvell- hettuna og einnig hafa þeir sprengt þau með því að kveikja eld undir skotunum. Kúlurnar þjóta svo út í loftið og má mikið lán teljast að ekki hefur hlotizt af stórslys. Á föstudaginn gerðist hér al- varlegur atburður. Drengur er hafði nokkrar riffilkúlur í fórum sínum komst yfir riffil. Setti hann skot í hann og lék sér með hann hér innanbæjar, við mikla umferðargötu. Allt í einu hljóp skot úr rifflinum, þvert yfir göt- una og lenti í gluggarúðu hinu megin götunnar. Kona sat við gluggann og fór skotið rétt ofan við höfuð hennar, en lenti síðan í hillu sem var á veggnum and- spænis glugganum. Eins og sjá má af þessu er hér um alvarlegt mál að ræða. Háskólafyrirlestur um Thomas Mann í DAG, þriðjudaginn 24. febrúar, flytur þýzki sendikennarinn við Háskóla íslands, Hermann Höner lektor, fyrirlestur um Thomas Mann. Thomas Mann fæddist 1875 í Lúbeck og var einn af mestu rithöfundum vorrar aldar. Árið 1925 hlaut Thomas Mann Nobelsverðlaun, og þegar hann var kominn heim til Evrópu eftir stríð varð hann heiðursborgari Liibeckborgar og félagi í friðar- deild þýzku orðunnar „Pour le mérité". í öllum skáldsögum sínum virð ir Thomas Mann lífið og mann- inn fyrir sér af sjónarhóli háð- fuglsins, sem þekkir tvísæi lífs- ins. Fyrir honum vakir að af- hjúpa hið innsta eðli mannsins og skyggnast inn í dýpstu hugar- fylgsni hans. Hann er mesti rit- snillingur Þjóðverja á síðari tím- um. Thomas Mann kom síðast opin berlega fram í Þýzkalandi, þeg- ar hann hélt minningarræðu á 150 ára ártíð Schillers 1955. Sama ár dó hann í Sviss. Fyrirlesturinn verður fluttur á þýzku og hefst kl. 8,30 e.h. í I. kennslustofu háskólans. Öllum er heimill aðgangur. Þar sem rannsókn málsins er rétt á byrjunarstigi er ekki mögulegt um það að segja hve mikið er af riffilskotum í umferð, né heldur hvaða skotvopn drengirn- ir hafa komizt yfir. — Ingvar. Kveðjuathofn ÁKVEÐIÐ hefir verið að halda kveðjuathöfn í Hafnarfjarðar- kirkju eftir hádegi á laugardag n.k. til minningar um þá, sem fórust með togaranum Júlí frá Hafnarfirði. — Útvarpað verður frá kveðjuathöfninni. Frost beit að kvöldi - vorblær aðmorgni AKUREYRI, 23. febr. — Hér er meinleysisveður í dag, hiti ná- lægt frostmarki og ofurlítil hríð- armugga, en í gær má segja, að verið hafi vorblíða og hlýindi. Varð hitabreytingin óvenjusnögg. Á laugardagskvöldið var hér alhvítt af snjó, og kl. 23 um kvöld ið var 4 stiga frost, en allmiklu kaldara hafði verið fyrr um dag inn. — Um nóttina hélt áfram að hlýna mjög ört. Kl. 2 var kom inn 7 stiga hiti, og í gærmorgun kl. 8 var hitinn kominn upp í 10 stig. Mátti heita að jörð væri þá orðin marauð. — Mag. Málrunúir Heimdallar í KVÖLD kl. 20:30 hefst 4. mál- fundur Heimdallar. Umræðuefni: Hefur menningin brugðizt hlut- verki sínu? Frummælendur: Árni Syeins- son, Markús Antonsson, Ólafur Davíðsson, Ragnar Tómasson og Skúli Möller. Nú þegar eru skráðir þátttak- endur námskeiðsins rúmlega 50, en Heimdellingar og aðrir ungir Sjálfstæðismenn geta enn látið skrá sig á námskeiðið. Fundurinn í kvöld hefst kl. 20:30 og verður haldinn í ValhöII við Suðurgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.