Morgunblaðið - 15.03.1959, Page 9

Morgunblaðið - 15.03.1959, Page 9
Sonnudagur 15. marz 1959 Moncvism. áolð 9 Spámaðurin n Kahlil Gibran: Spámaðurinn. 103 bls. Gunnar Dal þýddi. Aukabók Almenna bókafé- lagsins, Reykjavík 1958. „KAHLIG GIBRAN (1883—1931) var skáld, heimspekingur og lista- maður, fæddur í landi spámann- anna, Líbanon". Svo segir aftan á kápu bókarinnar, sem ber um- sögninni órækt vitni. Efni „Spá- mannsins“ er skáldskapur, en hann er svo samofinn heimspeki, að erfítt er að segja hvar öðru sleppir og hitt tekur við. Þegar á allt er litið má þó kannski segja að bókin sé fremur heimspekirit en skáldverk. Formið á Ijóðunum kannast þeir við, sem eitthvað þekkja til ljóðanna í Gamla testa menti. Það er hið hefðbundna og ævagamla semitiska ljóðform, sem byggir ekki á rími, stuðlum eða hrynjandi ,heldur á tilbrigð- um: sama hugsun er endurtekin tvisvar eða oftar, en með nýjum tilbrigðum hverju sinni. Þetta ljóðform er okkur vel kunnugt úr Biblíunni og þykir svo eðlilegt, að fáum mun detta í hug að spyrja, hvort t.d. „Ljóðaljóðin'* séu raun- verulega ljóð, þó þau hafi hvorki stuðla né rím. Kahlil Gibran dvaldist í Banda ríkjunum um tuttugu ára skeið og skrifaði margar bækur á ensku meðal þeirra „Spámanninn", sem er frægasta verk hans og einhver mest lesna bók sem gefin hefur verið út. Hún kom fyrst út árið 1923 og hefur verið þýdd á rúm- lega tuttugu tungumál. Hefur bókinni hvarvetna verið vel tek- ið, enda er hér um að ræða sér- stætt verk í bókmenntum aldar- innar, verk sem er samkynja ýmsum klassískum ritum trúar- bragðanna, þar sem er saman of- ið háleitum skáldskap, heimspeki og lífsvísdómi sem er sprottinn af trúrænni skynjun á tilverunni. „Spámaðuninn" er óvenjulegt verk í bókmenntum þessarar ald- ar og erfitt að draga það í dilk á- kveðinnar bókmenntastefnu: það liggur fyrir utan alfaraleið nú- timabókmennta, en er náskylt verkum eins og „Also sprach Zaraíhustra", Hávamálum og Grðskviðum Salómós. Að lesa þessa bók er ekki ó- svipað því að ganga á fjöll í góðu veðri: loftið er tært og hressandi, útsýnið vítt. Maður gleymir dæg- urþrasinu, smámununum, borg- arysnum, hinum „lægri" hvötum rúmhelginnar. Frá fjallstindinum horfum við með spámanninum yf- ir mannlífið; og sjá, það tekur á sig nýja mynd, stærri og heil- steyptari. Við sjáum höfuðatrið- in í björtu ljósi: „Hvernig er í raun og veru hægt að vera nálæg- ur nema úr fjarlægð?" (bls. 97). í bókinni eru tekin fyrir flest hin stærri viðfangsefni mannlífs- íns. Þeim er brugðið fyrir augu lesandans í fáum, skýrum drátt- um og þau fá fyllra inntak Höf- undurinn nær þessum áhrifum með sérstökum stílbrögðum sem eru í ætt við þversagnir, en eru þó ekki beinar þversagnir, held- ur umhverfing á þeim vanhugs- uðu og venjubundnu hugmyndum sem stjórna daglegu lífi okkar með harðri hendi. Hann sýnir okk ur með öðrum orðum grunn- færnina í daglegum þenkimáta okkar, án þess þó að gera lífið flóknara.Ef nokkuð er, gerir hann það einfaldara, en að sama skapi djúptækara. Efnisþráðurinn í bókinni er mjög einfaldur: „Almústafa, hinn útvaldi og elskaði spámaður, beið tólf ár í borginni eftir skipi sínu, sem bera skyldi hann heim til feðranna". Þegar skipið birtist kvaddi hann borgarbúa, en þeir lögðu fyrir hann ýmsar spurning "v ,að skilnaði um ástina, hjóna- bandið, gjafir, mat og drykk, vinnu, gleði og sorg, hús, klæði, kaup og sölu, glæpi og refsingar, lög, frelsi, ástríður og skynsemi, þjáningu sjálfsþekkingu, fræðslu, vináttu, samræður, tímann, gott og illt, bænina, gleðina fegurð- ina, trúna og loks dauðann. Hvert þessara viðfangsefna er tekið fyrir í afmörkuðum kafla, en auk þess er inngangur og eft- irmáli. Hér eru engin tök að gefa ijósa mynd af efnismeðferð höf- undarins, en nokkur dæmi, gripin af handahófi, ættu að gefa mönn- um nasasjón af henni: Kahlil Gibran Um ástina: „Ástin gefur ekkert nema sjálfa sig og þiggur ekkert nema sjálfa sig. Ástin á engar eignir og verður aldrei eign, því að ástin á sig sjálf og er sjálfri sér nóg‘‘ (bls. 17). Um hjónabandið: „En verið sjáifstæð í einingu ykkar, og látið vinda himinsins leíka milli ykkar. Elskið hvort annað, en látið ástina ekki verða að fjötrum... Fyllið hvort annars bikar, en drekkið ekki af sömu skál. .. Syngið og dansið saman og ver ið glöð, en leyfið hvort öðru að vera einu, eins og strengir fiðl- unnar eru einir, þótt þeir leiki sama lag“ (19—20). Um börn: „Börn ykkar «ru ekki börn ykkar. Þau eru synir eg dætur lífsins og eiga sér sínar eigin langanir. Þíð eruð farvegur þeirra, en þau koma ekki frá ykkur... Þið eruð boginn, sem börnum ykkar er skotið af eins og lifandi örvum... Látið sveigjuna í hendi bog- mannsins vera hamingju ykkar, því að eins og hann elskar örina, sem flýgur, eins elskar hann bog- ann í hendi sér“ (22__23). Um vinnuna: ,Þegar þið vinnið eruð þið hljóðpípa sem breytir nið dag- anna í söng“ (29). Um hús: „Gefðu hugsunum þínum bú- staði á öræfunum áður en þú reisir þér hús í borginni... Hús þitt sé siglutré en ekki akkeri'* (35—37). Um glæpi og refsingar: „Og þegar einhver ykkar fell- ur, þá fellur hann lyrir þá sem á eftir ganga og varar við stein- inum í götunni" (44). Um samræður: „Og margt í ræðu ykkar hálf- drepur hugsunina, því að hugsun in er fugl sem í búri orðanna kann að blaka vængjum, en getur ekki flogið'* (65). Um gott og illt: ,Því að hvað er hið illa annað en hið góða kvalið af sínu eigin hungri og þorsta?" (69). Um bænina: „Guð hlustar ekki á orð ykkar, nema þegar hann leggur ykkur þau sjálfur á tungu'* (74). Um fegurðina: „Fegurðin er eilífð, sem horfir á sjálfa sig i spegli. En þið eruð eilifðin og þið eruð spegillinn*' (83). Um dauðann: „Leitaðu að sál dauðans í lik- ama lífsins, því að líf og dauði er eitt eins og fljótið og særinn" (87). Dæmin sem ég hef tínt til eru að sjálfsögðu rifin úr samhengi og gefa því mjög ófullkomna mynd af hverjum kafla en þau eru vísbending um efni bókarinn- ar. Er þetta þá skáldskapur eða heimspeki? Ég veit það satt að segja ógjörla. Ef Hávamál eru heilræðaskáldskapur, þá er „Spá- maðurinn" það líka, en í öðrum skilningi. Hávamál eru fyrst og fremst praktískar leiðbeiningar um leiðina til vinsælda og áhrifa í þjóðfélaginu. ,Spámaðurinn“ fjallar um stærri efni í Hávamál- um skoðum við mannlífið af bæj- arhólnum, en i „Spámanninum" af fjallstindinum. Vitanlega eru spakmæli eða gullkorn af þeirri tegund, sem hér er að finna, ekki eins djúpur lífsvísdómur eins og hann er há- leitur. Hér er rætt um lífið eins og það gæti verið og ætti að vera, en ekki eins og það raunverulega er. Að því leyti er Almústafa ná- skyldur spámönnum allra alda: þeir leituðust við að gera mann- inn göfugri og mannlífið stærra í brotum. Þeir sáu hið stærra sam- hengi lífsins — samband manns- ins við æðri máttarvöld, við upp runann og takmarkið. Af þessum sökum eru spámenn nauðsynleg- ir, en ævinlega illa þokkaðir, því þeir gera of stórar kröfur og setja markið of hátt. Það gerir Almústafa líka, en hann er að því leyti „meðfærilegri“ en þeir spámenn sem kvikir eru, að við getum einfaldlega „stungið upp í hann" með því að leggja aftur bókina, þegar okkur tekur að sundla af víðáttu sjóndeildar- hringsins og viljum aftur kom- ast til mannanna og hinna inni- luktu hversdagskennda. Þýðing Gunnars Dals er víðast hvar lipur, á eðlilegu og hæfilega „skáldlegu" máli. Skáldskapur Gunnars sjálfs er dálítið í ætt við skáldskap Gibrans, þó það væri hrein goðgá að leggja þá að líku. Báðir eru þeir skáld hugmynda og hugleiðinga fremur en skynj- unar og tilfinninga. Þeir yrkja einungis fyrir heilann, og er slíkt að sjálfsögðu ólítil takmörkun. Ég rakst þó á nokkrar setningar, sem mér fannst ankannalegar í íslenzku þýðingunni: „... því að ástin, ef þú ert hennar verð, stjórnar för þinni" (17), „Jafn- vægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum" (34), „Þið klæð- izt fötum til að hylja nekt ykkar —----------------------------- og verða óháð, «n þau geta orðið ykkur reiðingur og fjötrar'* .(39), „Já, hinn seki «r oft fórnardýr píslarvotts síns" (45), „Ef þeím| samt er fróun ...“ (77). Ég kann ekki við að nota orðið „reiðingH eins og það er gert í nefndu! dæmi, og eins finnst mér hjákát™ legt að koma allt í e'nu með Ygg drasil (28) í verki, sem á rætur í hugmyndaheimi alls óskyldum hinum fornnorræna. Orðið „písl- arvottur" er notað í alrangrl merkingu. Þá finnst mér ósmekk- legt að nota „vér“ og „okkur** saman (12), og afleitt að nota fornafn á undan nafnorðinu sem það vísar til (74). Og loks verð ég að játa að ég skil illa hvað„é- grynnisdropi í sæ hins eilífa" (10) merkir. (Leturbr. mínar). Prentvillur eru fáar í bókinni, en mér finnst myndir höfundar leiðinlegar og kápan frámuna- lega hversdagsleg. Sigurður A. Magnússon. Staða aðstoðarmanns á Veðurstofunni á Keflavíkurflugvelli er laus til um- sóknar. Umsækjendur þurfa að hafa lokið gagn- fræðaprófi eða hafa hliðstæða menntun, vera 20—27 ára og hafa góða sjón og heyrn. Laun samkv. X flokki launalaga, að námstíma loknum. Umsóknir, ásamt heilbrigðisvottorði og meðmæl- um, ef fyrir hendi eru, skal senda Veðurstofu ís- lands. Pósthólf 788, Reykjavík. eða Pósthólf 25, Keflavíkurflugvelli fyrir 1. apríl n.k. íslenzka-Ameríska Félagið efnir til kvöldfagnaðar í Þjóðleikhúskjallararanum fimmtudaginn 19. marz kl. 8,30 e.h. Ávarp: Thor Johnson, hljómsveitarstjóri Finsöngur Kristinn Hallsson Undirleik Skúli Hailsson Dans. Aðgöngumiðar fást hjá Bókaverzl. Sigfúsar Symundsen. Skogiiiðingofélogið í Reykjovík heldur skemmtun í Framsóknarhúsinu föstud. 20. marz kl. 9 e.h. Til skemmtunar: Gamanvísur, Listdans, Söngur, Dans. Aðgöngumiðar seldir í verzluninni Mælifell og sölu- turninum eftir hádegi n.k. mánud. og við innganginn. STJÓRNIN. wcLLIT Einangrið hús yðar með WELLIT einangrunarplötum Birgðir fyrirliggjandi Mars Trading Co. h.f Sími 1-73-73 - Klapparstíg 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.