Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 19
Þriðjudagur M. febr. 1959 MORCirNBLAÐlÐ 19 Sigurbjörg Kristín Sveinsdóttir irá Ketu — Minning Mannorðið þó maðurinn deyi með honum grefst í jörðu eigi það lengi eftir lifir hann. Oft ber það við að maður þráir að heyra helfregn vina og kunn- ingja. Þannig var það að mér fannst ég finna til gleði, þegar mér var tilkynnt lát minnar góðu vinkonu Sigurbjargar frá Ketu. Þjáningarstríð hennar var orðið allt of langt. Vikur, mánuðir, ár. Sætur er friður fenginn. Lífið hefur látið herfangið af hendi við þann máttuga og miskunnarlausa dauða. Þannig eru allra forlög. Sigurbjörg Kristín Sveinsdóttir var fædd að Króksstöðum í Hrolleifsdal í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru dugnaðar og sæmdarhjónin Sveinn Magn- ússon og Sigurlaug Guðvavðar- dóttir. Með þeim fluttist hún yfir fjörðinn 4ra ára að aldri, að Efra- Nesi á Skaga. Þar ólst hún upp til 17 ára aldurs en þá fluttist hún ásamt foreldrum sínum og systkinum að Ketu í sömu sveit. Þar beið hennar lífsstarfið sem húsfreyju og móður á gestrisnu sveitaheimili og kirkjustað. Á þeirri jörð bjó hún í 31 ár rausn- ar og myndarbúi. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Guðmundur Rafns- son. Með honum átti hún einn son Rafn sem nú er búsettur á Sauðárkróki. Seinni maður hennar er Magn- ús Árnason frá Syðra-Mallandi á Skaga. Eignuðust þau fjögur börn, sem nú eru öll búsett í Reykjavík, Sigurður framkv.stj., Sporðagrunni 7, Ragnar lögg. endurskoðandi, Rauðalæk 61. Magnús starfsm. hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, Gunnarsbraut 28 og Ester verzlunarmær Hring- braut 109. Sigurbjörg var framúrskarandi góð móðir og ástrík eiginkona, enda naut hún þess ríkulega. Átti góðan eiginmann og góð og mann- vænleg börn. Hún var glæsileg kona í sjón, skynsöm og skemmti- leg í tali, gestrisir og vinamörg í sveit sinni. Það var gott að koma að Ketu, enda sneiddu eng- ir þar hjá garði. Hjónin og börn- in voru samvalin að gera gestun- um stundirnar skemmtilegar. Ég var svo lánsöm að búa í nágrenni við Ketu í 15 ár en vinskapur okkar Sigurbjargar byrjaði þegar við vorum á fermingaraldri og varaði alla tíð meðan hún íifði. Vorið 1942 brugðu þau Sigur- björg og Magnús búi og fluttust til Reykjavíkur. Börnin voru þá komin til Reykjavíkur, nema elzti sonurinn Rafn, sem þá var giftur og búsettur á Sauðárkróki. Sigurbjörg varð fyrir þeirri þungu raun að Rafn elzti sonur hennar veiktist af lömunarveiki og hefir nú á vori komanda legið rúmfastur í 25 ár. Það mun hafa reynst honum meiri styrkur en flest annað hvað móðir hans gýndi honum, konu hans og börn- um mikla umhyggju og móður- kærleika alla tíð. Það er trú mín að þótt hún hafi borið þetta mót- læti með dugnaði og einstakri þolinmæði, þá hafi þetta reynt meira á hana en allt annað. Ég veit að allir ástvinir þessarar vinkonu minnar sakna hennar sárt, en þó mun söknuðurinn sár- astur hjá honum, svo mikið sem hann hefir misst. í Reykjavík bjuggu þau Sigur- björg og Magnús að Hringbraut 109. Þar heimsótti ég þau árlega og naut sömu glöðu og hlýju við- taknanna og áður. Síðustu kveðju orðin talaði hún til mín í sima frá sjúkrabeði sínum. Nú heyri ég fyrir mér mjúka málróminn henn ar og sé fallega brosið, þegar hún var að minnast á skemmtilega við burði frá æskudögunum. Einu sinni á unglingsárunum — Alþingi Framhald af bls. 3 taka upp frv. frá 1950 um sam- eining þessara tveggja ríkisstofn- ana og því væri það endurflutt efnislega óbreytt. Gninnar Jóhannsson kvaddi sér hljóðs og skýrði frá því, að er frv. um niðurfærslu verðlags og launa o. fl. var til umræðu á þingi hefði hann bent á að sam- eina bæri áfengis- og tóbaks- einkasölu ríkisins. Kvað hann Al- þýðubandalagsmenn mundu fylgja þessu frv. Að loknum umræðum var frv. vísað til 2. umr. og fjárhagsnefnd- ar. Frumvarp um sauðfjárbaðanir var til 1. umr. og afgreitt til 2. umr. umræðulaust, en frv. um sementsverksmiðju var tekið út af dagskrá. Frumvarp til skipun presta- kalla var til 3. umr. Páll Þorsteins son, framsögumaður menntamála nefndar tók fyrstur til máls. Ræddi hann um tillögu Jóns Pálmasonar um að prestsetrið yrði flutt frá Æsustöðum að Auð- kúlu. Kvað hann nefndina hafa borið þetta mál undir biskup landsins og hefði borizt svar. Var í því skyni talið að annmarkar væru á flutningi prestssetursins frá Æsustöðum að Auðkúlu, og leggði menntamálanefnd því til að meginmáli breytingartillög- unnar yrði breytt á þann veg, að þessi framkvæmd verði í heimild- arformi. Jón Pálmason kvaðst fyrir sitt leyti geta gengið að því að mæla með því að tillaga menntamála- nefndar yrði samþykkt og tæki hann því sína tillögu til baka. Var breytingartillaga menntamála- nefndar samþykkt með 19 sam- hljóða atkv. og afgreitt til efri deildar. datt okkur í hug að vaka hálfa vornóttina til að sjá sólina rísa upp úr öldunum af stuttum lág- nættisblundi. Það var dásamleg og ógleymanleg sjón. Nú vona ég að þessi fátæklegu kveðjuorð ber ist til þín á einhverjum bylgjum Ijósvakans inn í eilífðarlandið þar sem sólaruppkoma* hlýtur að vara margfalt dýrðlegri en heima í köldu og hrjóstrugu sveitinni okkar. Drottinn fylgi þór úr garði í garð. Það var gaman að kynnast þér vinkona. Guðrún B. Árnadóttir. Dr. Cunnlaugur Þórðarson tekur sæti á Alþingi ER fundur hafði verið settur í neðri deild Alþingis í gær, skýrði forseti deildarinnar svo frá, að sér hefði borizt bréf frá 10. lands kjörnum þm., Pétri Péturssyni, þess efnis, að þar sem hann væri á förum til útlanda í opinberum erindagjörðum og yrði væntan- lega fjarverandi tvær til þrjár vikur, óskaði hann þess, að vara- maður sinn, dr. Gunnlaugur Þórð arson, tæki sæti sitt á Alþingi á meðan. Þar sem kjörbréf dr. Gunn- laugs. hafði áður verið athugað, var ekkert því til fyrirstöðu að hann tæki sæti á þingi og bauð forseti deildarinnar hann velkom inn. Skákmót Hafnar- f jarðar, 3. umferð HAFNARFIRÐI. — Þriðja um- ferð skákmótsins var tefld hér á sunnudaginn og fóru þá leikar svo að Haukur Sveinsson vann Hjört Gunnarsson, Þórir Sæ- mundsson vann Kristján Finn- björnsson, Ólafur Sigurðsson og Sigurgeir Gíslason gerðu jafn- tefli. Biðskákir urðu hjá þeim Stíg Herlufsen og Skúla Thorar- ensen svo og Ólafi Stephensen og Jóni Kristjánssyni. Eftir þessar þrjár umferðir er Þórir efstur með 3 vinninga, Jón 2 og biðskák, Haukur og Sigurgeir 2 hvor og Stígur 1% og biðskák. — Fjórða umferð verður tefld á miðvikudagskvöld og hefst kl. 8. Eins og sagt hefir verið áður, er teflt í hinum nýju húsakynn- um Iðnskólans, en þar er mjög rúmgott og ágætt fyrir áhorfend- ur að fylgjast með skákunum. Á sunnudag var t.d. allmargt áhorf- enda. — Sigurvegarinn á móti þessu hlýtur titilinn Skákmeist- ari Hafnarfjarðar 1959. — G. E. Innilega þakka ég öllum, sem sýndu mér vinsemd og virðingu í tilefni af 75. afmælisdegi mínum með árnaðar- óskum, heimsóknum og gjöfum. ÓLAFUB PÁLSSON Innilega þakka ég öllum þeim, nær og fjær, sem sýndu mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu, 17. þ.m. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. GUÐLAUG BJARTMABSDÓTTIR frá Prestsbakka U n g I i n g vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi Skeggjagötu Aðalstræti 6 — Sími 22480. Lokað í dag vegna jarðarfarar Gunnþórunnar Halldórsdóttur. Verzlun GUNNÞÓRUNNAB HALLDÓRSDÓTTUR •frr Lokað í dag vegna jarðarfarar. EYJÓLFUR K. SIGURJÓNSSON, RAGNAR Á. MAGNÚSSON lögg. endurskoðendur. Klapparstíg 16. Lokað í dag frá kl 12 á hádegi, vegna jarffarfarar KJÖRBÚÐIN LAUGARNESI Dalbraut 3 Lokað í dag Vegna jarðarfarar. H.f. Rafmagn Vesturgötu 10 Konan mín og-móðir okkar MARlA MAGNtíSDÖTTTR andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 23. febr. Karl Guðmundsson og börn. Eiginmaður minn HELGI J. JÓNSSON, frá Súðarvík, Tangagötu 19 A Isafirði, andaðist laugardaginn 21. febr. í Sjúkrahúsi Isafjarðar. Fyrir mína hönd og barna minna, Pálína Sigurðardóttir Eiginmaður minn SIGURÐUR JÓNSSON, skólastjóri Mýrarhúsaskóla verður jarðsunginn frá Neskirkju, fimmtudaginn 26. þ.m. kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm eru afþökkuð, en þeim, sem minnast vildu hins látna er bent á líknar- stofnanir. Fyrir mína hönd, barna, tengdar og barnabarna. Þuríður Helgadóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR Skólavörðustíg 16 A. Sömuleiðis fyrir alla hjálp og vin- áttu er henni var auðsýnd í hennar löngu sjúkdómslegu. Aðstandendur Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför SESELJU ÞORSTEINSDÓTTUR Fyrir hönd fjölskyldunnar Þórunn Petersen, Guðrún Árnadóttir, Guðný Guðjónsdóttir Við þökkum innilega þeim öllum, sem vottuðu okkur samúð sína við andlát og útför. BJÖRNS ÞORKELSSONAR frá Hnefilsdal og heiðruðu minningu hans. Börn og barnaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.