Morgunblaðið - 15.03.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 15.03.1959, Síða 1
* 24 siður 46. Prentsmiðja Morgunblaðslfli't 62. tbl. — Sunnudagur 15. marz 1959 argangur Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður ' Bolungar- vík, ræðast við á landsfundinum. Kjördæmamálið var aðalmál Iandsfundarins í gær Bandaríkjamenn öllu viðbúnir Floti skipa og flugvela reiðubúinn til liðsauka- flutninga til Evrópu WASHINGTON, 14. marz — Her. málastjórn Bandaríkjamanna hef ur að fullu undirbúið ráðstafanir, sem gripið verður til, ef til átaka kemur um Berlín. Maxwell Tayl- or, hershöfðingi og foringi her- ráðsins, upplýsti þetta á leynileg- um fundi í einni af nefndum þjóð- þingsins bandaríska fyrr í vik- unni. í dag var birt smáfrásögn af þessum fundi, en öllum mikil- vægum atriðum er þó haldið leyndum. Sagði Taylor, að ef A-Þjóðverjar reyndu eftir hinn 27. maí að hindra frjálsar sam- göngur til Berlínar með vopna- valdi m-'.ndu Bandarikin beita nægilegu afli til þess að tryggja hinum liðlega tveimur milljón- um Berlinarbúa líf og öryggi. Sagði Taylor sjöunda herinn bandaríska í Evrópu mjög vel þjálfaðan og búinn öllum full- komnustu vopnum. Kvað hann herstjórnina hafa gert ráðstafan- ir til þess að hægt yrði að flytja liðsauka manna og vopna austur yfir Atlantshaf til Evrópu með skemmstum liugsanlegum fyrir- vara. Nægilega stór floti skipa og flutningavéla væri nú handbær, Bandaríkjamenn mundu verða við öllu búnir. Landsfund- urinn í dag LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins heldur áfram í dag kl. 2 e. h. Er búizt við að fundinum ljúki siðari hluta dags. Og verður þá m. a. kosið í miðstjórn flokks- ins. Ungir Sjálfstæðismenn meðal landsfundarfulltrúa koma saman á fund í Sjálfstæðishúsinu kL 10,30 f. h. í kvöld kl. 8,30 hefst kynning- arkvöld meðal fulltrúa í þremur samkomuhúsum, Sjálfstæðishús- inu, Hótel Borg og Lido. Mikill áhugi og einhugur rikjandi á fundinum LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins hélt áfram í gær. — Hófst íann kl. 10 árdegis. Voru ræddir á fundinum fram til kl. 4 e. h., er blaðið fór í prentun, eftirfarandi málaflokkar: Kirkjumál, skipu- lagsmál, atvinnu- og verkalýðsmál, sveitastjórnarmál, félagsmál, sjávarútvegsmál, menntamál og kjördæmamálið. Var búizt við miklum umræðum um síðastalda málið, en framsögu þess var lokið létt fyrir kl. 4 síðdegis. Salir Sjálfstæðishússins voru fullir út úr dyrum og ríkti mikill elnhugur og áhugi meöal fundarmanna. Var svipur fundarins allur hinn glæsilegasti. FORMAÐUR Sjálfstæðisflokks- ins setti fund kl. 10 í gærmorgun og lagði til að Karl Frið- riksson frá Akureyri yrði kjörinn fundarstjóri, en hann útnefndi síðan Jón Gauta Péturs- son, Kópavogi, og Pál Scheving frá Vestmannaeyjum, sem fundar ritara. Fyrstur tók til máls Ásgeir Pét ursson og flutti framsöguræðu fyrir allsherjarnefnd. — Þá talaði Magnús Jónsson, fram- sögumaður skipulagsnefndar. — Síðan töluðu framsögumenn at- vinnu- og verkalýðsmálanefndar, þeir Gunnar Helgason og Magnús Jóhannesson. Næstir töluðu Matthías Bjarna- son, framsögumaður nefndar þeirrar sem fór með sveitastjórn- armál, Friöjón Þórðarson, fram- sögumaður félagsmálanefndar, og Jóhann Þ. Jósefsson fyrir sjávar- útvegsmálanefnd. Var þá komið fram yfir hádegi og fundi frestað. Síðdegisfundurinn FUNDUR hófst að nýju kl. 2 síð- degis. María Maack var kjörin fundarstjóri en fundarritarar þær frú Auður Auðuns og frú Jakob- ína Mathiesen. Fyrst flutti Ragnhildur Helga- dóttir framsögu fyrir mennta. máianefnd. Því næst tók til máls Jóhann Hafstein og flutti fram- söguræðu fyrir kjöraæmanefnd. V&r hann að Ijúka ræðu sinni, þegar blaðið fór í prentun. Þrír fulltrúar úr Dalasýslu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Frá vinstri: Jóhann Pétursson. Stóru-Tungu, Guðmundur Bene- diktsson, Hömrum, og Jóhann Sigurðsson, Hnúki. Fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Talið frá vinstri: Þorvaldur Ari Arason, Reykjavik, Páll Þór Kristinsson, Húsavík, Þórhallur B. Snædal, Húsavík, ungfrú Anna Borg, Reykjavík, Ás- björn Guðmundsson, Njarðvík, frú Jóna Þorfinn sdóttir, Reykjavík, Jósafat Arngrímsson, Njarð- vík, og Þorgrímur Halldórsson, Hafnarfirði. Ghona úr brezka samveldinu? HS ACCRA og London, 14. marz. — Kröfugöngur hafa verið farnar í Accra, höfuðborg Ghana, til þess að krefjast einhverra aðgerða af hálfu stjórnarinnar í sambandi við átök þau, sem nú eiga sér stað í Mið-Afríku sambandsríki Breta. Samkvæmt fregnum í dag mun stjórn Ghana hafa í morgun tekið til athugunar hvort ekki bæri að segja landið úr brezka samveldinu í mótmælaskyni við aðfarir að blökkumönnum í Njassalandi og Rhodesiu. Víða hefur komið til smáátaka í Njassalandi og N-Rhodesiu í dag og í gær, kröfugöngur hafa verið farnar, lögregla hefur beitt kylfum og táragasi — og fáeinir leiðtogar hinna innfæddu hafa verið handteknir til viðbótar hinum fyrri. 4.870 létust LONDON, 14. marz. — í síðustu viku létust 1,399 manns af völd- um inflúenzu í Englandi — og er það nokkur rénun frá því sem var í lok febrúar. Þá létust á einni viku 1,572 manns af völdum inflúenzu. Síðan um áramót hafa 4,870 Bretar látizt úr inflú- enzu og er þetta liðlega fjórum sinnum meira en á sama tíma í fyrra. Um 88% hinna látnu voru 55 ára og eldri Sunnudagur 15. mars. Efnl blaðsins m.a.: Bls. 3: Flóttinn frá lifinu, eftir fr. Ófk- ar J. Þorláksson. Úr verinu, eftir Einar Sigurðsf, — 6: Frá þýzku bókasýningunni. — 9: Bókaþáttur: SpámaSurinn. — 10: Fólk i fréttunum. — 12: Forystugreinin: Útrýmum stétta baráttunni úr íslenzku þjóS- félagi. — 13: Ræða Bjarna Benediktssonar á Landsfundi SJálfstæðismanna. — 15. og 16: Lesbók barnanna. — 17: Kvennadálkur. ★--------------------------★

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.