Morgunblaðið - 24.02.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.02.1959, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. febr. 1959 Gunnþórunn Holldórsdóttir leikkona — Minning Gunnþórunn er látin. Me3 henní hverfur elzti full- trúi þeirra listamanna ieiksviðs- ins, sem lyftu leiklistinni hér í bæ til vegs og virðingar fyrir og um síðustu aldamót. Gunnþórunn Haildórsdóttir fæddist 9. janúar 1872. Hún var heitin fullu nafni eftir Gunnþór- unni Ingibjörgu Ragnheiði fyrri konu síra Halldórs Jónssonar í Glaumbæ í Skagafirði, siðar pró- fasts á Hofi í Vopnafirði, en dótt- ur síra Gunnlaugs Oddssonar dómkirkjuprests. Faðir Gunnþór- unnar, Halldór Jónatansson söðiasmiður, var tekinn barn að aldri í fóstur af þeim prófasts- j bjónum og kostaði síra Halldór hann til iðnaðarnáms. Móðir Gunnþórunnar, kona Halldórs söðlasmiðs, hét Helga Jónsdóttir,! ættuð úr Fljótum, mikil dugnaðar kona, sem sá fyrir heimilinu með matsölu eftir fráfall eiginmanns sins. Matsalan við Amtmannsstíginn markaði í rauninni þá braut, sem lá fyrir hinni ungu stúlku. Kost- gangararnir voru margir skóla- piltar, og forvitnum augum leit Gunnþórunn tilfæringar þeirra, er uppfærðu sín árlegu sjónarspil og buðu henni til. Meðal skóia- piltanna var Sigurður Magnússon frá Fiankastöðum, síðar guðfræð- ingur og einn mikilhæfasti leikari bæjarins. Fyrir fortölur hans og annarra 11-t Gunnþórunn til leið- ast að leika með í tveimur ís- lenzkum sjónleikum, sem stúd- entar sýndu í Breiðfjörðsleikhúsi á þrettándanum 1895. Leikirnir voru eftir Einar Benediktsson og Imdriða Einarsson, og upp frá þessu var ráðinn leiklistarferill Gunnþórunnar, sem lá um öll lei'ksvið bæjarins áður lauk, frá Fjalakettinum, um Góðtemplara- husið, Iðnó og Báruna til Þjóð- leikhússins, þar sem hún lék síð- ast á áttræðisafmæli sínu Vil- borgu grasakonu í Gullna hliðinu eftir Davið Stefánsson. í bóp kostgangara í matsölu móður hennar bættist veturinn 1905 ung stúika frá Ameríku, sem snuið hafði aftur til íslands með föður sínum. Það var frú Guðrún Jónasson, og þar sem Gunnþór- unn varð einmitt um þetta leyti viðskila við félaga sína í Leik- félagi Reykjavíkur sem stofnað var 1897, sló frú Guðrún upp á því við Gunnþórunni, að þær gerðu félag með sér um verzlun- arrekstur. Verzlun þeirra óx og dafnaði frá fyrsta vísi við Amt- mannsstíginn, og þær stöllur fylgdust að ævilangt, alla tíð bú- settar við stiginn sinn í Þing- holtunum. Frú Guðrún lézt fyrir skömmu, svo að stutt varð milli þeirra, en Þingholtin sýnu fá- tækari, er báðar hinar merku konur eru á braut horfnar, treg- aðar af fjölmörgum bæjarmönn- um en þó einkum fósturbörnum, sem þær tóku að sér og önnuðust með móðurlegri umhyggju. Listakonan Gunnþórunn var Reykvíkingum kær. Hún var þeirra barn og með aldrinum öðlaðist hún fágæta þekkingu á bæjarlífinu í stóru og smáu. Fyrir meðfædda hæfileika, skarpa athygli og prúðmannlega kírnni, ávann hún sér sess sem ein allra fremsta leikkona lands- ins. Hún hafði að vísu séð erlend- ar leikkonur vinna að hlutverk- um sínum, gestkomandi í leik- húsum nágrannalandanna, um annan leikskóia var ekki að ræða, hvað hana snerti, en vinnubrögð hennar sjálfrar hér á leiksviðinu gáfu, þegar bezt lét, í engu eftir ágætustu leikkvenna útlendra. Mér er minnisstætt, að Sven Poulsen ritstjóri, sjálfur af mik- illi danskri leikaraætt, sagði mér afdráttarlaust, að tveir íslenzkir sjálfmenntaðir leikarar, þau Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðíinnur Guðjónsson, minntu slg á eldri leikara konunglega leikhússins á uppvaxtarárum sínum, en það var ekki í kot vís- að, því að þá voru enn uppi ein- hverjir mikilhæfustu leikarar, sem Danir hafa átt. Hér er ekki ætlunin að telja upp öll þau hlutverk, sem Gunn- þórunn Halldórsdóttir iék með ágætum. Fyrir Leikfélag Reykja- víkur lék hún 69 hlutverk, en í 25 ár tók hún lítinn sem engan þátt í störfum félagsins. Á því Gunnþórunn Halldórsdóttir. Myndin er af henni á þrítugsaldri. árabili lék hún mikinn fjölda hlutverka í Góðtemplarahúsinu og í samvinnu við leikara eins og Sigurð Magnússon, Ólaf Otte- sen og Reinhold Richter. Einnig lék hún aðalhlutverkin í revýun- um á þriðja tugi aldarinnar, oft þá á móti Friðfinni Guðjónssyni. Þess á milli ávann hún sér lýð- hylli með gamanvísum eftir góð- skáldin, sem hún flutti með kitl- andi kátinu og af frábæru fjöri. Lífskraftur og lífsgleði ljómuðu af Gunnþórunni hvar sem hún fór á leiksviðinu. En hæzt náði hún í list sinni, þegar hún túlkaði smælingjann, hinn umkomulausa eða fátæka í andanum. Hrein perla var mannlýsing hennar í hlutverki Grímu í sjónleik Ein- ars H. Kvarans „Jósafat" og eigi síður hin einfalda Metta i „Orð- inu“ eftir Kaj Munk. Gunnþór- unn sannaði á áhrifaríkan hátt, að það eru ekki stóru hlutverkin, sem skapa leikarann. í minning- unni eru jafn ferskar svo ólíkar konur sem kona Jóns bónda í Fjalla-Eyvindi og Ása, móðir Pét- urs Gauts, eins og hún lék þær, önnur með eina setningu en hin með aðalhlutverk. Félagar Gunnþórunnar Hall- dórsdóttur í Leikfélagi Reykja- víkur kveðja hana með söknuði. Hún var meðal stofnenda félags- ins, hinn síðasti er kveður hið gamla leiksvið. Þegar henni gafst að nýju tækifæri til þess að starfa með félaginu eftir 1930, vann hún því af kostgæfni og listrænni vandvirkni. Á sextugs- aldri skapaði hin sjaldgæfa lista- kona svo eftirminnilegar leik- sviðsverur, að lengi mun verða til jafnað. Lárus Sigurbjörnsson. ★ í DAG er til grafar borin ein af merkiskonum þessa lands, Gunn- þórunn Halldórsdóttir, leikkona, en hún andaðist á heimili sínu hér í bæ 15. þ.riíf, háöldruð, fædd 9. janúar 1872. Æviatriði þeaparar merku og mikilhæfu listakonu verða hér ekki rakin, enda. er það gert af öðrum hér í blaðinu. Vil ég að eins fara hér nokkrum orðum um hinn langa og glæsilega leikferil frk. Gunnþórunnar, þó að því efni verði reyndar jkki gerð nein skil að gagni í stúttri blaðagrein. Frk. Gunnþófúrin var ung að árum þegar hún gekk leiklist- inni á hönd á sfðasta tugi aldar- innar sem leið og þún var meðal stofnenda Leikfélágs Reykjavík- ur, en það var stofnað 11. janúar 1897. Tóku þeir, sem að þeirri félagsstofnun stóðu, þar með for- ustuna í leiklistarmálum þjóðar- innar og unnu af brennandi á- huga og ósérplægni mikið og gifturíkt menningarstarf, sem is- lenzk leiklist býr að enn þann dag í dag. Þegar áður enn Leikfélag Reykjavíkur var stofnað, hafði frk. Gunnþórunn getið sér góðan orðstír sem leikkona, enda var hún ötull starfsmaður Leikfélags ins á fyrstu árum þess, tók þátt í flestum leiksýningum félagsins á þeim timum og lék þá mörg veigamikil og vandasöm hlut- verk, svo sem Hjördísi í „Vík- ingunum á Hálogalandi" og frú Alving í „Afturgöngum" eftir Henrik Ibsen og Valborgu í „Gjaldþrotinu" eftir Björnson, svo að eitthvað sé nefnt. Hlaut Gunnþórunn jafnan ágæta dóma fyrir leik sinn og naut mikilla vinsælda sem leikkona. Fór hún jöfnum höndum með gamanhlut- verk og alvarleg skapgerðarhlut- verk og þótti jafnvíg á hvort- tveggja, svo sem lesa má í um- sögnum blaðanna frá þessum tím- um. Á árinu 1905 hætti Gunnþór- unn að leika, að minnsta kosti á vegum Leikfélagsins og urðu það hinum fjölmörgu aðdáendum hennar mikil vonbrigði. Kom hún ekki aftur á svið hjá félaginu fyrr enn leikárið 1924—25, en upp frá því lék hún að staðaldri á veg- um félagsins og lék auk þess all- mikið í revium og þótti þar bera af flestum. En fyrir nokkrum ár- um lét Gunnþórunn algerlega af allri leikstarfsemi fyrir aldurs sakir. Á hinum síðari leikferli sínum fór hún með fjölda veiga- mikilla hlutverka og mun hún alls hafa leikið um eða yfir sjötíu hlutverk hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Má meðal þeirra nefna konu Jóns bónda í Fjalla-Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson, önnu heyrnarlausu í „Jónsmessu- draumi á fátækraheimilinu“ eftir sænska rithöfundinn Par Lager- kvist, Ásu í „Pétri Gaut“ eftir Ibsen, Karen í „Álfhóli" eftir Heiberg og Vilborgu grasakonu í „Gullna hliðinu" eftir Davíð Stefánsson. Var þetta síðast- nefnda leikrit sýnt í Þjóðleikhús- inu til heiðurs frk. Gunnþórunni á áttræðisafmæli hennar 9. janú- ar 1952 og lék hún þá Vilborgu grasakonu. Mun hún þá hafa staðið á leiksviði í siðasta sinni. í öllum þeim hlutverkum, sem að ofan getur, vakti leikkonan mikla hrifni áhorfenda, og hygg ég að þeir sem sáu hana leika Ásu gömlu í „Pétri Gaut“, muni seint gléyma frábærum leik henn ar í því erfiða og vandasama hlutverki, hún þá komin á átt- ræðisaldur. Auk þess sem Gunnþórunn var mikilhæf leikkona, sem túlkaði af glöggum skilningi hin ólikustu hlutverk, þá var hún jafnframt afburðaskemmtilegur gaman- vísnasöngvari. Söng hún oft gam- anvísur á skemmtunum hér í bæ á árunum 1900—1920 og var mjög eftirsótt til þess, enda naut sín þar vel leikgáfa hennar og skemmtileg og örugg kímnigáfa. Átti hún í fórum sínum feikna- mikið safn af gamanvísum sem hún hafði sungið á þessum árum, betri og vandaðri að allri gerð en nú tíðkast, enda sumar þeirra eftir þjóðkunn skáld. Fröken Gunnþórunni var ýmis sómi sýndur fyrir mikið og gott starf hennar í þágu íslenzkrar leiklistar. Hún var kjörin heið- ursfélagi Leikfélags Reykjavíkur árið 1938 og var sæmd stórridd- arakrossi fálkaorðunnar. Islenzka þjóðin stendur í mik- illi þakkarskuld við hina látnu bstakonu, sem og aðra braut- ÞAÐ er ekki ætlun mín í grein- arkorni þessu, að rekja ættir eða fara nákvæmlega út í ýmislegt annað. Sigurður var fæddur 14. ágúst 1896 og ólst upp á Mýrargötunni. Hann kynntist Jóni bróður mín- um í vegavinnu í Skagafirði hjá föður sínum, Pétri Þorsteinssyni, vegavinnuverkstjóra og tókst með þeim vinátta. Þeir voru á líku reki. Ég hefi átt að erfa þá vináttu, sem og varð, er ég kynntist honum í Kaupmanna- höfn á námsárum okkar beggja. Faðir Sigurðar vildi, að son- ur sinn gengi menntaveginn, en strákur var ákveðinn og sat við sinn keip. Hann harðneitaði. Var þá stungið upp á ýmsum náms- greinum, en ekki var hægt að tjónka við hann. „Ég vil byggja hús“, sagði hann og varð það að ráði, að hann var settur til náms í múraraiðn, því námi lauk hann og vann við ýmsar bygg- ingar hér í bænum um tíma. Steinsteypa og sérstaklega járnbent, hvað loft í húsum snerti, var þá ung vísindagrein, en hann m«a hafa kynnzt járna- lögnum á námsárunum. Er stund- ir liðu langaði Sigurð í meiri þekkingu og varð það úr, að hann fór að stunda nám í hús- byggingarlist í Kaupmannahöfn 1919. Því námi lauk hann 1925, og varð síðar félagi í Húsameist- arafélagi fslands. í Höfn hófst vinátta okkar, eins og áður er getið, og hélzt í tæp fjörutíu ár. Á námsárum okkar gekk á blíðu og stríðu, eins og gengur, en ekki man ég til þess að skugga hafi borið okkar í milli nokk- urn tíma. ’Sigurður stundaði alltaf iðn sina í frístundum frá náminu og mætti segja mér, að vinna hans með því hafi átt drjúgan þátt í því, að settu marki var náð. Draumur gamla mannsins rætt- ist á endanum. Leiðir ckkar skildu rúmt ár. Sigurður fór heim að teikna og byggja hús. Vorið 1926 fór ég að vinna hjá bæjarverkfræðingnum í Reykja- vík. Um haustið sama ár losnaði starf byggingarfulltrúa hjá bæn um og lagði Knud Zimsen, þá- verandi borgarstjóri, fast að Sig- urði að taka embættið, og sýnir það bezt, hvaða álit hann var bú- inn að ávinna sér á svo skömm- um tíma. Sigurður byrjaði sem byggingarfulltrúi þá um haustið, skipaður 1. janúar 1927. í frí- stundum teiknaði hann mörg hús, sem bera honum fagurt vitni. Seinna var han* sviptur þeim ryðjendur í leiklistarmálum vor- um, en hún lifði lengst allra þeirra, sem stofnuðu Leikfélag Reykjavíkur fyrir rúmum sextíu árum. Mun Gunnþórunnar Halldórs- dóttur jafnan verða minnst með þakklæti og virðingu. Sigurður Grímsson. réttindum, þótti víst ekki sam- rýmast starfinu, þótt aldrei hefði hann atkvæðisrétt í byggingsr- nefnd. Sigurð tók þetta sárt, en þar við sat um hríð unz þetta var leiðrétt. Er Sigurður tók við embætti unnu á skrifstofu hans og bæjarverkfræðings samral* sex manns, aðstoðarmenn við mælingar taldir með. Til fróðleiks má geta þes-, svo að stiklaö sé á stóru, að Hóla- vallatúnin voru þá að mestu óbyggð, Hof og Ás við núver- andi Sólv-Lagöt-, uppi í sveit, Ingólfshúsið syðsta hús við Bergstaðastræti, Laufásvegur sunnan Njarðargötu óbyggður, Barónsstí “ur hvorki til, né hverf- ið við Fjölnisveg, Hlemmur að- eins til að nafninu og engin ný- tízku hús þar nálægt. Fleira mætti upp telja. Á þessu má sjá, að Sigurður hefur fylgst með fleiri bygging- um en nokkur annar, hér á landi. Sigurði var annt um starf sitt, húsámeistara- og múrarastéttina, enda lagði hann á sig aukavinnu við kennslu í Iðnskólanum, til að kynna múrarastéttinni nýj- ungar, sérstaklega í járnbentri steypu, sem þá var eins og áður er sagt, að ryðja sér til rúms hér á landi. Hann var röggsamur embætt- ismaður, fljótur að taka ákvarð- anir og stóð fast á þeim. Væri á hann deilt, eins og oft vill verða um menn í slíkri stöðu, gat hann alltaf svarað fyrir sig og lét sig hvergi. Kæmi það fyrir, að hon- um fannst hann misrétti beittur, átti hann það til að fjúka upp, en öldurnar lægði eins fljótt og þær risu, og aldrei vissi ég til, að hann c 'fði við nokkurn mann. Eins og gefur að s'.ilja varð Sigurður að gegna ýmsum trún- aðarstörfum öðrum en aðalstarfi, bæði í þágu bæjarins, og þá aðal lega í byggingamálum ,og annars staðar og kann ég ekki að rekja þau öll. Sigurður var hár maður vexti, nokkuð stórskorinn, rammur eð afli og bauð af sér góðan þokka Á námsárunum stur.daði hann grísk-rómverka glímu og var skeinuhættur þeim, sem við hann léku. Sigurður hafði góöa söngrödd og var ljóðelskur. Sérstaklega unni hann ferskeytlunni og henn- ar bræðrum, enda hagmæltur I betra lagi. í vinahópi og gleðskap var hann hrókur alls fagnaðar og söng þá oft og kvað stemmur, en þær kunni hann margar. Sjaldan talaði Sigurður um trú mál eða stjórnmál, en það var víst, að sínar eigin skoðanir vildi hann hafa á hlutunum. Vissi éj cil í gamla daga, að hann sá eftir því, er minnkun varð á þvi, að ráðamenn í þjóðfélaginu voru kosi :r eftir mannkostum einum, og flokksbáknin tóku að ráða. Sigurður eignaðist góða konu, Bertu Árnadóttur, og ól upp með henni tvö kjörbörn. Hún var sam stillt honum í blíðu og stríðu og stoð og stytta. Barnabörnin urðu augasteinar hans. Sigurður átti við vanheiisu að stríða síðustu árin og lét því af starfi sem byggingarfulltrúi fyrir nokkru. Ekki datt mér í hug, að ég mundi ek , sjá hann framar, þeg- ar hann heimsótti mig á slcrif- stofuna fyrir hádegi á gamlárs- dag sl. Sama dag lagðist hann banaleguna. Framh. á bls. 18. Sigurður Pétursson fyrrv. byggingarfulltrúi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.