Morgunblaðið - 15.03.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.03.1959, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. m»rz 1959 f— Ræða Bjarna Benediktssonar Framhald af bls. 15. verði haldið fram, að íslenzka stjórnin hafi með athæfi sínu þá og síðan sýnt, að hún teldi málið ekki þess eðlis, að það heyrði undir Atlantshafssamninginn. Ella er óskiljanleg sú afstaða, að verða ekki við kröfum okkar um, að málið yrði kært fyrir At- lantshafsráðinu. Vandinn óleystur Ég játa þetta, en um leið, þá verðum við öll að játa, að enn er þessi vandi óleystur, að enn eru Bretar í íslenzkri fisk- veiðilandhelgi. Þeir hafa jafn- vel nú alveg nýlega fært sig freklagar upp á skaftið en nokkru sinni fyr, þegar þeir sækja þau mið, sem fjöl- sóttust eru á hávertíð. Það er fKIPAUTGCRB RIKISINS HERÐUBREIÐ ®ustur um and til Vopnafjarð- ar hinn 20. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpa vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar- fjarðar, Borgarfjarðar og Vopna fjarðar á morgun mánudag. Far- seðlar seldir á fimmtudag. Samkomur Hjálpræðisherinn Kl. 11: Helgunarsamkoma, Kl. 2: Sunn udagaskóli, sama tíma í Kópavogi. KI. 20,30: Almenn sam koma. Fleiri foringjar og her- menn taka þátt í samkomunni. — Allir velkomnir. — Mánudag kl. 4: Heimiiissamþandið. sannarleg guðs mildi, ef ekki verður af slíku tjón, bæði á mönnum og eignum með þeim afleiðingum, sem nú eru ófyrir- sjáanlegar. Þetta ástand hlýtur að vekja áhyggjur í huga hvers einasta góðs íslendings. í land- helgistillögu utanríkismálanefnd ar kemur fram, að gera beri gangskör að því, að athæfi Breta verði kært fyrir Atlantshafs- bandalagi og tryggt, að það verði tekið til umræðu og sótt á ráð- herrafundi bandalagsins. Sumir spyrja, af hverju að- hefst varnarliðið ekkert í þessu máli? En það er hér í umboði Atlantshafsbandalagsins og það liggur því í augum uppi, að á meðan við sjálfir skjótum ekki málinu til Atlantshafsbandalags- ins, skortir allar forsendur til þess, að varnarliðið, eða banda- menn okkar, sem slíkir láti mál- ið til sín taka. Ég segi engan veginn, að ör- uggt sé, að bandamenn okkar telji, að á móti Atlantshafsbanda- lagssáttmálanum sé brotið með því, sem nú skeður við íslands- strendur. Úr því verður reynsl- an að skera, og sumir segja: Hvað eigum við þá að gera, ef Atlantshafsbandalagið vill ekki veita okkur atbeina í þessu mikla máli? Ákvörðun um það verðum við að taka, þegar við sjáum við- brögð bandamanna okkar. En við höfum ekki rétt til þess að kvarta undan aðgerðarleysi þeirra, á meðan við flytjum sjálf- ir ekki mál okkar á þeim vett- vangi. Við höfum fyrst mögu- leika til að meta hvers eðlis að- gerðir þeirra eða aðgerðarleysi kann að vera, þegar við sjáum, hverjar þær verða, eftir að við höfum kært málið fyrir þeim. Þá verðum við að skoða, íhuga og leggja okkar dóm á það, sem þar ber við. í Treystum á rétt okkar En við verðum sjálfir að hafa kjark og treysta málstað okkar, að trúa því, að hann fái staðizt í hóp okkar beztu vina og þeir vilji veita okkur liðsinni, ef við flytjum mál okkar á drengilegan hátt og stöndum eingöngu á rétti okkar. Þetta eru atriði, sem ekki verð- ur skorið úr, fyrr en á reynir. Ég er sannfærður um það, að ef við hefðum hafizt handa og kært aðfarir Breta, þegar þær voru fyrirsjáanlegar í ágúst, þá mundu Bretar hafa hugsað sig tvisvar um, áður en þeir lögðu út í herhlaup sitt. Mér er jafn ljóst, að erfiðara er að leysa þetta mál nú en þá, vegna þess, að Bretar mundu telja sig verða fyrir miklum álitshnekki við að láta nú undan. Hætt er því við, að þessi deila verði ekki fljót- leyst. En allar deilur eru leysan- legar, ef nægur vilji er fyrir hendi og ef aðilarnir eru fúsir til þess að lúta réttinum, og það verðum við vitanlega að gera, ef við viljum vera lýðræðis- og réttarþjóð. Og hvað getum við íslendingar, minnstir allra þjóða, verið annað en lýðræðis- og rétt- arþjóð? Við verðum að treysta réttinum, ekki síður en aðrir og hegða okkur samkvæmt því. Svo mjög sem búið er að koma landhelgismálinu í sjálfheldu, þá tel ég enn sem fyrr, að ráðleg- ast sé, að við sækjum málið á þeim vettvangi, þar sem vitað er að við eigum bezta vini, sem hafa skuldbundið sig til að verja okk- ur fyrir óréttmætri árás. Hinu verðum við svo að vera viðbúnir, að við mælumst að sjálf sögðu ekki einir við um, hvað sé lög og réttur. En ef okkur er misboðið af vinum okkar, ef við njótum ekki jafnréttis á við aðra og á okkur er níðzt, þá er enginn sá Islendingur, sem ekki sé fús til þess að taka afleið- ingunum af slíkri framkomu. Ég óttast ekki, ef við undirbúum mál okkar nógu vel og erum sjálfir reiðubúnir til þess, sem við krefjumst af öðrum, að lúta rétt- inum. Sameinumst um gæfu og gengi íslenzku þjóðarinnar Ég gat um það í upphafi ræðu minnar, að enginn vafi væri á, að afstaða okkar Sjálfstæðis- manna í utanríkismálum hefði átt ríkan þátt í því, að Sjálf- stæðisflokkurinn stórjók fylgi sitt við kosningarnar 1956. Síð- ar hefur komið á daginn, að fylgi flokksins hefur enn mjög aukizt, eins og sveitastjórnarkosningarn- ar 1958 sýndu. Allt þetta hlýtur að verða okkur mjög til hvatn- ingar. En við skulum minnast þess, jafnt í utanríkismálum sem öðrum málum, að aldrei er nóg að treysta því, sem hefur gerzt. Það er aldrei nóg að treysta því, að það fylgi haldist, sem einu sinni fékkst, heldur verðum við ætíð að halda þannig á máíum, að til okkar sé borið traust vegna þeirra atburða, sem eru að ger- ast á hverjum tíma. Vegna þess að íslenzka þjóðin treysti okkur betur en öðrum til þess að leysa vanda sinn. Hingað til höfum við haldið þannig á þessum efnum, að þjóðin hefur veitt okkur traustsyfirlýsingu. Við skulum héðan af eins og hingað til gæta þess að eiga traustið skilið og allra sízt hika, þegar vandinn er mestur. Við skulum ótrauðir votta lýðræðisþjóðunum vináttu okkar, en við skulum einnig hik- laust halda fast við rétt okk- ar og standa saman sem einn maður um gæfu og gengi íslenzku þjóðarinnar. Fjáröílunardagur Hvítabandsins ídag FYRIR skömmu átti eitt af sjúkra húsum Reykjavíkur 25 ára af- mæli. Kvenfélagið Hvítabandið hafði ráðizt í það tvísýna fyrirtæki að reisa þessa stofnun og vann að því, af miklum dugnaði. Hinn 20. febrúar 1934 var fyrsti sjúklingurinn lagður inn á „Hvítabandið", þar voru 38 sjúkrarúm. Kvenfélagið Hvítabandið starf rækti sjúkrahúsið í 9 ár. Á þeim tíma voru lagðir þar inn 5278 sjúklingar, eða 586 að meðaltali á ári. Yfirlæknir frá fyrstu tíð hefir verið hr. Kristinn Björnsson. Margir góðir Reykvíkingar lögðu félaginu lið til fjáröflunar: t.d. lánuðu ókeypis kvikmynda- hús og gáfu minningargjafir. Bjarni Jónsson frá Galtafelli gaf útvarpshlustunartæki við hvert rúm sjúkrahússins. Fjárhagsöruðleikar voru þess valdandi að félagið afhenti Reykjavíkurbæ sjúkrahúsið. Nú hefir Reykjavíkurbær starfrækt Hvítabandið i 16 ár upndir stjórn sama yfirlæknis. Um nokkura ára skeið hefir Kvenfélagið Hvítabandið starf- rækt ljósastofu, en sökum hús- næðisleysis hefir starfið legið niðri í 2 vetur. í dag sunnudag, efnir fé- lagið til merkjasölu til ágóða fyr ir starfsemi sína, byggingu ljósa- stofu og fleira, og væntir þess að bæjarbúar taki vel á móti börn- : unum ér þau bjóða merki Hvíta- Ibandsins til sölu sunnud. 15. þ.m. t LESBÓK BARNAKNA LESBÖK BAKNANNA S ætlaði að fara að hrósa henni, en ég komst alls ekki að. „Fyrst við ætlum að vera leynilögreglur, verð- um ,við að breyta um nöfn", hélt hún áfram, „það er bezt að þú heitir Pétur, en ég PálT'. Ég sá að vinkona mín var mjög hreykin af upp- finningu sinni, svo að ég kunni ekki við að segja henni, að mig langaði hreint ekkert til að heita Pétur. „Er þá ekki bezt, að við byrjum strax", sagði ég, en „Páll" var nú ekki alveg á því. „Hvaða leynilögreglu- menn heldur þú að fari að eltast við glæpamenn eldsnemma á morgnana?" sagði hann spekingslega. Ég varð að sætta mig við að bíða kvöldsins, því þá höfðum við líka gott tækifæri til að fara seint út, ef okkur sýndist. Mamma „Páls“ og pabbi hans voru að fara í veizlu, og ég mátti vera hjá honum þangað til þau kæmu aftur. Við fórum í bæinn klukkan hálf níu og héld- um beina leið niður að símstöð, ef ske kynni, að við heyrðum eitthvert dularfullt símtal. Fimm mínútur liðu, tíu og tutt- ugu, án þess að nokkuð gerðist, en þá skeði líka nokkuð í meira lagi grun- samlegt. Maður um tvítugt kom inn og talaði í annan inn- anbæjarsímann: „Ég mæti þér þá rétt fyrir níu--, já, bak við Búnaðarbank- ann — — já, já, ég er með þá — — náði í þá með herkjubrögðum------- Þú veizt það------bless á meðan". Samtalinu var lokið og maðurinn gekk út Það skauzt margt í gegn um minn litla koll á skömmum tíma. Hann ætlaði náttúrlega að hitta einhvern mann bak við Búnaðarbankann, og þeir urðu að vera á ferðinni fyrir níu, áður en nætur- vörðurinn kæmi. Þegar hann sagði: „Já, ég er með þá“, hefur hann átt við þjófalyklana, sem hon um hefur með „herkju- brögðum" tekizt að ná í. Þetta var augljóst mál og við vorum ekki seinar á okkur að læðast á eftir náunganum. Ekki leit hann nú bein- línis út fyrir að vera þjóf- ur, en hann var sjálfsagt of sniðugur til að láta það sjást á sér. Hann nam staðar fyrir utan bank- ann bakdyramegin og við stóðum skammt frá og létum sem við værum að bíða eftir einhverjum. „Páll“ var alltaf að líta á úrið sitt. Loksins kom ung og falleg stúlka og gekk til mannsins. „Skyldi hún vera „samsærismaður- in n“? Um leið og þau gengu fram hjá okkur, sagði hún: „Ertu með þá?“ — „Já“, svaraði hann og dró tvo bíómiða upp úr vasa sínum. Þetta voru þá bara kærustupör, að fara i bíó. Töfraskómir — Hvaðan kemur þú, væni minn? spurði hann drenginn. — Dvergurinn sendi mig, svaraði Villi, eg átti að skila þessum pakka. — Betra er seint en aldrei,- sagði risinn og rétti út hendina. Aldrei bafði Villi séð þvilíkan hramm og hann varð dá- | lítið smeykur. — Vertu óhræddur, drengur minn, eg geri þér ekkert mein. Eg er Þrym- ur, skýjarisinn, sem bý til þrumurnar og eldingarn- ar. En eg er ekkert slæm- ur samt. Þetta þótti Villa vænt um að heyra, því að ris- inn var svo stór, að hann hefði getað haldið á Villa í lófa sínum. Risinn opnaði pakkann og tók gulnaða og snjáða pappírsörk út úr honum. — Hefur nú dvergur- inn ennþá sent mér vit- lausa uppskrift, tautaði risinn ergilegur í barm sér. Við biðum þar til þau hurfu fyrir næsta horn, þá lölluðum við heldur skömmustulegar heim á leið. Þegar þetta gérðist vor- um við 11 ára, en síðan höfum við ekkert fengizt við svona mál. Inga (14 ára) — Kannt þú nokkrar töfraþulur, væni minn? — Nei, svaraði Villi. •— Það var slæmt, sagði risinn. — Sjáðu til, ég átti að fá uppskriftina að þrumuveðri með tólf eld- ingum og ellefu skrugg- um, og þess vegna verð ég að vita, hvað ellefu sinnum tólf er mikið. Dvergurinn skrifar, að hann sendi mér svarið, en eg er næstum viss um, að það er rangt. — Nú, hvað segir dverg urinn, spurði Villi, sem kunni stóru töfluna utan að. — Hann segir, að tólf eldingar sinnum ellefu skruggur geri níutíu og níu þrumuský. — Alveg snarvitlaust, hrópaði ViIIi. — Tólf sinnum ellefu eru hundr- að þrjátíu og tveir. — Ertu viss um það? spurði risinn undrandi. — Gott, gott, mér þykir vænt um, að eg get þá búið til þrumuveðrið eins og það á að vera. Það hefði farið laglega, ef mig hefði vantað þrjátíu og þrjú þrumuský. Eg er þér sannarlega mjög þakklát- ur. Get eg ekki launað þér þetta með einhverjum greiða? — Jú, það getur þú sannarlega, flýtti Villi sér að segja. — Þú getur sagt mér, hvernig ég á að losna við töfraskóna. Þeir neyða mig til að sendast fyrir dverginn allan lið- langan daginn og það kæi*i ég mig ekkert um. Meira. Þórdís Þormóðsdóttir, Haga, Seyðisfirði, N-Múl., óskar að skrifast á við dreng eða stúlku, 9—11 ára —, Inga Þórarinsdótt- ir, Helgafellsbraut 21, Vm. og Helga Herberts- dóttir, Hólagötu 4, Vm., við pilt eða stúlku 12—15 ára —, Jóhanna Pálsdótt- ir og Sigurlaug Gísladótt- ir, báðar á Hásteinsveg 36, Vm. við pilt eða stúlku 13—15 ára —, Guð björg Gísladóttir, Vest- mannabraut 60, Vm. og Elísabet Ólafsdóttir, Vest- mannabraut 61, Vm., við pilt eða stúlku 12—14 ára —, Brynja Pétursdóttir, Kirkjubæ, Vm. og Sólveig Adólfsdóttir, Vestmanna- braut 76, Vm, við pilt eða stúlku 12—14 ára —■, María Hjartardóttir, Lyng holti, Ólöf Guðmunds- dóttir, Lyngbergi, Kristín Valtýsdóttir, Kirkjufelli, allar í Vestmannaeyjum, við pilta eða stúlkur 12— 13 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.