Morgunblaðið - 14.04.1959, Page 2
2
MORCVTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. april 1959
Genf, 13. apríl. (Reuter)
FULLTRÚAR Vesturveld-
anna á stórveldaráðstefnunni
um stöðvun kjarnsprengjutil-
tilrauna, lögðu í dag fram til-
lögu um það hvernig stöðva
mætti slíkar tilraunir í nokkr
um áföngum. Er litið svo á,
að Vesturveldin séu með þess
um tilraunum, að koma enn
lengra en nokkru sinni fyrr
til móts við Rússa.
Fundir stórveldanna um stöðv-
un kjarnsprengjutilrauna hófust
í Genf þann 31. október sl. og
hafa síðan staðið með stuttum og
löngum hléum. Samkomulag hef-
ur strandað á hvernig haga skuli
eftirlitskerfi. Vesturveldin hafa
litið svo á, að þýðingarlaust sé að
íslendingum gefið
höf uðlíkan af
Notma
DR. Herder-Dorncich, eigandi
Herder-bókaútgáfunnar í Frei-
burg hefur sent hingað til lands
að gjöf höfuðlíkan úr gipsi af rit-
höfundinum heimsfræga síra
Jóni Sveinssyni (Nonna). Mynd-
in er eftir myndhöggvarann
Franz Raab og eina mynd þess-
arar tegundar, sem vitað er im
að gerð hafi verið af Nonna í lif-
anda lííi.
Frun.myndin hefur verið af-
hent Þjóðminjasafni íslands til
eignar, en ráðuneytið mun láta
gera eirsteypu af myndinni
handa Nonnahúsinu á Akureyri,
sem er minjasafn um síra Jón
Sveinsson.
(Frá menntamálaráðuneytinu)
Dagskrá Alþingis
í DAG eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis kl. 1,30. Á
dagskrá efri deildar eru tvö mál.
1. Veitingasala o. fl., frv. —
2. umr.
2. Veiting . ríklsborgararéttar,
frv. — 2.umr.
Tvö mál eru á dagskrá neðri
deildar.
1. ítala, frv. — 2. umr.
2. Tekjuskattur og eignarskatt
ur, frv. — 3 umr.
Fundur er boðaður í neðri deild
Alþingis kL 8,15 í kvöld. Eitt
mál er á dagskrá.
Stjórnarskrárbreyting, frv.
— 1. umr. (Útvarpjumræða)
banna kjarnsprengjutilraunir, ef
ekki verður komið á eftirliti með
því að bannið sé haldið. Þau
segja, að Rússar myndu annars
geta svikið samningana og leynt
sprengingum með því frétta-
banni, sem tíðkist innan járn-
tjaldsins. Rússar hafa hins vegar
ekkert kært sig um eftirlitskerfi,
eða að hafa það sem allra minnst
og þá helzt þannig að aðeins rúss
neskir menn hafi eftirlitið með
höndum innan landamæra Sovét-
ríkjanna.
í tillögunni sem fulltrúar Vest-
urveldanna lögðu fram á Genfar-
ráðstefnunni í dag er lagt til, að
tilraunir með kjarnorkusprengj-
ur í andrúmsloftinu og í sjónum
verði bannaðar þegar í stað og án
þess að setja þurfi upp viðamikið
eftirlitskerfi. Þetta telja Vestur-
veldin mögulegt vegna þess að
auðveldast sé að uppgötva og
ljóstra upp um.kjarnsprengingar
sem fram fara við slíkar kringum
stæður.
Hins vegar leggja Vesturveldin
til að fyrst í stað verði ekki bann
að að framkvæma kjarnsprengju-
tilraunir neðanjarðar né í háloft-
unum. Slíkt bann verði ekki sett
fyrr en fundnar séu öruggar
leiðir til að fylgjast með slíkum
sprengingum, annaðhvort með
tæknilegum nýjungum eða með
eftirliískerfi.
Fulltrúi Bandaríkjanna á fund-
inum, James Wadsworth, talaði
fyrir tillögunni. Hann sagði að
Vesturveldin legðu til að stór-
veldin, þar á meðal Rússar, fram-
kvæmdu sameiginlega í náinni
framtíð nokkrar kjarnsprenging-
ar neðanjarðar til þess að reyna
aðferðir til eftirlits með neðan-
jarðarsprengingum. Sagði hann,
að tillaga Vesturveldanna fjall-
aði um fyrsta stig almenns banns
við kjarnorkusprengjum. í henni
væri ekki að finna eftirlitskerfi
það, sem Rússar hefðu verið svo
fjandsamlegir. Aftur á móti væri
þegar með henni stefnt að því,
að banna þær sprengingar, sem
hættulegastar væru mannlífinu,
þ. e. sprengingar í andrúmslofti
og í sjónum.
Elzti borgari Akra-
ness 95 ára
AKRANESI, 9. apríl. — Elzti
borgari Akraneskaupstaðar, Guð-
ríður Jónsdóttir í Guðnabæ
(Kirkjubraut 23), varð 95 ára
5. þessa mánaðar. — Guðríður er
ekkja Guðmundar heitins Jóns-
sonar, sem látinn er fyrir fjöl-
mörgum árum. Eignuðust þau
hjón tvö börn, sem bæði eru á
lífi — Ásthildi, sem gift er
Bjarna Kristmannssyni, forstjóra,
og Jón, trésmíðameistara, sem
kvæntur er Sigurrós Guðmunds-
dóttur. — Guðríður er til heim-
ilis hjá Jóni syni sínum. Guð-
ríður hefir verið heilsuhraust
alla sína löngu ævi. Enn les hún
stórt letur gleraugnalaust og
fylgist vel með því, sem gerist
í kringum hana. — Oddur.
Forsætisráðherra, Emil Jónsson, og aðrir gestir framan við fánaborgina á Keflavíkurflugvelli
á laugardaginn.
Varnarliðið minnist
10 ára afmœlis NATO
Á LAUGARDAGINN var minnt-
ist varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli þess að liðin eru 10 ár frá
því að frjálsar þjóðir mynduðu
varnarsamtök sín NATO.
Af þessu tilefni hafði varnar-
liðið sýningu á ýmisskonar her-
gögnum. Einnig voru sýnd hvers
konar tæki til hjúkrunar og björg
unar mannslífum, í stóru flug-
skýli gegnt flugvallarhótelinu.
Þar voru og sýndar ýmsar gerðir
herflugvéla, þó engin af hinum
nýrri gerðum.
Framan við þetta flugskýli
stóðu hermenn úr flugher, flota
og landher og mynduðu fánaborg
aðildarríkja Atlantshafsbandalags
Fánar íslands, Atlantshafs-
bandalagsins og Bandaríkj-
anna blöktu yfir hinum al-
þjóðlega flugvelli í tilefni af-
mælisins.
Menntaskóknum á Akueyri
lokni vegnn inflúensoiunldurs
AKUREYRI, 13. apríl. — Allmik-
ill inflúensu-faraldur gengur nú
yfir hér í bæ og hafa verið einna
mest brögð að veikinni í Mennta-
skólanum. — Er hef ja átti kennslu
þar í morgun, kom i ljós, að ekki
var mættur nema um helmingur
nemendanna í efri bekkjunum, og
einnig vantaði fjölmarga í neðri
bekki. Var ekki talið fært að
halda uppi kennslu við slikar að-
stæður, og heíir skólauum þvi ver
ið lokað um nokkurra daga skeið,
eða fram til föstudags til að byrja
með.
Inflúensan hefir ekki látið eins
til sín taka í öðrum skólum, og
hefir ekki komið til þess enn
a. m. k. að hætta þyrfti kennslu
nema í M. A. — Ekki mun veikin
leggjast þungt á fólk — dálítill
hiti og nokkurra daga lega, en
ekki vitað til þess, að um neina
slæma fylgikvilla hafi verið að
ræða. — M.
ins. Þangað komu akandi gestir
yfirmanna varnarliðsins en meðal
þeirra var forsætisráðherra Emil
Jónsson. Kannaði hann heiðurs-
vörð úr varnarliðinu, en að því
búnu lék lúðrasveit hersins þjóð-
söngva íslands og Bandaríkjanna.
Síðan skoðuðu gestirnir fiugvéla
og hergagnasýninguna. Mikill
mannfjöldi kom á flugvöllinn
þennan dag, og hafði varnarliðið
ókeypis kaffiveitingar í flug-
skýlinu fyrir aðkomumenn.
t....—-----------1 “
t TB t
Sex þotur flugu lágt yfir mannf jöldann með mörg hundruð kíló-
metra hraða, og snarhækkuðu svo flugið og léku alls konar
kúnstir í loftinu.
Einstaklingi falinn rekst
Brimness í hálft
ur
SEYÐISFIRÐI, 13. apríl. — Bæj-
arstjómin hér var í kvöld klukk-
an 6 kölluð saman til aukafund-
ar, þar sem tekin var ákvörðun
varðandi togarann Brimnes. —
Hann verður nú fenginn Axel
Kristjánssyni, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar og forstjóra Raf-
tækjaverksmiðjunnar þar, og
skal hann annast rekstur skips-
ins fram á haust.
Aukafundurinn, sem hófst kl.
6 í kvöld, fjallaði ekki um annað
mál en þetta og stóð fundur-
inn í tvo tima, en samþykktin,
sem gerð var á fundinum um
togarann og rekstur hans, er á
þessa leið:
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar sam
þykkir þá ráðstöfun fjármálaráð
herra að fela Axel Kristjánssyni,
íorstjóra í Hafnarfirði, að hafa á
hendi útgerð og rekstur togarans
Brimnes, frá deginum í dag að
telja um sex mánaða skeið. Axel
Kristjánsson skal hafa óbundnar
hendur þennan tíma um allan
rekstur skipsins, enda er sá rekst
ur ekki á ábyrgð bæjarsjóðs. Frá
þeim tíma er A. K. tekur við
rekstri skipsins, skal öllum íjár-
reiðum þess haldið aðgreindum
frá fyrri rekstri bæjarútgerðar
Seyðisfjarðar. Skipið verði með
bráðabirgðaaðstoð ríkisins losað
úr sjóveðum og fjámáms-kröfum
sem á því hvíla, svo undirbúning
ur að rekstri geti hafizt þegar i
stað, en fljótlega verði gengið
ar
nánar frá málum þessum í ein-
stökum atriðum".
Hingað austur eru nú komnir
úr Reykjavík 2 vélstjórar, en þeir
eiga að gera togarann siglingar-
hæfan. Er búizt við að togarinn
fari héðan kringum miðja vik-
una. Þá er væntanlegur hingað
austur, á vegum fjármálaráðu-
neytisins, Jónas Guðmundsson,
til þess að annast milligöngu fyr-
ir ráðuneytið varðandi hin ein-
stöku atriði við bæjaryfirvöldin.
K. H.
Rausnarleg gjöf
FYRIR nokkrum dögum kom
Þorgrímur Þorgrímsson stór-
kaupmaður til Landhelgisgæzl-
unnar og afhenti 200 dollara
ávísun í JÚLÍ- og HERMÓÐS-
söfnunina, frá frænku sinni, frú
Ingibjörgu Johnston, Keewatin,
Ontari., í Kanada.
Ingibjörg fluttist um 14 ára
aldur til Kanada, ásamt stórum
systkinahóp, en áður hafði fjöl.
skyldan búið á Grímsstaðaholti
hér við R ykjavík. Árið 1930 kom
hún hingað snöggvast aftur á-
samt manni sínum, Hafsteini
(Thomr.s) Johnston. Hafsteinn
lézt fyrir skömmu og var
jarðsettur sama daginn og HER-
MÓÐUR fórst. Höfðu þau hjónin
þá verið gift í 07 ár, en Ingi-
björg er nú 86 ára.
(Frá Landhelgisgæzlúnni ;
Vesturveldin vilja banna
kjarnorkusprengingar
í andrúmsloftinu