Morgunblaðið - 17.03.1959, Side 10

Morgunblaðið - 17.03.1959, Side 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. marz 1959 Utg.; H.f. Arvakur Reykjavllt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. AÐ LOKNUM Á ER lokið landsfundi Sjálfstæðismanna, hin- um fjölmennasta, er haldinn hefur verið. Engum, sem satþennan mikla fund, mun hann slcjótt úr minni falla. Þar ríkti andi einingar og bjartsýni, bar- áttuhugur ásamt eindregnum ásetningi um að níðast aldrei á neinum. Á landsfundum bera menn saman ráð sín um hvað eina, er þeir telja máli skipta í stjórn- málum. Auðvitað sýnist ekki öll- um hið sama um allt. Menn segja skoðanir sínar afdráttarlaust, eins og vera ber milli vina. Við það eyðist margur misskilningur og menn eru nær hver öðrum að lokum. Vegna fjölmennis lands- fundarins og þess að þar eru sam- an komnir menn úr öllum stétt- um hvaðan æva, er hvergi betra tækifæri til þess að kynnast og eyða ýmiss konar misskilningi. þó að sitt sýnist hverjum um sumt, þá eru Sjálfstæðismenn sammála um öll meginatriði. ★ Að vonum var á fundinum tninnzt þeirra veðrabrigða, sem orðið hafa í stjórnmálum á þeim þremur árum, sem liðin eru frá því að síðasti landsfundur var haldinn. Þá hafði Hræðslubanda- lagið verið stofnað skömmu áð- ur, í því skyni að einangra Sjálf- stæðisflokkinn. Eftir að V-stjórn- in tók við, var það og höfuðstefna hennar, eða a. m. k. forsætisráð- herrans Hermanns Jónassonar, að víkja Sjálfstæðismönnum til hliðar. Að þessu var ósleitilega unnið, í þau nær 2% ár, sem sú lélega stjórn lafði. En nú kvein- ar Framsóknarflokkurinn undan því, að Sjálfstæðismenn skuli ekki hafa viljað ganga í sam- stjórn með honum. Mennirnir, sem áður fullyrtu, að ekki væri hægt að stjórna með Sjálfstæð- isflokknum, segja nú, að alls ekki sé unnt að vera án hans! Þetta er mikilsvert vitni um styrkleika Sjálfstæðisflokksins. Með honum býr og það afl, sem þjóðin má sízt án vera. En Sjálf- stæðismenn gera sér þó grein fyr- ir ,að þjóðstjórnartal Framsókn- ar er af litlum heilindum mælt. Þar hefur hún einungis sinn eig- inn hag í huga. Hún leitar nú allra ráða til að koma í veg fyrir, að hin óhjákvæmilega leiðrétting á kjördæmaskipuninni nái fram að ganga. ★ * Af látum Framsóknar nú mætti ætla, að leiðrétting kjördæma- skipunarinnar mundi verða henni vís banabiti. En enginn ætlar að beita hana rangindum. Um raunverulegt fylgi Fram- sóknar mega menn ekki láta síð- ustu atkvæðatölur blekkja sig. 1 kosningunum 1956 gekk Fram- sókn svo langt í falsi sínu, að þá gerði hún leik til þess að fá sem fæst atkvæði en þó sem flesta þingmenn. Úrslitin urðu þau, að í atkvæðamagni meðal kjósenda varð hún hinn minnsti meðal þeirra flokka, sem fengu þingmenn kosna. En í þingmanna fjölda varð hún næst stærsti flokkurinn, svo að einungis mun- ar 2 þingmönnum á henni og Sjálfstæðismönnum, sem þó fengu nær þrefalt fleiri atkvæði. í raun og veru átti Framsókn mun meira fylgi en hún fékk. LANDSFUNDI Sennilega endurheimtir hún eitt- hvað af því nú þegar Hræðslu- bandalaginu er slitið. Þess vegna eru líkur til þess, að hún verði áfram næst stærsti þingflokkur- inn, þó að munur á henni og Sjálfstæðisflokknum á þingi verði að sjálfsögðu miklu meiri en verið hefur. ★ En hvað hefur Framsókn þá að óttast? Af hverju er í henni sá mikli uggur, sem Hermann Jónas son hóf strax máls á í setningar- orðum sínum á flokksþingi Fram- sóknar? Einungis vegna þess að hún á að fá sinn rétta hlut og ekki meira. Þá verður hún á þingi sambærileg að stærð við hina smáflokkana og hverfur úr þeirri oddastöðu, sem hún hefur haft nú um meira en 40 ár, svo að nær ómögulegt hefur verið að mynda stjórn í landinu án henn- ar atbeina. Það er missir aðstöð- unnar til valdabrasksins, sem broddarnir nú óttast. Sveitafólkið, sem valdabrask- ararnir þykjast tala fyrir og reyna með öllu móti að rugla, mun vissulega átta sig á hinu sanna samhengi. Því er enginn hlutur hættulegri en ofurveldi Framsóknar. Hún stefnir að því að einangra fylgismenn sína og egna aðra landsmenn til andstöðu við þá. Eftir að megin þorri lands fólksins hefur setzt að í þéttbýli, verður ekki með neinu móti um- flúið, að úrslitaráðin yfir málum þjóðarinnar flytjist þangað einn- ig. — Þess vegna er um að gera að breytingin verði meðan sáttfýsi og sanngirni ræður hjá fjöldanum og hann er fús til þess að taka réttmætt tillit- til hagsmuna hinna, sem í strjálbýlinu búa. Gegn þessu hamast Framsókn nú af öllum mætti. En Sjálfstæðis- menn bera sáttarorð á milli og vilja koma á þeirri skipan, sem allir mega vel una. ★ Lausn kjördæmamálsins er mik ilsverðasta viðfangsefnið nú. Án hennar verður ekki upprætt spill- ingin, sem þróazt hefur í skjóli ranglætisins undanfarna áratugi. Það er eðlilegt að um þetta niál verði barizt. En auðvitað kemur ýmislegt fleira einnig til greina, og eru þó öll þessi efni svo sam- tvinnuð, að erfitt er sundur að skilja. Kjósendur munu nú kveða á um, hvort þeir vilja að nýju gefa mönnunum, sem sumarið 1956 hófu svikaferil V-stjórnarinnar, færi á að endurtaka svo ljótan leik. Enn treysta þessir sömu menn á mátt blekkinganna og það valdakerfi, sem þeir með ótrú- legri óskammfeilni hafa barið saman í skjóli ranglætisins. Sjálfstæðismenn gera sér ljóst, að í þessu er við ramman reip að draga. Góður málstaður hefur oft orðið undir vegna þess að við ofurefli er að etja. Sannleikur- inn sigrar ekki fyrirhafnarlaust. Einmitt þess vegna styrkja Sjálf- stæðismenn nú samtök s:n. Þess vegna komu þeir saman til síns mikla fundar. Af fundinum fóru þeir allir staðráðnir í að láta ekkert ógert til að nú verði þau þáttaskil í islenzkum stjórnmál- um, sem ekki mega dragast. Marilyn Monroe er ekki samvinnuþýð segir kvikmyndaleik- stjórinn Billy Wilder MARILYN Monroe er falleg kona, og kannski láta flestir karl- menn sig dreyma um hana í laumi. En ekki er allt gull, sem glóir. Nýlega átti bandarískur blaðamaður tal við Billy Wilder, manninn, sem hefir stjórnað nýj- ustu kvikmyndinni með Marilyn Monroe í aðalhlutverki. Kvik- myndin heitir „Some like it hot“. Fara hér á eftir glefsur úr viðtali blaðamannsins við Wildar: Það mun hafa gengið á ýmsu, meðan verið var að taka þessa kvikmynd með Marilyn Monroe, Tony Curtis og Jack Lemmon. í hvert skipti, sem ég hitti Billy Wilder, spurði ég hann, hvernig honum og ungfrú Monroe kæmi saman. Og hann svaraði alltaf á sama veg: — Ég skal segja þcr allan sann- leikann. Ég á frænku í Vínarborg (Wilder er innflytjandi frá Aust- urríki). Það er áreiðanlegt, að hún mundi mæta stundvíslega við æfingar á morgnana, hún myndi kunna hverja einustu línu í handritinu utan að. Það, sem gerir gæfumuninn, er að enginn myndi vilja borga einn.eyri fyrir að horfa á hana. —★— Fyrir nokkru síðan var til- kynnt, að „Some like it hot“ væri fullgerð og þætti hafa tekizt mjög vel. Wilder var enn einu sinni spurður sömu spurningar- innar, og hann svaraði: sér í sínu fagi. Charles Laughton er einstakur, ekki aðeins sem leik ari heldur hefir hann alltaf eitt- hvað jákvætt til málanna að leggja. Marlene Dietrich er dá- samleg. Hún hefir erft þann ágæta eiginleika frá Prússunum, forfeðrum sínum, að geta látið Marilyn Monroe og maður hennar Arthur Miller á baðströnd- inni í Hollywood. — Gloria Swanson er barnsleg, hrifnæm, hjálpfús og mjög vel að segja sér fyrir verkum. Bill Hold- en er ágætur maður og mjög stillt ur. Audrey Hepburn er í sér- flokki, hún er svo ótrúlega aðlað- andi stúlka. Gary Cooper er mik ið prúðmenni. Humphrey Bogart var sjentilmaður, þó að hann vildi helzt ekki klæða sig í sam- ræmi við það. Við þrættum í hvert skipti, sem hann átti að setja upp pípuhatt. — Og ungfrú Monroe, hvernig er að vinna með henni? — Tja! Það er nú kvenmaður í lagi. Ég er eini kvikmyndastjór inn, sem hefir gert tvær kvik- myndir með Monroe. Mér finnst, að Samtök kvikmyndastjóra ættu að sæma mig heiðursverðlaunum fyrir það Ég hefi ekki getað sofið rólegur í marga mánuði. Loksins get ég horft á konuna mína án þess að hafa löngun til að slá til hennar, ef því að hún er kona. Ég vil helzt ekki lasta neinn, en ég átti í miklum erfiðleikum með að láta allt ganga slétt og fellt, meðan á töku kvikmyndarinnar stóð. Þó að leikararnir og annað starfsfólk sé allt af vilja gert og barmafullt af áhuga, er mjög hætt við, að andrúmsloftið verði ekki sem þægilegast, þegar menn þurfa að bíða klukkutímum sam- an eftir stjörnu, sem kannski alls ekki lætur sjá sig. — Kom ungfrú Monroe oft mjög seint? Lana Turner og dóttir he nnar á frumsýningunni. Kvikmyndin Jmitation ot Life" ber nafn með réttu NÝLEGA var frumsýnd í Holly- wood nýjasta kvikmyndin með Lönu Turner í aðalhlutverki. Myndin fjallar um móður og dótt ur, sem báðar eru ástfangnar af sama manninum. Það vakti undr un manna og hneykslun í Holly- wood, er Lana Turner tók dóttur sína, Cheryl Crane, með sér á frumsýninguna. Ástæðan er sú, að efni myndarinnar minnir mjög á atburði, sem gerðust í einkalífi þeirra mæðgna á s.l. ári. Ástmög ur Lönu, Johnny Stompanato, var myrtur — stunginn til bana með eldhúshníf á heimili hennar, og Cheryl, sem þá var 14 ára, sagð- ist hafa banað Stompanato, af því að hann hefði hótað að drepa móður hennar. Fyrir rétti var ákveðið, að Cheryl skyldi framvegis vera í umsjá ömmu sinnar, frú Mildred Turner. Fyrir réftinum hvikaði Cheryl aldrei frá þeim vitnis- burði, að hún hefði drepið Stomp anato til að verja móður sína, en hins vegar voru margs kon- ar sögur á kreiki um, að morðið hefði átt sér stað með allt öðrum hætti. Þá tíu mánuði, sem liðnir eru, síðan þessir atburðir gerð- ust, hafa þær mæðgur aldrei sézt opinberlega saman fyrr en nú á fyrrnefndi-i frumsýnmgu. Hefir þeim báðum tekizt að gleyma þeim hryllilegu atburðum, sem gerðust fyrir tæpu ári? Eða er Lana Turner fús til að hætta hverju sem er í auglýsinga skyni? — Við skulum orða þetta dá- lítið öðru vísi. Ég var að vona, að mér tækist að ljúka kvik- myndinni á sjö vikum. Fyrstu tvo mánuði gekk allt sæmilega, en það munaði minnstu, að ég gæfist upp síðustu tvo mánuðina. — Lét hún skapið hlaupa með sig í gönur? — Við kölluðum hana Maríu Callas kvikmyndanna. — Eruð þér að hugsa um að taka aðra kvikmynd með Mon- roe? — Ég hef rætt um það við lækninn minn og sálfræðinginn minn. Báðir eru þeirra skoðunar, að ég sé of ríkur og of gamall til að leggja annað eins erfiði á mig í þriðja sinn. Ég ætla að fá frænku mína í Vínarborg til að leika í næstu kvikmynd hjá mér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.