Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIh Þrlðjudagur 24. febr. 1959 Frelsisneistinn slokknar aldrei Liðið 41 ár siðan lýðveldi var stofnað í Eistlandi í DAG ee 41 ár liðið síðan lýðveldi var stofnsett í Eist- landi og einstneskir flótta- menn í frjálsum löndum koma í dag saman til þess að minnast dagsins. Allir hugsa þeir eins um þennan dag. Og ég veit, að heima í Eistlandi er dagsins Iíka minnzt, en í heimalandinu verður dagsins minnzt hljóðlega. í Eistlandi hefur fólkið orðið að þegja í 19 ár. Hinn 24. febrúar árið 1940 var eistneski fáninn dreginn að húni um gervallt Eistland og þjóðin hlustaði á forseta sinn flytja há- tíðaræðu. En frelsið var skamm- vinnt. Sama ár ruddist Rauði herinn inn í landið og ári síðar hröktu herir nazista Rússa úr landi. Eistlendingar voru ekki fyrr búnir að hreinsa land sitt af þýzka hernum en herir Stalins höfðu okkur aftur á valdi sínu — og þá hófst hin langa dimma nótt eistnesku þjóðarinnar. Sú nótt er enn, en við lifum í bjargfastri trú á að fyrr eða síðar muni dagur rísa. í 19 ár hefur eistneski fáninn ekki blaktað við hún í Eistlandi. Eistlendingar í frjálsum lönd- um gleyma ekki föðurlandi sínu. í sumum löndum eru þeir margir, þar koma þeir saman og gleðjast, minnast Eistlands og frelsisbar- áttunnar. Hér á íslandi er ég að- eins einn, en þennan dag öðrum fremur fræði ég börn mín um Eistland. Þessi dagur er enginn sorgar- dagur okkar eistneskra flótta- manna. Við höfum miklu tapað — og þess vegna er þetta okkar bar- áttudagur. Á þessum degi leggj- um við áherzlu á það, að við mun- um aldrei samþykkja það, sem Rússar hafa aðhafzt í Eistlasidi. Við bíðum þess, að réttlætið sigri og föðurland okkar verði frjálst að nýju — og Eistlendingar um allan heim geti haldið þennan dag hátíðlegan. Þegar hersveitir einræðisherr- ans í Kreml lögðu Eistland undir sig stóðum við svo að segja ber- skjaldaðir og hlutum hvergi að- stoð. Á næsta leiti voru her- sveitir hins einræðisríkisins — og svo bitust einræðisherrarnir um land okkar. Við vorum fórn- arlömb ofbeldisins, enda hefur grimmdin og mannvonzkan sjald- an fengið meiri útrás en hjá óvina herjunum í Eistlandi. í dag, 19 árum síðar, stöndum við Eistlendingar ekki lengur einir. Eistneskir flóttamenn vita, að mestur hluti hins frjálsa heims stendur heils hugar með okkur, okkar málstaður er orðinn málstaður allra manna, sem berj- ast fyrir frelsi og eru reiðubúnir að fórna öllu fyrir frelsið. Og sérstaklega þökkum við Eistlend- ingar Bandaríkjunum, ríkisstjórn þeirra og forsetum, sem oftsinnis hafa lýst bví yfir, að þeir sam- þykki aldrei rramferði Rússa í Eystrasaltslöndunum. Þetta sýnir okkur og sannar, að Eistlendingar standa nú vel að vígi, enda þótt myrkur grúfi nú yfir landi þeirra. Hinn frjálsi heimur hefur skilið hættuna, sem stafar af kommúnismanum. Svo var ekki, þegar Eistland varð einræðisherranum í Kreml að bráð. Eistlendingar eiga þúsunda ára sögu og þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Eistlendingar hafa orð- ið að þola erlenda áþján. Þess vegna erum við vongóðir — hinn frjálsi heimur stendur með okkur — og einn góðan veðurdag hlýtur land okkar frelsi og landar okk- ar, sem fluttir hafa verið í þræla- búðir til Síberíu — og enn eru á lífi, hverfa þá heim til hérað- anna við finnska flóann, sem Eistlendingar hafa búið við í fimm þúsundir ára. En við vitum líka, að ftelsið fæst ekki baráttulaust — og þeir, sem búa við frelsi verða líka að skilja, að frelsinu halda þeir ekki átakalaust. Þeir verða að gæta frelsisins og vera árvakrir. Okkar verk er cð svipta brosgrímunni af ofbeldismönnunum í Kreml. Stærsta ó"nunin við hinn frjálsa heim er sú, að ofbeldismennirnir geti haldið dulargervi sínu einum of lengi. Þegar flóttafólkið byrjaði að streyma frá leppríkjum Rauða Zarins að styröldinni lokinni sagði það sögur af ofbeldisverk- um Stalins og hermanna hans, þrælahaldi og morðum. Flestir voru vantrúaðir. Fólk, sem ekki hafði kynnzt starfsaðferðum kommúnista, trúði því ekki, að dýrseðlið væri svo ríkt í þessum austrænu meðbræðrum. En þegar Krúsjeff svipti hul- unni af 'Stalín fengu allir staðfest- ingu á því, að sögur flóttafólks- ins voru sannar — og frásaga Krúsjeffs var sízt vægari en sög- ur flóttaiólksins. Atburðirnir í Póllandi og Ungverjalandi færðu okkur svo heim sanninn um það, að stjórnarhættir Stalins voru enn í fullum blóma í löndum kommúnismans, ekkert hafði breytzt, enn voru þau heimsins stærstu fangabúðir. En samt sem áður sungu kommúnistar, líka ís- lenzkir, ríkjum Rússa lof og dýrð og kölluðu þau paradis verka- manna. Hvílík drottinssvik. Og, að nokkur andlega heilbrigður maður skuli trúa, það er krafta- verk. Vísindi þrælaríkisins er það eina, sem einræðisherrarnir í Kreml geta hampað framan í hinn frjálsa heim. Aðeins á sviði eldflauga hafa þeir sýnt ein- hverja yfirburði og þessir yfir- burðir eru samstundis notaðir til ógnana. Síðasta og stærsta eld- flaug þeirra er nefnd „Metshta" (rússr.eska og þýðir draumur) — og með „Metshta" vill Krúsjeff gefa hinni rússnesku yfirstétt, yfirfangavörðunum, nýtt sjálfs- traust í kúgunarherferðinni. Og hann vonar, að „Metshta" flytji hann einni tröppu hærra að æðsta hásæti. Moskva á að verða höfuðborg alheimsþrælaríkisins, sem Rauða Zarinn dreymir um. En Rauði Zarinn veit, að frels- isneisti lifir í brjósti hvers ein- asta manns. Þess vegna er hann hræddur og þess vegna hótar hann. Þessi frelsisneisti sloknar aldrei — og þegar hann fer að brenna er hann sterkari en allt þrælahald. Og einn góðan veðurdag bloss- ar neistinn, það verður bálhaf, þá vinnur hið mannlega. „Metshta" þrælahaldarans er aðeins draum- ur. Eistlendingar hafa þurft að berjast fyrir frelsi sínu meira en 50 sinnum og oftast hefur ógn- valdurinn komið að austan. Árið 1721 féll Eistland í hendur Rússa- keisara með Nystadsamningnum. Rússar ætluðu strax að afmá eistnesku þjóðina og Alexander þriðji gekk þar hvað harðast fram. En eftir 200 ár hafðl enn ekki tekizt að eyða þessari litlu þjóð við finnska flóann. Þar voru enn Eistlendingar. Og Rauði Zarinn heldur nú áfram starfi fyrirrenn- ara sinna. Aðferðirnar þekkja allir: Morð, þrælahald. En Krúsjeff mun heldur ekki takast það, sem fyrirrennarar hans gátu ekki gert á 200 árum. Eistlendingar eiga sín söguljóð eins og svo margar aðrar þjóðir. Finnar eiga Kalevala, Eistlend- ingar Kalevipoeg. Þar er saga Eistlands í Ijóðum, sem varð- veitzt hafa á vörum kynslóðanna. Og Kale /lpoeg lýkur á þennan hátt: En sá dagur mun risa Að kyndlar í öllum húsum Munu loga í báða enda Kalev kemur þá aftur heim til barna sinna, Til þess að veita þeim hamingju Og skapa aftur gæfu Eistlands. Eðvald Hinriksson. Hundruð þúsunda Eistlendinga voru fluttar nauðugar í stór- gripavögnum til fangabúða í Síberíu. Það var ein af aðferð- unum til þess að afmá eistnesku þjóðina. Karlakór Reykjavíkur boðið til Bandaríkjanna EINS og mörgum er kunnugt hef - ur Karlakór Reykjavíkur farið nokkrar söngferðir til útlanda á undanförnum árum. Alls eru þess ar ferðir orðnar fimm talsins, samsöngvar verið haldnir 86 sinn um í samtals 15 löndum. Áheyr- endur kórsins á samsöngvum skipta tugum þúsunda, auk þeirra, sem hlustað hafa á kór- inn í útvarp. Til síðustu söngferðar kórsins árið 1956, var sérstaklega stofn- að vegna tilboðs, er kórnum barst um að syngja á tónlistarhátíðinni í Bergen, sem árlega er haldin þar í borg og kennd við tónskáld- ið fræga Edvard Grieg. Þykir það hinn mesti heiður fyrir hvern úr skrifar t dqglega hfínu Foreldraheimsóknir í skólana FRÁ Miðbæjarskólanum hefur dálkinum borizt eftirfarandi bréf: „Yelvakandi birti 20. þ. m. grein í Morgunblaðinu um skóla- mál. Virðist þar gæta nokkurs misskilnings, að sjálfsögðu vegna ókunnugleika, þar sem rætt er um foreldradag í Laugarnesskól- anum sl. fimmtudag sem algert nýmæli, en við höfum orðið þess varir, að niðurlag greinarinnar sé skilið á þann veg. Árið 1957 var byrjað í Miðbæj- arskólanum á því að hafa slíkan foreldradag. Kennsla var felld niður, en foreldrar voru boðaðir til viðtals við kennarana hvern í sinni stofu. Þar fóru fram einka- viðtöl um hvern nemanda, nám hans, skólasókn, hegðun og ann- að, er varðaði samstarf heimil- anna og skólans. Frásögn um þennan foreldra- dag var birt í 3. h. Menntamáia 1957. 29. nóv. sl. var síðast for- eldradagur hér í skólanum. Reynsla okkar í Miðbæjarskól- anum er sú að gott sé að ná for- eldrunum til viðtals, andstætt því, sem kennarar þeir, er Vel- vakandi kveðst hafa talað við, vilja vera láta. Heimsóknir for- eldranna hafa verið mjög almenn ar, í sumum deildum hafa jafn- vel foreldrar allra nemendanna komið. Reynsla okkar er sú, að foreldraheimsóknir sem þessar séu raunhæfari til gagnkvæmrar leysi ýmis sameiginleg vandamál þessara aðila betur en aðrar leið- ir, sem reyndar hafa verið. Við tökum því undir orð Velvakanda, að sem flestir skólar ættu að reyna þessa leið til eflingar sam- vinnu heimila og skóla. Á það skal bent, að foreldra- heimsóknir þær, sem getið er um skólaárið 1953—54, voru í öllum barnaskólum bæjarins og stóðu í þrjá daga“. Afleitur afgreiðslumaður — hjálpsamur bílstjóri TÆR stúlkur komu fyrir skömmu að máli við Velvak- anda og sögðu sínar farir ekki sléttar. Þriðjudagskvöldið 17. febrúar höfðu þær hringt á bifreiðastöð hér í bænum og beðið um að sendur yrði leigubíll í ákveðið kynningar skóla og heimila og hús kl. 12.15, því enginn sími var í húsinu, þar sem þær voru stadd- ar. Því var lofað, enda skýrðu stúlkurnar afgreiðslumanninum frá því að þær kæmust ekki í síma seinna og langt væri til næstu bifreiðastöðvar. Klukkan eitt var enginn bíll kominn, svo stúlkurnar tóku það ráð að reyna að brjótast af stað heim. Veðrið reyndist þó svo slæmt að þeim miðaði lítið áfram og tóku þær það ráð að vekja upp bláókunnugt fólk, til að fá að hringja á bíl, en húsbóndinn á þessu heimili, sem er bílstjóri á Bifröst, var svo einstaklega hjálpsamur að hann klæddi sig upp úr rúminu til að koma stúlk- unum heim. Á leiðinni komu þær við á um- ræddri bifreiðastöð og kvörtuðu við afgreiðslumanninn, sem ekki fannst ástæða til að biðja afsök- unar á þessum mistökum. Stúlkurnar voru að vonum gramar yfir þessari framkomu mannsins, að hann skyldi ekki segja þeim strax að ekki væri hægt að senda bíl á ákveðnum tíma, ef l.' nn treysti sér ekki til þess, en útvega bílinn að öðrum kosti. í þetta sinn kom slík framkoma sér sérlega illa, þar sem þarna var um illa búið kvenfólk að ræða, og veðrið afleitt. Slík þjónusta er að sjálfsögðu ekki sæmandi neinni bifreiðastöð. Aftur á móti á bifreiðastjórinn, sem ók stúlkunum heim, lof skil- ið. Honum bar engin skylda til að klæða sig upp um nótt, til að aka farþegum. þann listamann, sem beðin er um þátttöku í þeirri hátíð. Árið 1946 fór Karlakór Reykja- víkur sína lengstu söngför, en þá var farið til Bandaríkjanna og Kanada og tók sú ferð nærri þrjá mánuði. Að sú ferð hafi tekist vel og orðið kórnum og þá um leið landi voru til nokkurs hóma, má að nokkru marka af Því, að nú hefur kórnum, fyrir milligöngu Gunn- ars R. Pálssonar, söngvara og kaupsýslumanns í New York, bor izt tilboð frá Columbia Artist Management Inc. í New York, um að koma í tveggja mánaða söng- för til Bandaríkjanna og Kanada haustið 1960. Er í tilboði þessu gert ráð fyrir því, að kórinn syngi 44 sam- söngva víðs vegar um Bandarík- in og Kanada. Columbia-félagið mun vera eitt stærsta útvarpsfélag Bandaríkj- anna og ráða yfir um 300 útvarps- og sj ónvarpsstöðvum víðs vegar um landið. Ein deild þessa félags — Columbia Artist Managenent — hefur það hlutverk með hönd- um, að ráða til sín listamenn frá öllum löndum heims. Þessi stofn- un skipuleggur og selur fyrir- fram hvers konar tónleika, leik og íistsýningar um öll Bandarík- in og víðar, og er það talin mikil viðurkenning fyrir hvern þann listamann, sem Columbia-félagið tekur þannig upp á arma sína. Það er því mikil viðurkenning sem Karlakór Reykjavíkur hefur hlotnast með tilboði þessu og hef- ur stjórn kórsins fullan hug á að taka því. Því er þó ekki að leyna, að marga örðugleika þarf að yfirstíga er framkvæma á slíkt ferðalag, en kórinn væntir þess að nú sem jafnan áður muni hann mæta velvilja og stuðningi frá þeim opinberu aðilum, sem leita þarf til um fyrirgreiðslu, enda er hér um stórkostlega land- kynningu að ræða, ef vel tekst til. Þá má ennfremur geta þess að ferð sem þessi er ekki þýðingar- laus fyrir sambandið við landa vora í Vesturheimi ef marka má hinar innilegu viðtökur, er kór- inn fékk hjá þeim árið 1946. Að lokum má geta þess að kórn um hefur einnig borist tilboð frá Berlín um að syngja í nokkrum borgum Þýzkalands. Vegna mikils ferðakostnaðar telur kórinn sig ekki geta tekið þessu tilboði nú nema því aðeins að hægt væri að sameina þá för ferðalagi til fleiri landa. Tilboð þetta stendur kórnum opið ennþá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.