Morgunblaðið - 14.04.1959, Qupperneq 6
6
MORCUNBLAfílÐ
Þriðjudagur 14. april 1959
Sérhver verkamaður
> kapitalisti44
Sebasfian Haftner, fréttamaBur Observer
skrifar um athyglisverða þjóBfélagstil-
raun í Vestur-Þýzkalandi
FYRSTA útgáfa af „Almennings-
hlutabréfum“ í Vestur-Þýzka-
landi heppnaðist svo vel, að það
nálgast hálfgerð vandrseði. Hluta
bréf að upphæð 30 milljón mörk
í Preussag ríkisnámufélaginu
runnu út og margir urðu út-
undan.
Þýzka stjórnin stefnir að því
að breyta Vestur-Þýzkalandi á
næstu árum i þjóðfélag smá-
eignamanna og til að ná þessu
hefur hún ákveðið að leysa upp
ríkisfyrirtæki og breyta þeim í
hlutafélög þjóðarinnar. Þetta er
eitt af meginstefnumáium stjórn-
ar Adenauers og merkilegasta
þjóðfélagstilraunin, sem gerð
hefur verið í Evrópu frá stríðs-
lokum, — það er tilraun til að
koma á þjóðfélagsskipan almenn-
ingskapitalisma þvert á móti
kenningum sósíalismans.
Á næstu árum er ætlunin að
taka öll iðnaðar- og verzlunar-
fyrirtæki ríkisins, hvert á fætur
öðru úr þjóðnýtingu og afhenda
þau einkafyrirtækjum, sem
almenningur getur eignazt hluta-
bréf í. Þessi ríkisfyrirtæki eru
mörg þúsund milljónir marka að
verðmæti og meðal þeirra er
slíkur blómi þýzks atvinnulífs
sem Fólksvagns-verksmiðjurnar.
1 FYRSTU er ætlunin að gefa út
lág hlutabréf og eru þessi skil-
yrði fyrir því að menn megi
kaupa þau og hafi atkvæðisrétt
á hluthafafundum:
1) að þeir séu verkamenn og
starfsmenn hjá fyrirtækjun-
um sjálfum, eða
i) að hámarkstekjur þeirra
fari ekki fram úr 16 þúsund
mörkum.
Að öðru leyti eru „almennings-
hlutabréfin" venjuleg hlutabréf,
sem mega ganga kaupum og söl-
um i bönkum og kauphöllum. Þó
eru nokkur skilyrði í viðbót í
lögunum um þetta, sem miða að
því að koma í veg fyrir að hluta-
bréfin geti safnazt í fárra auð-
ugra hendur. '
Það er fyrirfram ákveðið að ef
upprunalegir kaupendur leggja
hlutabréfin í banka í fimm ár,
þá skuli þeir fá að þeim tima
liðnum 20% aukauppbót til við-
bótar við venjulegar arðgreiðsl-
ur. —
Þá hafa þýzkir bankar gert
samning um það, að enginn megi
annast fúlguviðskipti í þessum
hlutabréfum, þ. e. sölur á mikl-
um hluta bréfanna, sem geti
veitt mönnum meirihlutavald.
Með þessum hætti vonast
stjórnin til að geta komið á nýju
eignaskipulagi, þar sem iðnaðar-
hlutabréf verði dreifð meðal alls
almennings og að þau verði eðli-
leg fjárfesting sparifjáreigenda.
Sérstaklega er lögð áherzla á
það, að sú almenna regla komist
á, að verkamenn og starfsmenn
fyrirtækjanna verði meðeigendur
þeirra með hlutabréfaeign. Ef til-
raunin heppnast yrði Vestur-
Þýzkaland fyrsta ríkið í heimin-
um, þar sem sameinuð yrði stór-
iðja nútímans og eignamanna-
lýðræði. Ef litið er á þetta frá
sjónarmiði þjóðfélagsfræðinnar
táknar þetta, að sú stétt, sem
Marx kallaði öreiga, hverfur úr
sögunni og umbreytist í stétt
eignamanna og smákapitalista.
NÚVERANDI ummyndun Preus-
sag-fyrirtækisins er að sjálf-
sögðu aðeins byrjunartilraun og
það er ekki víst að allt gangi
eins greitt, þegar hlutabréf í öðr-
um og ennþá stærri ríkisfyrir-
tækjum verða boðin til kaups.
En tilraunin sýnir og sannar eitt
nú þegar, að meðal þýzku þjóð-
arinnar er sálfræðilegur grund-
völlum fyrir „almennings-kapi-
talisma" og að „verkalýðs“-hugs-
unarháttur fyrri kynslóða er að
líða undir lok.
Feður og afar þeirra manna,
sem nú sækja í að kaupa
almennings-hlutabréfin, voru
stéttræknir „öreigar“, sem hefðu
litið á sölu almennings-hlutabréf-
anna annað hvort með tor-
tryggni (kapítalískt svindl) eða
með hneykslun (kapítalískar
mútur). Synir þeirra og sonar-
synir líta öðruvísi á málin. Þeir
eiga mótorhjól og bíla og eru fús-
ir til að læra lögmál hlutabréfa-
skráningarinnar.
í mörg ár hafa þeir hafnað
kommúnismanum við kosningar
og margir eru á báðum áttum um
það, hvort þeir eigi frekar að
kjósa jafnaðarmenn eða Kristi-
lega lýðræðisflokkinn. Síðustu
ár hafa margir þeirra haft vax-
andi tilhneigingu til þess að
flytja úr leiguíbúðum fjölbýlis-
húsanna í eigin einbýlishús og
tekst það með dálítilli sparnaðar-
viðleitni. Þeir eru enn góðir fé-
lagar í verkalýðsfélögunum, en
hafa tilhneigingu til að lita á
þau á ameríska vísu, ekki sem
lífsskoðun eða fyrsta þrepið að
alþjóðlegu bræðralagi sósíalista,
heldur sem tæki til að semja um
kaup og kjör, eins og hvern
annan „bissness“.
★
VESTUR-ÞÝZK verkalýðsfélög
eru hlutlaus í flokkastreitunni
og láta ekki stjórnast af sósíal-
ískum framtíðarmarkmiðum. —
Forustumenn þeirra eru harð-
skeyttir samningamenn og gegna
hlutverki sínu sem þátttakend-
ur í þjóðskipulagi frjáls fram-
taks. Vel má vera að „almenn-
ingshlutabréfin" styrki það
skipulag enn á fáum árum.
Allt er þetta þó e. t. v. undir
því komið, hvort hinum nútima
frjálslynda kapitalisma, sem
hæst hefur náð í Vestur-Þýzka-
landi tekst að standa af sér
storma efnahagslegra afturkiþpa
og kreppu. Meðal þýzkra verka-
manna er nú ríkjandi traust á
að slíkt megi takast, en traustið
er þó viðkvæmt. Verkamenn eru
að byrja að leggja sparifé sitt
í einkafyrirtæki og þeir hafa
þekkingu og skilning á því, að
með þessu taka þeir á sig nokkra
áhættu, að verð hlutabréfa
hækkar ekki alltaf, heldur fer
upp og niður.
Meðan hlutabréfin hrynja
ekki og meginstefna línuritanna
er frekar upp á við, þá gengur
allt vel. En ef það yrði reglu-
leg kreppa og allsherjarhrun
í kauphöllunum, þá hefði það í
för með sér, að um leið og verka-
menn misstu atvinnuna mundu
þeir tapa sparifé sínu. Áhrifin
af slíku tvöföldu hruni muiidu
verða geigvænleg.
- Kapítalisminn hefur aldrei
verið í svo miklu áliti sem nú
meðal þýzks almennings, en við
blasa nú ýmis erfiðustu vanda-
málin. Ef þýzkur kapítalismi
breytist í „almennings kapital-
isma“, þá þolir hann alls ekki
sams konar kreppu og á árunum
kringum 1930. Fyrir hann er
annað hvort að duga eða drep-
ast. —
(Observer. Öll réttindi áskilin).
Óttazt
um namumenn
CARDIFF, 11. apríl — Átta námu
menn björguðust í dag heilu og
höldnu úr 1000 feta djúpum námu
göngum í Wales þar sem þeir
höfðu verið innikróaðir í 15 stund
ir. Lítil von er talin til þess að
þrír aðrir námumenn finnist á
lífi. Þeir voru í 300 feta djúpum
námugöngum skammt frá. Munu
göngin hafa hruhið saman á löng
um kafla.
skrifar úr
daglego lifínu
Missögn í útvarpserindi.
SL. fimmtudagskvöld flutti Rós-
berg G. Snædal erindi í út-
varpið og ræddi m. a. um skips-
skaða á Grímseyjarsundi. Egill
Sigurðsson á Álafossi hefur kom-
ið að máli við Velvakanda, í þeim
tiigangi, að koma á framfæri leið-
réttingu á einu atriði í þessari
frásögn, er Bonum fannst að öðru
leyti alveg prýðileg.
Rósberg G. Snædal segir, að
skipið Straumönd hafi farizt á
aðfangadag árið 1817, með ellefu
manns innanborðs. Þetta mun
ekki rétt vera. Skipið fórst
24. september það ár og tólf
manns með því, níu bændur úr
Glæsibæjarþingum einn úr Kaup
angssveit og einn úr Fnjóskadal,
og hreppstjórafrú ein úr Gríms-
ey, Guðrún á Bergum. Skipið
fór 9. september úr Eyjafirði og
beið í Grímsey í nokkra daga,
áður en það hélt til baka.
Egill Sigurðsson segir þessarj
upplýsingar réttar samkvæmt
kirkjubókum Glæsibæjar í Eyja-
firði Auk þess hafi Bólu-Hjálm-
ar ort um þennan skipsskaða
strax eftir að hann varð, og komi
þetta einnig fram í ljóði hans.
Þetta atriði mun hafa ruglazt
víðar. T. d. kom þessi sama mis-
sögn fyrir í Lesbók Mbl. fyrir
nokkrum árum, en var þá leið-
rétt.
Erfiðleikar að komast
um borð.
Velvakanda hefur borizt eftir-
farandi bréf frá „Sjómanni“.
„THG er einn þeirra sjómanna,
1-i sem oft þarf að fara um borð
í bát af bryggjunni fyrir neðan
Fiskiðjuverið í Reykjavík. Þeg-
ar lágsjávað er, er miklum erfið-
leikum bundið að komast um
borð, þar eð báturinn er oft 2—3
mannhæðum fyrir neðan bryggj-
una. Engir stigar eru þarna nið-
Þegar fólk fer út að
skemmta sér, á það að
njóta lífsins
segir Sussan Sorrell, söngkona í Lídó
ur og er því ekki um annað að
ræða en að stökkva um bcrð.
Lengi hefur vantað þarna stiga
eða einhvern annan útbúnað, og
slys, sem þarna varð fyrir
skömmu sýnir, að ekki má drag-
ast að eitthvað verði gert til að
bæta úr þessu.
Einnig þyrfti að setja upp neyð
arsíma einhvers staðar í nánd,
eins og gert hefur verið á hafnar-
garðinum í Hafnarfirði. Þar er
nú hægt að komast í samband við
slökkvistöðina á staðnum á and-
artaki, ef slys verður, og hún
gerir svo aðvart áfram, eftir því
sem með þarf.
Á Grandagarði getur þurft að
hlaupa langar leiðir, áður en hægt
er að komast í síma ef slys ber
að höndum.
En fyrst af öllu þarf að setja
stiga á bryggjurnar, svo menn
eigi það ekki á hættu að skella
utan í eða detta milli skips og
bryggju, þegar þeir eru að fara
um borð.
SUSSAN SORRELL heitir ensk
söngkona, sem í viku hefur
skemmt gestum í veitingahúsinu
Lídó. Samkvæmt beiðni leit hún
inn á ritstjórnarskrifstofu blaðs-
ins í gær og spjallaði ofurlitið
við okkur.
Sussan Sorrell hefur viða far-
ið. Hún hefur sungið á kabarett-
sýningum og skemmtistöðum
víða í Evrópu, t. d. ferðaðist hún
um ítalíu í fyrra með frönskum
ballettflokki og söng fyrir ítali.
Hún hefur líka verið í öllum
höfuðborgum Norðurlandanna,
kom hingað frá Stokkhólmi. —
Þess vegna lá beinast við að
spyrja hana fyrst:
— Eru ítalir ekki miklu ákaf-
ari og hlýlegri áheyrendur en
Norðurlandabúar?
— Nei, alls ekki. ítalir eru
ekkert sérlega hrifnæmir, eins og
flestir halda. Norðurlandabúar
eru miklu hlýlegri áheyrendur.
Þeir brosa og maður finnur hvað
þeir eru elskulegir. Þegar fólk
fer út að skemmta sér, þá á það
auðvitað að njóta lífsins og
skemmta sér reglulega vel, og
það held ég að Norðurlandabúar
geri. Það kunna Ameríkumenn
líka. Þeir eru einnig þakklátir og
góðir áheyrendur.
— Þetta er í fyrsta skipti sem
ég kem til íslands, og jafnframt
í fyrsta skipti sem ég syng með
hljómsveit, meðan fólk situr og
borðar eða dansar. Áður hef ég
alltaf komið fram í sviðsljósið
á ákveðinni mínútu, skemmt um
stund, og horfið aftur af sviðinu.
En Islendingar vilja víst heldur
fá að halda áfram að skemmta
sér um leið og þeir hlusta. En
ég kann vel við mig á sviðinu í
Lídó. Ég er þar í hálfan þriðja
tíma og get hreyft mig frjáls-
lega, sungið og gert það sem mér
dettur í hug.
— Þið, sem ferðizt um og
skemmtið, verðið að haga lífi
ykkar öðruvísi en annað fólk
Sennilega samræmist það illa
eðlilegu fjölskyldulífi.
— Já, maður verður að taka
ákvörðun um það hvort maður
vill heldur. Mér þykir vænt um
starf mitt og tek það fram yfir.
Mér finnst gaman að ferðast um
og hafa alltaf í kringum mig
fólk, sem er að skemmta sér, og
músík. Ég hef yndi af því að hitta
nýtt fólk og reyna að átta mig
á því, og mér finnst ég vera orð-
in talsverður mannþekkjari. En
þetta líf getur verið einmanalegt
líka. Oft langar mig til að setjast
niður og skemmta mér með glöðu
fólki. En það er ekki hægt að
drekka og skemmta sér og eiga
að syngja fyrir fólk um leið.
Maður verður alltaf að vera vel
fyrir kallaður, til að koma frám
og syngja næsta dag. Þess végna
kemur það sjaldan fyrir að ég
taki glas, þó ég sé innan um
fólk, sem það gerir.
— Hvort þessháttar starf sé
vel borgað? Já, en peningarnir
eru fljótir að hverfa, þegar verið
er á sífelldum ferðalögum. Mað-
ur lendir á dýrustu hótelum, þeg
ar komið er í ókunnar borgir.
Auk þess er dýrt að þurfa alltaf
að vera vel klæddur, og eiga svo
og svo marga fína kvöldkjóla, til
að koma fram í.
- Og hvert liggur leiðin, þegar
þér farið héðan?
— Nú verð ég að skreppa til
London. Ég hef verið á ferðinni
síðan í júní í fyrrasumar, að und-
anteknu stuttu jólaleyfi, sem ég
eyddi heima. Ég verð því að
halda heim núna og útbúa mig
með sumarfatnað i stað vetrar-
fatnaðarins, og svo af stað aftur.
Ég hef ekki fasta áætlun, því ég
er alltaf hrædd um að eitthvað
ennþá betra bjóðist. En í haust
er ákveðið að ég syngi I amerísk-
um söngleik, „The Pyjamas
Game“.
Og svo langar mig aðeins til
að segja, að mér finnst dásamlegt
hér á íslandi, og að mér hefði
aldrei dottið í hug að það gæti
verið svona fallegt í trjálausu
landi.