Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. febr. 1959 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá VigUj Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. Á HNEFARÉTTUR AÐ RÁÐA Á ÍSLANDI ? Leitað í brakinu. Var skekkja í hæðarmæli or- sök flugslyssins við Gatwick? Flakið var — „e/ns og risavaxin hond heföi tekið heljarstóra pappirsörk og bögglað hana saman" r ISLENDINGAR eru nú h. u. b. 170 þúsund og því hin minnsta eða með allra minnstu þjóðum, sem sjálfstæðis njóta. Við erum allir af sama stofni. Þjóðin talar öll sama mál, stéttamunur er hér enginn miðað við það sem annars staðar tíðk- ast og jöfnuður í efnahag er meiri en annars staðar þekkist á byggðu bóli. Svo mætti ætla, að í þvílíku þjóðfélagi væri ekki átakanlegt misrétti á milli manna. Því mið- ur er samt svo um það, sem meira skiptir en flest annað, kosninga- rétt til Alþingis. Þar er mjög gert upp á milli manna eftir því hvar þeir búa á landinu. Til þessa liggja sögulegar ástæður, sem nú eiga ekki lengur við. Misréttið hefur í framkvæmd orðið ein- um stjórnmálaflokki, Framsókn, að gagni, því að hún hefur mark- visst miðað að því að byggja völd sín á ranglætiiiu. Allir aðrir hafa orðið fyrir barðinu á því. Valdagræðgi Framsóknar óx hins vegar eftir því sem hún nærðist lengur á rangindunum. Þess vegna lét hún sér ekki leng- ur nægja galla skipulagsins sjálfs, heldur stofnaði við síðustu kosningar til samtaka, Hræðslu- bandalagsins, til þess að nota sér allar veilur þess til hins ítrasta og gekk mun lengra í því efni en góðu hófi gegndi, jafnvel svo að þorri manna taldi varða við lög. ★ Það hátterni varð til þess, að ekki er lengur unnt að búa við hina úreltu skipan. Framsókn spyr nú, hvað liggi á um endur- skoðun og breytingar. Sjálf veit hún gerst ástæðuna til þess, Hræðslubandalagið og klækirnir, sem þá voru viðhafðir, án þess að við yrði gert, gerðu óumflýj- anlegt að hindrað yrði að slíkt gæti oftar átt sér stað, og það verður bezt gert með því að lög- festa sanngjarna skipan. Framsóknarflokkurinn hamast nú af þessu tilefni og lætur svo sem halla eigi á þá, sem í strjál- býlinu búa. Því fer fjarri að svo sé. Fólkið í þéttbýlinu ætlast ekki einu sinni til að fá fullan rétt á við hina, þó að það geti ekki unað þeim margháttuðu rangind- um, sem nú eiga sér stað. Og jafn- vel Framsóknarmenn játa, að ekki verði um flúið að bæta hag þéttbýlisbúa á móts við aðra. í Reykjavík hefur Framsókn aldrei talið varhugavert að hafa hlutfallskosningar. En nú ætlar hún að ærast yfir því, að þær eigi að lögbjóða út um land. Sjálf beitti hún sér þó fyrir því, að þær væru upp teknar um kosn- ingar til Búnaðarfélags íslands fyrir meira en 20 árum og hef- ur vel gefizt. Framsókn er þess vegna staðin að því að játa nauðsyn þing- mannafjölgunar í þéttbýli og að fylgi við hlutfallskosningar. Það, sem hún nú óttast mest, er ef litlu kjördæmin eru sam- einuð í önnur stærri miðuð við breytta þjóðhætti. Litlu kjördæm in telur hún sér bezt henta fyrir hinar sérstöku aðferðir, sem ein- kenna kosningabaráttu Fram- sóknar. Þær byggjast á því að hindra frjálsa skoðanamyndun en gera því auðveldari áhrif þess, sem ræður yfir fjármagnl og at- vinnu. ★ Framsókn berst nú ekki fyrir hagsmunum fólksins í strjálbýl- inu eða hamast af ást til bænda- stéttarinnar. Það eru hennar eig- in þrengstu flokkshagsmunir er ráða gerðum hennar. Eðli Fram- sóknar-viðbragðanna lýsir sér nú daglega. í síðustu viku var hér í blaðinu birt grein um kjördæmamálið eft ir sunnlenzkan bónda, Jón Sig- urðsson. Greinin var röksam- lega rituð og hélt sér að öllu við málefnið. En svar Tímans lét ekki á sér standa. í næsta blaði hans var birt grein, er hét „Hrunmenn í Skollagróf“. Allt efni hennar gengur út á, að Jón Sigurðsson búi á bæ er nefnist Skollagróf í Hrunamannahreppi. Þá þarf Tíminn ekki framar vitnanna við. Með þessu telur hann fundin full- komin rök á móti málflutningi Jóns. Málgagn „dreifbýlisins“ heldur auðsjáanlega, að það nægi að svívirða bónda með því, að hann búi á bæ, sem heiti Skolla- gróf, og fyrir að bærinn sé í Hrunamannahreppi! Þetta er lítið dæmi, en sama eðlis og ótal fleiri, sem nú sjást í dálkum Tímans. Af þessu má marka huginn, sem stendur á bak við samþykktir, sem mið- stjórn Framsóknar fær nú fylgis- menn sína til að gera í nokkrum hreppsnefndum, sem skipaðar eru einlitum Framsóknarmönnum. Þar er látið svo sem umhyggjan fyrir bændum og fólki í strjál- býlinu ráði öllu, en þegar betur er skoðað er hugurinn sá, að með hrópyrðum og hótunum er snúizt gegn hverjum þeim, sem sjálf- stæða skoðun dirfist að hafa. ★ Þeir, sem svo láta, hegða sér ekki í samræmi við hug eða vilja bændastéttarinnar. Að sjálfsögðu sýnist mönnum innan hennar sitt hverjum um kjördæmamálið, eins og önnur efni. En bændur skilja fullvel, að það er hvorki í samræmi við hugsunarhátt né hagsmuni þeirra, þegar Tíminn svívirðir menn vegna heitis fornra nafna á bæjum eða hrepp um. Enn þá síður aðhyllast þeir þá hótun, sem Tíminn endaði for- ystugrein sína með sl. föstudag: „Hversu þykir þér hnefi sá?“ Hnefaréttur er ekki í heiðri hafður á íslandi. Ofbeldismenn hafa fyrr og síðar notið hér lítill- ar virðingar. Engir vita og betur en fólkið í strjálbýlinu, að þá fyrst væri hag þess illa komið, ef hnefaréttur ætti nú að verða mest ráðandi í landinu. íslenzku þjóðinni er nauðsyn að halda við byggð í strjálbýli og fólkiö þar má ekki verða út undan um gæði lífsins. En vís- asti vegurinn til að í þessu sigi á ógæfuhlið, er ef upp á að taka vald hnefans í stað skilnings, samhugar og vilja til að láta alla landsmenn njóta jafnréttis í öll- um efnum, hvar sem þeir eru bú- settir á landinu. Samheldni og samvinnuvilji er ólíkt vænlegri til heilla en einangrun og hótanir. ÞAÐ gerðist á þriðjudaginn í síð- ustu viku — í niðaþoku. — Tyrknesku Viscountflugvélinni sem flutti Adnan Menderes, for- sætisráðherra Tyrklands, og fylgd arlið hans til Kýpurráðstefnunn- ar í Lundúnum, hafði verið snúið frá Lundúnaflugvelli vegna þok- unnar. Átti hún að lenda á Gat- wick-flugvellinum nokkru sunn- ar, en þar var þokan ekki eins þétt í svipinn. En flugvélin lenti aldrei í Gat- wick. — Er hún var að búa sig til lendingar, þéttist þokan enn. Átti þá að leiða hana á flugbraut- ina með radar frá flugstöðinni — en skyndilega ,,hvarf“ hún úr radargeislanum — og „sást“ ekki aftur. ★ Það var nokkrum mínútum fyrir kl. 5 síðdegis, að Viscount- flugvélin snerti trjátoppana í Jordan-skóginum. Hún missti stél og vængi á nær 300 metra leið sinni gegnum trjáþykknið, en er hún loks skall til jarðar brotn- aði bolurinn í tvennt — og fremsti hlutinn brotnaði gersam- lega í spón. Eldur kom upp í ein- um mótornum, en náði ekki að breiðast verulega út í flakinu. í flugslysi þessu létust tólf af farþegum og áhöfn, en tíu sluppu lífs og voru fluttir í sjúkrahús, meira og minna særðir. — Mend- eres forsætisráðherra var einn þriggja, sem minnst særðust — og komust þeir af sjálfsdáðum út úr flakinu. Einn af starfsmönnum brezka flugmálaráðuneytisins, sem kom á slysstaðinn, kvað aðstæður til björgunar hafa verið mjög slæm- ar. — „Ég hefi séð allmörg flug- vélarflök um dagana,“ sagði hann, „en ekkert eins illa leikið og þetta. — Það var eins og risa- vaxin hönd hefði tekið heljar- stóra pappírsörk og bögglað hana saman“. Bóndakona hjúkraði forsætisráðherranum Hjónin Margaret og Anthony Bailey, sem búa á gömlum bú- garði í grennd við Gatwick, urðu vör við slysið — heyrðu það raun ar fremur en sáu. Þau óku þegar af stað og voru meðal hinna fyrstu á slysstaðinn. „Þegar við vorum rétt að stöðva bílinn" ,sagði hún í blaða- viðtali, „sáum við hvar þrír menn voru að staulast burt frá flak- inu. Föt þeirra voru rifin og út- ötuð í olíu. — Einn þeirra kallaði upp, um leið og hann benti á lág- vaxinn mann við hlið sér: „Þetta er tyrkneski forsætisráðherrann“. — Sjálfur kvaðst hann vera einkaritari hans. Við komum mönnunum þremur inn í bílinn, og ég ók heim með þá, en maðurinn minn varð eftir við flakið. Þar sem ég hefi áður starfað sem hjúkrunarkona, gat ég veitt þeim nauðsynlegustu hjálp. Ekki gat ég séð, að þeir væru verulega slasaðir, en aft- ur á móti höfðu þeir allir fengið taugaáfall". Hresstir á konjakki frá 1868 Hún gaf mönnunum þremur te til hressingar, og á meðan hún var að síma eftir sjúkrabíl, tók tengdafaðir hennar upp konjakks flösku frá 1868 og gaf þeim að dreypa á. — Þeir Menderes dvöld ust um eina og hálfa klukkustund á búgarðinum. Þegar sjúkrabíll kom loks til að sækja þá, höfðu þeir hresstst nokkuð. Menderes þakkaði Margaret Bailey innilega fyrir veitta aðstoð — og brosti af veikum mætti. Lögreglumenn í Surrey fóru á mótorhjólum fyrir sjúkrabílnum og vísuðu leiðina til Lundúna gegnum niðdimma þokuna. Þeg- ar Þangað kom, tók Lundúnalög- reglan við og vísaði veginn til sjúkrahússins. — Þar dvelst Menderes enn. Hann er sagður við sæmilega líðan, en hins veg- ar ekki vitað, hvenær honum muni leyft að hverfa af sjúkra- húsinu. „Mitt ætlunarverk að gæta forsætisráðherrans Þegar læknir hafði skoðað Menderes forsætisráðherra í sjúkrahúsinu, átti einkaritari hans, Sefik Fenmen, stutt viðtal við blaðamenn í anddyri sjúkra- hússins. Hann var lítið meiddur, en náfölur og taugaóstyrkur. — Hann kvað Menderes ekki hættu- lega slasaðan og líða sæmilega, en hann væri mjög dapur, vegna þess hve margir hefðu látizt og slasazt mikið í þessu ægilega slysi. Fenmen hafði setið næstur Menderes í flugvélinni og stutt hann út úr brakinu. — „Það var mitt ætlunarverk“, sagði hann, „að gæta forsætisráðherrans. Við skreiddumst báðir saman út úr flakinu. Ég einsetti mér að koma honum í burtu eins fljótt og mögulegt var, vegna hættunnar á sprengingu". Þúsund fetum of lágt. Brezku blöðin birtu mjög ýtar- legar fréttir af slysi þessu, og komu þar fram ýmsar tilgátur um orsakir þess. — Eftir þeim að dæma, er helzt hallazt að því, að hæðarmælir flugvélarinnar hafi verið í ólagi, eða þá að flugmað- urinn hafi litið skakkt á hann. — Flugvélin hefði átt að vera í a.m.k. 1500 feta hæð, þegar flug- stjórinn tilkynnti, að hann væri í aðflugi til lendingar. En aðeins örfáum sekúndum síðar hafi hún rekizt á trén í Jordan-skóginum — hljóti hún því að hafa flogið a. m.k. 1000 fetum of lágt. Blöðin segja, að flugvélin hafi hins veg- ar haft rétta stefnu í aðfluginu — og sú staðreynd, að hún hvarf úr radargeislanum frá flugstöð- inni sé því enn frekari sönnun þess, að hún hafi flogið of lágt Fyrstu fréttir hermdu hins vegar, að flugvélin hefði sveigt af réttri leið í aðfluginu. Bent er á, að slys þetta virðist hafa gerzt með sama hætti og þegar Electra-flugvélin steyptist í Austurá í New York á dögun- um, en þar fórust 65 manns. Hún hafi einnig haft rétta stefnu á flugbrautina og ekkert virzt vera að — en samt fór sem fór. Eftir slysið var fyrirskipað að taka hina nýju gerð hæðarmæla, sem notuð var í Electravélunum, úr þeim og setja mæla af eldri gerð í staðinn. ★ í fréttum sínum af slysinu birtu sum ensku blaðanna stutt- ar frásagnir allmargra manna, er komu að flaki Viscount-flugvél- arinnar skömmu eftir að hún fórst. — Fara hér á eftir glefsur úr nokkrum þessara frásagna. — Sá fyrsti, sem kom á slysstað- inn, var 58 ára gamall garðyrkju- maður frá Rusper, sem er þarna rétt hjá. Honum fórust orð eitt- hvað á þessa leið í frásögnum, sem birtust m.a. í Daily Express og Daily Telegraph — en þær voru ekki alveg samhljóða: ,Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.