Morgunblaðið - 24.03.1959, Side 20
20
MORCVKBLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. marz 1959
„Hafið þér nokkra hugmynd
liffl það, hver muni hafa hjálpað
honum að flýja frá sjúkrahús-
inu?“ spurði gamli Bill hugsandi.
„Ætlið þér nú líka að fara að
gruna mig um græzku? Nei, ég
hef enga minnstu hugmynd um
það“.
Bill tottaði ensku pípuna sína.
„Hvaða tilgangur væri með
Slikum flótta? Maður eins og
Richard Morrison getur ekki far-
ið huldu höfði lengi. Lögreglan
verður búin að finna hann áður
en þessi dagur er allur. Forstjóri
Morrisons-blaðanna hefur nú far-
ið villur vegar í þetta skiptið".
„Nei, þar held ég að yður skjátl
ist alveg, Bill. Ég er nokkurn
vegin sannfærð um það, að Morri
son hefur haft alveg sérstakan
tilgang með flótta sinum“, sagði
Helen stillilega.
„Ég dáist að rósemi yðar,
Helen“, sagði Bill.
„Ég treysti Morrison fyllilega".
„Það er oft sem ég skil yður
ekki“.
„Það er vegna þess að þér skilj-
ið ekki konur, Bill. Hafið þér
ekki veitt því athygli, að konur
hafa meiri áhyggjur en karlar,
en verða sjaldnar hræddar?"
„Þér eruð ekki hræddar vegna
þess að þér hafið ekki gert yður
giein fyrir alvöru þessa máls“,
sagði Bill með alvörusvip. „Eftir
tvær klukkustundir koma hlut-
hafarnir saman. Við getum
hvorki útilokað Sherry né Ruth
Ryan frá þessum fundi. Það verð
ur ems og hreinasta reiðarslag,
þegai hluthafarnir frétta um
flótta Morrisons".
Helen reis á fætur. Hún gekk
hratt lit að glugganum og horfði
niður á miðdegisösina og umferð-
ina á Fifth Avenue. Skyndilega
sneri hún sér aftur að Bill.
„Bill — ég finn það einhvern
IllJJI I
veginn á mér, að nú fer leiðin að
liggja upp á við fyrir okkur“.
„Líklega vegna þess, að hún
getur ekki legið öllu lengra nið-
ur“
„Nei, vegna þess að ég hefi lært
að trúa“.
„Það vantaði nú bara að þér
færuð að reyna að telja mig til
afturhvarfs og nýrrar trúar"
Hann strauk hendinni yfir ennið
— „Þá dettur mér hann í hug —
þessi franski ábóti, sem þér hafið
flutt inn til okkar. Hefur hann
ekki heimsótt manninn yðar oftar
í seinni tíð?“
„Jú — hvað með það?“.
„Það kæmi mér ekki á óvart,
þótt það hefði verið hann sem
nam mar.ninn yðar á bortt úr
geðveikrahælinu".
Gluggarnir voru lokaðir og í
hinum stóra fundarsal Morrisons
hallarinnar var heitt og lotlítið.
Jafnskjótt og Helen kom inn í
salinn í fylgd með nýja aðalfor-
stjóranum sínum, George Schulz,
og BiM, datt allt í dúnilogn. Henni
fannst því líkast sem hún hefði
allt í einu og óvænt villzt inn á
ráðstefnu samsærismanna. AMra
augu, bæði karla og kvenna,
fylgdu henni þegar hún tók sér
sæti við endann á langa borðinu.
Þau Sherry og Ruth Ryan sátu
saman við borðið nokkru fjær.
„Herrar mínir og frúr“, tók
Helen til máls. — „Ég lýsi þennan
fund settan. Fyrir fundinum ligg
ur einungis eitt mál. Ungfrú Ry-
an, sem hér kemur fram fyrir
hönd minni hlutans hefur krafizt
þess að þessi fundur yrði haldinn.
Ungfrú Ryan hefur orðið“.
Umhverfis borðið varð enn hljóð
ara en fyrr.
Rubh Ryan reis úr sæti sinu.
„Dömur mínar og herrar“, byrj-
aði hún ávarp sitt. — „Frú Morri-
son hefur nú þegar sagt yður að
hér sé aðeins um eitt mál að ræða.
Rnfö
ong
LAUGAVE3
föilföng \Dg sUólaoörur
O'rÍMerki og frímerkjaoörur
JDlasl-/Quglýsingaslafir
^úiHifiisliniplar
Pýzk ar bœkur
NÝTTI
fSréfsefni
MEÐ NAFNtl
MERKJUM EINNIG
^Seroiellur
fyrir afinceli, ferntiugar og
ÖMnur kálíbleg lœkifœri
Þetta máll snertir frú Morríson
sjálfa. Yður er það kunnara en
frá þurfi að segja, að forstjóri
þessa fyrirtækis dvelur um þessar
stundir, sökum sjúklegs sálar-
ástands, á geðveikrahæli á Long
Island. Dómstólarnir munu á
næstunni svifta hann öllum fjár-
ráðum“.
Helen hringdi bjöllunni, sem
stóð á borðinu fyrir framan
hana.
„Dómstóllinn mun taka ákvörð-
un vegna þeirrar kröfu sem komið
hefur fram, um að svifta hann
fjárráðum", sagði hún stiMilega.
„En hvorki ég né ungfrú Ryan
vitum hvernig sú ákvörðun verð-
ur“.
„Ég hirði ekkert um hártoganir
sem þessar", svaraði Ruth Ryan.
Framkvæmdir réttarins hafa mán-
uðum saman verið hindraðar og
tafðar af málafærslumanni frú
Morrisons. En það sem hefur hins
vegar gerzt á meðan, getið þið séð
á þessari töflu".
Hún benti á stóra töflu, sem
hékk uppi á einum vegnum.
Helen hafði ekki veitt henni at-
hygli fyrr en nú. Hún hafði verið
hengd þannig á vegginn, að hún
huldi myndirnar af Richard Morri
son I. og Richard Morrison II. —
Á töfluna hafði einungis verið
dregið línurit með breiðum, rauð-
um og svörtum strikum, eins og
hitasóttar-línurit — eine og hita-
sóttar-línurit sjúklings, hvers
hiti fer sífellt lækkandi. Raunveru
lega var þetta hið ískyggilega sótt
hita-línu r it Mor ri son s-blaðann a.
Hinar lækkandi svörtu Mnur sýndu
hina lækkandi upplagstölu Morri-
sons-blaðanna. Rauðu strikin tákn
uðu hina sí-minnkandi auglýsinga
tekjur.
„Þér sjáið á þessu“, hélt Ruth
Ryan áfram máli sínu — „hvað
skeð hefur á hverjum degi frá því
er frú Morrison hrifsaði til sín
stjórn fyrirtækisins. Hér, herrar
mínir og frúr, er ekki lengur um
persónulegt mál að ræða. Ég neyð
tst til að segja sannleikann um-
búðalaust, enda þótt sumum kunni
að þykja nokkuð harðlega talað.
Hér er um yðar eigin peningaveski
að ræða. Eftir eitt einasta ár verð
ur Morrison-fyrirtækið orðið gjald
þrota. Ég bið nú annan hluthafa,
hr. Sherry að íekja þráðinn áfram
og segja söguna eins og hún er“.
Nú reis Sherry úr sæti sínu.
„Ég mun taka við þar sem ung-
frú Ryan lauk skýringum sínum.
Samtiímis kem ég að hinum eigin-
lega efni fundarins". Hann talaði
lólega, yfirvegað, með augljósri og
hræsnisfullri efnisfestu. „Þið öll,
herrar mínir og frúr, verðið að
spyrja sjálf ykkur: — „Hvernig á
að binda endi á þetta óþolandi
ástand? Frú Morrison hegðar sér
eins og hún sé eigandi meirihlut-
ans. Hún hefur umboð frá Morri-
son sjálfum, stærsta hluthafanum.
Hún lætur ekki svo lítið að leita
álits okkar í einu eða neinu, vegna
þess að henni er alveg sama um
okkar skoðanir og þykist geta
stjórnað öllu ein“.
„Reynið þér nú að koma yður að
efninu, hr. Sherry", greip Helen
fram í fyrir honum.
„Ég er þegar kominn að efn-
inu. Eftir að hr. Morrison v.uð
fyrir slysinu, höfum við krafizt
þess af frú Morrison að hún kæmi
með vottorð frá læknum um það,
að hr. Morrison hafi fengið fullan
bata aftur. Þetta hefur hún gert.
Hins vegar hefur það gerzt, að
frægustu geðsjúkdómalæknar Am-
eríku hafa einróma lýst því yfir,
að hr. Morrison sé því miður“ —
Hann brosti kuldalega og jafn-
framt háðskt — „að hr. Morrison
sé því miður ekki ábyrgur orða
sinna og gerða. Hann er, hrein-
skilnislega sagt, vitstola .Auðvit-
að er þessi geðbilun hans bein af-
leiðing af flugslysinu. Ensku lækn
unum sem framkvæmdu skurðað-
gerðina, hefur bersýnilega mistek-
izt gersamlega og svo reyna þeir
að breiða yfir mistökin. Með þessu
er það þá fyllilega staðfest, að hr.
Morrison hafði engan rétt til þess
að veita frú Morrison umboð og
alræðisvald í forföllum sínum yfir
forlaginu — yfir stærsta blaðafor-
lagi í öllum heimi. Ég legg það nú
tii, að við samþykkjum einróma að
skora á frú Morrison að hún feli
stjórn fyrirtækisins í hendur sér-
fræðinga, sem færir eru um að
bjarga því frá algerðu hruni".
Ein hönd teygði sig upp í loftið.
Það var hönd ungu, móðurlegu
konunnar sem Helen hafði veitt
sérstaka athygli á fyrsta fund-
inum.
Helen gaf henni orðið.
„Mig langar til að vita af hvaða
tegund geðveiklunar hr. Morrison
þjáist", sagði hún.
„Kemur það málinu nokkuð
við?“ svaraði Sherry. Hann leit á
Telpukápur
(Poplin). Stærðifr 2ja—14 ára.
Nýjar gerðir. (Rauðar, bláar, grænar).
Austurstræti 12.
þú varst vænn að
muna eftir afmaelinu sa*u, pabbi.
Hvað er þetta?"
2) „Opnaðu böggulinn, Stína. | handa þér. Það er ekki til betri
Ég lét búa þetta sérstaklega til | gripur í veröldinni“.
3) „Ó, pabbi. Þetta er dásam-
lega fallegur hnífur“.
Helen. — „Við gætum kannske
hlíft frú Morrison við...."
„Það vill svo til að ég er sjálf
Iæknir“, sagði hinn óþekkti hlut-
bafi. — „Ég vil fá að vita það“.
„Ef það er óhjákvæmilega... .**
svaraði hinn fyrrverandi aðalfor-
stjóri. — „Hr Morrison þjáist ber-
sýnilega af mjög illkynjuðum geð-
sjúkdómi, þar eð hann ímyndar sér
að faðir sinn sé á Mfi, sem dáinn
er fyrir rúmum tuttugu árum.
Hann skrifast á við þann dána,
skírskotar til hans, leitar ráða hjá
honum. Læknarnir telja að Morri-
son yngri muni hafa verið mjög
háður föður gínum í æsku og nú
þegar sál hans sé sjúk, líði hann
af þessum gaml-a ósjálfstæði sínu.
Nú, þegar hann er ekki fær um að
taka neina skynsamlega ákvörðun-
felur hann þeim manni ákvörðun-
arréttinn, sem hefur legið í gröf
sinni árum saman“.
Annar hluthafi, bæklaður mað-
ur með herðakistil, bað nú um
orðið.
„Ég er þeim hr. Sherry og ung-
frú Ryan alveg sammála", sagði
hann. — „Ef frú Morrison afsalar
sér ekki stjórn fyrirtækisins af
frjálsum vilja, verðum' við að
leggja málið fyrir dómstólana. Við
höfum ekki veitt Morrison-forlag-
inu umráð ýfir eignum okkar, til
þess að sjá þeim eytt og sóað í
tóma vitleysu, sem engum kemur
að gagni. Persónulega tel ég það
jafnvel ófullnægjandi. Svo lengi
sem frú Morrison er stærsti hlut-
hafinn, mun hún líka hindra hina
beztu sérfræðinga í að koma fyrir
tækinu aftur á fastan grundvöll.
Hlutabréfin í höndum heimsk-
ingja, stjórnin í höndum fáfróðs
aula — það gengur of langt. Við
skulum gera frú Morrison sameig-
inlegt tilboð, sem hún getur mjög
vel tekið, að selja okkur sinn hluta
í forlaginu".
„Alveg rétt", gall við í öllum
áttum.
Titrandi hönd Helen kom við
bjölluna.
„Ef þér leyfið mér að segja
nokkur orð“, sagði hún þegar
mesti hávaðinn var liðinn hjá —
„skal ég segja mitt álit á þessari
kröfu yðar“.
Lengra komst hún ekki.
SUtltvarpiö
ÞriSjudagur 24. marz:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,30. Barnatími: Ömmusögur. —
18.50 Framburðarkennsla í esper-
anto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleik
ar. 20,25 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson kand. mag.). — 20,30
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís
lands í Þjóðleikhúsinu; fyrri
hluti. Stjórnandi: Thor Johnson.
Einleikari á fiðlu: Þorvaldur
Steingrímsson. 21,15 Erindi: Þjóð
ræknisfélag íslendinga í Vestur-
heimi 40 ára (Dr. Richard Beck
prófessor). 21,45 Iþróttir (Sigurð
ur Sigurðsson). 22,10 Passíusálm-
ur (48). 22,20 Upplestur: „Sýn
keisarans", eftir Selmu Lagerlöf
(Haraldur Björnsson leikari). —
22,35 Islenzkar danshljómsveitir;
KK-sextettinn leikur. Söngfólk:
El'lý Vilhjálms og Ragnar Bjarna
son. 23,05 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 25. marz:
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50 Við vinnuna: Tónleikar af
plötum. 18,30 Útvarpssaga barn-
anna: „Flökkusveinninn1* eftir
Hektor Malot; IV. (Hannes J.
Magnússon skólastjóri). — 18,55
Framburðarkennsla í ensku. 19,05
Þingfréttir. —• Tónleikar. — 20,30
Lestur fornrita: Dámusta saga;
I. (Andrés Björnsson). 20,55 Is-
lenzk tónlistarkynning: Verk eft-
ir Skúla Halldórsson. Flytjendur;
Guðmundur Guðjónsson, Sigurður
Ólafsson, Kristinn Hallsson, dr.
Victor Urbancic og höfundurinn
sjálfur. 21,25 Þýtt og endursagt:
Johann Sebastian Bach eftir
Paul Hindemith (Fjölnir Stef-
ánsson). 21,45 íslenzkt mál (Ás-
geir Blöndal Magnússon kand.
mag.). 22,10 Passíusálmur (49).
22,20 Viðtai vikunnar (Sigurður
Benediktsson). 22,40 Á léttum
strengjum: Svend Asmussen og
hljómsveit leika (plötur). — 23,10
Dagskrárlok.