Morgunblaðið - 15.03.1959, Qupperneq 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. marz 1959
I>egar talað er um fjarstæður
er oft tekið til samanburðar, að
hitt eða þetta sé jafnheimskulegt
og að flytja kaffi til Brazilíu, eða
að fara með kvenfólki til Spánar.
Jafnfjarstæðukennt virðist að
kenna húla-hopp á Honolulu, þar
sem húla-húla dansmeyjar eru á
hverju sirái. En myndin hér að
ofan er samt tekin á Honolulu,
af ílugfreyju hjá Pan American,
sem er að kenna Húla-dansmey
húla-hopp.
En fyrst er þá hægt að tala um,
blóðug viðureign Breta og Kýpur
búa stóð sem hæst. En þegar hann
kom aftur til Kýpur nú fyrir
skemmstu, eftir að friður var
kominn á, munaði minnstu, að
mannfjöldinn, sem fagnaði hon-
um í Nikósíu gerði út af við hann,
svo mikil voru fagnaðarlætin.
Hann ók í gegnum borgina í opn-
um bíl og ætlaði að lyfta höndun-
um til að blessa mannfjöldann,
en varð í þess stað að nota þær
til að verja sig.
Þegar hann loksins komst heilu
Svnr til Skúlo
I ÞINGMANNAVEIZLUNNI 5.
þ.m. urðu nokkuð margar vísur
til eins og oft áður. Hefi ég yfir-
leitt lítið að því gert, að birta þá
framleiðslu, enda ætlað sem
stundar gaman. En þar sem Skúli
Guðmundsson hefir nú birt nokk
uð er stefnir að væntanlegri kjör
dæmabreytingu, þá þykir mér
rétt, að láta nokkuð fokka af
svörum.
Þessar tvær urðu til í veizl-
unni og þó sín í hvert sinn:
Varla mundi skyldur skerða,
Skúli fagnar þvi senn,
ef við skyldum eiga að verða
einlægir samþingismenn.
Guðmundssonor
Fjármálanna fjöru ratar
„Framsókn" ekki í sóknum lin,
en samvinnuna sjálfa hatar
sé hún tengd við kjördæmin.
Þessa tvær eru yngri en frá
veizlunni:
Helzt ég Skúla hitt vil
hróðrar inn í nausti,
greppurinn þegar gengur til
gleðinnar að hausti.
Munu vísur mikils virði
margt af nýju að heyra og sjá,
á Sauðárkróki og Siglufirði
saman betur tölum þá.
Jón Pálmason.
Guðný Egilsdóttir
F. 6. júní 1878. D. 27. febr. 1959.
Kveðja frá börnum og vinum.
Milda, göfga móðir
hníg þú hljótt að beði.
• Veiti þér himnarnir
vonsæla gleði.
Við þökkum af hjarta
alla elsku þína.
Á minningarhimni
helgar stjörnur skína.
Hve hjarta þitt var auðugt,
lund þín Ijúf og dreymin.
Þú vildir fegins hugar
faðma allan heiminn.
Svíf nú sólarvegu,
sæl til ljóssins heima.
Alla þína elsku
er svo ljúft að geyma.
Við kyssum þig í anda,
kveðjum, elsku móðir.
Hjá þér urðu allir
svo yndislega góðir.
Blíðir bjartir englar,
blessi þig og krýni.
Vorsins ástarundur,
ilmi þér og skíni.
Arel.
að húla-hopp sé orðin hrein vit-
leysa, þegar farið er að veita
verðlaunagripi eins og þennan,
sem stúlkan heldur á, fyrir sigur
í húlahopp keppni. Þetta hefur
þó gerzt, í Toronto í Kanada.
Þar ieiddu 100 bráðsnjallar húla-
hopp ungmeyjar saman hesta
sína. Sigurvegarinn hlaut þennan
mikla verðlaunagrip. Hún hélt
viðstöðulaust áfram í tvær klst.
með íleiri en einn hring um sig
miðja — og auk þess nokkra
smærri hringi á handleggjunum.
Geri aðrir betur.
'og höldnu inn í erkibiskupssetrið,
fölur og titrandi, varð honum að
orði:
— Aldrei hefði sér dottið í hug,
að það væri svona miklu hættu-
legra að bera sigur úr býtum en
berjast.
Loksins hefir einhver orðið til
þess að láta í ljós dálæti sitt á
Lundúnaþokunni margumtöluðu.
Og það var engin önnur en óperu
söngkonan Maria Callas. Hún fór
nýlega til Lund-
úna til að gera
samning við Co-
vent Garden-
óperuna. H ú n
varð að bíða
marga s ó 1 a r-
hringa eftir flug
fari til megin-
landsins vegna
þokunnar, en
hún harmaði það ekki. Öðru
nær.
Fyrir nokkru las Bert-
rand Russell upp í brezka sjón-
varpinu minningargrein um
sjálfan sig. f minningargreininni
segist hann munu deyja 1. júní
1962.
— Ég skrifaði minningargrein-
ina um sjálfan mig árið 1937. Hún
er skrifuð í sama stíl og Times
notar í minningargreinum sínum
um þekkta menn. Ég hefi í engu
breytt greininni, síðan ég skrif-
aði hana fyrst.
Og hvers vegna tiltekur Bfert-
rand Russell endilega þennari
dag sem dánardægur sitt
— Jú þá verð ég orðinn ní-
ræður, og mér finnst, að það
hljóti að vera mjög hæfilegt að
deyja þá . . . en ég skal viður-
kenna, að ég er farinn að verða
dálítið órólegur. Tíminn líður óð-
í fréttunum
MAKARYOS
Makaríos erkibiskup var aldrei
Baksvipurinn er auðþekktur:
Fyrrverandi forsætisráðherra
Breta að mála. Churchill er að
reyna að festa á léreftið endur-
skin sólarljóssins á rauðleitum
veggjum húsanna í Marrakech
í Marokkó. Hann sendi vini sín-
um og jafnaldra dr. Adenauer
kveðju frá Marrakech. Kveðjan
hljóðaði svo:
— Þér ættuð að kynnast Marra
kech, herra forsætisráðherra.
Loftslagið getur ekki betra verið.
Þetta er einmitt staðurinn, þar
sem við ættum að setjast að, þeg-
ar við erum báðir orðnir gamlir.
® Audrey Hepburn datt nýlega
af hestbaki og meiddist mikið.
Fjórir hryggjarliðir brotnuðu.
Þetta átti sér stað í Mexíkó, en
þar er verið að taka fyrstu kvik-
myndina úr villta vestrinu, sem
Audrey leikur í. Audrey er þó
þaulvön að sitja hest. Þegar slys-
ið átti sér stað hafði hún sam-
fleytt í ellefu daga æft sig í því
að fara síðklædd á hestbak.
Audrey og hestinum Diablo hafði
orðið vel til vina, en þrátt fyrir
það fór svo, að Diablo kastaði
Audrey af baki sér með fyrr-
greindum afleiðingum.
Hjálparbeiðni
MÁNUDAGINN þann 9. þ.m.
brann íbúðarskáli inni í Herskála
hverfi. Eldurinn kviknaði út frá
olíukyndingartæki og varð þeg-
ar óviðráðanlegur.
Þarna bjó einstæð móðir með
fjögur börn sín á aldrinum 17
ára, 10 ára, 6 ára og 3 ára. Allt
innbúið brann þarna á stuttri
stund og eins fatnaður, nema sá,
sem fólkið hafði á sér. Allt var
óvátryggt. Nú stendur móðirin
Uppi allslaus með börn sín.
Góðir vinir tóku hana og börn-
in á sitt heimili og þar hafa þau
öll fimm dvalizt síðan. Vissulega
er þarna bágur hagur og erfiður
og því hefir Morgunblaðið góðfús
lega lofað að koma þeim pening-
um áfram sem einhverjir kynnu
að vlja láta af hendi rakna, þess-
ari heimilislausu fjölskyldu til
hjálpar.
Garðar Svavarsson.