Morgunblaðið - 24.03.1959, Qupperneq 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. marz 1959
*
— Utvegsmál
Framh. af hls. 8
lýsinga um ísalög og ísrek og að stöðugar fregnir verði birtar
frá þeim stöðum, þar sem íslenzkir togarar stunda veiðar.
Þá telur fundurinn að nauðsyn beri til, að haldið verði
áfram síldarleit og hún gerð víðtækari en verið hefur. Enn-
fremur verði gerðar ítarlegar tilraunir með nýjar veiðiað-
ferðir á því sviði.
HAGNÝTING SJÁVARAFURÐA
Eitt þýðingarmesta atriði í samhandi við framleiðslu
sjávarafurða er að tryggja sem bezt hagnýtingu aflans, með
fjölhreyttum framleiðsluháttum. Er mikils um vert að fisk-
afurðirnar séu verkaðar á sem fullkomnastan hátt, áður en
þær eru fluttar úr landi.
Telur landsfundurinn að auka þurfi niðursuðu og niður-
lagningu á fiskafurðum, einkum síld. í fyrsta lagi þarf að
afla aukins markaðs erlendis fyrir þær vörutegundir, sem
íslendingar hafa þegar kunnáttu til að framleiða og í öðru
lagi að afla þekkingar og reynslu í framleiðslu fleiri tegunda
af niðursoðnum og niðurlögðum fiskafurðum.
VARÐVEIZLA FISKSTOFNSINS
Þar sem fiskþurrð og aflabrestur hefur orðið víðs vegar
við landið á undanförnum árum, sem rekja má til ofveiði
og ágangs á uppeldisstöðvum fiskjarins, þá telur fundurinn
tímabært að friða tiltekin hrygningar- og uppvaxtarsvæði
fisks fyrir allri veiði, með það fyrir augum að varðveita
fiskstofninn og auka hann.
Einnig verði bönnuð veiði á smáufsa, kræðu og fiskkóð-
um með stórvirkum veiðitækjum, nema til niðursuðu og
beituöflunar.
STOFNLÁN SJÁVARÚTVEGSINS
Landsfundurinn vekur sérstaka athygli á, að stórvirk-
ustu veiðitæki landsmanna, togararnir, eru nú flestir orðnir
10—12 ára gamlir og að þeir eru að sumu leyti orðnir úrelt
skip og dýr í rekstri.
Telur landsfundurinn endurnýjun togaraflotans knýj-
andi nauðsyn og verði nú þegar hafizt hannda um að byggja
a. m. k. 4—5 nýja og fullkomna togara árlega, m. a. sé at-
hugað um byggingu skuttogara.
Til að tryggja endurnýjun togaraflotans, eðlilega aukn-
ingu hátaflotans og fiskvinnslustöðvanna verður að auka
stóilega stofnlán til sjávarútvegsins, með því m. a. að efla
Fiskveiðasjóð íslands og opna stofnlánadeild sjávarútvegsins
að nýju.
Landsfundurinn vill leggja áherzlu á, að sjávarútveg-
inum verði tryggt svo ríflegt rekstursfé, að skortur þess
standi ekki eðlilegum og hagkvæmum rekstri atvinnutækj-
anna fyrir þrifum og geri honum kleift að tileinka sér tækni
nútímans.
Einkum er þessa þörf, meðan upphótaleiðin er farin,
en hún veldur miklu um hve langur tími líður frá því að
framleiðandinn afskipar afurðum þar til hann fær andvirði
þetrra greitt, er það til mikils óhagræðis og hefir í för
með sér óeðlilega mikla vaxtabyrði. Til varanlegra ráð-
staiana í lánsfjármálum telst m. a. stofnun verðbréfamark-
aðar, þar sem almenningi gefst tækifæri til að taka þátt í
bvers konar atvinnurekstri.
HLUT ATRYGGIN G AS J ÓÐUR
Með hliðsjón af mikilvægi Hlutatryggingasjóðs fyrir
rekstur bátaútvegsins telur landsfundurinn áríðandi og að-
kallandi, að gerðar séu ráðstafanir til að tryggja sjóðnum
nægilegt fjármagn. Fundurinn telur sjálfsagt, að sett séu
lagaákvæði um að fiskimálastjóri sé formaður stjórnar
Hlutatryggingasjóðs..
HAFNARGERÐ OG LENDINGARBÆTUR
Fundurinn telur brýna nauðsyn á því að auka hafnar-
gerðir og lendingarbætur svo að fiskiflotinn hafi sem hezt
tök á að nýta fiskimiðin.
Skal leggja áherzlu á, að fjárveiting sé fyrir hendi til
að Ijúka framkvæmdum á hverjum stað á sem skemmst-
um tíma, enda verði sú meginregla upptekin að verkin
verði boðin út.
Þá bendir fundurinn á nauðsyn þess að keypt verði
fullkomið sanddæluskip til landsins.
FYRNINGARAFSKRIFTIR
Fundurinn áréttar ályktun síðasta landsfundar um nauð-
syn þess, að heimilaðar verði ríflegar fyrningarafskriftir af
hvers konar byggingum og tækjum, sem notuð eru við fisk-
veiðar og fiskvinnslu, þ. á m. verbúðum og bryggjum.
Hefilbekkir
Fáum á næstunni góða hefilbekki, lengd 2,30 m.og
opnir framút (með franskri töng).
Tökum á móti pöntunum.
Vélar & Verkfæri hf.
Bókhlöðustíg 11 — Sími 12760.
Það er nú að verða æ algengara, að skip séu tekin í slipp, skorin í sundur og lengd eftir þörfum.
Hér er verið að lengja eitt skip á þennan hátt í skipasmíðastöð einni í Hollandi. Það var skoriS
í sundur fyrir framan brúna — og fremri hlutinn síðan færður fram um 50 fet. Og svo sji
verkfræðingar auðvitað um að bótin og samskeytin verði nægilega styrk — og skipið er
orðið stærra og burðarmeira með tiltöluiega litlum tilkostnaði.
Ferðin til stjarnanna
eftir Inga Vítalín
MÉR var send þessi bók til um-
sagnar og finnst mér því bera
nokkur skylda til að láta í Ijósi
stutt álit á henni, enda þótt ég
leggi það ekki í vana minn að
ritdæma bækur.
Mér er allsendis ókunugt um
hver höfundurinn er og þykir
það galli að hann skyldi kjósa
að dýljast.
Hvers vegna ætti maður með
slíkt hugmyndaflug og skáldskap
argáfu að óttast neitt?
Vegna þess áhuga sem ég hefi
fyrir geimferðum sem styðjast
við raunveuleikann og eru í raun
inni þreifari hálfblinds og ein-
angraðs mannkyns út í ókunna
víðáttu alheimsins, þá var mér
ekki forvitnislaust að lesa þessa
bók og kynna mér „ferðina til
stjarnanna".
Niðurstaðan af lestrinum varð
sú, að hér væri á ferðinni mjög
lipur penni og lipurt ímyndunar-
afl — og að sá sem ritaði gerði
það bæði af þrá til ævintýra og
ást til fegurðar.
Ingi Vítalín, en svo heitir sögu
maðurinn, sem ferðast með disk-
inum út í stjörnuskipið og síðan
með því — með margföldum ijós
hraða — til fjarlægra stjörnu-
kerfa, lýsir því sem fyrir augun
ber á framandi jörðum.
Fararstjórinn er maðurinn
NÚMI frá hnettinum LAI. Flog-
ið er til tunglsins, Venusar, Júpí
ters Plútó og ókunns hnattar
enn utar í sólkerfi voru. Verða
alls staðar fyrir lífverur og menn.
Síðan er haldið út úr sólkerfinu
en- ekki er því lýst nánar til
hvaða stjörnuveralda siglt er.
Hins vegar er lýst mörgum og
mismunandi persónum sem sögu
maður mætir, fögrum konum,
gáfuðu fólki, vitringum „jóla-
englum“ og djöflum.
í stjörnuskipinu er sögumaður
læknaður af öllum líkamlegum
meinum og magnaður lífsfjöri og
hamingju.
Af samtölum við fólk frá ýms
um jarðstjörnum fær sögumaður
lýsingar af lífi, menningu og til-
veru á hinum ólíklegustu stöð-
um, allt frá himnaríki til helvít-
is.
Eru sumar þessar lýsingar al-
veg ágætar. Svipaðar lýsingar
eru til í bókum Dr. Helga
Péturss. teknar eftir miðlum. Til
dæmis:
„Þarna er kynleg birta, rautt"
kvöldskin sem. í rökkurbyrjun.
Landslagið var ákaflega villt
jafnvel tryllingslegt, fjöllin sund
urtætt og rifin, urðarskriður
miklar í hlíðum en jarðgróður
var hvarvetna að líta. Víða voru
lundir dökkra trjáa en annars
staðar runnaþykkni og hávaxið
gras, er líktist bambus. Blóm
sáust engin, en ávextir einhvers
konar hengu á greinum. í stað
blaða voru blöðrur sem á þangi
og líkar að lit, rauðbrúnar. Alls
staðar gnæfðu hrikaleg fjöll við
himin, sem var rauður og þung-
búinn. Dökkar flygsur í lofti,
og mér komu í hug orð skálds-
ins:
„Skötubarðvængjuð fjandafjöld
flaksast þar gegnum
eilíft kvöld“.
Voru fuglar þeir ljótir, og varð
naumast sköpulag á þeim séð . . .
Hins vegar er svo ástarsaga
Inga og Naníu hinar óviðjafn-
anlegu konu:
„Hlátur Naníu var ómfegurri
en ég fæ lýst. — „Já,“ svaraði
hún lágróma. „Menn eru svipað-
ir hverjum öðrum alls staðar þar
sem ég hef spurnir af“.
Hið vínrauða rökkur á Laí er
óviðjafnanlegt og engu líkt.
Sumir „útlendingar" kvörtuðu
að vísu yfir því, að innrautt skin
kvöldsólarinnar' gerði þá lata og
máttlausa en á mig hafði hún
allt önnur áhrif! Ég færði mig
ósjálfrátt dálítið »ær Naníu og
fann nálægð hennar leggja um
mig allan. Svo hallaði ég mér
aftur á bak og leit upp í himin-
inn, er virtist sveipaður kyrri
norðurljósadýrð, gæddri gliti eld
ópalsins. Hvarvetna var að sjá
ótölulegan grúa stjarna, er blik-
uðu og glitruðu svo dásamlega,
að það kom við hjartað í manni.
Margar þeirra voru stærri en
nokkur stjarna séð frá jörðu, og
sást greinilega kringlulag á sum
um. Eina bar lágt yfir fjarðar-
sundið og var hún svo stór, að
birtu hennar hlaut að verða vart
á Laí. Þegar ég gætti betur að, sá
ég hvorki meira né minna en
sjö tungl á misjafnlega hraðri
ferð yfir festinguna. Öll voru þau
fremur lítil, en þrjú af þeim í
skínandi litum, græn og blá og
sló á þau rauðum bjarma í kvöld
sólarskininu. (
Mér fannst ég ekki geta orða
bundizt, en gat þó ekkert sagt,
því að í þessum svifum lagði
Nanía hönd sína á arm mér og
hallaði sér að öxl minni“.
Nanía verður manni hugstæS
kona, ljúf og kvenleg og full ást-
úðar.
Þá er þarna lýst lífinu á hnett-
inum TONATUMI „þar sem fram
kvæmd hafði verið til hins ýtr-
asta stjórnmálastefna sú, er á
Jörð nefnist kommúnismi".
„Það var glæsilegt við fyrstu
sýn: myndarlegar stórborgir sá-
ust víða á hinum miklu megin-
löndum, stórskip sigldu um höf-
in og loftið moraði af flugvél-
um, sem voru talsvert líkar þeim,
er við Jarðbúar notum. Allt rækt
anlegt land var notað út í æsar,
en smábýli sáust engin, aðeina
stórhýsi á víð og dreif um sveit-
irnar. Aðdáunarverð röð og regla
virtist vera á öllu. En það vakti
undruín mína, að menn sáust
hvergi á ferli nema í hópum.
Jafnvel á hvítum baðströndum
við hin bláu höf voru hópar, sem
líktust vel skipulögðum leikfim-
isflokkum: Fólkið gekk í fylk-
ingu út í sjóinn, allir hreyfðu
fæturna eins, dýfðu sér samtímis,
báru útlimina sem einn maður á
sundinu, námu staðar sneru viS
og syntu aftur í land, — allt sem
undir heraga og eftir skipunum.
Það gekk gæsagang upp í fjöruna,
klæddi sig í fötin með vélrænum
hreyfingum og gekk á brott í fylk
ingu, en samtímis kom annar
hópur niður í sjávarmálið.
„Eru þetta vélmenni? ‘ spurði
ég.
, Nei“, svaraði leiðsögumaður-
inn, ,þetta er verksmiðjufólk i
sumarleyfi á hvíldarheimilinu,
sem þú sérð þarna á ströndinni".
í bók þessari er farið svo víða
og rætt svo margt, að með ólík-
indum er. Þykir mér þetta nokk-
ur ókostur, að sumu leyti.
Höfundur stiklar á svo mörgu
að honum gefst síður tækifæri til
að staldra við. Lesandanum hætt-
ir til að svima og ruglast í rím-
inu, á meðan myndabókirini er
flett í gríð og ergi.
Hér og hvar verða á vegi les-
andans ankannalegar setningar,
sem hann verður að detta um eða
undrast, eða brosa að. Dæmi:
„í þrjár klukkustundir potaS-
ist ég upp hlíðar og brekkur, bls.
8.
„Rödd hans glitraði af kátínu",
bls. 40.
„er heilsuðu mér hláturmildar"
bls. 40.
Framhald á bls. 22.