Morgunblaðið - 15.03.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.03.1959, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. marz 1959 nttMflMfr Utg.: H.f. Arvakur Reykjavllt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÚTRÝMUM STÉTTABARÁTTUNNI ÚR ÍSLENZKU ÞJÓÐFÉLAGI UTAN UR HEIMI 47 bílum og mótorhjólum stolið árlega i þremur borgum Svíþjóðar í Stokkhólmi var á sl. ári stoliö helmirmi fleiri bílum en i Os/ó, Kaupmannahöfn og Helsinki samanlagt AÐ sem fyrst og fremst einkennir 13. Landsfund Sjálfstæðisflokksins, fjöl- xnennasta flokksþing, sem nokkur íslenzkur stjórnmálaflokkur hef- ur haldið, er sú staðreynd, að hann er skipaður fólki úr öllum stéttum og starfshópum þjóðfé lagsins. Þar getur að líta mikinn fjölda bænda, útvegsmanna, sj S- manna og verkamanna. Þar sitja verzlunarmenn, iðnaðarmenn, bifreiðarstjórar og menntamenn hlið við hlið. Þar er fjöldi kvenna úr öllum landshlutum. Þar eru ungir og gamlir. Meðal alls þessa fólks hefur rikt hin ánægjulegasta sam- vinna og félagsandi. Fulltrú- arnir á landsfundinum hafa gert sér það ljóst, að þeir eru komnir þangað til þess að vinna að mikilvægu verkefni, sem er mótun þjóðmálastefnu Sjálfstæðisflokksins á næstu ánim. Aldrei eins þýðingarmikið og nú Það hlutverk Sjálfstæðisflokks ins, að vera hið sameinandi afl fslenzku þjóðarinnar, samnefn- ari allra stétta hennar og starfs- hópa, er aldrei mikilvægara en nú. Vinstri stjórnin var byggð upp af þeim flokkum, sem hafa stéttabaráttu að einu megin at- riði stefnu sinnar. Kommúnistar telja að milli verkalýðs- og vinnu veitenda beri að vera stöðug ill- indi og átök. Sósíal-demókratar aðhyllast boðskap stéttabarátt- unnar einnig i aðalatriðum, og Framsóknarflokkurinn hefur allt frá upphafi byggt tilveru sína á ríg og óvild milli sveita og sjáv- arsíðu, sveitafólksins og almenn- ings í þorpum og kaupstöðum landsins. 1 Þessir flokkar hafa undanfarin 214 ár farið með stjórn á fslandi. Þeir lofuðu þjóðinni fyrir valda- töku sína friði og uppbyggingu í þjóðfélaginu, stöðvun dýrtíðar og verðbólgu og stórfelldum atvinnu lifsumbótum. Staðreyndir blasa við um efndir þessara fyrirheita. Aldrei hefur annar eins ófriður milli verkalýðs og vinnuveitenda ríkt í landinu eins og á valdadög- um vinstri stjórnarinnar. Aldrei hafa verkalýðssamtökin verið eins ofurseld pólitískri togstreitu og á þessu tímabili. Og aldrei hefur dýrtíð og verðbólga magn- azt eins hröðum skrefum eins og á þessu 214 árs valdaskeiði vinstri stjórnarinnar. Þessir flokkar töldu sig sjálfa vera hina einu sönnu fulltrúa „vinnustéttanna". Þar með gerðu þeir sig seka um mikla yfirsjón. Þeir gleymdu stærsta verkalýðs- flokknum, sterkasta aflinu í ís- lenzkum stjórnmálum, því afli, sem sameinar innan vébanda sinna verkalýð og bændur, iðn- aðarfólk og sjómenn, verzlunar- menn og menntamern. Þeim sást yfir það, að tilraun þeirra til þess að stjórna íslandi í fullkomnum og yfirlýstum fjandskap við þenn an mikla fjölda íslendinga, var fyrirfram dauðadæmd. Engin rik- isstjórn á íslandi, sem Sjálfstæð- isflokkurinn tekur ekki þátt í, getur í raun og sannleika kallað sig stjórn „hinna vinnandi stétta“. Innan vébanda Sjálfstæðis- flokksins er langsamlega stærsti hópur þess fólks, sem vinnur undirstöðustörf í þágu framleiðslu og uppbyggingar í landinu, til sjávar og sveita. Sameinum kraftana Á hinum fjölmenna Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, mótar sú skoðun fyrst og fremst allar um- ræður, að nú beri islenzku þjóð. inni að sameina krafta sína í vold ugu átaki til efnahagslegrar við- reisnar hinu íslenzka þjóðfélagi. Vinstri flokkarnir hafa fertgið sitt tækifæri. Hin margumtalaða „vinstri stjórn“ hefur setið að völdum í hálft þriðja ár og gefizt færi á að sýna, hvers hún er megn ug. Hún hefur haft aðstöðu til þess að sýna úrræði sín og flokka sinna, fara þær leiðir, sem þessir flokkar töldu viturlegastar fyrir íslenzku þjóðina í þeim vanda. málum, sem við var að etja. Vi- menningur í landinu veit nú, hverjar þessar leiðir voru og hef- ur fundið áhrif þeirra á allan hag sinn og afkomu. Fólkið fer þess vegna ekki í neinar grafgöt- ur um það, hvað vinstri stjórn raunverulega er, hvers hún er megnug og hvers eðlis samsta^f hinna þriggja svo kölluðu vinstri flokka er. Þetta er vissulega dýrmæt og merkileg reynsla, sem þjóðin verður að draga af sínar ályktan- ir. Auðsætt er að hún mun nota tækifæri við næstu kosningar til þess. Um það báru bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar vet- urinn 1958 greinilegt vitni. Þá lýstu íslenzkir kjósendur yfir ó. tvíræðu vantrausti á vinstri stjórninni og stefnu hennar. Sjálf stæðisflokkurinn hlaut þá hrein- an meirihluta atkvæða í þeim byggðarlögum, sem kosið var L En í þeim kosningum gengu um 75% þjóðarinnar að kjörborðinu. Útirýmum stéttabaráttunni Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins mun senda frá sér ítarlegar stefnuyfirlýsingar í flestum þýð- ingarmestu þjóðmálunum. Grunn tónn þeirrar stefnu, er áskorun til þjóðarinnar um að hverfa frá trúnni á stéttabaráttuna, efla sátt og samlyndi meðal hinna ýmsu stétta og starfshópa, skapa skiln- ing og gagnkvæmt traust milli sveita og sjávarsíðu, sameina alla krafta í baráttunni fyrir efna- hagslegri viðreisn og traustum og réttlátum grundvelli íslenzks lýðræðis og þingræðis. Sjálfstæðismenn benda á og leggja áherzlu á það, að „vinstri stjórn“ hefur fengið sitt tækifæri. Nú er röðin kom- in að Sjálfstæðisflokknum til þess að sýna, hvers hann er megnugur, hvernig hann getur leyst vandamál þjóðarinnar og veitt henni forystu í barátt- unni fyrir betra og réttlátara þjóðfélari. AÐ jafnaði er nú stolið 47 bílum og mótorhjólum á dag í þremur helztu borgum Svíþjóðar, Stokk- hólmi, Gautaborg og Málmey. — Fjöldi slíkra þjófnaða hefur far- ið síhækkandi undanfarið. Er þetta orðið mikið vandamál, og hefur vakið mikla reiði meðal almennings, svo að búast má við, að refsingar við slíkum afbrot- um verði mikið þyngdar. OÍfO Þjófarnir, sem venjulega eru kallaðir „bíllánarar“, eru að heita má allir ungir menn, sem stela bílum til þess eins að svala ævintýraþrá sinni eða upphefja sig í augum vinstúlkna sinna. Það er nær óþekkt fyrirbrigði í Svíþjóð, að menn fremji slíka þjófnaði í því skyni að auðgast af þeim, og oftast nær finnast bílarnir fyrr eða síðar. Flestir bílarnir eru þó meira eða minna skemmdir, og er þar m. a. um að kenna fákunnáttu og ungæðis- hætti þeirra, sem leggja hald á bílana. Allur þorri manna og einkum bíleigendur — en þeim hefur fjölgað stórlega í Svíþjóð síðan í stríðslok — hafa mjög fundið að því, hve vægt væri tekið á hinum ungu bílþjófum. Ástæðan fyrir því er sú, að samkv. núgild- gildandi lögum telstheimildarlaus taka ekki þjófnaður nema til- gangurinn sé að auðgast af verkn aðinum. Sé hins vegar hlutur tekinn, notaður og síðan skilinn eftir eða honum skilað, telst það vera nytjastuldur, en refsing fyr- ir slíkt er miklu vægari en fyrir þjófnað. Flestir bílþjófnaðir í Svíþjóð flokkast undir heimild- arlausa töku. Auk þess er tekið vægt á þjófunum vegna æsku þeirra, m. a. í þeim tilgangi, að þeir leiðist síður út á glæpa- brautina fyrir alvöru. Upp á síð- kastið hefur mjög fjölgað kvört- unum vegna þessarar mildu með- ferðar réttvísinnar á „bíllánurun- um“. o+o Bent er á það, að í Stokk- hólmi, þar sem 800 þús. manns búa, hafi bílþjófnaðir á sl. ári verið helmingi fleiri en bílþjófn- aðir í Ósló, Kaupmannahöfn og Helsinki samanlagt. í Stokkhólmi var stolið samtals 4246 bílum, í Kaupmannahöfn, þar sem býr ein milljón manna, var stolið 828 bílum, í Ósló, þar sem íbúatalan er 450 þús., var stolið 1067 bílum og í Helsinki, 400 þús. íbúa borg, var einungis stolið 225 bílum. Tala stolinna bíla í Stokkhólmi var 23% hærri 1958 en árið áður. Séu þjófnaðir á mótorhjólum, skellinöðrum og öðrum vélknún- um farartækjum taldir með, er heildartalan 10.054 samanborið við 8191, sem er heildartala sams konar þjófnaða í hinum höfuð- borgunum. Vegna þessa koma fram æ há- værari kröfur í Svíþjóð um strangari refsingar fyrir þessi af- brot, enda þótt þjófarnir steli ekki bílunum til að auðgast af því. Vakin er athygli á því, að ekki sé einungis um skemmdir á eignum annarra að ræða, heldur stafi og af þessu mikil slysa- hætta. Þjófarnir aki mjög gálaus- lega, þó að þeir séu alls óvanir bílunum, og margir þeirra hafi ekki ökuleyfi. Lögfræðingar hafa líka bent á það, að sam- kvæmt lögum lendi sá maður, sem ekur bíl sínum eftir að hafa bragðað áfengi, óhjákvæmilega í fangelsi, þó að hann verði ekki valdur að slysi eða baki öðrum tjón. En unglingur, sem steli bíl og aki honum ölvaður, fái áminn ingu eða sé í mesta lagi dæmdur til stuttrar dvalar á hæli fyrir vandræðaunglinga. o*o Nú hefur mál þetta verið rætt á þingi og nefnd, skipuð af stjórnarvöldunum, hefur skilað áliti. Er þetta talið benda til þess, að breytinga til bóta megi vænta á þessu ári. Tage Erlander, for- sætisráðherra, hét í þingræðu umbótum í þessu efni, svo að auðveldara yrði að hafa hemil á sívaxandi afbrotum unglinga og þá sérstaklega bílþjófnuðum. Stjórnskipuð nefnd, sem hefur unnið að endurbótum á hegning- arlögunum, hefur lagt til, að sér- stök ákvæði verði sett um þessa tegund bílþjófnaða. Skuli þeir flokkast undir sérstök afbrot en ekki venjulega þjófnaði og sér- stakar refsingar verði ákveðnar fyrir þá. Strangari refsingar — ef til vill sex mánaða til fjögurra ára fangelsi — kunna að verða ákveðnar. Lögreglan er þeirrar skoðunar, að skilorðsbundnir fangelsisdómar og sektir sé lausnin, en málið verður rætt síðar í þinginu. o+o Tillaga um, að bílþjófunum verði gert að skyldu að bæta bíl- eigendum það tjón, sem þeir valda á bílunum, á mestu fylgi að fagna meðal bíleigenda. Flest- ir bíleigendur þjóftryggja bíla sína, en tryggingin nær ekki allt- af til allra þeirra skemmda, sem verða á bílnum. Auk þess hafa tryggingafélögin hert á skilmál- um sínum. Ef eigandinn hefur ekki á bíl sínum lás af sérstakri gerð, sem venjulega er settur á gírkassann, verður hann að greiða sjálfur fyrstu 300 kr. (sænskar) af viðgerðarkostnað- inum. Auk þess verður slíkur lás að vera læstur, ef tryggingin á að gilda. Sé lásinn opinn, skipt- ir það engu máli, þó að bíllinn sjálfur hafi verið læstur og hafi staðið inni í læstum bílskúr. Enn er það ósannað, hvort ör- ugg vörn sé í þessum lásum. Bíl- eigendur hafa bent á, að bílþjófn- uðum fjölgi sifellt, enda þótt 85% allra bíla í Stokkhólmi og 64% allra bíla í Svíþjóð séu bún- ir slíkum lásum. o^o Talið er mjög líklegt, að verði unglingunum gert að greiða skaðabætur auk þess sem þeir yrðu að greiða sekt eða afplána fangelsisdóm, myndi það draga mjög úr þessum afbrotum. Bíl- eigendur í nágrenni uppeldis- heimila og annarra slíkra stofn- ana eru sérstaklega hlynntir |f þessu. Unglingar flýja mjög oft % frá slíkum stofnunum, og undan- tekningarlítið stela flóttamenn- irnir sér bíl i nágrenninu til að komast undan. Bíleigendur í a. m. k. einu héraði, þar sem slík stofnun er, hafa stofnað með sér „heimavarnarlið“. Er það látið vita strax og uppvíst verður um, að unglingar hafi flúið frá heim- ilinu, og er þá vörður settur um alla bíla. Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum, þegar eldflaugin Júnó II hóf sig til lofts frá Canaveralhöfða á Flórída og bar út í himingeiminn gerviplánetuna Framvörð IV. Eldflaugin vó 60 tonn, en gerviplánetan aðeins tæp 7 kg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.