Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. febr. 1959 MORGVIVBLAÐIÐ 11 Þannig var umhorfs í Kaupmannahöfn á þeim mikla hátíðisdegi, þegar Friðrik III var hylltur sem erfðakóngur 18. okt. 1660. Danir minnast Jbess oð fyrir 300 árum var árás Svía á Kaupmannahöfn hrundiB Kaupm.höfn í febrúar 1959. ÞRJÚ hundruð ár voru h. 11. þ.m. liðin frá því að Danir hrundu árás sænska hersins á Kaupmanna- höfn. Danir minntust á ýmsan hátt þessa sögulega viðburðar, sem í raun og veru réði úrslitum í dönsk-sænsku styrjöldinni og leiddi til merkra umskipta í sögu Danmerkur. Borgarstjórn Kaupmannahafn- ar hélt aukafund á hátíðlegan hátt vegna þessa dags. Þangað var boðið sendiherrum allra Norðurlanda og Hollands ásamt formönnum félaga þessara íanda í Kaupmannahöfn. Fyrir íslands- hönd voru þarna viðstaddir Tryggvi Sveinbjörnsson sendi- ráðunautur og Ólafur Halldórs- son, cand. mag., formaður íslend- ingafélagsins. Eftir fundinn var gengið með blys til Þjóðminja- safnsins. I súlnagögum þess var afhjúpuð tafla til minnis um Svía og Hollendinga, sem féllu í bardögunum um Kaupmanna- höfn. Tildrög árásarinnar á borgina voru þau, að Karl 10. Gústaf Svíakonungur var óánægður með friðarsamninginn, sem hann gerði við Dani í Hróarskeldu í febrúar 1658, eftir að hann hafði farið með her sinn frá Jótlandi yfir ísinn á dönsku sundunum alla leið til Kaupmannahafnar. Danir gáfust þá upp. Svíar fengu dönsku héruðin austan Eyrar- sunds, nefnilega Skán, Halland og Blekinge, og þar að auki Borgundarhólm ásamt tveimur norskum lénum: Bohusléni og Þrándheimsléni. Þetta var þó miklu minna en Karl 10. Gústaf hafði gert ser vonir um. Ætlaði að stofna sænskst stórríki. í byrjun ágúst 1658, aðeins missiri eftir að Hróarskeldusamn ingurinn var undirskrifaður, fór Svíakonungur aftur með her til Danmerkur. Nú ætlaði hann sér að gera alvöru úr því sem mis- tókst árið áður, nefnilega að leggja undir sig alla Danmörku ásamt íslandi og Noregi. Þannig ætlaði hann að skapa stórt stór- ríki, sem næði yfir öll Norður- önd og gæti ráðið lögum og lof- um við Eystrasalt. M. a. hafði hann í hyggju, að flytja Kaup- mannahafnarháskóla til Gauta- borgar og danska aðalinn til Ingermanlands austan Eystrasalts en það var þá í höndum Svía. Danskur sagnfræðingur ber fram þá spurningu, hvaða örlög hefðu verið Norðurlöndum búin, — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 Neyðaróp og kvalakvein „Áður en ég sá nokkuð, bárust mér til eyrna neyðaróp og kvala- vein utan úr þokunni. Er nær kom, sá ég að fremsti hluti flug- vélarinnar var gersamlega brot- inn í spón, og brakið lá á víð og dreif allt um kring. Bolurinn hafði brotnað í tvennt og nokkrir farþeganna höfðu kastazt út um rifuna. Ég sá þrjá menn staulast burt frá flakinu. Þeir reyndu að hraða sér, en virtust mjög ringlaðir og óttaslegnir. Rétt á eftir varð nokkur sprenging, og eldurinn, sem komið hafði upp í brakinu, magnaðist nokkuð. — Einn þess ara þriggja manna var hr. Mend- eres. Föt hans voru öll rifin og táin. Hann hafði setið aftarlega hægra megin í flugvélinni, skammt þar frá, sem bolurinn brotnaði, tekizt að losa öryggis- belti sitt og komast út úr flak- inu af sjálfsdáðum". „Það var hræðilegt-------" „Ég h^jóp eins hratt og ég gat gegnum skóginn í áttina að eld- bjarmanum", sagði Peter Heath- er, annar garðyrkjumaður frá Rusper, sem næstur kom á vett- vang. Honum tókst þegar að ná ungri gtúlku, sem var mjög slösuð, út úr brakinu. Hann taldi, að það hefði verið önnur flugfreyjan. — Síð- an hjálpaði hann einum af tyrkn- esku fulltrúunum út úr flakinu. Hann var einnig allmikið meidd- ur. „Það var hrasðilegt að heyra óp og kvalastunur fólksins", sagði Heather. Brátt komu tveir lögreglubílar og sjúkrabíll á slysstaðinn, og rétt á eftir komu fyrstu bruna- verðirnir frá Crawley, en þeir höfðu orðið að leggja brunaslöng urnar nær einnar mílu leið gegn- um skóginn. Neyðaróp fólksins, sem enn lá ósjálfbjarga inni í flugvélinni, bárust án afláts út í myrkrið og þokuna. Einn lögreglumannanna fann tyrkneska flugstjórann látinn, bundinn niður í sæti sitt. „Mér sýndist sem hann hefði verið að gera tilraun til að losa sig úr sæt- inu,-þegar dauðann bar að," sagði lögreglumaðarinn. Eins og í gildru. „Brunaliðsmenn reyndu að ryðja sér braut inn í flakið með því að höggva gat á bolinn með öxum", hélt Heather áfram lýs- ingu sinni. „Bolurinn var brot- inn í tvennt, og fremri hlutinn lá á hvolfi. Inni fyrir lá slasað fólk- ið eins og lokað inni í gildru. Loks tókst einum brunaliðsmann anna að höggva gat á flugvélar- búkinn og komast inn. Gat hann síðan opnað dyrnar innan frá. Hann dró eitt lík út með sér. Síð- an fór hann inn aftur, ásamt fé- lögum sínum. Brátt birtust þeir á ný — og höfðu þá náð fjórum farþegum, lifandi". Og áfram var haldið að leita að látnum og lifandi í brakinu í margar klukkustundir. Alls staðar menn með sjúkrabörur Brian Smith, starfsmaður við flugstöðina í Gatwick, kom á slysstaðinn skömmu á eftir fyrstu sjúkraliðunum. Hann lýsti því sem fyrir augun bar svo: — „Það var ekki svo auðvelt að finna staðinn, því að þokan lá yfir öllu eins og þykk hula. — Ég komst þó fremur auðveldlega þangað — fylgdi brunaslöngun- um, sem lagðar höfðu verið gegn- um skóginn, þar til ég kom í rjóðrið, sem myndazt hafði, þar sem flugvélin kom niður. Brunaliðsmenn voru í óða önn að draga burtu fallna trjáboli, sem lágu ofan á flakinu. — Nokkr ir höfðu kastazt út úr flugvélinni og lágu ósjálfbjarga umhverfis brakið — og alls staðar voru menn með sjúkrabörur. — Aðal- hluti búksins var nokkurn veginn í heilu lagi, en aftasti hluti hans ásamt stélinu, var brotinn af, og hefir sennilega orðið eftir ein- hvers staðar uppi í trjákrónunum. Eftir því sem ég bezt gat séð, var fremsti hluti flugvélarinnar mölbrotinn, og vængirnir höfðu kubbazt af. — Á meðan ég var þarna, sá ég sjúkraliða ná all- mörgu fólki lifandi út úr flakinu, en meira og minna slösuðu. Margt fólk úr nágrenninu var til aðstoð- ar. Flugvélin hafði skilið eftir sig a.m.k. hundrað metra „slóð" í skóginum, áður en hún nam við jörðu. — Þegar ég kom á staðinn, var orðið nasstum almyrkt, svo kveikja þurfti á ljóskösturum og tendra kyndla til þess að unnt væri að halda björgunarstarfinu áfram". • — Eins og bræður Tveim dögum eftir slysið, er samningar höfðu náðst í Kýpur- málinu, komu þeir Macmillan, forsætisráðherra Breta, og Kara- manlis, forsætisráðherra Grikkja, í heimsókn til Menderes í sjúkra- húsið — til þess að undirrita Kýpursáttmálann. — Brezku blöð in lýstu því allnákvæmlega, er Menderes, klæddur náttfötum og slopp, tók sér penna í hönd og undirritaði samninginn um sjálf- stæði Kýpur, en athöfnin fór fram í sjúkrastofu hans. — Mun það sennilega einsdæmi, að milliríkja- samningur sé undirritaður í slíku umhverfi. Fenmen .einkaritari Menderes, sem var viðstaddur athöfnina, lét þau orð falla, að henni lok- inni, að hinir þrír forsætisráð- samlegir hver í annars garð. Þeir voru eins og beztu bræður". herrar hefðu verið „meira en vin- ef þetta hefði tekizt. Sagnfræð- ingurinn er ekki í neinum efa um, að þjóðlegar andbtæður hefðu fyrr eða síðar sundrað slíku ríki. íbúarnir kveiktu í húsunum. Þegar Karl Gústaf gekk með her sinn í land í Korsör á Sjá- landi þ. 8. ágúst 1658, gerði hann sér vonir um að vinna sigur í skyndistríði. Aðeins þremur dög um seinna stóð hann á Valby- hæð, suðvestan við Kaupmanna- höfn og virti borgina fyrir sér. Honum brá í brún, þegar hann I sá, að úthverfin voru hulin reykj armekki. íbúarnir höfðu kveikt í j húsunum sínum og setzt að innan víggarðanna. Af þessu réði Svía- konungur, að Danir væru stað- ráðnir í því, að bjóða honum byrginn og veita öflugt viðnám. Karl Gústaf hætti því við hið fyr- irhugaða áhlaup á borgina, en settist um hana. Danir bjuggust til varnar. Frið- rik 3. Danakonungur sagðist held ur vilja deyja í hreiðrinu sínu en gefast upp. Danir gerðu við víggarðana, sem voru víða í ólagi og dýpkuðu díkin meðfram þeim, en þau voru sums staðar svo grunn, að auðvelt var að vaða yfir þau. Herlið Dana í Kaupmannahöfn var tiltölulega fámennt. íbúar borgarinnar voru þá ekki nema 25.000 að tölu. Óbrayttir borgarar Ahlaupið á Kaupmannahöfn. Aðfaranótt hins 11. febrúaí 1659, hóf Karl Gústaf því árásina á borgina. Það var hríðarveður. Yfirhafnir Svíanna voru hvítar, samlitar Si.jónum. Danir kölluðu þær líkklæðin. Danir höfðu höggv ið svo breiðar vakir í ísinn á díkj unum, að sóknarbrýr Svíanna náðu ekki yfir þær. Danskir her- menn stóðu ásamt borgarliðinu uppi á varnargörðunum. Þeir not uðu ekki aðeins skotvopn, heldur líka bjálka og grjót, sem þeir köstuðu niður á árásarherinn, og heltu sjóðandi vatni og tjöru í höfuðið á þeim. Einna ákafast var barizt, þar sem Tívolí er nú. Eftir nokkurra klukkustunda- bardaga, höfðu Danir hrundið árásinni. 580 Svíar féllu, 900 særð ust. Ekki nema 10—12 Danir létu þarna lífið. Karl Gústaf þorði ekki að gera nýja árás á Kaupmannahöfn, en styrjöldinni lauk ekki fyrr en rúmlega ári seinna. Friður samínn f febrúar 1660 andaðist Karl 10. Gústaf. Sonur hans, Karl 11., var þá ekki nema 5 ára gamall. Foráðamenn hans voru ekki eins herskáir og faðir hans hafði ver- ið. Þ. 27. maí 1660 sömdu Danir og Svíar frið í Kaupmannahöfn. Svíar urðu að láta af hendi Þránd heimslén og Borgundarhólm. En Ahlaupi Svía á virkið hrundið. ' gripu til vopna. M. a. voru sér- stakar stúdentahersveitir mynd- aðar. Fljótlega varð skortur á mat- vælum og öðrum nauðsynjavör- um, þar sem borgin var umkringd af óvinaher, sem stöðvaði að- flutninga. Skipin, er von var á, frá íslandi, Noregi og Jótlandi, komu ekki. Hámarksverð var sect á allar nauðsynjavörur. Danir urðu að herða á mittisólinni. Jafnvel Friðrik konungur varð að spara og láta sér nægja 10 rétti tvisvar á dag. Bandamenn Dana hjálpa. Sumarið og haustið leið. Kast- alinn Krónborg á Helsingjaeyri gafst upp. Svíar tóku hann mót- spyrnulaust. Sagnfræðingar líta svo á, að líklega myndu Danir hafa tapað þessu s-ríði, ef banda- menn þeirra hefðu ekki komið þeim til hjálpar. Bæði Sjáland, Fjón og Jótland var hernumið af Svíum. í október kom hollenzkur her- skipafloti til Kaupmannahafnar eftir orustu við sænska flotann í Eystrasalti. Hollendingarnir færðu Kaupmannahafnarbúum ýmsar nauðsynjavörur. Herlið frá Póllandi og Brandenburg, sam- tals 30.000 manns, kom um svipað leyti til Jótlands til að hjálpa Dönum. Svíakonungur gat þvi ekki flutt til Sjálands sænskt herlið, sem var á Jótiandi, og sem hann hefði annars getað notað til árásar á Kaupmannahöfn. Svíum var nauðsynlegt að sijr ast á Kaupmannahöfn fyrir vorið. Búast mátti við, að Kaupmanna- hafnarbúar fengju hjá?parlið frá Jótlandi, þegar sundia yrðu auð. Danir fengu ekki aftur Skán og hin gömlu dönsku héruðin aust- an Eyrarsunds. Frakkar og Bret- ar vildu ekki, að eitt ríki réði yfir báðum ströndum Eyrarsunds og gæti lokað leiðinni til Eystra- salts. Mazarin kardínáli, þáver- andi forsætisráðherra Frakka, stóð fast á þessu. Sama er að segja um bæði Oliver Gromwell, sem andaðist á stríðsárunum, og eftirmenn hans. Hörmulegt ástand í Danmörku, sérstaklega á Jót landi, var ástandið hörmulegt, þegar styrjöldinni lauk. Bæði sænsku hermennirnir og útlendu hermennirnir, sem komu Dönum til hjálpar, lifðu oft á ránum. Svíakonungur þröngvaði fjölda danskra bænda til herþjónustu á móti Rússum í Eystrasaltslönd- unum. Skæðar farsóttir bárust með pólsku hermönnunum til Jótlands og urðu í sumum sveit- um helmingi íbúanna að bana. Lyngið breiddist víða yfir akr- ana. Fénaður féll hrönnum sarr.- an. Mörg þorp lögðust að meira eða minna leyti í eyði. f bæjun- um brann fjöldi húsa til kaldra kola. Víða átti fólk við sult að búa. Öll þjóðfélagsskipun Dana var í upplausn. Ráðamenn konungs töldu nauð ' synlegt að efla ríkisvaldið til þess að endurreisa landið. Frið- rik 3. fékk því ótakmarkað ein- veldi og rétt til ríkiserfða fyrir niðja sína. Þ. 18. október 1660 var hinn einvaldi erfðakonungur hylltur með mikilli viðhöfn framan við Kauphöllina í Kaup- mannahöfn. Fáll Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.