Morgunblaðið - 17.03.1959, Síða 1
20 siður
Stjórnmálayfirlýsing Landsfundar Sjálfstæðisflokksins:
Sækjum fram til vaxandi vel-
megunar og menningar með
relsi og framtak að leiðarstjörnu
Tryggfum lí
gildi
með aukinni framleilslu, stöðugu verð-
og Eiagnytingu auðlinda landsins
sáttarorð mili fólksins
í sveil og vió sfó
LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, sem lauk
síðastíiðinn sunnudag, samþykkti meðal annars stjórnmála-
yíirlýsingu þar sem mörkuð er stefna flokksins í stórum
dráttum. Ennfremur samþykkti landsfundurinn ítarlegar
ályktanir um afstöðu flokksins til einstakra þjóðmála. Hér
fer á eftir stjórnmálayfirlýsing landsfundarins:
ANDLEGT FRELSI
GrundvaJIarskoðun Sjálfstæðismanna er sú, að andlegt
frelsi og athafnafrelsi einstaklinganna sé fyrsta skilyrði þess,
að hæfileikar og kraftar njóti sín tíl fulls. Stefna þeirra er
að nýta hugvit og orku, sem í einstaklingnum býr, svo að
hann fái frjáls og fjötralaus að njóta sín, þjóðinni allri, sér
og sínum til frama og farsældar. Það er höfuðstefna Sjálf-
Etæðismanna, að atvinnurekstur sé í höndum einstaklinga og
félaga, en ekki hins opinhera.
Hið frjálsa framtak, samkeppni og eignarréttur einstak-
llnga, hafa verið, eru og munu verða hinn tápmesti fjörgjafi
allra framfara.
Þessi stefna er í samræmi við íslenzkt þjóðareðli og
þjóðarþörf, og sagan hefur sannað réttmæti hennar.
Reynslan sýnir, að þjóðir hins frjálsa athafnalífs búa
miklu hetur, bæði um andleg og efnaleg lífskjör, en þjáðar
þjóðir hins alþjóðlega kommúnisma.
Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðísflokksins, slítur 13. landsfundi Sjálfstæðisflokksins og biður
fundarmenn lirópa ferfalt húrra fyrir fósturjörðinni. Við hlið hans stendur Pétur Ottesen, l>ing-
maður Borgfirðinga, er var fundarstjóri á fundinum. (Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson)
TRYGGING GÓÐRA LÍFSKJARA
Til þess að frelsi og framfarir komi að varanlegu gagni
og lífskjör hatni hjá alþýðu manna, er stöðugt verðgildi pen-
inganna öðru fremur nauðsynlegt. Ella grúfir yfir sú hætta,
að kjarabætur koðni niður og framkvæmdir reynist reistar
á sandi.
Lífskjör íslendinga og menningu má bæta að miklum
mun með fjölbreyttari framleiðslu, aukinni tækni, bættum
vinnubrögðum og aukinni vöruvöndun, en allt miðar þetta
til þess, að sérhver hönd og hugur afkasti drýgra starfi og
;:kapi verðmæti meiri en áður var.
HAGNÝTING AUÐLINDA LANDSINS
Frá fornu fari hafa íslendingar lifað á búnaði og fiski-
fangi. Fjársjóð íslands við strendur þess, slagæð þjóðarinn-
ar, þarf að vernda og verja með oddi og egg og hvergi nema
staðar unz náð er framtíðarmarkinu, sem er: Landgrunnið
allt.
Nú er risinn hinn þriðju bjargræðisvegur, iðnaður, sem
svo hefur vaxið ört úr grasi á tveim tugum ára, að af honum
ljfir þriðjungur landsins barna. Þó blasa þar við miklu
stærri og voldugri verkefni og möguleikar, þegar þjóðin
fær hagnýtt hina miklu orku í elfum lands og iðrum jarðar.
Bjargræðisvegina þarf að efla af megni og hagnýta þeim
til handa hin nýjustu vísindi, tæki og tækni.
ÖRVUM FRAMTAK OG ATHAFNAÞRÁ
Almannavaldið þarf að gjöra tvennt jafnsnemma: Forð-
ast fjötra um atvinnulífið og gæta hófs um álögur. Örva þarf
framtak og athafnaþrá, fremur en úr að draga, og tryggja
jafnrétti og réttlæti um opinber gjöld og alla aðstöðu, svo
að allir sitji við sama borð.
Til þess að traustir séu hornsteinar efnahags og fjár-
mála, þarf fjárveitingarvald ríkisins að sýna gott fordæmi:
Hagsýni, hagsýslu og aðgát um útgjöld, enda er mikilsverður
sparnaður mögulegur á mörgum sviðum, svo sem með ein-
faldari skipan toll- og skattheimtu, afnámi ýmissa nefnda,
ráða og skriffinnsku. Og sjálfsagt er, að ríkisstjórn og Alþingi
gangi á undan um milljónasparnað fyrir stórfellda styttingu
þinetímans á ári hverju með betri undirbúningi þingmála.
Frh. á bls. 2.
Megi forsjónin farsæla fóstur
jörbinni störf þessa
landsfundar
Mikill einhugur og eindrægni mótaði
13. landsfund Sjálfstæðisflokksins.
f-undinum var slitið á sunnudags'.:völd
„ÉG þakka þann einhug, sem hver í sínu lagi, að þeir
hér hefur ríkt og bið þess, að mundu af alhug vinna að því
forsjónin megi farsæla fóstur-
jörðinni störf þessa fundar“,
sagði Ólafur Thors, formaður
Sjálfstæðisflokksins í loka-
ræðu á 13. landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins og jafnframt
ihinum f jölmennasta, sem
jlauk klukkan 7 á sunnudags-
kvöldið í Sjálfstæðishúsinu.
Mikil eindrægni og einhugur
ríkti á fundinum og kom það
vel fram í ræðum landsfund-
arfulltrúa, einkum eftir að
leið á fundinn. Á sunnudag-
inn voru frjálsar umræður og
töluðu þá fulltrúar úr öllum
landshlutum og lýstu því yfir,
að afla sjálfstæðisstefnunni
sem mestra sigra í hönd far-
andi kosningum.
SÝNDI MIKINN EINHUG
Allan sunnudaginn voru
salir Sjálfstæðishússins þétt-
skipaðir og hlýddu menn með
athygli á mál ræðumanna. I
fundarlok flutti formaður
SUS ávarp til Ólafs Thors,
form. Sjálfstæðisflokksins,
og þakkaði honum skilning
og tillitssemi við skoðanir
ungra Sjálfstæðismanna. —
Ólafur Thors flutti að lokum
hvatningu til landsfundarfull-
trúa um að berjast af djörf-
ung og dug fyrir velferðar-
málum íslenzku þjóðarinnar.
Var það einróma álit lands-
fundarfulltrúa, að þessi lands-
fundur hefði verið með mik-
illi reish og sýnt vel einhug
Sjálfstæðismanna á þeim
tímamótum, sem nú eru í
stjórnmálasögu þjóðarinnar.
Fundur hófst að nýju á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins kl.
4,30 á laugardaginn. Fundarstjóri
var kjörinn Matthias Bjarnason
á ísafirði, en fundarritarar Þor-
steinn Sigurðsson á Brúarreykj-
um og Vésteinn Guðmundsson á
Hjalteyri.
Framhald á bls. 19,
★-------------★
ÞriSjudagur 17. marz.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 6: Sanasol og lyfjabúðir (Hæsta-
réttardómur).
— 10: Forystugreinin: Að loknum
landsfundi.
Marilyn Monroe ekki sam-
vinnuþýð. (Utan úr heimi).
— 11: Það er bara kviknað í húsinu.
Íslandssinfónían.
— 13: Hlustað á útvarp.
— 18: íþróttafréttir.
★----------------------------★