Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLABIÐ Þriðjudagur 24. febr. 1959 lllJJl l>essa hauskúpu. Þetta var ekki Hún tók naumast eftir því sem hann sagði. Röddin. Hún var viss um að hún hafði aldrei fyrr séð höfuð sem maður gleymdi, ef mað nr hafði einu sinni séð það. Og samt langaði hana til að spyrja fréttaritarann, hvort þau hefðu ekki hitzt einhvern tíma áður, kannske eftir stríð, í Beriin. „Ef þér ætiið aðeins að leggja spurningar yðar fram, skuldbind- ingalaust...." sagði hún. Hún minntist embættisskyldu sinnar og bresti kurteislega um leið og hún bætti við: „Þér eruð fyrsti þýzki fréttaritarinn I Paris, skilst mér?“ „Já, mér hefur hlotnazt sú ánægja". Hann brosti líka. „Og hvernig líkar yður móttök- Urnar hjá Frökkum?" „Mjög elskulegar. Bersýnilega ríkir hér ekki sama reiðin og eftir fyrri heimsstyrjöldina, enda þótt franska þjóðin hefði nú meiri ástæðu til þess. En þar sem ég hefði mikla löngun til að-gefa les- endum okkar mynd af yðar há- göfgi, þá væri ég mjög þakklátur, ef þér vilduð veita mér eitt eintak af Broadway-Ieikritinu yðar til umráða. .. .“ Hann hélt áfram að tala og Hel- en lét eins og hún hlustaði á hann. En hún heyrði naumast lengur orðin sem hann sagði. Hún heyrði einungis röddina. Nú vissi hún, vissi allt í einu með öruggri vissu, hvar hún hafði heyrt þessa rödd áður. Hún varð að vera ein, til þess að yfirvega í næði hvað hún ætti að gera. Hún stóð á fætur. „Þið verðið að afsaka mig, herr ar mínir“. Svo sneri hún sér að Kessen. Hún þóttist viss um, að hún léki hlutverk sitt lýtalaust og að hann yrði ekki neins var. — „Gerið þér svo vel að leggja fyrir mig spurningar yðar, hr. Kessen. Ritarinn minn tekur á móti þeim". Og við Jan: — „Ég óska yður góðrar ferðar, herra MöIIer“. Mennirnir bjuggust til brott- farar. „Mig langar til að þakka yðar hágöfgi", sagði Kessen í dyrun- um. Hún stóð hreyfingarlaus á sama stað, þegar hurðin hafði lokazt á eftir þeim. Fætur hennar voru sem lamaðir og máttþrota. Hún gat ekki hreyft sig. Já, það var ekki neinum vafa bundið. Hún hafði heyrt þessa rödd fyrir aðeins örfáum dögum. Þetta var rödd mannsins, sem hafði hringt til hennar til þess að vara hana við því að hefja nokkr- ar rannsóknir í njósnamálinu. Þetta var rödd erindreka Tul- panins ofursta. Þetta var rödd mannsins, sem nefndi sig „Hr. Wagner“. Örlögin virtust á þessum degi vilja sanna Helen Cuttler, sendi- herra Bandaríikjanna, frú Ric- hard Morrison, að vilji hennar væri ekki neitt, að hann væri Rösk stúlka Rösk afgreiðslustúlka óskast í bókaverzlun nú þegar, eða á næstunni, hálfan eða allan daginn. Máilcikunn- átaa nauðsynleg. Umsóknir (ásamt mynd, sem verður endursend), er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 3. marz, merkt: Rösk—5258. Útsala í dag hefst útsala á brjóstahöldurum og mjaðmabeltum. Stendur aðeins í 2—3 daga. Gerið góð kaup. r fc- magnvana og háður vilja örlag- anna. Við miðdegisverðarborðið sagði Morrison henni, að hann yrði að fljúga til New York, seinna um daginn. Blaða-ikonungsríki Morrisons logaði bókstaflega í uppreisn. — 1 símaviðtali við New York hafði' Morrison fengið að vita það, að Sherry aðalforstjóri hefði að Morrison fornspurðum látið Ruth Ryan, fyrrverandi þingkonu, fá herbergi til umráða í blaðahöll- inni á Fifth Avenue, sem fuliltrúa minni hluta hluthafanna. Þennan sama dag hafði svo Ruth Ryan gefið aðalritstjórum Morrisons- blaðanna, viss fyrirmæli, sem fóru í bága við fyrirmæli Morrisons sjálfs. Að vísu höfðu aðalritstjór- amir undantekningarlaust neitað að hlýðnast fyrirmælum Ruth Ryan, en það leyndi sér ekki að ar.dstæðingar Morrisons ætluðu að færa sér fjarveru hans ræki- lega í nyt. Hann varð tafarlaust að skerast í leikinn. Helen dáðist að þvi með hve mikilli ró og stillingu eiginmaður hennar talaði um fréttirnar af uppreisninni í konungsríki hans. Hann virtist ekki hið minnsta órór. „Faðir minn arfleiddi mig að konungsríki“, sagði hann — „og ég hef stjórnað því eftir beztu getu. En það hefur allt gengið of auðveldlega. Margir hafa álitið mig „Erfingja". Þeir skulu fá að sjá að ég er ekki einungis erfingi Morrisons I“. Hann snerti ekki matinn, sem borinn hafði verið á borð inni í borðstofu Helen. — „Mér þykir sárt að þurfa að fara frá þér, Helen. Auk þess ert þú á góðri leið til mikils og nýs frama“. Hún leit á hann spurnaraug- um. „Ætlarðu að gera það sem ég segi þér?“ spurði hann. »,Ég mun reyna það“. — Hún reyndi að geia sig virðulega í lát- bragði og brosa hreystilega. „Póstkortið í skrifborðsskúffu ungfrú Brown er frá þýzka blaða manninum Kui*t Kessen“. Ein og alltaf, þegar hann sökkti sér niður í eigin hugsanir, var hann svo sannfærður um mikil- vægi ákvarðana sinna, að hann tók ekki eftir viðbrögðum ræðu nauts síns. Hann veitti því ©kki athygli áð Helen gerði árangurs- lausa tilraun til að virðast undr- andi. Þetta, sem hann ætlaði nú að fara að segja henni, vissi hún alveg eins vel og hann sjálfur. „Ég varð mér úti um sýnishorn af rithönd Kessens", sagði hann — „og það er sama skriftin og á pósbkortinu". „Hvemig datt þér Kessen i hug?“ „Óbeinlínis. Mér var það fylli lega ljóst, að vinur þinn, Jan Möller, hafði hér hönd í bagga". Nú nefndi hann nafnið í fyrsta skipti óvildarlaust, eing og maður talar um sigraðan keppinaut eða meðbiðil. — „Ég bjóst við að finna eitthvert spor, sem kæmi upp um hann. Ég sagði þér í gær að ann- að hvort elskaði þessi maður þig, eða vildi vinna þér rnein". Hann strauk hönd hennar. — „Mér þyk- ir vænt um, að hann skuli vilja hið síðarnefnda, því að ég get hindrað það. Það hefði orðið erf- iðara fyrir mig að sigra ást -lans. Hann er ungur. H-ann er mjög snotur útlits. Þú berð til hans aðr ar og meiri tilfinningar en vinar- hug“. • Hann talaði hratt. Hann átti ekki von á neinum andmælum. — Það var vissa og sjálfröryggi í rómnum. Hann horfði svo ástúð- lega á hana, að hlýjan barst frá hjarta hennar út um allan líkam- ann. Hann hélt áfram að tala og sleppti ekki hönd hennar. „Möller notaði boðsbréf Kessens til þess að komast í cocktail-boð- ið þitt. Hvers vegna hann gerði það, veit ég ekki. Að minnsta kosti heyiði ég í gær nafnið Kurt Kessen í sambandi við Mölier og þá minntist ég þess, þeg*v ég stóð með Berlínarkortið, með undir- skriftinni „K“, í hendinni". „Og hvað í ég nú að gera?“ spurði hún. Hún vissi ekki hvort hún myndi geta gert það sem eiginmaður hennar krefðist af henni. En hún var staðráðin í aö reyna það. „Þú ska.t hringja nú þegar til Washington". Hann stóð á fætur og gekk aftur og fram um her- bergið. Hann talaði eins og hann Skrifstofustúlka óskast, nokkur tungumálakunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í skrifstofunni. Kótel Borg Stúlka óskast til sælgætisafgreiðslu. Upplýsingar á staðnum, í dag og næstu daga frá 2—3 og 5—6. Sælakaffi Brautarholti 22 væri að lesa upp fyrir hraðritara. „Þú segir þeim öll atriði málsins. Þú segist sjálf hafa ljóstað upp um flugumanninn — eða öllu held- ur flugukonuna — í sendiráð- inu. .. .“ „Þeir siga leynilþjónustunni á mig“, skaut hún inn í. Hann nam staðar. Augnaráð hans varð athugult. Svo hélt hann göngunni áfram um gólfið. „Þú biður um leyfi til að mega skýra frönsku lögreglunni frá árangrinum af rannsókn þinni. — Með því hefur þú, í fyrsta lagi, sýnt hvað bandarískur sendiherra getur — í öðru lagi hefur þú gert þeim frönsku greiða, sem trygg- ir samband þeirra við okkur". Hún stóð á fætur, vafði .,and- leggjunum um háls hans og þrýsti sér þétt að honum. „Hvað bandarískur sendiherra getur", endurtók hún. — „Ég hefði ekkert getað án þín“. Hann var einn þeirra manna, sem gat orðið mjög áleitinn, væri honum neitað um viðurkenningu, sem hann taldi sig verðskulda, en hætti hins vegar til að verða við- kvæmur, já, jafnvel feiminn og vandræðalegur, þegar ausið var á hann lofi. Hann strauk hárið á henni. „Það voru bara smámunjr", sagði hann. — „Og ég gat þá a. m. k. verið hjá þér timakorn". Hann vafði hana örmum. „Ég vildi að þú slepptir mtr aldrei aftur“, sagði hún. Hún fann skyndilega lamandi ótta nísta hamingjusamt hjarta sitt. Hún var hrædd um að missa eiginmann sinn. Þessi tilfinning var henni ný og óþekkt. Hvers vegna var hún hrædd? Hún hafði aldrei fyrr haft það á tilfinning- unni, að hún ætti hann. Með eign- inni kom hræðslan við það að missa. Með hamingjunni kom ótt- inn við óhamingju. „Vertu hjá mér“, sagði hún. Hann leit á hana þakklátuiw augum. „Ég kem fljótt aftur. Strax og ég er búinn að fella drekann", sagði hann, hálft í gamni og hálft í alvöru. Rlukkustundu síðar fylgdi hún honum til flugvallarins. a r L 0 u 1) Sússana vonar að Miló muni tylgja aér aö gullnámu pápa gamla svo hún laetur stóra björn-1 Geturðu ekkj skilið hvað ég ál 3) Þau ganga um skóginn meiri inn ráða ferðinni. við? Ég vil að þú sýnir mér nám- | hluta dagsins, en Míló hefur enga : 2) „Mí)ó, stóri kjáninn þinn! una.“ -- 1 hugmynd um hvað Sússana vill. i ailltvarpiö Þriðjudagur 24. febrúar! Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 Barnatími: Ömmusögur. — 18,50 Framburðarkennsia í esper- anto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleik- ar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðv- arsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Eina ráðið (Árni Árnason dr. med.). 21,00 Erindi með tónleik- um: Baldur Andrésson talar um íslenzk tónskáld; V: Sigfús Ein- aiisson. 21,35 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21,50 Kórsöngur: Kór dómkirkjunnar í Treviso syng ur mótettur eftir tvö 16. aldar tónskáld, Gabrieli og Nasco; Giovanni d’Alessi stjórnar (plöt- ur). 22,10 Passíusálmur (24). —- 22,20 Upplestur: Anna frá Mold- núpi les kafla úr bók sinni „Ást og demantar". 22,40 Islenzkar dans- hljómsveitir: Árni Elfar og hljóm- sveit hans. Söngvari: Haukur Morthens. 23,10 Dagskráriok. Miðvikudagur 25. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Bláskjár" eftir Franz Hoffmann; II. (Björn Th. Björns- Son les). 1855 Framburðarkennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir. — Tón- leikar. 20,30 Lestur fornrita: — Mágus-saga jarls; XIV. — sögu- lok (Andrés Björnsson). 20, 55 Is- lenzkir einleikarar: Sigurður Markússon leikur á fagott. Við píanóið: Fritz Weisshappel. 21,15 Islenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon kand. mag.). 21,30 „Milljón mílur heim"; geimferða- saga, V. þáttur. 22,10 Passíusáhn- ur (25). 22,20 Viðtail viikunnar (Sigurður Benediktsson). 22,40 í léttum fcón; George Hamiltow syngur vinsæl lög (plötur). 23,10 Dagfikráilok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.