Morgunblaðið - 24.02.1959, Page 8

Morgunblaðið - 24.02.1959, Page 8
8 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 24. febr. 1959 Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn lögðu áherzlu á að lækka útsvörin en halda jbó við framkvæmdum Fn minnihlutinn var sundurbykkur og tillögur hans illa undirbúnar Frásögn at umrœðum um fjárhags- áœtlun Reykjavíkurhœjar FJARHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurbæjar var tekin tíl annarrar umræðu á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag. Stóð fundur um hana allan daginn með hléum frá því kl. 11 um morguninn og þar til kl. hálffjögur aðfaranótt föstudags, þegar fjárhagsáætlunin var samþykkt. I Gunnar Thoroddsen hóf umræðurnar og gerði í fáum orðum grein fyrir þeim meginbreytingum, sem gerðar höfðu verið á frum- varpi að fjárhagsáætluninni frá því að hún var til fyrri umræðu í desember, en meginræðu sína flutti borgarstjóri síðar um daginn, þegar fulltrúar minnihlutaflokkanna höfðu gert grein fyrir afstöðu sinni og var skýrt frá efni hennar i blaðinu. Guðmundur Vigfússon tók næstur til máls. Flutti hann skrif- aða ræðu og talaði í tæpa klst. Gagnrýndi hann margt í stjórn bæjarins og talaði um stjórnleysi og óhóflega eyðslu. — Einkum taldi hann ískyggilegar hinar stöðugu hækkanir, sem orðið hefðu á undanförnum árum og kvað með slíkri þróun, bogann geta brostið því gjaldþol bæjar- búa væri ekki takmarkalaust. Hann kvað bæjarfulltrúa Alþýðu bandalagsins leggja áherzlu á að útsvarsstiginn yrði lækkaður frá fyrra ári. Er Guðmundur hafði lokið máli sínu um kl. 12 á hádegi var gert matarhlé til kl. 2 e. h. Fundur hófst að nýju kl. 2 síð degis. Þá fékk fyrstur orðið Þórð- nr Björnsson bæjarfulltrúi Fram sóknarflokksins og hélt lengstu ræðuna, sem flutt var við þessar umræður. ★ Talaði hann í 2 klst. og réðist ræðumaður á bæjarstjórnar- meirihluta Sjálfstæðisflokksins og stjórn bæjarins frá öllum hlið- um, en árangurslítið. Þórður sagði, að tillögur sparn aðarnefndar um lækkanir fjár- hagsáætlunar væru handahófs- kenndar og hvergi nærri nógu miklar. Sagði hann að í desember s.l. hefði þurft að hækka frumv. að fjárhagsáætlun um 42 millj. kr. vegna þess að vísitalan hefði hækkað úr 183 stigum upp í 202. En nú væri frumvarpið aft- ur lækkað um aðeins 1314 millj. króna, þegar viðmiðuð vísitala hefði lækkað úr 202 í 175. Þá sagði ræðumaður, að út- gjöld bæjarins færu stöðugt vax- andi. Það væri sjálfskaparvíti. Ástæðurnar væru þær, að bær- inn væri byggður fullkomlega án skipulags, þá væri fullkomið sleifarlag í bæjarrekstrinum og skipulagsleysi við bæjarfram- kvæmdir. Auk þess sagði hann að óstjórn væri á fjármálunum, skrifstofur þendust út eins og gorkúlur. Réðist Þórður nú aðal- lega að stækkun Skjala- og minja safns bæjarins og skrifstofu fræðslustjóra í þessu sambandi. Þá talaði bæjarftr. Alþýðufl. Magnús Ástmarss. Hann kvað það að sumu leyti eðlilegt, að sparn- aðarnefnd bæjarins semdi frumv. að fjárhagsáætlun bæjarins. í henni sætu menn þaulkunnugir rekstri bæjarins. En hitt væri þó eðlilegra að haga samningu þannig, að sparnaðarnefndin afl- aði upplýsinga um bæjarrekst- urinn, en bæjarstjórnin sjálf mælti um hve miklu fé mætti verja i einstaka liði. Magnús sagði, að á undanförn- um árum hefðu bæjarreikning- arnir endurspeglað verðbólgu- þróunina, sem verið hefur með- al þjóðarinnar. Hefði verið brýn nauðsyn, að stemma stigu við þeirri óheillaþróun og nú hefði það verið gert í fyrsta skipti, svo að eitthvert gagn væri að því. í samræmi við þetta hefði frumv. að fjárhagsáætlun nú verið end- urskoðað og lækkað. Taldi ræðu- maður, að þetta væri jákvæð stefna, en hafa talið að þó væri hægt að gera enn meira í því að lækka útgjöldin. Síðan rakti hann ýmsar breytingartillögur sínar. Meðal atriða, sem hann gagnrýndi, var það að hinar ný- tízkulegu bókhaldsvélar virtust ekkert hafa sparað mannahald. Þá gagnrýndi hann framlög til Sinfóníuhljómsveitar og íþrótta- mannvirkja, — þótti þau of há. Sigurður Guðgeirsson bæjar- fulltrúi kommúnista, hafði hins- vegar ekki áhuga fyrir sparn- aði. Hann flutti ekki tillögur um slíkt en talaði fyrir auknum út- gjcildum til aeskulýðsstarfsemi, barnaheimila og leikvalla og sagði að auka yrði Strætisvagna- ferðir. Annar bæjarfulltrúi kommún- ista Guðmundur J. Guðmiundsson talaði næstur og talaði fremur langt mál um lítið efni. Hann talaði aðallega um byggingu frystihúss fyrir Bæjarútgerðina, og um það að Reykjavíkurbær ætti að leggja áherzlu á bygg- ingu leiguíbúða. Vildi hann að bærinn eða sérstakt félag léti hið bráðasta reisa tvö hundruð leiguíbúðir og taldi að leigu- íbúðir kæmu fólki að meiri not- um en að fólki væri gefinn kost- ur á að kaupa eigin íbúðir. Næst þessu töluðu borgarstjóri Gunnar Thoroddsen og bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins þeir Geir Hallgrímsson og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Voru þessar aðalræður þeirra birtar hér í blaðinu á föstudag, laugardag og sunnudag. Þegar ræðum þeirra lauk var klukkan langt gengin átta og var fundi frestað til kl. 8,30. ★ ÞEGAR kvöldfundur 1 bæjar- stjórn hófst aftur kl. 8.30 talaði fyrstur Guðmundur Vigfússon, fulltrúi kommúnista. Hann talaði m.a. fyrir hækkuðu framlagi til Verkamannabústaða, en hann hafði lagt fram tillögu um að það framlag hækkaði úr 24 kr. á íbúa í 36 kr. Sagði hann að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði frá fyrstu tíð sýnt byggingu verkamannabú- staða fullkomna andstöðu. Síðan vék ræðumaður nokkr- um orðum að Þórði Björnssyni, fulltrúa Framsóknar, og sagði að hann vissi ekkert hvað hann væri að tala um. Oft væri allt sem Þórður segði eintómt rugl. Þyrfti bæjarfulltrúinn að venja sig af slíkum háttum. Fór Guðmundur hinum háðulegustu orðum um Þórð. Þá sagði Guðmundur að Al- þýðuflokkurinn væri orðinn hjá- leiga íhaldsins og sæist það bezt á tillögum þeim sem Magnús Ást- marsson hefði borið fram, sem væru allar hver annarri ómerki- legri. Þá vildi Guðmundur láta fara fram rannsókn á ýmsu í bæjar- rekstrinum, svo sem það hvort ekki væri heppilegt að sameina sorphreinsun og gatnahreinsun og hvort ekki ætti að stofna við- gerðarverkstæði, t.d. fyrir bíla sorphreinsunarinnar. Þá vildi þessi fulltrúi láta lækka framlög til kirkjubygginga úr 1 milljón í 500 þús. kr. Sagði hann að kristin- dómurinn þyrfti ekki þak yfir höfuðuð, hann ætti að búa í hjörtum manna en ekki undir kirkjuþaki. Þvínæst sagði ræðumaður, að Geir Hallgrimsson hefði verið fal- ið það verkefni að slátra tillög- um minnihlutaflokkanna. Bæjar- stjórnarmeirihlutinn þyrði ekki að ganga hreint til verks, heldur ætti að salta og svæfa tillögur minnihlutans og loks minntist hann á djúpborinn og sagði að það hefði ekki verið vinstri stjórn in, sem hefði hindrað að hann væri keyptur, heldur Innflutnings skriftofan. Hún hefði ekki viljað gefa út leyfi fyrir honum í frjáls um gjaldeyri. Hinsvegar væri ekkert í veginum fyrir að kaupa slíkan bor frá Rússlandi. Næstur talaði bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Magnús Jó- hannesson og birtist frásögn af ræðu hans í blaðinu á morgun. Næstur talaði Þórður Björns- son. Hann rakti fjölda lækkunar tillagna sem hann hafði borið fram, sem allar eru um lækkun á launum og að dregið verði úr þjónustu bæjarins. Meðal þeirra tillagna er ein um lækkun á kostnaði við fangahús og önnur um lækkun á bílastyrk til rann- sóknarlögreglumanna. Slíkt tíðk- aðist hvergi í öðrum löndum, en rannsóknarlögregiumenn fengju t.d. á Norðurlöndum strætisvagna miða. Þá svaraði ræðumaður árás- um kommúnistans Guðmundar Vigfússonar með gagnsökum. Hann sagði að Guðmundur, sem er eini fulltrúi minnihlutaflokk- anna í bæjarráði væri þar sofandi á verðinum. Hann léti sefjast af íhaldinu og málsstaður Sjálfstæð- isflokksins væri orðinn hans máls staður. Þetta hefði gengið svo langt að hann fengi viðurnefnið Guðmundur V., þ.e. fimmti full- trúi íhaldsins í bæjarráði. Að lokum ítrekaði Þórður Björnsson fyrri staðhæfingar sín ar um að lækkun fjárhagsáætl- unarinnar næmi ekki þeirri vísi- tölulækkun, sem orðið hefði. Út- gjöldin væru nú áætluð hærri með vísitölunni 175, en hefði ver- ið áður með visitölunni 183. Gísli Halldórsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók næstur til máls. Hann sagði að útreikning ar Þórðar Björnssonar og saman- burður á útgjöldum og vísitölu 1 væru byggð á misskilningi og væri það furðulegt, að Þórður end urtæki sömu villurnar, þótt borg- arstjórinn væri búinn að benda honum á þær og skýra málið. f útreikningum sínum hefði Þórður stöðugt bent á vísitöluna, en hann tæki ekkert tillit til grunnkaups- hækkana sem urðu á sl. ári. Þar var m.a. um að ræða 5% lög- boðna grunnkaupshækkun í júní og 9,5—10% grunnkaupshækkun sl. haust en alls hefðu grunnkaups hækkanirnar numið um 16%, en það jafngilti 28 stiga vísitölu- hækkun. En þetta vilja minni- hlutaflokkarnir ekki kannast við og þess vegna eru tillögur þeirra um útgjöld baejarins reistar á röngum grundvelli ef þeir ætla að miða aðeins við vísitöluna. Gísli Halldórsson sagði, að ef haldið hefði verið áfram í verð- lagsmálunum á sömu braut og vinstri stjórnm gerði, hefði tölu- leg hækkun á útgjöldum bæjar- ins orðið 25%, en þrátt fyrir það hefði lækkun á verklegum fram- kvæmdum orðið 12%. Nú hefði verið snúið við frá ó- heillabraut verðbólgunnar og það væri óhrekjandi staðreynd, að með þessari fjárhagsáætlun myndi vinnustundafjöldi aukazt um 11%. Ræðumaður taldi að fulltrúar kommúnista hefðu verið allmikið til hliðar við sannleikann, þegar þeir héldu því fram, að enn væru 400 braggaíbúðir í bænum. Því að skýrslur hafa verið gefnar út um að þær séu komnar niður í 300 og 15—20 fjölskyldur eiga eftir að flytja í Gnoðarvogshúsin á næstunni. Þegar upphaflega á- ætlunin um útrýmingu bragga- íbúða var samin voru slíkar íbúð ir 542, en verða alveg á næstunni aðeins 285. Taldi ræðumaður, að þetta sýndi, að mikið hefur áunn- izt í þessum málum, enda er það á almannavitorði, að braggaíbúð- ir á Skólavörðuholti sem áður voru 40 eru nú 2 og braggaíbúðir sem voru 75 í Laugarnesi eru nú 30. Gísli Halldórsson rakti síðan Gísli Halldórsson hvernig þessum árangri hefur ver ið náð. Það er aðallega með stofn- un Byggingarsjóðs Reykjavíkur- bæjar, en til hans hafa verið veitt ar 69 millj. kr. Er allt útlit fyrir að hann muni leysa Byggingar- félag Verkamanna af hólmi og því er það út í hött, þegar minni- hlutaflokkarnir talá um að Bygg- ingarfélag verkamanna hafi verið afrækt. Þeir tala um það að hækka eigi framlag til verka- mannabústaða úr 24 kr. á íbúa í 36 kr. En framlag til Byggingar- sjóðs Reykjavíkurbæjar er 188 kr. á hvern íbúa. Þangað á frem- 1 r að veita fé, því að framkvæmd- irnar þar eru miklu stórtækari. Benti Gísli sérstaklega á það, að ræðumaður kommúnista hafði viðurkennt að íbúðirnar hjá Bygg ingarsjóðnum fengjust á beztu kjörum sem nú væru fáanleg og á mun betri ^kjörum en verka- mannabústaðirnir. Þá taldi Gísli Halldórsson, að það hefði verið ómaklegt hjá einum ræðumanni kommúnista, er hann sagði að hvergi væri jafn mikið af lélegu húsnæði og í Reykjavík. Hitt væri sönnu nær, að hvergi í annarri höfuðborg byggi fólk við jafngott húsnæði. Þetta má sjá glöggt af byggingar- skýrslum. Síðan 1930 hafa verið byggðar í Reykjavík 11,500 íbúð- ir og vitað að þær eru hérumbil allar 1. flokks. Frá árinu 1942 hafa verið byggðar 8000 íbúðir. Hér eru því hlutfallslega miklu fleiri nýjar íbúðir en í öðrum löndum. Og það sýnir um leið, að lóðaúthlutun hefur verið greið ari en tíðkast annars staðar. Enda stendur það svart á hvítu, að á síðustu 4 árum hefur verið út- hlutað lóðum undir 3800 ibúðir. Á sömu fjórum árum hefur 3060 í- búðum verið lokið en 1243 voru fokheldar um síðustu áramót. Gísli Halldórsson sagði að hér í Reykjavík þyrfti árlega að byggja 500 íbúðir fyrir mannfjölg un, 100 íbúðir árlega til að út- rýma herskálum og 50 vegna nið- urrifs og endurbóta. Þörfin væri því samtals um 650 íbúðir á ári, en nú væru byggðar um 750 íbúð- ir árlega. Að lokum sagði ræðumaður, að það skyti skökku við hjá minni- hlutaflokkunum þegar þeir kæmu annars vegar með tillögu um auk ið framlag til tómstunda og félags heimila en vildu hinsvegar draga úr framlagi til íþróttafélaga, sem héldu uppi víðtæku og mikilvægu félagsstarfi meðal unglinga. Magnús Ástmarsson flutti stutta ræðu. Hann gat þess m.a. að undarlegt væri hjá Guðmundi Vigfússyni að telja tillögur Al- þýðuflokksins ómerkilegar. Þær væru þó mjög líkar tillögum Guð mundar Vigfússonar sjálfs. Björgvin Fredriksen bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins vék að þeirri tillögu Þórðar Björnssonar að lækka laun til bæjarráðs úr 330 þús. kr. í 180 þús. kr. Taldi hann þetta ómaklega árás á bæj- arráð. Ætti frekar að auka fjár- veitinguna og gera bæjarráðs- mönnum kleift að gera þetta að aðalstarfi svo mikilvægt sem það væri. Þarna eyddu bæjarráðs- menn megnin af tima sínum og nú ætlaðist Þórður Björnsson til að þeir gerðu það án nokkurra launa. Þá kvaðst Björgvin undrast það, að Þórður Björnsson hefði lagt til að framlag til fangahúss- ins væri skorið niður. Kvaðst hann sízt hafa búizt við því af honum vegna embættis hans sem dómara, að hann færi að fetta fingur út í þetta. Fremur hefði hann búizt við rismiklum tillög- um frá honum um að bæta úr fangelsismálunum, sem nú væri svo komið að margir litu svo á, að það væri bæði bænum og landinu til vansæmdar. Hefði helzt átt að mega vænta skilnings hjá Þórði fyrir því að það væri ekki nóg að Björgvin Frederiksen læsa þessa ógæfumenn bak við lás og slá og allra sízt skera niður framlög til fangahúss sem myndi gera vist fanganna lakari. Björgvin Frederiksen lýsti á- nægju sinn yfir þeim skilningi, sem hefði verið ríkjandi á þess- um bæjarstjórnarfundi fyrir því að allir legðust á eitt og stæðu saman um að draga úr útgjöld- unum, í þeim tilgangi að styrkja þá þjóðhollu starfsemi að stemma stigu við verðbólgunni og skapa jafnvægi í atvinnu- og efnahags- lífinu. í þessu efni hefði bæjar- stjórnin mikilvægu hlutverki að gegna og því væri þessi samstaða ánægjuleg. Guðmundur J. Guðmundsson, fulltrúi kommúnista, talaði næst- ur. Hann réðist á Þorvald Garðar Kristjánsson, sem hefði að undan- förnu ávítað vinstri stjórnina fyr- ir að leggja ekki nægilegt fé fram til íbúðabygginga. En nú hefði Þorvaldur lýst því yfir, að hann hefði ekki trúað að neitt rættist úr þessu, þótt ný stjórn væri tek- in við. Þá talaði Guðmundur mikið um það, hve aðstaða Reykjavíkur til útsvarsálagningar væri miklu betri en annarra kaupstaða. Hér í Reykjavík væru starfandi % af starfsmönnum ríkisins og ríkis- stofnanir hér mun stærri en í öðr- um landshlutum. Þá væri verzlun in í höndum Reykjavíkur, hér væru stærstu fjármálastofnanirn- ar svo sem bankar, tryggingafélög olíufélögin, SÍS og heildsalarnir. Hér væru og samgöngufyrirtækin eins og Eimskip og flugfélögin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.