Morgunblaðið - 15.03.1959, Qupperneq 6
e
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. marz 1959
Eðlisfrœðisfofnun H.í.
þarfnast stuðnings
Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, ræðir við Hans Richard Hirschfeld, sendiherra, (t. h.) og
forstjóra þýzku bókasýningarinnar, dr. Muller-Römheld.
//
Bókin er skærasti kyndill
menningarinnar
44
Þýzku bókasýningunni i Þjóðminja-
safninu lýkur kl. 70 / kvöld
Til þessa hafa rúmlega 3000 manns
skoðað hana
Á ÞVÍ er lítill vafi að þý/.ka bóka-
aýningin, sem opnuð var almenn-
ingi í bogasal Þjóðminjasafns 1.
marz s.l., er ein af beztu og vönd-
uðustu sýningum, sem hingað
hafa komið. Á þetta bæði við um
val og uppstillingu bókanna, og
ekki síður um bókagerðiifa sjálfa.
Það var fyrst og fremst vestur-
þýzka sendiherranum hér, Hans
Riehard Hirschfeld, að þakka, að
þessi verðmæla sýning kom til Is-
lands,, og af þeim sökum hefur
Morgunblaðið snúið sér til hans
og beðið hann að segja nokkur orð
um tildrög og tilgang sýningar-
innar.
Sendiherrann segir: „Það hefur
lengi verið draumur minn að sýna
Islendingum, sem eru orðlagðir
fyrir bókmenntaáhuga sinn, hve
langt við höfum aftur náð í bóka-
útgáfu, síðan endurreisnin hófst
1945. Þessi draumur hefur nú
rsetzt, og má þakka það fyrst og
fremst skilningi gtjórnar minnar,
áhuga þýzkra útgefemda og hjálp
samstarfsmanna minna. Einnig
eigum við menntamálaráðiierra
ykkar mikið að þakka, sem og ís-
lenzkum stjórnarvöldum, bóksölum
og kaupsýslumönnum, sem hafa
veitt margháttaða aðstoð við und-
irbúning og uppfærslu þessarar
sýningar. Og síðast en ekki sízt
stöndum við i mikilli þakkarskuld
við íslenzku blöðin, sem hafa tek-
ið svo einstaklega vel á móti bók-
um okkar.
Skærasti kyndillinn
Mig langar til að ítreka þau
orð, sem íslenzki menntamálaráð-
herrann, Gylfi Þ. Gíslason, hefur
svo vinsamlega skrifað í formála
sýningarskrárinnar: „Bókin er
skærasti kyndill menningarinnar"
— og um leið láta í ljós þá von
að sýning okkar í hinum fögru
salarkynnum Þjóðminjasafnsins
hafi gefið mönnum hugmynd um
þýzka nútímamenningu og stuðl-
að að þvi að varpa ljósi yfir þýzk-
lalenzk menningarsamskipti, sem
eigra sér langa og menkilega sögu.
Ég vona að sýningin hafi orðið
báðum þjóðum til gleði og gagns“.
Gagnsemi bókasýningarinnar
Við veitum því abhygli að sendi
herrann talar ekki aðeins um
gleði, heldur líka gagn, og spyrj-
um hvort hann hafi nokkuð sér-
stakt í huga í því sambandi.
„Jú, þér hafið sennilega veitt
því athygli, að bækur um vísindi
og tækni eru mjög áberandi á sýn-
ingunni. Þetta er gert af ráðnum
hug, þar sem við höfum oft heyrt
Islendinga vekja athygli á því, að
eftir seinni heimsstyrjöldina hafi
skorturinn á þessari tegund
þýzkra bókamennta orðið æ tilfinn
anlegri. Nú eru bækurnar sem
sagt hingað komnar, og margir
hafa tjáð mér að þeir hafi átt
gieðilega endurfundi við gamla
kunningja á sýningunni, þ. e. a. s.
bækur sem þeir á sínum tíma lásu
sem námsmenn. Auk þess eru auð-
vitað komnar margar nýjar bækur
sem bæði fylla inn í eyður eldri
verka og fjalla um ný vandamál í
vísindum og tækni. Ég vona að
þessar bækur verði mörgum að
gagni, ekki sízt þeim fjölmörgu
íslenzku stúdentum, sem nú stunda
nám í Þýzkalandi, en munu brátt
koma aftur heim til fósturjarðar-
innar.
Vonandi koma líka aðrar bæk-
ur á sýningunni að gagni að svo
miklu leyti sem þær gefa fyllri
mynd af ástandinu í Þýzkalandi
eftir str-íðið: eyðileggingunni, að-
skilnaði Austur- og Vestur-Þýzka-
lands, hinum miklu félagslegu og
efnahagslegu vandamálum, sem
komu í kjölfar stríðsins, og endur-
reisninni, sem nú er í fullum
gangi.
Gagnkvæm gleði
Fagurbókmenntirnar munu án
efa vekja menn til umhugsunar,
en jafnframt veita gleði, auðga
lífið og víkka sjóndeiidarhringinn.
Ég vona að þýzkar fagurbók-
menntir á sýningunni gegni þessu
hlutverki á sama hátt og þau
þýddu íslenzku verk, sem við sýn-
um með sérstakri ánægju, hafa
veitt okkur gleði og margháttað
gægn.
Ég vona að bæikurnar á þýzku
bókasýningunni muni enn um
langa framtíð efla skilning
milli þjóða okkar, því þeim mun
betur sem við þekkjum hvor
annan þeim mun betur munum
ÞESSI misseri eru tveir ungir
eðlisfræðingar að koma fótum
undir rannsóknarstofu í eðlis-
fræði við Háskóla íslands. Við
verkfræðideild H. I. hefur ekki
til þessa verið starfrækt rann-
sóknarstofa og veldur því fé-
leysi og mannekla. Víða sér
merki um fátækt háskólans okk-
ar, en hér keyrir þó um þverbak.
Nú hefur svo vel tekizt til, að
tveir dugandi eðlisfræðingar eru
að reyna að bæta úr þessu að
nokkru, en þá fá þeir ekki nauð-
synlegustu áhöld né aðstoð, a. m.
k. ekki enn sem komið er.
Nútíma velmegun þjóða bygg-
ist á þróuðum vísinda- og tækni-
rannsóknum. Þess vegna keppast
flestar þjóðir við að efla þá starf-
semi hjá sér og spara hvergi fé.
Þeim gengur ekki „idealismi" til
heldur miskunnarlaus hagsýni, af
því að þjóðarauður nú á dögum
er vísinda- og tæknigeta lands-
fólksins miklu fremur en t. d.
kol eða málmar í jörðu. Við ís-
lendingar notum líklega til vís-
inda um 1/10 þess fjár, sem við
þyrftum að gera til að standast
samanburð við nágranna okkar
í því efni, enda er búreksturinn
eftir því.
Opinber stjórnarstefna íslend-
inga er að treysta nær eingöngu
á fiskirí til að efla velmegun
þjóðarinnar, þótt allir geri reynd
ar ráð fyrir, að veiði, í hlutfalli
við tilkostnað, muni fara minnk-
andi. Sannleikurinn er, að við ís-
lendingar verðum fátækir og öll
afkoma okkar á hálmstrái, þar
til okkur tekst að öðlast vísinda-
og tæknimenningu, sem geri okk-
ur hlutgenga meðal nágranna
okkar.
Eðlisfræðingarnir tveir þurfa
líklega áhöld fyrir upphæð, sem
nemur andvirði eins eða tveggja
bíla og aué þess tvo eða þrjá að-
stoðarmenn, til að starfskraftarn-
ir nýtist. Væri ekki að skaðlausu
hægt að losa einhvers staðar tvo
eða þrjá unglinga af skrifstofu
eða úr búð til að hjálpa þeim?
Fleiri og fleiri íslendingar,
þaulmenntaðir í náttúruvísinda-
greinum, taka nú við stöðu er-
lendis, þar sem ekki er farið með
þá eins og leiðinlega betlara. Hér
á landi eru fá tækifæri fyrir
þessa menn og fái þeir eitthvað
að gera, þegar þeir eru tilbúnir
að hefja ævistarf sitt, 30—35 ára
gamlir, eru laun þeirra oft litlu
hærri en tekjur ófaglærðs verka-
manns, og miklu lægri en tekjur
ýmissa iðnaðarmanna (VI. fl.
launalaga, nú 6.500 kr. á mánuði,
sem jafngildir 260 dollurum eða
við skiija að við erum tveir sjálf- ; 1775 dönskum krónum). Þessi
stæðir meðlimir sömu fjöl-, misseri hverfa nú svona menn,
skyldu". | hver á fætur öðrum, þegjandi og
skrifar úr
daglegq lífínu
Málflutningsskrifstofa
Eina. B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pét» rsson
Aðalstræti 6, III. íiæð.
Símar 12002 — 13202 — 13r>02
Skíðaferffir hafa margt
sér til ágætis
SKÍÐAÍÞRÓTTIN hentar fiest-
um vel, ungum jafnt sem
gömlum, þeim sem hafa gaman af
að klifra upp brekkur og steypa
sér svo fram af brekkubrúninni
og láta vindinn þjóta' um vang-
ana ekki síður en hinum, sem
kjósa heldur að rölta um til að
halda á sér hita meðan þeir njóta
útiverunnar og útsýnisins.
Nú er einmitt kominn sá árs-
tími, sem bezt hentar til skíða-
ferða hér á Suðurlandi. Daginn er
tekið að lengja og nú fara að
verða meiri líkur til þess að mað-
ur komist á skíði fyrir snjó,
þ. e. a. s. ófærð á vegum.
Margt má segja skíðaferðunum
andlega endurnærðir og hressir
heim, eftir að hafa andað að sér
heilnæmu fjallalofti í heiian dag.
Velvakandi hefur farið á fjöll og
ekki stigið sínum fæti inn í Skíða
Öll fjölskyldan á skíffi
EN svo sleppt sé öllu gamni, eru
skíðaferðir áreiðanlega holl
og góð íþrótt. Foreldrar ættu að
gera meira að því að fara með
skálann ailan daginn, til að fá , böi’n sín upp í fjöll í snjóinn á
ekki ofan í sig þetta bland af | frídögum. Krakkarnir hafa gam.
þungu lofti og sígarettureyk, sem an af að veitast í snjónum og
oft ríkir þegar prúðbúnir bæjar-
búar fylla salinn, en í staðinn
renna sér á sleðum, eða bara á
vaxdúkspjötlum, ef þau eru ekki
hamast við að gleypa heilnæmt 'j orðin nægilega stór til að vera
fjalialoft allan daginn. Satt að
segja fór heldur lítið fyrir and-
legri reisn daginn eftir. Hvernig
á það líka að vera þegar Jíkam-
inn er heltekinn harðsperrum? En
það er þó alltaf hægt að sitja og
á skíðum, og skíðaferð virðist
ágætt ráð til að halda fjölskyld-
unni saman á frídögum. Allir með
limir hennar geta þannig notið
samvistanna í stað þess að hver
fari sína leið og hafj ofan af
hvíla sig í sólinni og fjallaloftinu, , fyrir sér með sínum jafnöidrum.
jafnvel þó hælsæri eða brotinn • Verst er hve lítið hefur verið
fótur neyði mann ekki til þess. ] um snjó í vetur. Öðru hverju er
til ágætis. Þeir hátíðlegustu orða ] Unga fólkinu finnst það kostur á i þó nægilega gott skíðafæri. Mér
það þannig, að í skíðaferðum kom ] skíðaferðunum, að á skíðum er oft1
ist maður í náið samband við móð ' stofnað til óvænts kunningsskap-
ur jörð. Velvakandi hefur nú þá
reynslu, að maður komist stund-
um í óþarflega náið samband við
jörðina, að minnsta kosti þegar
maður stingst á höfuðið gegnum
sjóskafl og beinlínis rekur and
ar og ung'r menn segja að á fjöll-
um sé oft urmull af lögulegum
stúlkum. En þeir hljóta að vera
slyngarí en þeir líta út fyrir að
vera ef þeir eru alltaf vissir um
að innan i hettuúlpunni og bak
litið í hana. Aðrir segjast koma við sólgleraugun sé lagleg stúlka.
er sagt að Sigurður Sigurðsson
íþróttafréttaritari útvarpsins hafi
stundum undanfarið komið inn
í danslagaþáttinn á laugardags-
kvöldum og skýrt unga fólkinu
frá því að nú væri skíðafæri og
hvernig það gæti komizt á skíði.
Það er áreiðanlega vel þegið.
hljóðalaust til starfa erlendis,
fremur en að skaprauna sjálfum
sér og öðrum með því að taka
upp betlistarf hér.
í nágrannaiöndum er starf vís-
indamanna metið allt öðru vísi
og við munum því í framtíðinni
tapa fleiri og fleiri mönnum, ef
ekki verður að gert. Að vissu
leyti eru þessir menn rjóminn af
æskumönnum okkar og það er
mikið tjón að glata þeim. Þó er
kannske betra að þeir hverfi úr
landi en að þeir setjist hér að
og koðni niður, af því að kraftar
þeirra njóta sín ekki vegna lé-
legra vinnuskilyrða.
Vill ekki fjárveitinganefnd
Alþingis og aðrir góðir menn,
sem einhvers mega sín í þessu
efni, taka þetta til yfirvegunar.
Keldum, 11. marz 1959.
Björn Sigurffsson.
Barðstrendinga-
félagið i Reykjavík
BARÐSTRENDINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík hélt nýlega 15. aðal-
fund sinn í Skátaheimilinu við
Snorrabraut. Á fundinum gengu
í félagið 9 nýir félagsmenn. í
skýrslu formanns félagsins segir
meðal annars: „í félaginu eru 528
félagsmenn, 26 fóru af félags-
skrá, sögðu sig úr eða dóu. 47
höfðu gengið í félagið á árinu.
í félaginu voru haldnir 11 félags-
fundir og 10 stjórnarfundir. Auk
þess kaffisamsæti fyrir aldrað
fólk úr Barðastrandarsýslu eins
og venja hefur verið ásamt jóla-
trésskemmtun fyrir börn“.
í félaginu eru starfandi:
Kvennadeild, Bridgedeild og
Kvikmyr ’atökunefnd. Aðalverk-
efni félagsins er starfræksla og
rekstur gistihússins Bjarkalund-
ur í Reyk'rólasveit, sem formaður
skýrði frá að hefði gengis ágæt-
lega.
Auk þess hefur félagið starfað
að gróðursetningu í reit féiagsins
í Heiðmörk.
í stjórn félagsins eiga nú sæti:
Guðbjartur Egilsson, formaður.
Vikar Davíðsson, gjaldkeri. Guð
mundur r’snjaminsson, ritari, Sig
urður Jónasson, Alexander Guð-
jónsson. ZCristján Halldórsson,
meðstjórnendur. Varastjórn: Sig-
urjón Davíðsson. Gunnlaugur Þor
steinsson, Gísli Skúlason, Páll
Ágústsson. Endurskoðendur: Eyj-'
ólfur E. Jóhannsson, Marenó Guð
jónsson, Sigurbjörn Guðjónsson
til vara. — Kvennanefndina skipa
þessar konur: Guðrún Rögnvalds
dóttir, Ágústa Guðjónsdóttir, Sig
ríður Bjarnadóttir, Vigdís Ólafs-
dóttir, Lilja Ingimundardótt;-. —
Formaður Bridge-deildar er Ólaf-
ur Sigurðsson. — f Kvikmynda-
tökunefnd: Böðvar Pétursson.
Bergsveinn Skúlason, Páll Ágústs
son, og til vara Marenó Guð-
jónsson, Ólafur Jónsson, Baldur
Snæiand.
Jónbjörn Sigurðs-
son
Fæddur 29. janúar 1940 —
fórst meff „Hermóði“.
Vertu sæll,
glaði, góði frændi minn,
Guð þér opnar,
náðarríka faðminn sinn.
í Þerrar tár af litla barnsins brá,
breytir sorg, í gleði himnum á.
Mamma og pabbi muna
drenginn sinn,
muna systkin elsku bróðurinn,
Þakka fyrir liðin æskuár,
oft nú fellur þeim af hvarmi tár.
Unnustan og litla barnið blítt.
Biðjum Guð að náðar ljósið þitt,
megi þerra trega sorgar tár.
Trúin læknar öll vor hjarta sár.
Kveðjur öll viff kærar sendum nú,
kvaddur ert í sannri von og trú,
Guð þig leiði
um ljóssins björtu lönd,
lýsi þér á Himnaríkis strönd.
— Frænka.